Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐH), MIÐVDUJDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 19 Breyttir tímar eftirKristján Torfason Að undanfömu hafa orðið nokkr- ar umræður í fjölmiðlum og manna á meðal um réttarfar á íslandi, eða hluta þess, í kjölfar kæru Eiríks Tómassonar hrl. fyrir hönd skjól- stæðings síns, Jóns Kristinssonar, til Mannréttindanefndar Evrópu. Viðbúið er að mál þetta verði til þess að einhverjar breytingar verði gerðar á réttarfarskerfi okkar og verður að vona að það leiði til góðs, en þar verður þó að fara með nokk- urri gát. Nú er það svo í þessu ákveðna máli, að ekki er hægt að sjá að sú staðreynd að bæjarfógetinn á Akur- eyri sé bæði lögreglustjóri og dómari hafi valdið neinum réttar- spjöllum og er það vel, því það gefur betri möguleika á að hugleiða þau grundvallarlögmál sem að baki kærunnar liggja án þess að efnisat- riði málsins skyggi þar á. Reyndar er það svo, að ég hygg að vand- fundin séu dæmi þess að hægt sé að staðhæfa að sú regla sem gilt hefur um þessa starfshætti sýslu- manna og bæjarfógeta hafi yfírleitt valdið réttarspjöllum þótt ég geti ekki fullyrt um það svo fullkomlega öruggt sé. Hitt er svo aftur annað mál, að trauðla er hægt að komast hjá því að sjá að slíkt fyrirkomulag geti veikt trú borgaranna á dóm- stólunum. Það kerfi, að sýslumenn og bæj- arfógetar séu bæði lögreglustjórar og dómarar, ásamt því að sinna jafnframt umfangsmiklum stjóm- sýslustörfum, á sér 700 ára sögu, eða allt frá lögtöku Jónsbókar árið 1281. En hvers vegna var slíku kerfí komið á og hvers vegna hefur þetta ekki verið afnumið? Það þarf sjálfsagt meiri kunnáttu en ég hef yfír að búa til að skil- greina á fræðilegan hátt hver ástæðan var fyrir þessum laga- breytingum á sínum tíma. Ekki þykir mér þó ótrúlegt að það hafi vakað fyrir valdhöfum að nýta sem best þær stofnanir sem fyrir voru í þjóðfélaginu og halda þannig niðri rekstrarkostnaði ríkisins, en ef til vill ekki síður það að styrkja kon- ungsvaldið í sessi. Gilda þessar röksemdir í dag? Ég held að það séu að verulegu leyti sömu rök, sem valda því að frá þessu kerfi hefur ekki verið horfíð, þótt slíkt hafi áður komið til tals. Fjárveitingavaldinu hefur vaxið í augum sá kostnaður sem myndi hljótast af því að stofna sjálf- stæða dómstóla í hveiju lögsagnar- umdæmi, manna þá með menntuðu starfsfólki og reka þá með reisn. Til þess að reka dómstóla, sem og aðrar ríkisstofnanir, þarf fé en dóm- stólar gefa ekki af séntekjur, enga eiga þeir eðli sínu samkvæmt ekki að gera það. Ég fæ ekki betur séð en þeir dómstólar sem fyrir eru í landinu beri það með sér að naumt sé skammtað af hálfu Qárveitinga- valdsins. Það er sama hvaða stjórn hefur setið, beiðnum forsvarsmanna dómstólanna hefur yfírleitt verið svarað með því að kröfumar væru allrar athygli verðar, en vegna ástandsins í ríkisfjármálum verði þessi viðfangsefni að bíða um stund og því hafa þessi málefni mörg beðið lengi, svo sem bygging dóm- húss í Reykjavík svo dæmi sé nefnt. En hvemig er hægt að smyija kökuna svo fjárveitingavaldið geti kyngt henni? Breytingar á réttar- farslögum eru jú ekki þess eðlis að vænlegt sé til árangurs fyrir stjóm- málamenn að beita sér fyrir slíku. Ekki er þess að vænta að það skapi mikinn uppslátt í blöðum, og það jafnvel þótt fylgt væri eftir með utandagskrámmræðum, sem virð- ast þó einna helst vænlegar til auglýsingar. Þá er ekki heldur við því að búast að slíkur tillöguflutn- ingur styrki viðkomandi þingmann í sessi í kjördæmi sínu, en séð hef- ur maður dæmi þess að athafnir einstakra stjómmálamanna virðast stundum beinast að slíku. Ég held því að vart sé að vænta tillagna um úrbætur frá einstaka þingmönn- um, enda hæpið að bráðræðislegar breytingartillögur um einstök atriði réttarfarslaga séu til góðs. Ég tel að okkur beri að líta þama til frum- kvæðis af hálfu dómsmálaráðherra og dómsmálaráðuneytisins í nánu samráði við dómara landsins og samtök þeirra um mótun heild- stæðra tillagna um breytingar á réttarfarskerfí okkar. Hugmyndir um lausnir Trúlega verður að slá nokkuð af kröfunni um sjálfstæða dómstóla í hveiju lögsagnammdæmi og fara í staðinn einhveija millileið, er full- nægir þó réttarfarshugmyndum okkar um óháða dómstóla. Rétt er að huga að því hvort nauðsynlegt væri að færa öll dómstörf úr hönd- um sýslumanna og bæjarfógeta, eða hvort fullnægjandi væri að flytja einungis hluta þeirra frá þeim. Mál það, sem hefur nú orðið kveikjan að þessum umræðum, lítur að því að lögreglustjórn sé ósam- rýmanleg dómsstörfum í sakadómi. Trúlega geta margir fallist á að svo sé og því eigi slík dómstörf betur heima hjá sjálfstæðum dómstóli án annarra tengsla við stjórnsýsluemb- ætti en stjórnunarlegra. Ef breyting yrði gerð á þennan veg myndi af- skiptum sýslumanna og bæjarfóg- eta væntanlega Ijúka er málin væru send saksóknara að lokinni rann- sókn, nema til framhaldsrannsókn- ar kæmi. En hvaða dómsmál gætu heyrt undir sýslumenn og bæjarfógeta að sakamálum slepptum. Mér virðist í fljótu bragði að það væru öll önnur dómsmál. Málið hefur alltaf snúist um það að lögreglustjóm og dóms- störf í sakadómi væru ekki samiým- anleg. Það vaknar þó sú spuming hvort ekki væri rétt að hægt væri að skjóta ágreiningi um fram- kvæmd lögtaks, ef upp kæmi, til sjálfstæðs dómara, ef sýslumaður væri að framkvæma lögtak vegna innheimtu ríkissjóðsgjalda, sem hann ætti að annast. Reyndar veld- ur það ekki réttarspjöllum í dag, því sýslumaður víkur sæti í slíkum málum, þegar haldið er uppi vöm- um, er kalla á úrskurð. Þá kemur og til álita að fela slíkum sjálfstæð- um dómara að kveða upp úrskurði í fógetamálum, uppboðsmálum og skiptamálum þegar ágreiningur kemur upp. í litlu þjóðfélagi er ef til vill ríkari ástæða en ella að gæta þess vel að yfirbygging Jijóðfélagsins verði ekki of mikil. Eg tel því að það komi vel til greina að nota það kerfí sem til staðar er í dag á þann hátt að sakamál og þau önnur mál er ég hef drepið á verði lögð til þeirra sjálfstæðu héraðsdómara er nú starfa við mörg embætti. Jafn- framt verði stofnuð fleiri slík embætti þar sem þau em ekki fyrir og mætti jafnvel hugsa sér að land- fræðileg takmörkun slíkra héraðs- dómara væri ekki hin sama og núverandi lögsagnarumdæma. Þeir gætu jafnvel farið með dómsvald í sakamálum og þeim öðmm málum sem til þeirra vom lögð í tveimur eða jafnvel fleiri sýslum eða bæjar- félögum allt eftir aðstæðum og umfangi. Önnur hugmynd, en dýrari, væri að dusta rykið af lögréttufmm- varpinu og breyta því, til þess að mæta þessum kröfum um sjálf- stæða dómstóla í sakamálum. Það fmmvarp var býsna gott og allgóð samstaða um það meðal lögfræð- inga. Um saksókn Annað atriði í réttarfarskerfi okkar, sem ég tel rétt að hyggja að, er það að ríkissaksóknarí ákveð- ur hvort mál sem hann tekur ákvörðun um saksókn í, sé skriflega eða munnlega flutt í sakadómi. Þetta tel ég í sjálfu sér í góðu lagi ef ekki kæmi annað til. Þótt dóm- ari qái, er hann tekur mál fyrir að það sé örðugt að dæma það, nema Kristján Torfason „í litlu þjóðfélagi er ef til vill ríkari ástæða en elia að gæta þess vel að yfirbygging þjóð- félagsins verði ekki of mikil. Ég tel þvi að það komi vel til greina að nota það kerf i sem til staðar er í dag á þann hátt að sakamál og þau önnur mál er ég hef drepið á verði lögð til þeirra sjálfstæðu hér- aðsdómara er nú starfa við mörg embætti.“ fá ítarlegan og góðan málflutning, á hann þess engan kost að breyta ákvörðun ríkissaksóknara. Væri nú ekki rétt að velta þeirri hugmynd fyrir sér að heimila dómara að óska eftir því við ríkissaksóknara, þegar hann telur þess þörf, að fá tiltekið mál flutt munnlega. Hugsanlegt væri einnig að lögreglustjóri eða fulltrúi hans kæmu fram sem sak- sóknarar í smærri málum. Það væri þó ef til vill réttara að ríkissak- sóknarí skipaði saksóknara úr stétt málflutningsmanna í þessum mál- um, eins og mér virðist réttara að gera í mun ríkari mæli en gert hefur verið til þessa og jafnvel gera að aðalreglu. Ef að þessu yrði horfíð gæti skap- ast möguleiki á því að meðal lögmanna kæmist á nokkur verka- skipting, þannig að hluti lögmanna gæti þá sérhæft sig í málflutningi, en sökum þess hve málflutningur er almennt illa launaður miðað við þá vinnu sem samviskusamur lög- maður verður að inna af hendi verður þess stundum vart að mál- flytjendur hafi ekki gefið sér nægan tíma til undirbúnings. Læknar hafa heyrst viðra þá skoðun að ekki megi skera laun þeirra við nögl, þar sem þeir beri ábyrgð á lífi manna. Dómarar, málflytjendur og sak- sóknarar hafa örlög fólks í sínum höndum og það er einnig mikilvægt og nauðsynlegt að þeim sé sköpuð fullnægjandi aðstaða og kjör til að rækja skyldustörf sín vel og veija til þess þeim tíma sem þeir telja þörf á, án þess að þurfa að sinna öðru á meðan. Að lokum Hverfum nú aftur að því hvaða dómsmálaverkefni eigi og megi vera áfram hjá sýslumönnum og bæjarfógetum án þess að slíkt sé hægt að túlka sem mannréttínda- brot. Öll einkamál geta sem best verið áfram hjá sýslumönnum. Þar er ekki hætta á slíkum árekstrum sem í sakadómsmálum og því ekki ástæða til að taka slík mál úr hönd- um sýslumanna. Það er ef til vill ástæða til þess að leggja áherslu á það að sýslumenn búa oft yfír ríkari staðarþekkingu og reynslu og hafa því oft getað miðlað málum og kom- ið í veg fyrir málaferli. En það eru önnur mál þar sem ég tel að svig- rúm þyrfti að vera fyrir hendi til að leggja ákveðin ágreiningsatriði í úrskurð sjálfstæðs dómara án þess að þar valdi handhöfn sýslumanns á lögreglustjóm. Sýslumenn og bæjarfógetar framkvæma m.a. fógetaaðgerðir, uppboð og búskipti svo eitthvað sé nefnt. Mér hefur stundum þótt það óviðkunnanlegt að fógeti kveði upp úrskurði er ágreiningur kemur upp í slíkum málum, einkum þó ef þar væri fjallað um kröfur innheimtu ríkissjóðs. Væri ekki réttara að sýslumaður ætti þess kost af sjálfs- dáðum, eða að kröfu aðila, að vísa slíkum ágreiningi til sjálfstæðs dómara. Þannig væri hægt að auka nokkuð réttaröryggið án þess að breyta stórlega í réttarskipan okk- ar. Þessum sundurlausu þönkum er einungis ætlað að vekja athygli á því, að ef breyta á réttarfarskerfí okkar þarf margs að gæta og hér hefur einungis verið stiklað á stóru. Farsæl lausn inniheldur ef til vill eitthvað af þeim atriðum, sem ég, hefi hér nefnt, en sýnilegt er að það þarf að vega það vel og meta hvert verksvið sýslumanns og bæj- arfógetaembætta á að vera í réttar- kerfí okkar í framtíðinni. Þá þarf einnig að athuga hvort ráðlegt sé að koma á fót sjálfstæðum héraðs- dómstólum og gjaldheimtum um land allt með þeim kostnaði sem því fylgir, eða hvort leita ber ann- arra lausna. Mér virðist það ekki sjálfgefíð að slíkt fyrirkomulag þjóni best hinum dreifðu byggðum landsins. Það leysir engan vanda að breyta breytinganna vegna og hyggilegra er að grunda vel allar breytingar á réttarfarskerfí okkar. Það sem úr- skeiðis kann að hafa farið á undanfömum árum, ef eitthvað er, er ef til vill ekki kerfinu að kenna, heldur mishæfum einstaklingum. Höfundur er bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum. í dag kl. 18.00 í ný/a Valsheimilinu \ HREWU. / 68 55 22 RAFGEYMAVERKSMIÐJA PGIAR HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.