Morgunblaðið - 18.12.1987, Síða 78
78
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987
Minning:
Hafsteinn Einarsson
byggingameistari
Fæddur 4. júlí 1932
Dáinn 11. desember 1987
. Mig langar til að minnast kærs
bróður og vinar með fáeinum orðum
þótt orð séu lítils megnug við dyr
dauðans.
Hafsteinn eða Steini, eins og
hann var oftast kallaður, var næst-
elstur í hópi systkina, en eitt dó
bam að aldri. Fyrstu hjúskaparár
foreldra okkar bjuggu þau á Hellis-
sandi og þar varð þeim 5 bama
auðið, en síðan fluttu þau til Ytri-
Njarðvíkur og bjuggu þar til
dauðadags. Þar fæddumst við 3
yngri systkinin og er ég elstur
þeirra. Tfminn í kringum jólin hefur
alltaf skipað veglegan sess í okkar
fjölskyldu og ætíð tengdur gleði,
fæðingu bama og skyldum atburð-
um. Þess vegna kom þessi hörmu-
lega fregn um dauða bróður míns
eins og þmma úr heiðskíru lofti
svona rétt fyrir jólin. Þegar ég ók
suður í Njarðvík eftir að hafa feng-
ið dánarfregnina fannst mér að sú
leið væri sú lengsta ökuleið sem ég
hef farið. Atburðir úr lífi okkar
beggja sem vomm svo nátengdir
liðu eins og myndir fyrir sjónum
mínum. Ótal spumingar hrúggðust
upp í huga mér, sem ekki fannst
svar við. Hvers vegna, hvers vegna?
Steini var einstaklega ljúfur
drengur, hreinskilinn, gæddur
næmri réttarkennd og góður félagi
í leik og starfi. Snemma beindist
hugur hans að verklegum greinum
og réðst hann til náms í trésmíði
sem hann lauk sem meistari. Ekki
var það nóg fyrir hann heldur tók
hann líka múraragreinina og lauk
’ henni einnig sem meistari í faginu.
Hann vann svo alla ævi í þessum
iðngreinum, þá aðallega sem
múrarameistari. Fyrir rúmum 32
árum gekk Steini að eiga eftirlif-
andi konu sína, Valgerði Jónsdótt-
ur, og eignuðust þau fimm böm.
Yngstur þeirra er Þorsteinn, fæddur
29. október 1971 en fyrir áttu þau
Hafdísi f. 21. nóvember 1968, Hörð
f. 24. október 1959, Björgvin Ómar
fæddan 29. mars 1958 og Katrínu
Jónu f. 3. september 1955.
Gerða bjó manni sínum gott og
hlýlegt heimili og þau hjónin voru
mjög samhent í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur. Þau ferðuðust
. mikið innanlands og tóku oftast öll
bömin með. Steina þótti ákaflega
vænt um landið og hafði oft á orði
að fyrr skyldi hann skoða landið
allt með ijölskyldu sinni en ferðast
til útlanda. Hann hafði næmt auga
fyrir fegurð landsins og sóttist því
eftir útivist í fallegu umhverfi.
Hann var mikill veiðimaður og
sjaldan var veiðistöngin langt und-
an á ferðalagi. Oft voru konan og
bömin með í þessum veiðiferðum
og var oft tekið til þess hvað Steini
var natinn við að kenna þeim hand-
brögðin, jafnvel þó það væri gert á
rándýrum veiðitímanum. Slík var
umhyggja hans fyrir sínum. Steini
var mikill gleðimaður og hreif fólk
% með sér á góðri stund með söng
sínum og sögum.
Við Steini vorum ákaflega góðir
vinir og áttum margt sameiginlegt
bæði til orðs og æðis. Það var gott
að koma til þeirra hjóna enda var
gestrisnin og hlýjan ávallt í fyrir-
rúmi. Við áttum ótal margar
samverustundir og umræðuefnin
vom mörg og vandamálin oft brotin
til mergjar. Allt þetta er mér dýr-
mæt minning um góðan dreng.
Elsku Gerða, böm, tengdaböm
og tengdafólk. Ég bið um styrk
ykkur til handa í harmi ykkar. Guð
blessi ykkur öll og minningu hans
er við kveðjum nú í hinsta sinn.
„Þú skalt ekki hryggjast þegar
þú skilur við vin þinn, því að það
sem þér þykir vænst um í fari hans
getur orðið þér ljósara í íjarveru
hans, eins og ijallgöngumaður sér
ijaliið best af sléttunni." (Kahlil
Gibran.)
Sólmundur
Þann 11. þessa mánaðar lést
Hafsteinn Einarsson í Sjúkrahúsi
Keflavíkur. Við fráfall hans langar
mig að færa honum hinstu kveðju
mína og þakkir fyrir þær ótal sam-
verustundir sem við áttum saman.
En þær em í fyrstu minningabrot
frá bemskunni en vegna 13 ára
aldursmunar okkar bræðra varð
hann strax í mínum huga stóri,
sterki og glaðværi bróðirinn sem
gat nánast alla hluti.
Hann fór ungur að sjá fyrir sér
eða fljótlega eftir að skyldunámi
lauk. Með dugnaði sínum og áræðni
réðst hann komungur í að kaupa
sér vömbíl sem hann ók á Vömbíla-
stöð Keflavíkur um nokkurra ára
skeið. A þeim ámm vom boddíin
svokölluð sett á palla vörubflana og
notuð til mannflutninga og þannig
fóm ungmennin í hópum á dans-
leiki út um nágrannabyggðir. Ég
var stoltur drenghnokki af bróður
sem átti slíkan grip fyrir utan hús-
vegginn á æskuheimili mínu.
Steini, en það var hann oftast
kallaður, var hrókur alls fagnaðar
í góðra vina hópi og tók hann þá
iðulega lagið með sinni góðu söng-
rödd eða hann sagði skemmtilega
frá gamanmálum. En árin líða og
Steini eignast sitt fyrsta heimili að
Holtsgötu 42 í Njarðvík með eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Valgerði
Jónsdóttur úr Grindavík. Þar eign-
ast þau þijú eldri bömin sín
Katrínu, Ómar og Hörð, en Hafdísi
og Þorstein eftir að þau fluttu að
Borgarvegi 46 í einbýlishús, sem
þau byggðu.
Steini fór snemma í Iðnskóla
Keflavíkur og lærði trésmíðar sem
hann vann við í nokkur ár en lærði
þá múrverk. Hann varð meistari í
báðum þessum iðngreinum. Upp úr
því starfar Steini að sjálfstæðum
atvinnurekstri, fyrst einn en seinni
ár með Herði syni sínum. Hann var
vandvirkur og laginn fagmaður og
ber handbragð hans í ijölmörgum
mannvirkjum honum gott vitni.
Snemma fór Steini að stunda
laxveiði og gekk þá í Stangveiðifé-
lag Keflavíkur. Þar naut hann sín
vel úti í náttúrunni og í góðra vina
hópi. Þær vur líka góðar sögumar
sem hann sagði af viðureign sinni
við iaxinn eins og góðum veiði-
manni sæmir.
Eftir að ég eignaðist mína fjöl-
skyldu varð samband okkar meira
en áður því sameiginlegt áhugamál
lá saman er við keyptum sumarbú-
staðarland ásamt fleirum austur í
Biskupstungum. Þar reistum við
fljótlega sinn bústaðinn hvor. Með
íjölskyldum okkar tókst mikil vin-
átta vegna tíðra samverustunda á
stað sem ríkti friður og nægur tími.
Hann bar hag íjölskyldunnar fyrir
brjósti og af ósérhlífni vann hann
að velferð hennar.
Við systkini hans nutum sam-
vista við hann því hann lét sig ekki
vanta ef boðið var til samfunda.
Foreldrum okkar reyndist hann vel
því tíðar heimsóknir þeirra hjóna á
vetrarkvöldum til að taka í spil eða
rabba voru þeim til hlökkunarefni.
Ég lýk þessum fátæklegu skrif-
um til minningar um kæran bróður
og vin. Við hjónin og bömin okkar
þökkum af öllu hjarta fyrir allar
góðu samverustundimar.
Gerða mín, ég bið guð að styrkja
þig og bömin þín í þessum sára
astvinamissi.
Líkn þeim sem lifir.
Gef látnum frið og ró.
Sæmundur Einarsson
Elskulegur mágur minn er dáinn.
Mitt í jólaundirbúningi og á tíma
eftirvæntinga kemur dauðafregnin.
Harmurinn og sársaukinn smýgur í
gegn um merg og bein. Hver er
meiningin með þessu og hvers vegna
þurfti hann að deyja svona rétt fyr-
ir jólin, nú þegar gleðihátíð er í
vændum. Allt í einu er kapphlaupið
við tímann og jarðnesk gæði orðið
minna mikilvægt. Við neyðumst til
þess að staldra við og hugsa.
Steini var sá maður sem kunni
að meta hin raunverulegu gæði
þessa lífs. Hann þurfti hvorki á ferð-
um utanlands að halda né gull og
græna skóga til þess að vera ánægð-
ur og gleðjast. Hann átti einstaka
konu að lífsförunaut og fimm mann-
vænleg börn, sem hann unni umfram
allt og lifði fyrir. Hann átti einnig
sumarbústað að Amarhóli í Bisk-
upstungum og þar var hann í essinu
sínu. Það er kannski helst minningar
þaðan sem ég kem til að setja í sam-
bandi við Steina. Hann var næstelst-
ur 7 systkina er náðu fullorðinsaldri,
en auk hans byggðu 5 þeirra sumar-
bústaði á sama stað. Það var hátíð
í bæ í hvert sinn er allir voru saman
komnir á svæðinu. Á fögrum sumar-
dögum eða nóttum var safnast
saman við Ieiki eða spjallað og sung-
ið, en söngur var Steina afar
hugleikinn. Dagamir fyrir austan
liðu hver af öðmm við húsbygging-
ar, kerbyggingar, tijáplöntun,
gróðurrækt og hvað eina sem til-
heyrir sumarbústaðalífi. Alltaf voru
allir boðnir og búnir til að rétta fram
hjálparhönd þegar með þurfti og
mörg voru handtökin hans Steina í
sameigninni. Frændsystkinin kynnt-
ust vel og tengdust sterkum vináttu-
böndum frá unga aldri. Steini var
ætíð vinsæll frændi smáfólksins,
hann átti hjartalag af gulli og því
taka bömin fljótt eftir.
Steini gekk að eiga eftirlifandi
konu sína, Valgerði Jónsdóttur, þann
19. október 1955. Bróðir hans,
• ^
Hótel Saga Sfmi 1 2013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
■ Systir okkar og mágkona, f
CARLA CODLING,
fœdd Morthens,
lést 7. desember á sjúkrahúsi Asker í Noregi.
Jarðarförin hefur farið fram.
Fyrir hönd ættingja.
Kristinn Morthens,
Emanúel Morthens, Þorbjörg Morthens,
Haukur Morthens, Ragnheiður Morthens,
Húbert Morthens, Auður Magnúsdóttir.
Trausti, giftist einnig þann sama
dag, skírðir vom fmmburðir beggja
bræðranna og foreldrar þeirra héldu
upp á silfurbrúðkaupið. Þá var mik-
ið um dýrðir á Sunnuhvoli, en svo
hét æskuheimili þeirra.
Það kom á daginn að Steini var
sérlega heppinn í vali á lífsfömnaut
sínum. Gerða hefur ætíð verið hon-
um góð og trygglynd kona. Þau
byggðu sér heimili í Njarðvík og,
bömin ólust upp við mikla ástúð og
umhyggju.
Fyrir mig persónulega hafa Steini
og Gerða haft töluvert mikla þýð-
ingu. Þegar ég yfirgaf mitt bemsku-
heimili og föðurland, Noreg, og
settist að hér við hlið mannsins míns,
þá var þetta skref út í óvissuna.
Hvemig átti ég að aðlagast nýju
umhverfi? Þá var gott að eiga góða
fjölskyldu að og Steini og Gerða til-
heyrðu henni. Móttökumar vom
stórkostlegar, þrátt fyrir vissa erfið-
leika með málið, en augun og
umföðmun sögðu sitt. Upp frá þeirri
stundu hefur heimili þeirra ætíð
staðið mér opið og ég hef átt þar
margar ánægjustundir. Steini var
sívinnandi og samviskusamur í öllu
er hann tók sér fyrir hendur. Hann
var mikill fjölskyldumaður og ávallt
sat hún í fyrirrúmi. Ef til vill getum
við nú um jólin dregið lærdóm af
slíku. Hann kenndi okkur hversu
mikilvægt það er að fjölskyldan
standi saman, hvað sem á dynur.
Ég þakka honum fyrir allt sem hann
var mér, bróður sínum og bömum
okkar. Hvfl í friði.
Elsku Gerða, böm, bamabörn og
tengdabörn. Ég votta ykkur öllum
okkar dýpstu samúð, einnig systkin-
um hans og öðrum ættingjum.
„Því að hvað er það að deyja ann-
að en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið.
Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að hann
geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns?“
(Kahlil Gibran).
Astrid
Hafsteinn Einarsson var fæddur
4. júlí 1932 á Hellissandi, sonur
þeirra merkishjóna Einars Og-
mundssonar vélstjóra og Sigríðar
Hafliðadóttur. Einar faðir hans var
sonur Ögmundar Andréssonar og
Sólveigar Guðmundsdóttur, er
bjuggu að Hellu í Beruvík, en móð-
ir hans Sigríður var dóttir Hafliða
Þorsteinssonar og Steinunnar
Kristjánsdóttur, er lengst af bjuggu
að Bergsholti í Staðarsveit. Haf-
steinn var næstelstur í átta systkina
hópi. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum á Hellissandi til ársins 1939
er fjölskyldan fluttist til Ytri-
Njarðvíkur. Eins og þá var venja
þurftu elstu systkinin strax að létta
undir með foreldrum sínum, var
Hafsteinn mjög duglegur og kapp-
samur sem unglingur. Hann ólst
upp í foreldrahúsum til fullorðins-
ára og tók því meiri þátt í störfum
hinna fullorðnu sem þrek hans og
þroski uxu, við fiskvinnu, var í sveit
á sumrin og við störf á sjó og landi
til ársins 1950 er hann hóf störf
sem vörubflstjóri til ársins 1957.
Hann tók próf í Iðnskóla Keflavík-
ur, lærði húsasmíði hjá Bjama
Guðmundssyni, Austurgötu 18,
Keflavík, lauk þar sveinsprófi 1961,
stundaði múraranám hjá Svavari
Ijörvasyni, Keflavík, 1965—1969.
Hann hafði meistararéttindi í báð-
um þeim iðngreinum. Hann stund-
aði síðan jöfnum höndum
húsasmíðar og múrverk. Hann var
ritari Múrarafélagsins nokkur ár
og í stjóm Múrarameistarafélagsins
um tíma. Hann stofnaði ásamt Páli
Þ. Jónssyni byggingarfélagið Þórs-
hamar sf. Þeir byggðu og seldu
raðhús og íbúðarhús. Eftir að þeir
hættu rekstri stofnaði hann félag
með Herði, næstelsta syni sínum,
undir nafninu Hafsteinn og Hörður
sf. og eftir að elsti sonur hans,
Ómar, kom heim frá Bandaríkjun-
um eftir tveggja ára dvöl þar,
störfuðu þeir þrír feðgamir saman
við að byggja og selja iðnaðarhús
og íbúðarhús auk annarra verkefna
í byggingariðnaði. Þeir unnu meðal
annars að jámalögnum og steypu-
vinnu sem undirverktakar við seinni
byggingarframkvæmdir hins stóra
hótels sem er í byggingu við Hafn-
argötuna í Keflavík.
19. október 1955 giftist Haf-
steinn eftirlifandi konu sinni,
Valgerði Jónsdóttur, hinni mestu
myndarkonu. Þau hafa verið sam-
hent í starfi og eignast fimm mjög
reglusöm og myndarlég böm. Þau
em: Katrín Jóna, fædd 3. septem-
ber 1955, gift Guðna Gunnarssyni,
þau eiga einn son; Þór sem er fædd-
ur 1. janúar 1974; Björgvin Ómar,
fæddur 29. mars 1958, sambýlis-
kona hans er Auður Ingimarsdóttir;
Hörður, fæddur 24. október 1959,
kvæntur Jónínu Stefánsdóttur. Þau
eiga eina dóttur er fæddist 9. októ-
ber síðastliðinn; Hafdís, fædd 21.
nóvember 1968, og Þorsteinn,
fæddur 29. október 1971.
Hafsteinn var nærgætinn og
umhyggjusamur heimilisfaðir, lifði
og starfaði í nánu sambandi við
konu sína og böm.
Hafsteinn var mjög vandvirkur í
starfi og má sjá víða í okkar byggð-
arlagi glæsilegar byggingar sem
hann hefur byggt, þær lofa sinn
meistara. Hafsteinn naut sín í vina-
hópi, var þá hrókur alls fagnaðar,
hann var góður söngmaður og hafði
mikla ánægju af að syngja og gleðj-
ast í góðum félagsskap. Hann var
mikill kapps- og afkastamaður við
öll störf, jafnt vinnu sem veiðar,
var heppinn áhugaveiðimaður á lax.
Fyrir rúmum tveimur árum
kenndi hann þess sjúkdóms er leiddi
hann til dauða. Hann andaðist á
Sjúkrahúsi Keflavikur að morgni
11. desember.
Með Hafsteini er fallinn frá einn
af mestu athafna- og dugnaðar-
mönnum okkar byggðarlags. Hans
er sárt saknað af fjölskyldu hans,
vinum og hinum mörgu samstarfs-
mönnum. Hafsteinn var vinmargur,
trygglyndur og vandaður dreng-
skaparmaður. Þótt fjölskyldu og
vinum sé sárt að sjá á bak miklum
athafnamanni og góðum dreng á
miðjum aldri yfir landamæri lífs og
dauða, þá látum við fylgja honum
kærleiksríkar bænir til þess guð-
dóms sem öllu ræður undir vernd
og leiðsögn á þroskabrautum hins
eilífa lífs.
Ég votta konu hans, bömum og
öðrum aðstandendum hjartanlega
samúð.
Karvel Ögmundsson
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
TRYGGVI JÓNSSON
forstjóri,
Einimel 11,
sem andaðist 11. desember, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík mánudaginn 21. desember kl. 13.30.
Kristin Magnúsdóttir,
Magnús Tryggvason, Guðrún Beck,
Anna L. Tryggvadóttir, Heimir Sindrason
og barnabörn.
t
Elsku litli drengurinn minn og bróöir,
BJARTMAR HARRY,
andaðist 10. desember. Jaröarförin hefur farið fram.
Una Einarsdóttir,
Ásta Lovfsa Jónsdóttir.