Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 1
136 SIÐUR B/C <3 11 STOFNAÐ 1913 288. tbl. 75. árg. FOSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Heimamarkaður Evrópubandalagsins: Svíar vilja afnema viðskiptahindranir Stokkh&lmi, Reuter. SÆNSKA ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist leitast við að afnema viðskiptahindranir milli Svíþjóðar og Evrópubandalagsins (EB) og komast inn á heimamarkað bandalagsins, sem áformað er að koma á fót árið 1992. í skjalfestri stefnuyfirlýsingu sem ríkis- stjórnin hefur samþykkt og lagt fyrir þingið segir að stjórnin hyggist ná þessu fram með tvíhliða viðræðum við EB og í gegnum Fríversl- unarbandalag Evrópu (EFTA). „Við munum vinna að því að komið verði á fót sameiginlegum markaði ríkja Vestur-Evrópu, sem Hráolía lækk- ar enn í verði London, New York, Reuter. HRÁOLÍA féll f verði i gær og var fatið selt á 15,15 dollara í London. Ijekkunin nam einum dollar frá þvi á miðvikudag. Sýnt þykir að aðgerðir samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC) muni ekki duga til að halda uppi olfuverði en á mánudag ákváðu ríkin að verðið skyldi vera 18 dollarar á fatið. Lækkun olfuverðs dugði þó ekki til þess að styrkja stöðu dollarans og féll hann gagnvart helstu gjaldmiðl- um bæði á flármálamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. í New York var gengi dollarans skráð á 125,85 jen er viðskiptum lauk þar í gær og hafði gengi gagnvart jeninu ekki verið lægra frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Reuter Karpov nægir jafntefli Anatolíj Karpov bar sigurorð af heimsmeistaranum Garry Kasparov í 23. einvfgisskák þeirra, sem telfd var í gær eft- ir að hún hafði farið f bið á miðvikudag. Einungis ein skák er nú ótefld og verður Kasparov að sigra f henni ætli hann að halda heimsmeistaratitlinum. Myndin sýnir Karpov og eigin- konu hans, Natösju, koma út úr Lope de Vega-leikhúsinu í Sevilla á Spáni þar sem ein- vfgið fer fram. Sjá skákskýringu á bls. 50. nái yfír öll 18 lönd EFTA og Evr- ópubandalagsins," segir meðal annars í yfírlýsingunni. Anita Grad- in utanríkisviðskiptaráðherra sagði í gær að ríkisstjómin hefði hins vegar ekki hvikað frá þeirri afstöðu að aðild Svía að bandalaginu væri ósamrýmanleg hlutleysisstefnu þeirra. „Við emm reiðubúin að ræða fíjálsan flutning vöm, þjónustu, vinnuafls og fjármagns. Ef þetta þýðir að við þurfum að opna fyrir sænska vinnumarkaðinn og afnema höft á fjármagnsflutningi sættum við okkur við það,“ sagði talsmaður ríkisstjómarinnar á fundi með fréttamönnum. Haldið með ólympíueldinn til Calgary Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, eiginkona hans og sonur fylgdust með því í gær er með ólympíueldinn frá þinghúsinu í Ottawa áleiðis til Calgary þar sem vetrarólympíuleikamir í febrúar á næsta ári. Aldin íþróttakempa, John Gmber að nafni, hélt á kyndlinum fyrsta spölinn, til hægri er Otto Jelinek, íþróttamálaráðherra í stjóm Mulroneys. Reuter haldið var fara fram , en lengst Gustav Husak lætur af embætti leiðtoga tékkneskra kommúnista: Eftirmaðurinn tæpast talinn boða róttækar breytingar Vín, Moskvu, Reuter. GUSTAV Husak, leiðtogi tékk- neska kommúnistaflokksins, tilkynnti á miðstjómarfundi í Prag í gær að hann hefði ákveð- ið að segja af sér. Husak mun áfram gegna embætti forseta Forstjóri Elkem seg- ir af sér Osló, NTB. KASPAR Kielland, forstjóri norska stórfyrirtækisins Elkem, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að segja af sér. Fyrir- tækið á hlut i íslenska járnblendi- félaginu en afsögn Kiellands má rekja til tapreksturs Elkem á síðasta ári og i ár. Kielland skýrði frá ákvörðun sinni á stjómarfundi Elkem í gær en þess var farið á leit við hann að hann gegndi áfram starfí for- stjóra þar til eftirmaður hans hefur verið skipaður. Aðspurður vildi Kielland ekki tjá sig um hvort hann gæti hugsað sér annað starf innan fyrirtækisins. „Ég vil einungis gera það sem þjónar hagsmunum El- kem,“ sagði hann. Elkem hefur átt í erfiðleikum á undanfömum tveimur ámm vegna erfiðra markaðsaðstæðna fyrir framleiðsluvömr fyrirtækisins auk þess það hefur staðið í miklum fjár- festingum bæði í Noregi og erlend- is. landsins. Milos Jakes, ritari mið- stjórnarinnar, hefur verið skip- aður eftirmaður Husaks en ekki er búist við róttækum breyting- unm í Tékkóslóvakiu 1 kjölfar þessa. MíkhaU S. Gorbatejov Sov- étleiðtogi fagnaði kjöri Jakes í gær og hvatti hann til að vinna að endurbótum á sviði félags- og efnahagsmála í anda umbóta- stefnunnar, sem Gorbatsjov hefur boðað í Sovétríkjunum og ríkjum austan járntjaldsins. Jak- es lýst yfir þvi í gær að hann hygðist gera einmitt þetta. Ceteka, hin opinbera fréttastofa Tékkóslóvakíu, skýrði frá því að miðstjóm flokksins hefði fallist á afsögn Husaks en lét þess ekki getið hvaða ástæður hann hefði nefnt fyrir ákvörðun sinni. Hann er 74 ára gamall og þykir bera ald- urinn nokkuð vel. Vestrænir stjóm- arerindrekar kváðust efast um að afsögn Husaks mætti rekja til þverrandi heilsu hans en hins vegar sögðu heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar í röðum tékkneskra andófsmanna að heilsu Husaks hefði hrakað að undanfömu. Husak, sem hafði ríkt í 18 ár, lagðist í fyrstu gegn umbótastefnu Gorbatsjovs en lýsti sig síðan fylgj- andi henni er Gorbatsjov sótti Tékkóslóvakíu heim í apríl á síðasta ári. Segja erlendir sendimenn að Husak geti engu að síður ekki fellt sig við steftiu Sovétleiðtogans og greinilegt hafí verið að Gorbatsjov hafi þótt miða hægt í umbótaátt. Ólíklegt er þó talið að Kremlveijar hafí beinlínis þvingað Husak til að segja af sér. Jakes, eftirmaður Husaks, er sér- fræðingur í efnahagsmálum og þykir það benda til að honum sé ætlað að endurskipuleggja staðnað efnahagslíf landsins og koma á pólitískum umbótum. Jakes , sem er 65 ára að aldri, tók virkan þátt í hreinsunum sem sigldu í kjölfar innrásar Sovétmanna í Tékkóslóv- akíu árið 1968 en þá var um 70.000 manns vikið úr tékkneska komm- únistaflokknum. Erlendir stjómar- erindrekar segja að Jakes geti engan veginn verið talinn talsmaður fíjálslyndis og því muni valdaskipt- in tæpast hafa verulegar breytingar í för með sér. „Svo virðist sem að í Jakes hafí stríðandi fylkingar inn- an kommúnistaflokksins, hug- myndafræðingar og talsmenn eftiahagsumbóta, fundið málamiðl- un í deilu þeirra um breytingar á stjómkerfinu, sem staðnaði fyrir 20 árum,“ sagði einn þeirra. Bandaríkin: Bush studdi sölu vopna til Irans Washinjfton, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, studdi þá við- leitni bandariskra embættis- manna að fá gisla í Líbanon keypta lausa með því að selja írönum vopn. Kemur þetta fram í skjölum, sem birt voru í gær en hafa verið i vörslu þingnefnd- ar sem rannsakað hefur vopna- söluhneykslið. í skjölunum kemur fram að Bush hafí lýst því yfír að „reyna beri" að fá gísla í höndum öfgamanna í Líbanon leysta úr haldi með þessum hætti. Bush hefur ekki viljað láta uppi hvaða afstöðu hann tók í vopnasölumálinu af ótta við að það skaði möguleika hans í forsetakosn- ingunum á næsta ári, en hann hefur gefíð kost á sér til þess embættis fyrir Repúblikanaflokkinn. Almennt er litið svo á að upplýs- ingar þessar muni koma til með að skaða Bush og hafa raunar keppi- nautar hans um forsetaembættið gagnrýnt hann fyrir að skýra ekki frá afstöðu sinni í málinu. í skjölunum kemur ennfremur fram að þeir George Shultz utanrík- isráðherra og Caspar Weinberger, fyrrum vamarmálaráðherra, voru andvígir leynilegri sölu vopna til írans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.