Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 Stærsti skemmtist a ur á íslandi opnaði í gær upp viðameiri sýningar en verið hafa í Broadway og þá á ég við söngleiki og þess háttar. Tækja- búnaður í Hótel fslandi er mun fullkomnari en í Broadway, og er hann þó góður þar. Ég held að það sé ekkert mont þótt ég full- yrði að hljómflutningstæki og ljósabúnaður í Hótel íslandi sé með því fullkomnasta sem þekkist í heiminum. Raunar er ljósabún- aðurinn sams konar og í fullkomn- ustu leikhúsum og óperuhúsum heims og að því leyti er staðurinn mjög heppilegur fyrir hvers konar viðhafnarsýningar og söngleiki. Við munum bjóða upp á bæði innlenda og erlenda skemmti- krafta og upphaflega var ætlunin að opna með erlendum skemmti- kröftum, en þar sem svo nærri er liðið að jólum reyndist það ógerlegt. Það er líka kannski óþarfí að vera að leita langt jrfír skammt hvað þetta varðar þegar við höfum sýningu á borð við „Stjömur Ingimars Eydal" til að opna með. Sú sýning hefur heppn- ast mjög vel fyrir norðan og ég er ekki í nokkrum vafa um að Ingimar og félagar eiga eftir að sóma sér vel á sviðinu á Hótel íslandi nú um helgina. Ég er sannfærður um að það er full þörf fyrir stað að þessari stærðargráðu hér í höfuðborginni. Hingað til hafa menn lent í vand- ræðum með stórar samkomur og hafa þá jafnvel orðið að grípa til Laugardalshallarinnar, sem er alls ekki hönnuð fyrir skemmtisam- komur. Salurinn á Hótel íslandi mun geta tekið við þessum sam- komum og auk þess er hann mjög heppilegur fyrir stórar ráðstefnur, flokksþing stjómmálaflokka og þess háttar. Sem dæmi um þörfína fyrir svona stað varðandi viðamiklar sýningar get ég nefnt KK-sýning- una sem verður frumsýnd á Hótel íslandi á nýárskvöld. Upphaflega var ætlunin að setja hana á svið í Broadway, en hún er hreinlega orðin of stór og umfangsmikil til að komast þar fyrir. Hér er um að ræða söngleik, sem fjallar ekki bara um KK og hljómsveit hans heldur einnig tíðarandann og borgarbraginn á þessum árum. Til að viðhalda stemmningunni eftir sýninguna mun KK-sextett- inn svo leika fyrir dansi ásamt bandarísku hljómsveitinni „De Soto", sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum og lék undir í Presley-sýningu á Broadway. Sú hljómsveit er að mínum dómi besta danshljómsveit sem spilað hefur í Broadway fyrr og síðar." Heppinn með sam- starfsfólk Halldór Guðmundsson, arkitekt á Teiknistofunni hf. í Armúla 6, hefur teiknað hina nýju hótel- byggingu og á jafnframt heiður- inn af hönnun skemmtistaðarins. Ólafur setti fram ákveðnar óskir og hugmyndir í upphafí og á fram- kvæmdatímanum voru gerðar ýmsar breytingar, sem þeir höfðu komið sér saman um. Byggingar- meistari Hótel íslands er Haraldur Sumarliðason. Ólafur kvaðst alla tíð hafa ver- ið heppinn með samstarfsfólk og það væri í rauninni Iykillinn að því hversu vel hefði gengið á und- anfömum árum. Svo væri einnig raunin hvað varðaði byggingu hins nýja skemmtistaðar og kvaðst hann vilja koma á fram- færí þakklæti til allra sem þar hefðu lagt hönd á plóginn. „í þessu sambandi vil ég sérstaklega geta bróður míns, Trausta Lauf- dal, sem hefur verið byggingar- stjóri hússins, en hann hefur unnið tuttugu tíma á sólarhríng undan- famar vikur til að koma þessu upp f tæka tíð. Hann hefur drifíð þetta áfram af ótrúlegum dugnaði og án hans hefði þetta aldrei tek- ist á svona skömmum tíma,“sagði Ólafur Laufdal. -SvG. sagði Ólafur er hann var spurður hvemig honum væri innanbijósts á þessum tímamótum. „Það var byijað að sprengja fyrir húsinu fyrir rúmu ári og síðan var farið rólega í sakimar því upphaflega var ekki ætlunin að opna staðinn fyrr en í september á næsta ári. Síðan breyttust þær áætlanir og í ágúst síðastliðinn var allt sett á fullt með því markmiði að opna skemmtistaðinn fyrir áramót." Ólafur sagði að ástæðan fyrir því að ákveðið hefði verið að flýta byggingu skemmtistaðarins um eitt ár væri fyrst og fremst sú, að hér væri um mikla fjárfestingu að ræða og því þýðingarmikið að koma staðnum í gagnið sem fyrst. „Það er heldur ekki sama á hvaða árstíma svona staður opnar,“ sagði hann ennfremur. „Besti tíminn er að hausti til, eða í síðasta lagi um áramót. Sumarið er ekki góður tími til að hefja svona starfsemi því að þá eru all- ir á faraldsfæti og félagsstarfsemi liggur að mestu niðri.“ Ólafur sagði að síðustu vikur hefðu um 200 manns unnið við byggingu hússins og menn lagt nótt við dag. Sjálfur hefði hann farið til Singapore um mánaða- mótin ágúst-september til að kynna sér hótelbyggingar þar, sem væru með þeim glæsilegustu í heimi. Niðurstaðan af þeirri ferð var sú að ákveðið var að setja upp sérstakt handrið í húsið, sem- að- eins er framleitt þar austurfrá. Morgunblaðið/Sverrir Séð af efri svölum yfir salinn. Myndin var tekin á 90 ára afmælisfagnaði Blaðamannafélags ís- lands um síðustu helgi. Sannfærður um að þörfín er fyrir hendi - segir Ólafur Laufdal veitingamaður „Það var hins vegar ljóst að ekki var hægt að gera þetta héma heima, bæði vantaði efnið og kunnáttumenn, og því greip ég til þess ráðs að flytja efnið inn sjálfur og fagmennina með. Ég skoðaði byggingar sem þessir menn hafa unnið við þama aust- urfrá, sem eru einhver flottustu hótel í heiminum. Tíminn var hins vegar orðinn naumur og eina leið- in var að fá þá hingað heim til að vinna þetta verk. I þessu sam- bandi má vel koma fram að þetta var jafnframt hagstæðasta tilboð- ið sem við fengum og mun ódýrara en að kaupa efni og vinnu frá Evrópu." NÝI skemmtistaðurinn á Hót- el íslandi opnaði formlega í gær að viðstöddum boðsgest- um Ólafs Laufdal og eigin- konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Með þeim við- burði hóf göngu sina stærsti skemmtistaður á íslandi og nú um helgina verða stjörnur Ingimars Eydal í aðalhlut- verkum í samnefndum söngleik, sem verður fyrsta skemmtidagskráin af mörg- um, sem ætlunin er að bjóða gestum hússins upp á i fram- tíðinni. Raunar tók Blaða- mannafélag íslands forskot á sæluna með vel heppnuðum afmælisfagnaði á Hótel ís- landi um siðustu helgi og þótti sá fagnaður lofa góðu um framhaldið. Ekki er ástæða til að þreyta hér les- endur með fjálglegum lýsing- um á þessum glæsilega skemmtistað, en óhætt er að segja að þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Staðurinn rúmar hátt í 1.200 matar- gesti i einu og um 2.500 manns geta þar skemmt sér saman. Borðin, bæði i aðalsal og á svölum mynda eins kon- ar hálfhring i kringum dansgólfið og sviðið og með þessu fyrirkomulagi sést vel það sem þar fer fram, nánst hvar sem er í húsinu. Bún- ingsherbergi eru i kjallara undir sviðinu og þaðan geta skemmtikraftar komið með lyftu upp úr gólfi sviðsins. Að þessu leyti býður staður- inn upp á möguleika til að Eigendur Hótel íslands, lijónin Ólafur Laufdal og Kristin Ketilsdóttir, í hinum nýja skemmtistað. sviðsetja viðhafnarmiklar sýningar og söngleiki, og raunar mun það vera ætlunin í framtíðinni. Ólafur Laufdal veitingamaður hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum á undanfömum árum. Hann hefur nú með hönd- um umfangsmikinn veitingahúsa- og hótelrekstur í Reykjavík og á Akureyri og þetta er í annað skiptið á sex árum sem hann byggir veitinga- og skemmtistað alveg frá gmnni. Hinn fyrri var Broadway, sem opnaði formlega í nóvember 1981 og markaði þá tímamót 1 íslensku skemmtanalífí. Ólafur er þó öllu stórtækari nú því bæði er þessi nýi staður stærri og búinn fullkomnari tækjabúnaði en Broadway, auk þess sem heilt hótel er að rísa á þessum stað, að Ármúla 9 í Reykjavík. Handriðið flutt inn frá Singapore „Ég er auðvitað mjög ánægður með að þetta skuli vera komið svona langt og að okkur skuli hafa tekist að opna staðinn á til- settum tíma. í rauninni trúi ég þvf varla enn að það skuli hafa tekist á svona skömmum tíma,“ Ingimar og KK-sextett ríða á vaðið Getgátur hafa verið uppi um það að einhverjar breytingar kunni að verða á rekstri Broadw- ay með tilkomu hins nýja skemmtistaðar, en Ólafur ber það til baka. „Broadway verður rekið áfram í óbreyttri mynd, að minnsta kosti fyrst um sinn, enda lít ég ekki svo á að um sam- keppni verði að ræða á milli þessara tveggja staða. Hótel ís- land býður upp á svo miklu meiri möguleika, bæði hvað varða svið- setningu á skemmtiatriðum og húsiými. Ætlunin er að setja þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.