Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Ný leyfi til fisksölu Um skírnarskilni íslenskn þjóðkirkji eftir Einar Sigurbjörnsson Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, hefur ákveðið að veita sex fyrirtækjum leyfí til að selja frystan íslenskan físk til Banda- ríkjanna auk þeirra Qögurra fyrirtækja, sem hafa haft slíkt leyfí til þessa. Leyfíð til nýliðanna er bundið við sex mánuði og út- flutning á 2.300 lestum. Með þessari ákvörðun er stigið skref í þá átt að auka frjálsræði í út- flutningi til þess fískmarkaðar, sem hefur dugað okkur best um langt árabil. Er tímabært, að þessi ís sé brotinn og farið inn á nýjar brautir í þessum viðskipt- um. Þótt sú skipan, að Sölumið- stöð hraðfíystihúsanna og Samband íslenskra samvinnufé- laga sitji nær því ein að físksölu til Bandaríkjanna, hafí reynst vel og skilað þjóðarbúinu miklu, er sjálfsagt að leyfa fleirum að reyna sig á þessum markaði eins og öðrum fískmörkuðum. Ákvörðun viðskiptaráðherra kemur á óvart. Aukið frelsi til útflutnings á físki til Banda- ríkjanna hefur ekki verið á döfínni í opinberum umræðum síðustu misseri. Um þetta mál hefur á hinn bóginn oft verið deilt af tölu- verðri hörku, til að mynda á landsfúndi Sjálfstæðisflokksins, þess stjómmálaafls, sem helst hefur barist fyrir viðskiptafrelsi og afíiámi hafta. Hafa sjálfstæð- ismenn ekki orðið einhuga í þessu efíii og þeir haft betur, sem vilja óbreytt kerfí. Hvort sú takmark- aða tilraun, sem viðskiptaráð- herra hefur nú heimilað, nýtur stuðnings flokksins á eftir að koma í ljós. Flest bendir til þess að Framsóknarflokkurinn sé andvígur niðurstöðu Jóns Sig- urðssonar og því almennt að leyfakérfí í físksölu sé afnumið. Þá hefur verið gagnrýnt, að við- skiptaráðherra afgreiði tilmæli þessara sex fyrirtælcja á elleftu stundu, þegar á döfínni er að flytja útflutningsmálin úr við- skiptaráðuneytinu til utanríkis- ráðuneytisins. Frumvarp um það eftii liggur fyrir Alþingi í sam- ræmi við þær samþykktir, sem gerðar voru við myndun ríkis- stjómarinnar. Sú spuming vaknar, hvort við- skiptaráðherra hafí ekki gengið of skammt. Hann hverfur ekki frá lejrfa- og haftakerfínu. Telja hinir nýju leyfíshafar það ómaksins vert að leggja I kostnað við mark- aðsöflun, þegar heimildin til útflutnings gildir aðeins fram í apríl á næsta ári og er bundin við ákveðið magn? Þá eru almenn- ar aðstæður síður en svo þannig á Bandaríkjamarkaði núna, að hann kalli á innflutning. Gengi dollarans er hið lægsta gagnvart jeni og þýskum mörkum, sem þekkst hefur frá stríðslokum. Fiskur er meðal dýrari matvæla. Dragist einkaneysla í Banda- ríkjunum saman vegna verðfalls á hlutabréfum bitnar það á físki eins og öðm. Hér á landi eiga þeir, sem flytja físk til Banda- ríkjanna, í harðri samkeppni um hráefnið við þá, sem selja físk annað og án þess að frysta hann. Morgunblaðið telur óþarft fyrir hina öflugu fískseljendur á Bandaríkjamarkaði að óttast auk- ið fíjálsræði. Að sjálfsögðu eru þau rök síður en svo marklaus, að útflutningur margra kunni að spilla fyrir öllum. Menn hafa beygt sig fyrir þessum rökum í marga áratugi. Nú gefst þeim, sem fyrir eru, á hinn bóginn enn eitt tækifærið til að sanna ágæti sitt. Samkeppni er almennt til þess fallin að auka snerpu, gæði og afköst. Væri merkilegt, ef annað kæmi í Ijós við sölu á íslenskum físki til Bandaríkjanna. Sú starfsemi stendur á veikari grunni en ætla hefur mátt, ef hún þolir ekki að losna undan ríkis- forsjá og höftum. Lofsverð nýbreytni Alþingis orvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs Alþingis, hefur skýrt frá róttæk- um breytingum á þinghaldi. Lúta þær annars vegar að dagskrár- gerð þingsins og hins vegar að fundaitíma þess. Miða breyting- amar að skilvirkari þingstörfum. Oftar en einu sinni hefur verið vakið máls á því hér á þessum stað, að þeir, sem í störfum sínum eiga töluvert undir greinargóðum frásögnum fíölmiðla, hlytu að setja þessum störfum sínum tíma- skorður í samræmi við það. Með því að helja þingfundi fyrir há- degi á fímmtudögum, eins og nú er ákveðið, er stigið skref í þá átt. Fyrir þingmenn ætti að skipta litlu, hvort þeir halda nefndar- fundi fyrir eða eftir hádegi. Fyrir þá, sem segja daglega frá störfum þeirra, skiptir á hinn bóginn miklu að hafa sem rýmstan tíma ti! þess. Þeir, sem ráða fundartíma borgarstjómar Reylgavíkur, ættu að taka Þorvald Garðar Kristjáns- son sér til fyrirmyndar og hefja störf sín fyrr á fímmtudögum. Það er tímaskekkja, að borgar- stjómarfundir skuli ekki hefjast fyrr en klukkan sautján. Nokkrar umræður hafa verið í Morgunblaðinu undanfarið um skímina og oft verið mjög veist að skímarskilningi þjóðkirkjunnar. Þar eð mér finnst, að svo margt ósanngjamt hafí verið sagt í þeim umræðum, tel ég mig knúinn til þess að leggja orð í belg. Vil ég leitast við að útskýra það sem þjóð- kirkjan kennir um skímina í játn- ingum sínum. Skírn er sakramenti Sakramenti þýðir „leyndardóm- ur“ eða „helgidómur" og svo nefnast tvær athafnir, sem Kristur stofnsetti sjálfur. Sérstaða sakra- mentanna er sú, að í þeim veitir Kristur það sem hann gefur fyrir- heit um fyrir tilstilli sýnilegs, ytra efnis. í skíminni er það vatnið og í Fræðum Lúthers minni er eðli skímarinnar skýrgreint á þennan hátt: „Skírnin er eigi eingöngu venjulegt vatn, heldur er hún vatn- ið umvafið boði Guðs og sam- tengt orði Guðs.“ Rökin em talin vera skímarskipunin í Matteusar- guðspjalli, þar sem Jesús sendir postula sína með umboðið til að gera allar þjóðir að lærisveinum og skíra þá í nafni Föður og Sonar og Heilags anda. Gagnsemi skímarinnar segja Fræðin minni vera þá, að skírnin „veldur fyrirgefningu syndanna, frelsar frá dauðanum og djöflinum og gefur eilífa sáluhjálp öllum, sem trúa því eins og orð Guðs og fyrir- heit hljóða" og þau orð og fyrirheit em í Markúsarguðspjalli, þar sem Kristur segin „Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða." (Mk 16.16.) Spumingin er þá sú, hvemig vatn fái gert svona mikið og svarið er þetta: „Vatn gerir það sannar- lega ekki, heldur orð Guðs, sem er með og hjá vatninu, og trúin, sem treystir slíku orði Guðs í vatninu.“ Með orði Guðs er vatnið skím, þ.e. „náðarríkt vatn lífsins og laug nýrrar fæðingar í Heilögum anda“ samkvæmt orðum Guðs í Títusarbréfí: „(Guð) frelsaði oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur sam- kvæmt miskunn sinni í þeirri laug, Keflavik. FLUTNINGASKIPIÐ Eldvík los- aði 700 tonn af salti í Keflavík fyrir helgi. Hluti af farminum eða um 100 tonn var gallað salt sem skipið tók á Eskifirði. Gall- aða saltið verður notað til þar sem vér endurfæðumst og Heil- agur andi gjörir oss nýja. Hann úthellti anda sínum yfír oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfíngjar eilífs lífs.“ (Tt 3.5—8.) Að lokum útskýra Fræðin merk- ingu eða tilgang vatnsskímarinnar með þessum fleygu orðum: „(Skímin) merkir, að hinn gamli Adam í oss á að drekkjast fyrir daglega iðrun og yfirbót og deyja með öllum syndum og vond- um gimdum og aftur á móti daglega fram að koma upp aftur og rísa nýr maður, sá er lifði að eilífu í réttlæti og hreinleik fyrir Guði. „Er til stuðnings þessu vitnað í Rómveijabréfíð, 6. kapítula, þar sem segir: „Vér emm dánir og greftraðir með Kristi í skíminni, til þess að lifa nýju lífí, eins og Krist- ur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins." Samkvæmt þessu riti Lúthers, sem er trúatjátning íslensku þjóð- kirkjunnar, er skýrt kveðið á um, að vatnsskirnin er endurfæðing og markar upphaf lífs í trú. Vegna þessa skilning á skíminni em böm- in skírð. Barnaskírnin og Nýja testamentið Oft er haft á orði, að bamaskím sé hvergi nefnd í Nýja testament- inu, heldur sé þar gengið út frá því, að menn skírist samkvæmt eig- in ákvörðun sinni eftir að þeir hafi tekið trú. Það er alveg rétt, að hvergi er minnst á bamaskím í Nýja testa- mentinu og ennfremur má alveg vera ljóst að trúaðra skím hefur verið algengust í fmmkirkjunni, þ.e. á dögum Nýja testamentisins. Þessu mótmælir enginn maður. Spumingin er hins vegar sú, hvort af þögn Nýja testamentisins um bamaskím leiði, að hún hafí verið óþekkt um daga þess eða beinlínis bönnuð. Því er óhætt að svara neitandi. Líkur benda til, að bamaskím hafí verið þekkt á dögum Nýja testa- mentisins. T.d. er í Postulasögunni 16. kapítula greint frá tveimur ein- staklingum, sem hafí tekið skím ísvama á götum bæjarins. Eldvik var með 1100 tonn af salti sem kemur frá Portúgal og var 500 tonnum lestað í Vestmannaeyj- um. - BB ásamt „heimilisfólki sínu“ (Post. 16.15, 31—34). Þetta orðalagtekur og til barnanna samkvæmt al- gengri venju þess tíma og ef Lúkas, sem er höfundur Postulasögunnar, hefði viljað koma í veg fyrir bama- skím hefði hann tekið það fram, að hann eigi ekki við börnin. Þá em tengslin, sem Páll setur milli umskumar og skímar, t.d. í Kólossubréfinu, mjög athyglisverð og vekja ýmis hugrenningatengsl. Umskumin er meðal gyðinga sátt- málstákn og það em einmitt börn, sem eru umskorin meðal gyðinga, að vísu aðeins sveinböm. Því skyldu ekki börnin skírð þegar skírnin er sáttmálstákn hliðstætt umskum- inni, eins og böm meðal gyðinga em umskorin? Þar að auki talar skímin svo skýrt táknmál um hina algeru sáttargjörð, sem sett er milli Guðs og manna og manna á meðal í Kristi og þegar Páll segir á þessa leið í Galatabréfínu: „Allir þér, sem emð skírðir til samfélags við Krist, þér hafíð íklæðst Kristi. Hér er enginn gyðingur né grískur, þræll né ftjáls maður, karl né kona. Þér emð allir eitt í Kristi Jesú.“ (Gal. 3.27—28.) Undanskilur Páll virki- lega böm úr þessu samfélagi einingar og sáttargjörðar? Nei, hann undanskilur ekki börnin! Þau eiga og að vera skilin frá hinum gamla Adam, þ.e. þeim sjúka, sundraða og spillta mann- kynslíkama og fyrir nýja fæðingu fyrir vatn og heilagan anda sam- einuð þeim nýja Adam, sem er Kristur. Að síðustu ber að nefna frásögu Markúsarguðspjalls af því, er Jesú blessaði bömin og sagði af því til- efni: „Leyfíð bömunum að koma til mín, vamið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.“ (Mk. 10.14.) Þessi orð em höfð yfír í hvert skipti sem böm em skírð til vitnisburðar um, að Jesús vilji einmitt taka bömin og gera þau að þegnum í ríki sínu. Hér koma margir með þá mót- bám, að Jesú hafí blessað bömin, en ekki skírt. Við þeirri mótbám er það eitt til svars, að Jesús skirði yfírleitt aldr- ei. Hann kallaði lærisveina í lifanda lífi og er þess ekki getið, að hann hafi skírt þá. Skirn Jó- hannesar skírara skiptir hér ekki máli og heldur ekki hinn ein- angraði vitnisburður Jóhannes- Flateyri: Nýttflug Flateyringar óánægðir með uppsetningu þess Flateyri. HLUTI flugskýlis, sem Flug- málastjóm ætlar bráðlega að taka í notkun á Holtsflugvelli við Flateyri, fauk af vellinum að- faranótt 25. október sl. en vindhraðinn á vellinum var þá 40 til 50 hnútar. Skýlið er gamalt óinnréttað við- lagasjóðshús sem notað var sem verslunarhús í Vík í Mýrdal. Húsið var í þremur einingum og fauk ein þeirra og er mikið skemmd, t.d. brotnuðu allar rúður í henni. Al- menn óánægja er á Flateyri með nýja skýlið og hafa sveitarstjómar- menn mótmælt uppsetningu þess, því það er lítið stærra en það sem fyrir er, auk þess sem það er for- ljótt að mati heimamanna. - Magnea Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Götusaltið sem er gallað salt frá Eskifirði kom í stórum sekkjum. Salt: 700 tonn til Keflavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.