Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 84

Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 84
84 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 ~ X HAFNARFIARÐARJARIINN EINARS SAGA ÞORGILSSONAR Ásgeir Jakobsson HAFNARFJARÐARJARLINN er ævisaga Einars Þorgilssonar og segir frá foreldrum Einars og æsku hans í þurrabúð í Garðahverfi, og síðan frá Einari sem formanni og útvegs- bónda á árabátatímanum, kútteraútgerðarmanni á kúttera- tímanum og útgerðarmanni fyrsta íslenzka togarans. HAFNARFJARÐARJARLINN er 100 ára útgerdarsaga Einars Þorgilssonar og þess fyrirtækis, sem lifði eftir hans dag og er elzta starfandi útgerð í landinu, rekin samfellt í heila öld og byrjuð önnur öldin. HAFNARFJARÐARJARLINN er 86 ára saga verzlunar Einars Þorgilssonar, sem er elzta starfandi einkaverzlun í landinu, og þar er saga frumbýlingsáranna í alinnlendri verzlun. HAFNARFJARÐARJARLINN er 100 ára Hafnarfjardarsaga. Einar Þorgilsson var einn af „feðrum" bæjarins, ásamt því að vera stór atvinnurekandi var hann hreppstjóri Garða- hrepps þegar hreppnum var skipt. Einar varð sem bæjar- fulltrúi í flestum þeim nefndum bæjarins, sem lögðu grunninn að bænum. Einar var 1. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu um skeið, og flutti fyrstur manna frumvarp um Hafnarfjörð sem sér kjördæmi. HAFNARFJARÐARJARLINN er Cootssaga, fyrsta íslenzka togarans, sögð eftir heimildum, sem ekki voru áður kunnar. HAFNARFJARÐARJARLINN er almenn sjávarútvegssaga í < 100 ár, sögð um leið og einkasaga Einars Þorgilssonar. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF KNATTSPYRNA / ENGLAND Bruce til United MANCHESTER United lceypti í gær varnarmanninn sterka Steve Bruce, fyrirliða Nor- wich, á 825.000 sterlings- pund. Um miðjan dag virtist ekkert ætla að verða af kaupunum — Alex Ferguson, stjóri United, gaf þá út yfirlýsingu þess efnis að verðið sem Nor- FráBob wich setti upp, Hennessy 900.000 pund, lEnglandi væri of hátt. „Við höfum verið dregnir á asnaeyrunum varðandi þessi kaup. Við erum hættir við Bruce og leitum nú á önnur mið,“ sagði Ferguson. Skömmu síðar gáfu félögin svo út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að United hefði keypt leikmanninn. Formenn fé- laganna héldu fund í gær og komust að samkomulagi um verð- ið — 825.000 pund. Norwich keypti í fyrradag Robert Fleck frá Rangers og eftir það var nánast talið formsatriði að gengið yrði frá kaupum United á Bruce. Svo var þó ekki — það var ekki fyrr en eftir skyndifund formannanna að niðurstaða fékkst. Stave Bruce. > Q u JOGGINGSKÓR - fyrir konur og karla. Háþróuð bandarísk gœðavara fyrir þá sem gera miklar kröfur. AB-M 500 (fyrir karla). Léttir og mjúkir. „Good Year* sóli, Converse gœði. AB-W 500 (fyrir konur). Gerðir fyrir nettari fœtur, að öðru leyti eins og AB-M 500. FÁST í VERSLUN OKKAR ÁRMÚLA 32. SÍMI: 39910. Deman tar eilífðarskart Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290. GOLF Jólamót í Grafar- holti w Asunnudaginn, 20. desember, verður haldið golfmót í Graf- arholti, svokallað Jólamót. Tíð hefur verið það góð að undanfömu að kylfingar hafa getað stundað íþrótt sína næstum sem að sumri væri. Leikið hefur verið að Korpúlfsstöð- um, en til hátíðabrigða er ætlunin að leika Jólamótið í Grafarholti. Leikin verður 12 holp punktakeppni með fullri forgjöf. Þar sem aðeins er bjart í um það bil 3 klukkustund- ir, þá verður ræst út frá öllum teigum samtímis kl. 11.30. Tak- marka verður fjölda þátttakenda við liðalega 50 manns. Golfmót hefur ekki áður verið haldið hjá GR í desembermánuði í nærri 50 ár, og aldrei í slíkri blíðu sem nú er. KNATTSPYRNA Maradona frábær - erArgentína vann Vestur- Þýskaland ARGENTÍNA sigraði Vestur- Þýskaland í vináttuleik í knatt- spyrnu í Buenos Aires á miðvikudagskvöldið, 1:0. Þessi lið láku einmitttil úrslita í síðustu heimsmeistarakeppni og þá sigraði Argentína 3:2. Diego Maradona lék frábærlega í leiknum og lagði upp markið, sem Jorge Burruchaga skoraði á 55. mín. Hann skoraði einnig sigur- markið í úrslitaleik HM í fyrra. Maradona fékk knöttinn úti á vinstri kanti, lék á Wolfgang Rolff, komst síðan inn í teiginn og lék þijá aðra vamarmenn grátt, áður en hann gaf knöttinn á félaga sinn sem skoraði undir Bodo Illgner, hinn unga markvörð frá Köln. Argentínumenn voru mun betri þegar á heildina er litið. Þeir fóru illa með nokkur góð færi í seinni hálfleiknum, en fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn. Þá fékk Júrgen Klinsmann gullið tækifæri til að koma Vestur-Þjóðveijum yfir en hann skallaði í stöng eftir hom- spymu. Þýska liðið var skipað ungum leikmönnum — fyrirliðinn Lothar Mattheus var sá eini sem eftir var úr liðin sem lék úrslitaleik HM. „Við emm með ungt lið sem á framtíðina fyrir sér,“ sagði Júrgen Klinsmann, framheijinn knái frá Stuttgart. Þetta var hans annar landsleikur — hann var einnig með í leiknum gegn Brasilíu síðastliðinn laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.