Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 87 Stsva Archlbald er kominn til Englands á ný. Var lánaður til Black- bum fram á vorið. ■ LIAM Brady, írski landsliðs- maðurinn í knattspymu, fékk gleðifréttir í gær. UEFA ákvað þá að leikbann hans yrðu tveir leikir en ekki fjórir, eins og hann var dæmdur í á dögunum. Brady var rekinn af leikvelli í Evrópuleik gegn Bulgaríu. Brady getur þvf leikið með írlandi í Evrópukeppni lands- liða í V-Þýskalandi næsta sumar. Hann mun missa úr tvo af þremur leikjum írlands í riðlakeppninni. I HAFSTEINN Tómasson, verður ekki þjálfari 2. deildarliðs ÍR í knattspymu, eins og fyrirhugað var. Samningar náðust ekki á milli hans og ÍR-inga, sem eru nú að ræða við Selfyssinginn Gylfa Gfsla- son. I KARL Zimmermann, form- aður a-þýska knattspymusam- bandsins, dó f gær eftir alvarieg veikindi. Zimmermann, sem var 56 ára, var einn æðsti maður íþróttamála í A-Þýskalandi. Þess má geta að hann kom til íslands í sumar með a-þýska landsliðinu í knattspymu. ■ HREGGVIÐUR Jónsson, formaður Skíðasambands íslands og alþingismaður, verður aðalfara- stjóri íslendinga á Vetrar-Olympíu- leikunum í Calgary. ■ KNA TTSPYRNUFÉLAGIÐ Ashanti Kotoko frá Ghana var í gær dæmt í eins árs keppnisbann frá meistarakeppni Afriku og einnig var félagið dæmt í þriggja ára heimaleikjabann. Astæðan fyrir þessu þunga banni er að þrír áhorf- endur létu lífið í ólátum sem brutust út í liðsins gegn meistaraliði Egyptalands. Fjórir leikmenn liðs Egyptalands meíddust og einnig eftirlitsmaður frá Alsír. U FH-ingar unnu sigur, 32:31, yfir Bjama Guðmundsson og félög- um hans hjá Wanne-Eickel á mánudagskvöldið. Úrslitin skoluð- ust til hjá okkur í gær - sagt var að Wanne-Eickel hafi unnið sigur. ■ FRANCO Tancredi, mark- vörður ítalska félagsins Roma, sem var nær dauður í leik gegn AC Mílanó um sL helgi, sagði í gær að hann vilji ólmur Ieika með Roma gegn Pescara á sunnudaginn kem- ur. Tancredi, sem er aftur byijaður að æfa, sagði aftur á móti á mánu- daginn að hann myndi aldrei leika knattspymu framar. ■ CARLOS Manuel, landsliðs- maður Portúgals í knattspymu, gekk til liðs við svissneska félags Sion í gær. Sion borgaði Benfica andvirði 1,3 milljóna króna fyrir Manuel. ■ STEFFI Graf, tennisstjama frá V-Þýskalandi, fór undir hnffínn í gær. Aðgerð var gerð á nefi henn- ar. Nefrennsli hefur hrjáð Graf í keppni. ■ BARCELONA lánaði skoska landsliðsmanninn Steve Archibald til Blaekbum í gær. Archibald var lánaður út þetta keppnistímabil. Hann hefur ekki komist í liðið í vetur. Aðeins má nota tvo leikmenn í liðið, og valið verður að tilkynna áður en keppnistímabilið hefst. Englendingurinn Gary Lineker og Vestur-Þjóðveijinn Bemd Schust- er urðu fyrir valinu. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD Jóhannes Kristbjömsson til liðs við KR-inga Verður löglegur með KR-liðinu gegn Grindavík þegar seinni umferðin hefst JÓHANNES Kristbjörnsson, landsliðsmaður f körf uknattleik úr íslandsmeistaraliði Njarð- víkur, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR-inga. Jóhannes, sem verður 22 ára á sunnudaginn, gekk frá félaga- skiptunum í gær, þannig að hann á að vera lögiegur með KR-liðinu þegar seinni umferðin hefst - 17. janúar. KR-ingar leika þá gegn Grindvílringum. Ef Jóhannes hefði ekki skipt um félag í gær, þá hefði hann leikið sinn fyrsta ieik með KR gegn Njarðvíkingum í Njarðvík. „Ég var _ ekki óánægður hjá Njarðvík. Ástæðan fyrir því að ég' skipti um félag eru breytingar á einkalífi mínu. Ég er að flytja til Reykjavíkur," sagði Jóhannes f samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hefur áður leikið með KR. „Ég þekki vel til leikmanna KR. Lék með þeim Guðna Guðnasjmi, I Morgunblaöiö/Þorkell Jóhannes Krlstbjörnsson, til vinstrí, iandsliðsmaður úr Njarðvíkum, boð- inn velkominn í raðir KR-inga á ný. Það er Guðni Guðnason sem tekur á móti honum. Birgi Mikaelssyni, Ólafí Guðmunds- „Jóhannes mun styrkja KR-liðið syni og Matthíasi Einarssyni í jmgri mikið. Okkur hefur vantað sterkan flokkunum hjá KR.“ bakvörð," sagði Guðni Guðnason. „Ég veit að ég mun ekki skora eins mikið af stigum með KR, eins og ég gerði með Njarðvíkurliðinu. Mitt hlutverk verður að spila uppi hina hávöxnu leikmenn - Guðna, Birgi og Símon Ólafsson," sagði Jóhann- es. „Auðvita kem ég til með að sakna félaga minna hjá Njarðvík. Liðið á ekki að veikjast við brottför mína. Það eru margir mjög sterkir ein- staklingar í liðinu." Þeir félagar Jóhannes og Guðni sögðu að óneitanlega stæðu Suður- nesjaliðin Njarðvík og Keflavík best að vígi eftir fyrri umferðina. Þau eru með 14 stig, Valur 10 og síðan koma KR, Grindavík og Haukar með átta stig. „KR-liðið á enn möguleika að verða deildarmeistari. Við ætlum okkur að vera með í úrslitakeppninni um íslandsmeist- aratitilinn. Þegar fjögur efstu lið deildarinnar beijast,“ sögðu þeir félagar. KNATTSPYRNA Sævar til Sviss SÆVAR Jónsson, landsliðs- maöur úr Val, fer í byrjun janúar til Sviss, þar sam hann mun leika með 2. deildarlið- inu Solothurn fram á vor. Liðið er í fallbaráttu, þetta er svipað lið og Ómar Torfason leikur með. Ég held þau séu í sama riðli að beijast um að halda sér í defldinni,“ sagði Sævar í samtali við Morgunblaðið f gær- kvöldi. Aðsetur liðsins er á milli Bem og Zurich. Sævar fór utan á dögunum og skoðaði þá aðstæð- ur hjá féiaginu. „Ég fór bara þangað, það var ekkeri úr því að ég færi til FC Ziirich. Ég held það verði ágætt að kynnast svissneska boitanum á þennan hátt — eftir þetta veit ég hvar ég stend. En það er öruggt að ég verð ekki lengur en fram á vorið hjá þessu iiði. Þeir eru bara að reyna að bjarga sér frá falli með því að sfyrkja liðið. Öll liðin byija á núlli þegar úrslitakeppnin hefst í mars,“ sagði Sævar. Hann heldur utan 10. janúr, undirbúningstíma- bHið er janúar og febrúar og síðan fara fram 14 leikir í úrslitakeppn- inní í mars. Sævar missir væntan- íega af nokkrum fyrstu leikjum Vals í 1. deildinni næsta sumar vegna þessa. ENGLAND McDonald aftur til Leicester Kevin McDonald, sem verið hef- ur f herbúðum Liverpool sfðan í nóvember 1984, var í gær lánaður í einn mánuð til síns gamla félags, Leieester City. Hann var á sínum tíma keyþtur á 300.000 pund, en fótbrotnaði í fyrra og náði aldrei að tryggja sér sæti í stjömuprýddu liði Liverpool að nýju. í gær var einnig skýrt frá því að enska liðið Sheffield United væri til sölu á 3.000.000 punda, svo og Dundee í Skotlandi. Svona ef einhvem vantar góða jólagjöf handa góðum vinL.. AFMÆLI LolliíVal lékk gull- merki ÍSÍ ogKSÍ Ellert Sölvason, Éolli í Val eins og hann er alltaf kallaður, varð sjötugur í gær, og var haldið upp á afmælið með veglegri móttöku í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Lolli var heiðraður í gær. Hann hlaut gullmerki íþróttasambands íslands sem Sveinn Bjömsson, for- seti ÍSÍ afhenti honum, og þá sæmdi Ellert B. Schram, formaður KSÍ, Lolla gullmerki Knattspymusam- bandsins. Lolli gekk í Val árið 1929 og keppti fyrst fyrir félagið f þriðja flokki 1931. Morgunblaöið/Þorkell Lolll í góArl vlna hópl í afmælishófinu í gær. Þama eru nokkrir af íslandsmeisturum Vals í knattspymu frá því í sumar með honum, frá vinstri: Jón Grétar Jónsson, Guðni Bergsson, Lolli, Sævar Jónsson og Ingvar Guðmundsson. HANDBOLTI / LANDSLIÐIÐ Sigurá Lúxemborg, 24:21 „VIÐ VORUM lengi f gang, en náðum þó að sigra,“ sagði Hilmar Björnsson, sem stjórn- ar landsliði því í handknattleík sem hóf í gær ferð um Evrópu, eftir að það hafði sigrað lið Lúxemborgar 24:21 f gærkvöldi ytra. Liðið tekur þátt í móti í Belgíu sem hefst í kvöld, en keppti einn vináttuleik við Lúxemborgara í leiðinni. Liðið leikur sem A-lið íslands í ferðinni þó þama sé ekki okkar sterkasta lið á ferðinni. Hóp- urin flaug utan í gær og fór beint í leikinn. „Við vorum lengi í gang, vomm undir 11:10 í hálfleik, en hristum þá af okkur strax í bjnjun seinni hálfleiks. Við komumst sex mörk yfir, en skiptum þá inná með tílliti til leikjanna næstu daga. Strákamir vom frekar óömggir í leiknum, enda hefur þessi mann- skapur lítið æft sarnan," sagði Hilmar. „Lúxemborgumm hefur farið fram, en það er ljóst að sterk- asta A-landslið íslands hefði algjör- lega gengið yfir þá,“ sagði Hilmar ennfremur. Birgir Sigurðsson, línumaðurinn knái, var atkvæðamestur Islending- anna I gser, gerði 9 mörk úr 12 skotum, Hans Guðmundsson skor- aði 8 mörk úr 9 tilraunum, Guðmundur Albertsson gerði 3 mörk og Gylfi Birgisson 2. Að sögn Hilmars var sóknamýting liðsins um 50%, „sem er auðvitað ekki nógu gott gegn svona liði, en það er þó gott fyrir strákana að byrja þessa ferð á sigri," sagði hann. Mótið í Belgíu hefst i kvöld og þá mæta íslendingar Belgíumönnum. Á morgun etja þeir svo kappi við Alsírbúa og við Prakka á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.