Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 61 Minning: Sveinsína Ágústs- dóttir frá Kjós « Fædd 7. júní 1901 Dáin 3. nóvember 1987 Amma mín, Sveinsína Ágústs- dóttir, er látin eftir erfíða sjúk- dómslegu í sumar og haust. Hún bjó norður á Ströndum nær allt sitt líf. Um 1970 fluttu þau amma og afí til Reykjavíkur þar sem afí dó skömmu seinna. Um það leyti byij- aði ég í menntaskóla í Reylqayík og bjó þá hjá ömmu á vetuma. Ég átti því þess kost að kynnast henni mjög vel. Þótt hún væri flutt suður var hugur hennar þó áfram fyrir norðan. Hún talaði alltaf mikið um Strandimar og gömlu tímana þar. Hún hafði einstaka frásagnarhæfí- leika, og tókst að gæða persónur og aðstæður úr fortíðinni svo miklu lífí að ógleymanlegt er. Sveinsína var mjög greind kona og mikill persónuleiki. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum. Hún var mjög víðlesin, þótt hún hafí ekki haft langa skólagöngu að baki. í raun má segja að hún hafí verið góður fulltrúi íslenskrar alþýðu- eða sveitamenningar. Hún var vel heima í bókmenntum, ekki síst ljóð- um og ýmiss konar kveðskap og hafði gaman af því að ræða um slík málefni. Hún hafði ótrúlega gott minni og kunni heiiu ljóðabálk- ana og rímumar utan að. Hún var líka mjög fróð um menn- ingu og þjóðhætti fyrri tíma og reyndi hún að miðla þeim fróðleik eins lengi og hún gat til þess að forða honum frá gleymsku. Mörg- um stundunum eyddi hún síðustu árin við að svara ýmiss konar spum- ingum frá Þjóðminjasafninu um íslenska þjóðhætti. Og mikið var hún glöð þegar hún fékk jólakveðj- ur frá þessum aðilum með þökk fyrir veitta aðstoð. Ég minnist þess að eitt árið var jólakortið með mynd af meistara Þórbergi með úrið. Það kort þótti henni mikill dýrgripur. Aflcomendur Sveinsínu em orðnir margir og missir okkar er mikill. En minning hennar lifír áfram. Ari Skúlason og fjölskylda, Danmörku. í dag verður kvödd frá Fossvogs- kirkju Sveinsína Ágústsdóttir frá Kjós í Ámeshreppi. Hún fæddist 7. júní 1901 og var því 86 ára þeg- ar hún lést á Hrafnistu þann 3. nóvember eftir erfíða sjúkdómslegu síðustu mánuðina. Foreldrar hennar voru Petrína Guðmundsdóttir og Ágúst Guðmundsson í Kjós í Ámes- hreppi. Sveinsína var af þeirri kynslóð sem mátti muna tímana tvenna,. allt frá torfbæ til nútíma þæginda og er þar mikil breidd í. Sveinsína var stálminnug og mundi eftir sér frá bamsaldri og mundi reyndar minningar afa síns og ömmu. Afí hennar var fyrir heimili móður hennar eftir að faðir hennar lést í blóma lífsins úr lungnabólgu, Blóma- og w skreytingaþjónusta w ™ hvertsemtilefniðer. ^ GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 hún var þá aðeins 17 ára og elst af sínum systkinum. Hún fór eins og böm þeirra tíma að vinna strax og hún gat létt und- ir með móður sinni. Kjósarheimilið var menningarheimili og bömin hlutu góða uppfræðslu, miðað við þeirra tíma mælikvarða, enda var Sveinsína vel að sér og hafði sér- staklega fagra rithönd sem hún hélt fram á gamals aldur. Hún mun hafa haft áhuga fyrir að læra meira en heimilið gat boðið upp á, því ekki vantaði hana gáfumar. En konur þeirra tíma fóm ekki í lang- skólanám, en hún bætti sér það upp með lestri góðra bóka. Sveinsína var ákaflega ljóðelsk og kunni feiknin öll af ljóðum og átti gott ljóðabókasafn. Hún var um skeið á námskeiði í heimilisfræðum á Hólmavík og var mjög ánægð með það. Hún giftist Alexander Ámasyni þann 30. júlí 1921 og eignuðust þau íjögur börn. Þau em Sigurbjörg, gift Eyjólfí Valgeirssyni, þau eiga 5 böm og búa á Krossnesi í Ámes- hreppi. Ágúst, hann var kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, en hann lést langt um aldur fram. Þau áttu 5 dætur en ein þeirra er látin, þau bjuggu í Kópavogi. Skúli, kvæntur Hrefnu Magnúsdóttur og eiga þau 3 böm, þau búa á Hellissandi. Alda, gift Stefáni Kristjánssyni og eiga þau 4 dætur, þau búa í Tungunesi í Fnjóskadal. Bamabömin em 30. Bærinn í Kjós stóð undir Trékyll- isheiði norðanverðri og var fyrsti bær sem komið var að af heiðinni og það var því sjálfgefíð að það var ákaflega gestkvæmt. Flestir sem um heiðina fóm komu við í Kjós og marga söguna hefur Sveinsína sagt okkur af fólki sem kom hrakið og illa til reika á öllum tímum sólar- hringsins af heiðinni. Þá var fólkið drifíð samstundis úr blautum fötum og því lánuð föt af heimilisfólkinu meðan föt þeirra vom þurrkuð. Hún minntist líka með mikilli ánægju margra gesta sem komu og sögðu frá ýmsu fróðlegu og skemmtilegu, því hún var ákaflega fróðleiksfús. Þau Alexander byrjuðu búskap í Kjós en fluttu svo í Reykjarfjörð og síðan aftur í Kjós og bjuggu þar til ársins 1946, en þá byggðu þau sér hús í Djúpuvík en nytjuðu áfram jörðina Kjós, en Djúpavík er í landi þeirrar jarðar. Sveinsína var alveg einstök hús- móðir. Þrifnaður og snyrtimennska sátu svo sannanlega í fyrirrúmi á hennar heimili, allt í nálægð hennar var hreint og fágað. Ég kom fyrst til Djúpuvíkur til Sveinsínu og Alex- ander 1957 með manni mínum og bami á öðm ári. Við flugum til Gjögurs í smá flugvél og þar beið okkar Magnús Hannibalsson og flutti okkur á trillu til Djúpuvíkur. Við fómm svo flest sumur norður, bömin byrjuðu að hlakka til næstu norðurferðar fljótlega eftir að við komum heim aftur. Þetta vom oft Móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR KRISTÍN HELGADÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavfk, andaöist 7. nóvember sl. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, RAGNAR BERGSTEINS HENRYSSON, Otrateig 20, andaðist mánudaginn 9. nóvember. Sigríður Erla Jónsdóttir, Jón Ingl Ragnarsson, Ingibjörg A. Torfadóttir, Arnheiður Ragnarsdóttir, Sigurþór H. Sigmarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, sonur, faðir og tengdafaöir, JÓN INGI RÓSANTSSON klœðskeri, Bogahlíð 22, Reykjavík, lést í Landspítalanum mánudaginn 9. nóvember. Jaröarförin aug- lýst siðar. Guðbjörg Pálsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Þórlaug Jónsdóttir, Stefán Svavarsson, Óskar Jónsson, Ingveldur H. Aðaisteinsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Friðrlk Kristjánsson, Þórunn Marfa Jónsdóttir. t Ástkær sonur okkar, SIGURJÓN HINRIKSSON, Aðalstræti 13, isafirði, lóst mánudaginn 9. nóvember. Fyrir okkar hönd og annarra ættingja, Hinrik Guðmundsson, Elfsabet Hálfdánardóttir. ævintýralegar ferðir til og frá. Það var flogið, farið með Skjaldbreið eða rútu til Hólmavíkur og flóabátn- um þaðan og ferðast svo innansveit- ar á bátum, vörubílumm dráttarvél- um eða á hestum. En seinna komu vegir og breyttir tímar. Það var alveg einstaklega gaman að heimsækja afa og ömmu í Djúpuvík, þar var svo margt öðru- vísi en bömin áttu að venjast heima og móttökumar vom stórkostlegar. Við vomm í heyskap inni á Kjósar- túni og heyið var bundið í bagga og Alexander reiddi þær á klakk út í Djúpuvík. Ég hafði ekki séð það fyrr. Krakkamir fengu að sitja á hestinum aðra leiðina og það þótti þeim ævintýralegt. Svo vom lögð silunganet við Kjósarsandinn og veiddur koli við bryggjumar og ýmsilegt gert sér til gamans sem þekktist ekki heima hjá okkur. Djúpavík var krökkunum heimur út af fyrir sig og svo var farið að Krossanesi, en það er önnur saga. Mörg böm dvöldu hjá þeim Sveinsínu og Aiexander, sum komu aftur og aftur, því hjónin vom alveg einstakar manneskjur. Ollum leið vel í þeirra návist, þau reyndu allt- af að gera þessar heimsóknir ættingja og vina, sem vom margir, eftirminnilegar og maður gleymir þeim svo sannarlega ekki. Þau fluttu til Reykjavíkur haust- ið 1969 og keyptu íbúð í Skipasundi 39 og komu sér þar vel fyrir. En Alexander lést í febrúar þann vetur 1970. Ágúst sonur hennar lést í júni það sama ár langt um aldur fram og var þá skarð fyrir skildi í lífi hennar. En Sveinsína var stillt kona og bar sig vel. Hún var ein þann vetur til næsta hausts, en þá fór sonur okkar suður í nám og fór til ömmu sinnar og það passaði ágætlega. Krakkamir okkar tóku við hvert af öðm að vera hjá henni og síðust Fríða frá Krossnesi. Krökkunum þótti gott að vera hjá ömmu sinni á vetuma og ég held að henni hafí þótt gaman að hugsa um þau og fylgjast með þeirra námi. Á sumrin fór hún svo gjaman norð- ur til dætra sinna eða vestur til okkar á meðan hún treysti sér til. þess. Eftir að hún kom suður gafst meiri tími til lesturs og þá náði hún. sambandi við þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins og hefur skrifað niður mikinn fróðleik frá fyrri tímum og samið ritgerðir um þjóð- hætti. Einnig höfðu orðabókamenn Háskólans oft samband við hana ef þá vantaði gömul orð, því hún. hafði mikinn áhuga á íslensku máli. Sveinsína skrifaði töluvert í Strandapóstinn. Hún hafði ákaflega mikla ánægju af þessum skrifum og hefði löngu átt að vera byijuð á þeim, því hún var ágætlega ritfær og þar kom vandvimin og snyrti- mennskan sér vel. Allt sem frá henni kom var sérstaklega vel frá gengið. Sveinsína dvaldist á Hrafnistu síðustu árin, þar leið henni vel. Hún undi sér við skriftir á meðan hún gat skrifað, en síðan við upprifjun á ljóðum og vísum og ýmsu frá því í gamla daga og alltaf þegar við komum til hennar fór hún með eitt- hvað af þessu fyrir okkur og mörgu fróðlegu. Sagði hún okkur frá mannlífínu í Djúpuvík þegar mest var um að vera þar og allt var í uppbyggingu, riflaði upp gamlar gamanvísur, sagði frá leikritum sem voru færð upp. Hún mundi þetta allt svo vel og hafði yndi af að segja okkur frá því. Alltaf var hugurinn þar nyrðra þótt hún kynni ágætlega við sig syðra. Bamaböm- in vom dugleg að heimsækja hana og margir aðrir ættingjar og vinir, því hún sagði svo skemmtilega frá og gaman var að spjalla við hana. _ Hún var vel heima í ótrúlega mörgu. Hún gat lítið lesið undir lokin þar sem sjónin var farin að bila og þreyttist því fljótt. Með Sveinsínu er gengin ein af þeim manneslq'um sem hugsuðu vel um sitt og höfðu allt á hreinu. Fjöl- skylda mín þakkar henni af alhug allt sem hún var okkur og allt sem hún gaf okkur af sínum velvilja og gæsku og megi minning hennar og Alexanders lifa hjá fjölskyldu þeirra um ókomna daga. Ættingjum hennar votta ég sam- úð. Hvíli hún í friði. Hrefna Magnúsdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, INGÓLFUR PÁLMASON fyrrv. lektor við Kennaraháskóla íslands, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. nóvem- ber kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Hulda Gunnarsdóttir, Pálmi Ingólfsson, Gunnar Ingólfsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR LARSEN, Reynimel 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Margrót Larsen Rfta Duppler, Jörg Duppler, Ellen M. Larsen, Jón I. Magnússon og barnabörn. t Minningarathöfn um bróður okkar, GUÐMUND JÓNSSON frá Asparvfk, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður frá Bjarnarhafnarkirkju laugardaginn 14. nóvem- ber kl. 14.00. Systkinin frá Asparvík og aðrir vandamenn. t Móðir mín, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Sauðhúsvelli, V-Eyjafjöllum, verður jarðsungin fré Ásólfsskálakirkju laugardaginn 14. nóvem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, > Sigmar Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.