Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 31 Snorri Sveinn Friðriksson listmálari og Viðar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Vöku-Helgafells í salnum þar sem sýning Snorra Sveins á myndunum við sögu Halldórs Laxness fer fram. Þeir halda á islenskri og enskri útgáfu bókarinnar Sagan af brauðinu dýra. Sýndar myndir úr Sög- unni af brauðinu dýra OPNUÐ hefur verið sýning á málverkum eftir Snorra Svein Friðriksson, listmálara, í nýjum sýningarsal í tengslum við for- lagsverslun Vöku-Helgafells, í Síðumúla.29 í Reykjavík. A sýningunni eru margar stórar vatnslitamyndir Snorra Sveins sem hann gerði fyrir viðhafnarútgáfu bókarinnar „Sagan af brauðinu dýra“ eftir Halldór Laxness. Bókin er gefin út í tilefni af 85 ára af- mæli Nóbelsskáldsins á þessu ári. Nú á dögunum kom bókin út á ensku í þýðingu Magnúsar Magnús- sonar, rithöfundar og sjónvarps- manns, undir titlinum „The Bread of Life“. Snorri Sveinn Friðriksson fædd- ist á Sauðárkróki 1934. Hann stundaði nám við Myndlistarskól- ann í Reykjavík,. Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhalds- nám við Konstfackskolan í Stokk- hólmi. Snorri Sveinn veitir nú forstöðu leikmyndadeild sjónvarps- ins, en hann hefur starfað sem leikmyndateiknari við sjónvarpið frá 1969. Snorri Sveinn hefur haldið einka- sýningar í Reykjavík og ennfremur tekið þátt í samsýningum á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna, hér á landi og erlendis. Þá hefur Snorri gert veggskreytingar á opin- berar byggingar. Sýning Snorra Sveins er sem fyrr segir haldin í húsakynnum Vöku-Helgafells í Síðumúla 29. Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 9.00 til 18.00 fram að áramótum. Áskorun til ökumanna frá löggæslunni: Stemmum stiguvið áfengi í umferðinni UM jólin er alltaf nokkuð um að lögreglan verður að hafa afskipti af ölvuðum ökumönnum. Skýring- in er meðal annars talin sú, að jólaglögg er viða á boðstólum og menn dreypa gjarnan á vini með mat, en láta bílinn ekki eiga sig á eftir, eins og þeir ættu þó að gera. Fjölmörg umferðarslys verða á ári hveiju og má rekja stóran hluta þeirra til neyslu áfengis. Nokkrir aðilar, sem Iáta sig þetta nokkru skipta, héldu fund til að kynna ástandið fyrir blaðamönnum. Þar kom meðal annars fram, að nú i svartasta skammdeginu er nauðsynlegt að allir vegfarendur sýni sérstaka aðgætni og tillitssemi i umferð- inni. Þeir, sem boðuðu til fundarins voru Áfengisvarnarráð, lögreglan, Umferðarráð og Fararheill ’87. Fram kom, að árlega missa um 2000 íslendingar ökuréttindi vegna ölv- unaraksturs. Ekki er nóg með að menn aki ölvaðir heim til sín eftir veisluhald, heldur eru einnig mjög margir stöðvaðir morguninn eftir, þegar þeir telja sig hafa „sofið úr sér“, en eru enn með áfengi í blóð- inu. Lögreglan, Fararheill og Umferðarráð hafa gefíð út bækling, þar sem rakin er raunasaga manns, sem missti ökuskírteinið. Þessi bækl- ingur var prentaður í 25 þúsund eintökum og verður dreift við áfeng- isútsölur, á skrifstofum tryggingafé- laganna og víðar. í máli fundarmanna koma fram, að ölvunarakstur er stærri vandi en flestir gera sér grein fyrir. Um fjórð- ung allra dauðaslysa í umferðinni má rekja til neyslu áfengis. Áfengi- svamarráð hefur ákveðið að bregð- ast við þessum vanda með því að gefa út bækling, þar sem er að fínna uppskriftir að óáfengum drykkjum, í þeirri von að fólk dreypi fremur á slíkum en áfengum. Bent var á að áfengisneysla er ekki aðeins til vand- ræða í umferðinni, heldur getur hún eyðilagt jólahald fjölskyldunnar. Fundargestum var boðið upp á jóla- glögg, sem að sjálfsögðu var óáfeng. Varðandi jólaumferðina að öðm leyti kom fram, að hún verður nú þyngri en áður, þar sem bílaeign landsmanna hefur stóraukist. Þá er enn skuggsýnna en ella í skammdeg- inu, þar sem enginn snjór hjálpar til við lýsinguna. Því þurfa ökumenn að huga að ljósum bílanna og gang- andi vegfarendur að fá sér endursk- insmerki, en slík merki fást meðal annars í öllum lyfjabúðum. Loks er vert að minna menn á að hafa bíla sína vel búna til vetraraksturs, því ekki er hægt að reikna með að veð- urblíðan haldist fram á næsta sumar. Morgunblaðið/Júlíus Það þykir ef til vill sumum skjóta skökku við að sjá þessa menn stilla sér upp með vínglas í hönd, en það skal tekið fram að í glösunum er óáfengt jólaglögg, sem þeir mæla með að menn drekki fremur en hið áfenga. Á myndinni eru Bjarki EHasson, yfirlögregluþjónn, ÓH H. Þórðarson, framkvæmdasljóri Umferðarráðs, Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri FararheiUar '87, Arni Einarsson fulltrúi Áfengi- svarnarráðs og Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri.í dómsmálaráðuneytinu. FÉLAGANÁTTFÖT fráHENSON Skemmtileg og gagnleg jólagjöf. M.a. íslensku félögin ásamt Manch. Utd. og Liverpool ÚTSÖLUSTAÐIR: Vísir, Blönduósi Kaupfólag Húnvetninga, Blönduósi Versl. Ósk, Akranesi Sport-Gallerí, Hafnarfirði H-búðin, Garðabæ Hólasport, Breiöholti Sportbúð Óskars, Keflavík Einar Guðfinnsson, Bolungarvfk Þingey, Höfn Hornafirði Sparta, Reyjavik Verslun Ara Jónssonar Patreksfiröi Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Verslunin Skógar, Egilsstöðum, Sporthúsið, Akureyri Aldan, Seyðisflrðl Stelnl og Stjánl, Vestmannaeyjum Gestur Fanndal, Siglufirði Hákon Sófusson, Eskifiröi Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1 -38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Fornaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd SELTJNES Hrólfsskálavör UTHVERFI Kirkjuteigur MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.