Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Mín upphefð kemur að utan Bækur Steinar J. Lúðvíksson Arnór — bestur i Belgiu. Höfundur: Víðir Sigurðsson. Útgefandi: Skjaldborg. 142 bls. „Ég hef heyrt að þú hafir selt fyrra fótinn til útlanda. Ekki undrar mig það. Ég hef alltaf vitað að mín upphefð kæmi að utan." Þannig farast Kúnstner Hansen, einni af söguhetjum Halldórs Lax- ness, orð í Strompleiknum, eftir að útflytjandinn hafði komið útskomum tréfæti hans í verð. Það er nú oft svo með landann að hans upphefð kemur að utan og á það ekki síst við um íslenska íþróttamenn sem reynt hafa fyrir sér erlendis. Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr árangri þeirra, síður en svo. Margir íslenskir íþróttamenn hafa vissulega staðið sig með mikilli prýði og verið góð landkynning. En það fer ekki á milli mála að þeir íþróttaf- réttamenn hafa verið býsna seigir við að upphefja íslendinga sem kom- ist hafa í erlend lið. Afrek þeirra eru tíunduð nákvæmlega á íþróttasíðum dagblaðanna og menn sem hafa jafn- vel ekki einu sinni verið fremstir meðal jafningja áður en þeir héldu út í hinn stóra heim, verða allt í einu að alheimssöngvumm þegar þeir eru komnir utan og mega helst ekki fá magakveisu án þess að um það sé fjallað f íslenskum biöðum. Amór Guðjohnsen er einn þeirra ungu manna sem lagst hafa í knatt- spymuvíking á undanfömum árum og hefur tvímælalaust gert það gott. Betur en fléstir aðrir. Hæfileikar hans eru ótvíræðir og hann hefur náð áð þroska þá þannig að hann hefur komist í hóp þeirra bestu í Belgíu. Slíkt er í raun ekki lítið afr- ek, þar sem knattspyma er í hávegum höfð í Belgfu og þaðan koma margir snjallir knattspymu- menn. Það sannaðist best í síðustu heimsmeistarakeppni í Mexíkó. Knattspymuferill Amórs er hinn at- hyglisverðasti og fram kemur ber- lega f bókinni að hann var aðeins bam að aldri þegar farið var að huga að atvinnumennskunni. Skólabækur voru látnar lönd og leið og boltinn tekinn fram yfir. Og draumar Amórs og föður hans rættust. 17 ára fékk hann atvinnusamning við lið f Belgfu og þar hefur hann dvalist síðan. Það er engan veginn vandalaust að skrifa bók um 26 ára mann sem hefur frá litlu öðru að segja en knatt- spymu. Höfundur bókarinnar, Víðir Sigurðsson, tekur greinilega þann pól f hæðina að láta Amór ráða ferð- inni, þótt hann noti bæði frásagnar- form og viðtalsform. Útkoman er læsileg blanda, enda er Víðir tvímælalaust fær stílisti og ræður vel við viðfangsefni sitt. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að frásögnin af ferli Amórs verður á köflum fremur ótrúverðug. Eða getur það verið að svo margir vilji leggja stein í götu hans? Félagar hans f Víkingi voru á móti honum algjörlega að ástæðu- lausu og erlendis þjálfarar hans virðast hafa notað flest tækifæri sem gáfust til þess að gera hann að hom- reku. „En hann var greinilega ekki f náðinni, aðrir voru teknir framyfir í byijunarliðið." Slíkar eða hliðstæðar setningar má víða sjá í bókinni. Þá er meiðslasaga Amórs tíunduð ná- kvæmlega í bókinni og er það langur lestur. Kannski er það athyglisverð- ast við hana að Amór telur að Einar á Einarsstöðum hafi hjálpað sér meira en margir lærðir læknar. Nokkrar hugleiðingar eru um at- vinnuknattspymuna í bókinni og sagt að í hugum margra sé hún sveip- uð dýrðarljóma en að raunveruleikinn sé öllu jarðbundnari. Sjálfsagt er þetta satt og rétt. Þeir sem leggja stund á atvinnuknattspymu verða að rækja hana eins og hveija aðra vinnu. Og er það ekki svo með flest- ar atvinnugreinar að þær eru ekki alskemmtilegar? Hitt er rétt sem Víðir bendir á að þeir sem leggja knattspymu fyrir sig sem atvinnu taka öllu meiri áhættu en flestir aðr- ir og em oft illa settir þegar atvinnu- ferlinum lýkur. Amór Guðjohnsen á hæfíleikum sfnum og áhuga það að þakka að hann stendur sennilega betur að vígi að loknum ferli en margir aðrir. Styrkur bókarinnar um Amór Guðjohnsen er sem fyrr segir góður stíll höfundarins og oft skáldlegar samlíkingar. Eðlilega ber nokkuð á svokölluðu íþróttamáli en Víðir fer vel með það og ofkeyrir hvergi eða skrifar þannig að erfitt sé að skilja. Galli bókarinnar er fyrst og fremst sá að bæði bein og óbein frásögn er of gagnrýnislaus. Þótt Amór Guð- johnsen sé góður knattspymumaður er hann engin veginn sá snillingur sem bókin lýsir. Ef svo væri þá myndi hann tæplega leika í Belgíu heldur á Spáni eða Ítalíu, þar sem bestu knattspymumönnum heims er safnað saman. Lýsingar á knatt- spymusnilld Amórs í bókinni gætu átt við Pele eða Maradona. Þess er enn ógetið að bókin er mjög myndskreytt. Myndimar auka gildi hennar og eru þannig uppsettar og dreift um bókina að það er ekki einu sinni leiðinlegt að skoða 50 myndir af einum og sama manninum. Hvít er borg og bær: Söngfögnr plata Ingíbjargar Þorbergs Hljómplötur Ámi Johnsen Hvít er borg og bær heitir nýút- komin hljómplata með jólalögum Það sem máli skiptir Bókmenntír Friörika Benónýs Saga þemunnar. Höfundur: Marg- aret Atwood. Þýðandi: Áslaug Ragnars. Útgefandi: Al- menna bókafélagið, 1987. í nafnlausu ljóði í bókinni You Are Happy (Harper & How 1974) segir Margaret Atwood frá tveimur strákum sem búa sér til konu úr leir. Hún er handa-, fóta- og höfuðlaus; „þeir héldu sig við það sem máli skiptir". Þetta viðhorf karlmanna til kvenna er einnig viðfangsefni skáld- sögunnar Saga þemunnar, þótt ýmisiegt fleira verði þar fyrir barðinu á samfélagsgagnrýni höfundar. Saga þemunnar gerist f framtíð- arríkinu Gíleað, þ.e. Bandaríkjunum eftir að strangtrúarmenn (Hinn sið- prúði meirihluti) hafa náð þar völdum., Þetta er 1. persónu frásögn konu sem hefur það hlutverk að vera útungunarvél; ganga með og fæða böm fyrir bamlaus Liðstjórahjón. I Gfleað ríkir „hefðbundið gildismat" og konur eru flokkaðar eingöngu eftir notagildi þeirra fyrir karlmenn- ina. Siðsemi og hreinlífi er lögboðið, en þeir sem völdin hafa eru hafnir yfír þau lög og reka hómhús og karlaklúbba að „gömlum" sið. Þem- an sem segir söguna blandar saman upplifunum sínum af Gfleað, bæði í endurhæfingarstöðinni fyrir verðandi þemur og úr starfi sínu hjá Liðstjór- anum, minningum um tfmann fyrir valdatöku strangtrúarmanna, draumum sínum og vonum. Hún þrá- ir náin samskipti við annað fólk, en um slíkt getur ekki verið að ræða, því það er engum að treysta. Stjóm- endumir hafa eftirlitsmenn sfna á hveiju strái og óttinn og tortryggnin eru allsráðandi. Samt þrífast andspymuhreyfingar bæði meðal karla og kvenna og sögu- konan tengist einni slíkri, en þorir þó aldrei að verða virk, því: „Ég vil lifa, hvemig sem vera skal. Lfkaman- um afsala ég mér fúslega í þágu annarra. Það má gera við mig hvað sem vill. Ég er einskis virði. Ég finn í fyrsta sinn hið sanna vald þeirra." (Bls. 257.) Hún er engin hetja, bara venjuleg kona sem þráir manninn sem hún átti fyrrum og bamið þeirra, sem var tekið frá henni vegna „óæskilegra" uppeldisáhrifa hennar. Það er vissulega ekki glæsileg framtíðarsýn, sem Atwood dregur upp í þessari sögu. Fyrir utan ofríki trúarofstækismanna hefur geisla- virkni, eyðni og annar ófögnuður velferðarríkisins dregið úr fijósemi og valdið stökkbreytingum á erfðavísum fólks þannig að mikið er um vansköpuð böm, sem auðvitað eru ekki gjaldgeng í Gfleað. Mann- kynið er sem sagt á góðri leið með að útrýma sjálfu sér, bæði andlega og líkamlega. Eitt af stjómunar- brögðum Gíleaðs er að banna fólki aðgang að rituðu máli, aðeins valda- stéttinni er treystandi til þess að umgangast orðið. Ritningunni er breytt eftir þörfum og f endurhæfíng- arstöðvum þeim sem búa menn undir hlutverk sín í samfélaginu er orðum bibliunnar beitt til heilaþvottar. Fólk. er svipt nöfnum sfnum og persónu- leika, hlutgert f orðsins fyllstu merkingu, og fullkomlega rænt öllu valdi yfir eigin lífi. En hvemig er ástandið f okkar vestræna frelsi um miðjan nfunda áratug tuttugustu aldarinnar? Höf- um við eins mikla stjóm á eigin lífí og við kjósum að álfta? Minningabrot þemunnar frá einmitt þessum tfma sýna að Atwood er þeirrar skoðunar að það höfum við ekki. Konumar í þeim hlutum sögunnar þykjast vissu- lega vera fijálsar en eru þó rígbundn- ar í hefðbundnum hlutverkum hjákonu, eiginkonu, móður. Þær hlæja að rausi kvenréttindakerlinga og telja þann tíma liðinn er konur þurftu á slíkum skoðunum að halda. Þær lesa fréttir blaðanna af vaxandi ofbeldi, en það snertír þær ekki: „Við lifðum, eins og vant var, af- skiptalaust. Afskiptaleysi er ekki það sama og fáviska, það er fyrirhöfn. ... Við lifðum okkar lífi í eyðum á milli blaðafregna." (Bls. 55.) Saga þemunnar er ádeila. En hún er líka viðvömn, sérstaklega til kvenna: Haldið vöku ykkar, barátt- unni lýkur aldrei. En hvort sem um er að kenna ónæmi mínu og sljóleika eða ofskammti af svipuðum bókum, þá finnst mér broddur sögunnar ekki nógu beittur. Raunsæisleg frásögnin er of átakalaus, það er ekkert sem kemur manni á óvart f forminu sjálfu, ekkert sjokk. Áhrifin verða svipuð og af lestri blaðagreinar um ástand- ið í þriðja heiminum; þetta er hræðilegt og óðara gleymt. Sjálfsagt hefur þessi saga mun meiri tilhöfðun f Bandaríkjunum og mér þykir líka sennilegt að textinn sé safameiri á frummálinu, en því miður tókst mér ekki að komast yfir enska útgáfu til að sannreyna það. En þýðing Aslaug- ar Ragnars sýnir þeim þætti verksins litla virðingu. Þýðingin er flausturs- leg, ensk orðaröð og setningaskipan víðast látin halda sér og sumar máls- greinar verða með öllu óskiljanlegar: „En um þessar mundir var Janfn eins og hvolpur sem er búið að sparka of mikið í, af of mörgu fólki, út í bláinn: að hún lægi flöt fyrir hveijum Ingibjargar Þorbergs við ljós ýmissa höfunda. Hér er vandaðasta plata með fallegum lögum Ingibjargar og einvalalið söngvara. Það er mik- ill fengur að þvf að fá hin Ijóðrænu og stílhreinu lög listakonunnar á svo vandaða plötu, þar sem auð- heyrt er að allir hafa lagt kapp á að verkið væri vel af hendi leyst. Ingibjörg Þorbergs hefur sett sérstæðan svip á lagagerð síðustu áratuga með lögum sínum sem hafa haft sinn eigin blæ og anda, sem minnir einna helst á ljúfþýðan sum- arblæ sunnangolunnar. Það er Ríkharður Öm Pálsson sem hefur útsett lögin og ferst hon- um það vel úr hendi, létt og leikandi en með sfgildum svip og söngurinn á plötunni er ákaflega góður, enda á ferðinni söngvarar eins og Krist- inn Sigmundsson, Ragnhildur Gfsladóttir, Egill Ólafsson, Halla Margrét, Björk Guðmundsdóttir, Megas, Bamakór Kársnesskóla, Ingibjörg Þorbergs, Hljómeyki og Hólmfríður Karlsdóttir sem leysir sitt hlutverk látlaust og skemmti- lega af hendi. Þetta söngvaraval gefur mikla breidd í plötuna, þann- ig að hún kemur oft á óvart. Margaret Atwood sem væri, að hún mundi segja hvað sem væri, allt fyrir smávegis vel- þóknun." (Bls 117). Prófarkalestur er sömuleiðis slakur og prentvillur og jafnvel málvillur alltof algengar. Stundum verða úr þessari hroðvirkni brandarar, eins og „íran og Gíleað: Tvö eingyðingsveldi á síðari hluta tuttugustu aldar." (Bls. 265), en það bætir harla lftið úr skák. Éins og sagan birtist hér er hún hrein boðun- arsaga, án bókmenntalegs metnaðar og ósjálfrátt detta manni í hug þau orð sem Hannes Sigfússon hefur eft- ir Sigfúsi Daðasyni f Framhaldslífi förumanns, um róttæka boðun f skáldskap: „Ég held þetta sé ekki aðferðin." Ingibjörg Þorbergs á nokkur ljóð á plötunni auk allra laganna og má þar nefna Jólabros í jólaös og Þrettándasöng sem Kristinn Sig- mundsson syngur. Ljóð em m.a. eftir Halldór Laxness, Krisfján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Erlu Þórdísi Jónsdóttur og Jennu Jensdóttur. Alls eru lögin 10 á plötunni og allir hljóðfæraleikarar eru topp- menn. M.a. leikur blásara- og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit íslands á plötunni. Framkvæmda- stjóri útgáfunnar er Magnús Guðmundsson og er vandað til allra þátta, plötuumslags og textabókar með nótum sem fylgir plötunni. Hvít er borg og bær er plata sem vinnur á við frekari kynni. Útsetn- ingar eru ekki mjög hefðbundnar miðað við almenna stefnu hérlend- is, en þær eru útsjónarsamar og fjölbreyttar. Hvít er borg og bær er einnig gefin út á geisladisk. 15 % VERÐUEKKUN A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.