Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Verkalýðsfélagið Eining: Áhyggjur af gámaútflutningi Á STJÓRNARFUNDI í Verka- lýðsfélaginu Einingu 9. septem- ber var tekin til umræðu áskorun sú, sem starfsfólk Frystihúss ÚKE á Dalvík sendi i byijun mánaðarins til bæjarstjórnar Dalvíkur og ýmissa fleiri aðila vegna sívaxandi útflutnings á óunnum fiski í gámum. í fram- haldi af því gerði stjóm Einingar eftirfarandi ályktun: „Stjóm Vlf. Einingar lýsir áhyggjum sínum vegna þess ofur- kapps sem á sumum útgerðarstöð- um er nú lagt á að flytja afla ^fískiskipanna á uppboðsmarkað er- lendis. Með þessu er verið að flytja atvinnu við vinrislu flsksins úr landi í stórum stíl, atvinna dregst saman í heimahöfnum veiðiskipanna og hætta er á verulegu atvinnuleysi vegna þessa. Þá má og ljóst vera að afleiðingin verður sú að flsk- vinnslufólk leitar í vaxandi mæli annarra starfa og verður því ekki tiltækt til fískvinnu, þegar óhentugt kann að þykja að seija óunninn flsk erlendis. Þá vill stjómin benda á að auk þess sem verkafólk við fískvinnslu missir miklar tekjur þegar fískurinn er fluttur óunninn úr landi, dragast einnig saman telq'ur viðkomandi sveitarfélaga og þjóðarbúið í heild missir gjaldeyristekjur, því að óunn- inn flskur, jafnvel þó hann seljist á góðu verði, gefur aldrei jafn mikið til þjóðarbúsins og sá flskur sem fluttur er út eftir vinnslu í landi. Ennfremur hlýtur það að vera dýrt í reynd að láta fískiðjuverin standa ónotuð. Stjómin skorar því á út- gerðaraðila að taka öll þessi atriði til gaumgæfilegrar athugunar og væntir þess alveg sérstaklega að þau útgerðarfyrirtæki, sem að meira eða minna leyti em í eigu sveitarfélaga eða sameignarfyrir- tækja íbúanna, láti ekki glepjast af því, sem kann að sýnast hagur i augnablikinu, en veldur margs- konar tjóni og tekjuskerðingu, þegar til iengri tíma er litið.“ Jólaljósin færðu hjá okkur .... Útiljós • 24 VOLT • 36 hvítcir perur • engin snertihœtta samþ. af Rafmagnseftirliti ríkisins. Falleg sœnsk aðventuljós úr tré, verð frá kr. 1.877,-. heimilistæki KRINGLUNNI —SÍMI (91)685868 Morgunblaðið/BAR Magnús Þór Sigmundsson með nýju plötuna, sem eins og sjá má er einnig fáanleg á snældum og geisladiskum. Að sögn Hálfdáns Örlygs- sonar hjá Erni og örlygi er þetta í fyrsta sinn sem islenskt bamaefni kemur út á geisladiskum. Barnaplata með gömlu og nýju efni: Lögin valin af börnum á dagheimilinu Marbakka EINA íslenska bamaplatan sem út kemur fyrir þessi jól er plata Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Ég ætla að syngja, sem Öm og Örlygur gefa út. Á plötunni era 13 lög, mörg þeirra kunnar og klassiskar barnagælur og einnig lög sem Magnús Þór hefur samið við ýmsar þulur, stef og vísur úr ýmsum áttum. Meðal flytjenda má nefna, auk Mmjnúsar, Pálma Gunnarsson, Jón Olafsson, stúlk- ur úr kór Verslunarskólans og marga fleiri. Þetta er sjötta baraaplatan sem Magnús Þór hefur unnið að. Á textabiaði sem fylgir plötunni eru gítarhljómar og -grip við lögin. „80-90% af efninu á plötunni völdu krakkamir á dagheimilinu Marbakka í Kópavogi," sagði Magnús Þór. Kona hans, Jenný Borgedóttir er fóstra á Marbakka. „Þegar ég ákvað að gera þessa bamaplötu fékk ég í hendur spólu þar sem krakkamir sungu með fóstrunum. Ég ákvað að hafa nokk- ur þeirra laga á plötunni og bar svo árangurinn af upptökunum undir krakkana. Það var greinilegt að þau vom mjög vel sátt við útkomuna. Magnús segir að platan sé þann- ig hugsuð að á A-hliðinni séu lög frekar ætluð yngstu bömunum, til dæmis alkunnar bamagælur eins og Ein ég sit og sauma, Skóara- kvæði og Bíum, bíum bambaló en á B- hliðinni lög eftir Magnús, við texta úr ýmsum áttum, til dæmis Fingraþulu og Úllen dúllen doff og er sú hliðn frekar æltuð stærri böm- um. „Annars held ég að allir aldurshópar ættu að hafa gaman af plötunni enda þekkja flestir efn- ið,“ sagði Magnús. „Gítargripin og -hljómamir eru svo höfð með fyrir þann flölda fólks sem kann algen- gustu gripin á gítar og vill spila lögin sjálft. Platan var tekin upp í stúdíóinu Glaðheimum. Magnús Þór stjómaði upptökunum. Mynd á umslagi gerði Jenný Borgedóttir. Myndin, sem er í eins konar myndagátuformi, er myndskreyting á bamavísunni Ein stutt, ein löng og geta yngri bömin stuðst við myndina til að muna vísuna betur. Johannesarpassuin eftir Tiack Langholtskirkju þann 17. apríl 1987. Hér fer saman fagurt verk, frábær flutningur og full- komin tóngæði. Þessi geisladiskur er þess vegna efstur á óska- lista allra unnenda góðrar tónlistar - og fyrir þá sem ekki eiga geislaspilara er verkið einnig væntanlcgt á snældu. Jóhannesarpassían á geisladiski, flutt af Kór ogKammersveit Langholtskirkju. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir,Solveig Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Hljóðritunin er gerð með stafrænni tækni á tónleikum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.