Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987
Forsjárdeila
til góðs eða ills
eftir Aðalstein
Sigfússon
Mikil umræða hefur verið í þjóð-
félaginu um kynferðislegt ofbeldi
gagnvart börnum undanfarin tvö
ár og vafalaust eru mörg böm sem
hafa notið góðs af þeirri umræðu.
Lákamlegt ofbeldi hefur hinsvegar
legið í þagnargildi síðustu árin og
er það miður. Vanræksla á bömum
er afar óljóst hugtak og erfítt að
draga mörk varðandi hvað geti
kallast vanræksla og hvað ekki.
Sumir vilja ganga svo langt að
fullyrða að flest böm á íslandi séu
vanrækt af foreldmm vegna mik-
illar vinnu þeirra, skuldabasls og
streitu. Einnig er talað um andlegt
ofbeldi gagnvart bömum og víst
er að fagfólki er gjamt á að skipta
hegðun og einkennum niður í
ákveðna tegundir eða flokka og
ræða síðan nánar um hveija teg-
und fyrir sig. Vegna þessa er oft
hætta á að hegðun og afleiðing
hennar verði einangrað fyrirbæri,
slitið úr samhengi við þær aðstæð-
ur sem em í þjóðfélaginu, bæði
félagslegar, fjárhagslegar og upp-
eldislegar. Umræðan einskorðast
því við vandamál og afleiðingar.
Þegar ég var beðinn um að
halda hér erindi ákvað ég að taka
fyrir, í stuttu máli, þann vanda
sem upp kemur er foreldrar deila
um forsjá bama sinna og afleiðing-
ar þess á böm. Bami líður nær
undantekningarlaust illa er for-
eldrar deila um forsjá þess, oftast
er það eitt með þessa vanlíðan,
án þess að geta opnað sig og rætt
tilfínningar sínar, vegna þeirrar
hatrömmu baráttu sem foreldram-
ir em í. Foreldrar gefa sér
hugsanlega tíma fyrir bamið, en
bamið fínnur að það er í aðstöðu
sem útilokar því að tjá sig á ein-
lægan og opinn hátt. Að opna sig
fyrir föður em svik við móður og
öfugt. Þetta tel ég vera andlegt
ofbeldi. Ég mun reifa hér eðli
þessara deilna og leggja áherslu á
að núverandi fyrirkomulag við
lausn forsjárdeilna leysir ekki
vandamál fyrir bamið, heldur
skapar og viðheldur vanlíðan.
í forsjárdeilum em þarfír bams-
ins, í ljósi þeirrar reynslu sem það
hefur, hafðar að leiðarljósi þegar
sálfræðingur gefur bamavemdar-
nefnd álit sitt um hver skuli fara
með forsjá þess. Oft fara saman
hagsmunir bamsins og annars for-
eldrisins, í öðmm tilfellum ekki. í
enn öðmm tilfellum virðist málið
þannig vaxið að hagsmunum
bamsins sé best borgið sé „brotið
á réttindum foreldranna“ og forsjá
bamsins látin í hendur 3ja aðila.
Hlutverk starfsmanns bama-
vemdamefndar er að undirstrika
rétt bamsins og þarfír þess, ekki
færa rök fyrir réttindum foreldra
og sanngimisþáttum varðandi þá.
Við slit hjónabands eða sambúð-
ar em mörg orð sögð sem lýsa
sorg, biturleika, ofsareiði, afbrýði-
semi, löngunum, hræðslu, skömm
og svo mætti lengi telja. Séu for-
eldrar nógu bitrir og reiðir í garð
hvors annars, næst ekki sam-
komulag um hvort þeirra á að
hafa bömin. Leiðin liggur því til
opinberra aðila sem taka ábyrgð-
ina af foreldmnum og kveða á um,
eftir athugun málsins, hvort for-
eldrið skuli fara með forsjá. Við
það að losna undan ábyrgðinni
eykst oftast reiðin og vanmáttar-
kenndin. Með hjálp bamalaganna
reyna foreldramir að leysa úr til-
fínningaerfíðleikum sínum. Að
deilan sé í höndum opinberra aðila
styrkir oft annað foreldrið, veikir
hitt. Nefna má fleiri atriði varð-
andi áhrif á foreldra í þessari
stöðu. Þeir aðlaga sig þeim aðilum
sem vinna í málinu, hugsa rök-
rétt, en fyllast tortryggni, þær
góðu hugsanir og tilfínningar sem
þrátt fyrir allt vom til staðar til
fyrrverandi maka hverfa eftir því
sem baráttan harðnar. Það er ekki
lengur vogandi að sýna sanngimi
og skilning. Nú er ekki þorandi
að setja sig í spor hvors annars,
vinningsmöguleikamir gætu
minnkað.
Það er því afar mikilvægt að
sýna fram á að hitt foreldrið sé
minna hæft, reyndar oft óhæft til
að fara með forsjá bamsins. En
hvers vegna gengur forsjárdeila
út á það að foreldrið reyni að sanna
að hitt sé minna hæft? Bamalögin
gera einfaldlega ekki ráð fyrir að
foreldrar geti sagt „ég elska mín
böm og ég vil hafa þau mín
vegna". Samkvæmt lögum ber að
líta á málið út frá þörfum bamsins
og þar með verða foreldramir að
fela þessar tilfínningar bak við
fullyrðinguna að það sé verið að
hugsa um það besta fyrir bam-
ið... Foreldrar geta því ekki verið
einlægir og hreinskilnir. Það ætti
því að vera flestum ljóst að stríðið
stendur ekki lengur um bömin
heldur um það hvort foreldrið geti
sært hitt meira, svert það og tor-
tryggt í vitna viðurvist. Það sem
er enn alvarlegra er að deiluaðil-
amir em meira ósáttir í lok
deilunnar en í upphafí og því litlar
Aðalsteinn Sigfússon
„Það má flestum ljóst
vera að þegar um for-
sjárdeilur er að ræða,
hatramma baráttu milli
foreldra um foreldra-
réttinn, verður barnið
afskipt í þeirri merk-
ingu að tilfinningaleg
og félagsleg velferð
þess er raunverulega
aukaatriði þar sem sár-
indi og gremja foreldra
eru látin ráða.“
líkur á að umgengni bamsins við
þann aðila sem ekki er forsjáraðili
gangi átakalaust fyrir sig. Það er
ekki aðeins hjónabandið sem hefur
mistekist hefur einnig skilnaður-
inn.
Skilnaður hefur margvísleg
áhrif á böm. Af niðurstöðum rann-
sókna má sjá að aldur bama, kyn,
skapferli, félagslegar aðstæður og
félagatengsl skipta máli. En takið
eftir því að það er ekki skilnaður-
inn sjálfur sem hefur langvarandi
neikvæð áhrif á þroska og sjálfs-
mynd bamsins, heldur hvað fylgir
í kjölfar hans. Hér á ég við hvem-
ig foreldrum tekst að halda sig í
foreldrahlutverki gagnvart bam-
inu, án þess að láta persónuleg
vandamál og togstreytu sín á milli
ráða gerðum sínum.
Það má flestum ljóst vera að
þegar um forsjárdeilur er að ræða,
hatramma baráttu milli foreldra
um foreldraréttinn, verður bamið
afskipt í þeirri merkingu að tilfinn-
ingaleg og félagsleg velferð þess
er raunverulega aukaatriði þar
sem sárindi og gremja foreldra em
látin ráða, þó í skjóli þess að verið
sé að hugsa um velferð bamsins.
Nær undantekningarlaust lend-
ir bamið milli steins og sleggju
og þessar aðstæður hafa í mörgum
tilfellum varanleg neikvæð áhrif á
tilfínningaþroska þess og sjálfs-
mynd, ekki síst vegna þess að
tiifinningar foreldranna sem liggja
að baki forsjárdeilunni halda
áfram að vera til, eftir deiluna,
hafa aðeins annan ramma, sem
e.t.v. heitir umgengnisdeila, van-
hæfni umgengnisaðila til að
standa við gefín loforð eða bara
eitthvað annað.
Ég hef unnið í mörgum forsjár-
deilum á þessum 5 ámm sem ég
hef unnið hjá bamavemdamefnd
Reykjavíkur. Vinna mín felst m.a.
í að gera sálfræðilegt mat 'a böm-
um deiluaðila. Hin ýmsu einkenni
koma fram hjá þessum bömum,
allt eftir persónuleikagerð þeirra,
uppeldi og aðstæðum. Ég vil nefna
hér dæmi um nokkur einkenni sem
ég hef orðið var við en sem em
að sjálfsögðu ekki til staðar öll
hjá einu og sama bami. Þessi ein-
kenni em: Hræðsla, depurð, sorg,
áhyggjur, tilfínningaleg höfnun,
einmanakennd, togstreyta, reiði,
sektarkennd, óþolinmæði, eirðar-
leysi, einbeitingarerfíðleikar,
uppgerður þroski, uppgerður van-
þroski. Þetta er ekki lítið en þetta
er staðreynd. En það sem verra
er, þessi einkenni halda áfram að
vera til staðar hjá baminu, eftir
að forsjárdeilunni er lokið, eftir
að opinberir aðilar hafa leyst mál-
in samkvæmt bamalögum.
Hagsmunum hverra þjóna slík lög?
Ekki er óaigengt heldur að bam
taki mjög ákveðna afstöðu með
öðm foreldrinu og flest virðist
benda til að vel gangi eftir að
úrskurðað hefur verið um forsjá.
En eftir 2—3 ár snýr bamið blað-
inu við og vill ekkert annað en að
komast til þess foreldris sem ekki
fékk forsjána. Áframhaldandi tog-
streyta foreldranna, sektarkennd
bamsins að hafa tekið afstöðu á
sínum tíma, vanhæfni foreldranna
að sinna hlutverki sínu gagnvart
baminu vegna óuppgerðra tilfínn-
inga — þetta knýr bamið til að
taka aftur til sinna ráða og það
reynir að leysa vandamál foreldr-
anna, fyrir foreldrana, en á
kostnað hvers?
Við núverandi fyrirkomulagi við
lausn forsjárdeilna tel ég að við
lögvemdum andlegt ofbeldi á
bömum. Við komust þó væntan-
lega aldrei hjá því að sumar
forsjárdeilur verði leystar á þann
hátt sem gert er í dag, jafnvel þó
við reyndum að breyta fyrirkomu-
lagi þessara mála. Þar á ég við
þau tilvik, þar sem annar eða báð-
ir aðilar eiga við óreglu að stríða,
geðveiki, persónuleikatmflun eða
jaftivel greindarskort.
Við vitum að allt of margir slíta
sambúð eða hjónabandi án þess
að takast á við tilfínningar sínar
á raunsæjan og skynsaman hátt.
Fólk þarf að fá möguleikann á að
tjá djúpstæðar tilfinningar sínar
sem vakna við skilnað. Að kveðj-
ast og syrgja það sem gott og
slæmt hefur verið gefur einstakl-
ingnum tækifæri til að sjá sameig-
inlga ábyrgð þeirra á því hvemig
fór.
Þetta er forsenda þess að fyrr-
verandi hjón sem em skilin eða
em að skilja geti rætt um fyrir-
komulag varðandi fosjá bama
sinna. Hér geta foreldrar áttað sig
á og rætt um þarfír bama sinna
og lagt gmndvöllinn að því að vra
áfram foreldrar en ekki tveir ein-
staklingar sem hefur mistekist.
Það er ekki nóg að skilja sam-
kvæmt lögum, það verður að vera
tilfínningalegur skilnaður einnig,
þannig að báðir aðilar séu sáttir.
Fagleg fjölskylduráðgjöf er
vettvangur slíkra vinnu milli for-
eldra. Foreldmm sem hyggja á
skilnað ætti að vera skilt, eins og
þeim er skilt í dag að ganga til
prests til að reyna sættir, að taka
þátt í slíkri ráðgjöf áður en til
skilnaður að borði og sæng kem-
ur. Ekki aðeins foreldrum sem em
ósammála um forsjá bama sinna
heldur öllum foreldmm sem
hyggja á skilnað. Slík fjölskyldu-
ráðgjöf gæti verið í tengslum við
bamavemdamefndir. Ég fer ekki
nánar út í að lýsa innihaldi slíkrar
fjölskylduráðgjafar, ítreka aðeins
nauðsyn þessa fyrirkomulags, ekki
síst í ljósi þess að hjónaskilnuðum
fer fjölgandi hér á landi og einnig
að væntanleg em lög hér á landi
um sameiginlega forsjá. Árið 1985
vom 543 lögskilnaðir. Þessi tala
er í raun mun hærri því slit á
óvígðri sambúð er ekki tekin með
í þessari tölu. Tölur benda til að
tæplega 10% skilnaða leiði til for-
sjárdeilu og kemur því til umsagn-
ar bamavemdamefnda vítt og
breitt um landið sem em misjafn-
lega vel í stakk búnar til að takast
á við slík verkefni. Bæta má við
hér að meðalvinnslutími forsjár-
deilna í stærstu bamavemdar-
nefndum landsins em 4,6 mánuðir,
meðalvinnslutími í bamavemdar-
ráði íslands era 4,2 mánuðir og
gefur þetta nokkra hugmynd um
umfang þessara deilna. I öllum
tilfellum verða bömin illa úti og
við skulum heldur ekki gleyma
þeim bömum þar sem samkomu-
lag verður um forsjá án íhlutunar
opinberra aðila. Rannsóknir sýna
okkur að þau verða einnig illa úti
ekki síst fýrsta árið eða næstu tvö
á eftir. Ég vil að lokum taka fram
að ég er í raun ekki að mæla gegn
þvf að fólk skilji heldur bendi á
að núverandi skilnaðarfyrirkomu-
lag er úrelt og einsýnt, það tekur
ekkert tillit til bamanna nema að
mjög takmörkuðu leyti og þá að-
eins í vissum tilfellum.
Höfundur er deildarsálfræðingur
hjá Félagsmálastofnun Reykjavík-
urborgar. Greinin ererindi, sem
höfundur flutti i opnum fundi
Bamagæslunefndar Bandalags
kvenna í Reykjavík um illa með-
ferðábömum.
Fjörið verður
á skjánwn!
mmmmmmmmmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmí^mmmgmmmm
Viö hjá Sjónvarpinu ætlum aö sjá til þess aö brúnin lyftist á landsmönnum
í vetur - tveir nýir þættir eru nú farnir af staö:
Skemmtiþættir Hemma Gunn annan hvern miðvikudag, spjallþættir þar
sem Hemmi fer á kostum og tekur á móti gestum með tilheyrandi
skemmtiatriöum.
Ómar Ragnarsson fer víðs vegar um landið í nýjum spurningaþætti, Hvað
heldurðu! Þessir þættir eru alla sunnudaga og þar keppa fulltrúar hinna
ýmsu byggðarlaga.
Semsagt: skemmtun á landsvísu, fyrir alla aldurshópa.