Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 85 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Pétur sterkur í fráköstunum Spurs tapaði tveimur leikjum í röð en Pétur stóð sig vel. Tók 14 fráköst í öðrum, sem er persónulegt met „VIÐ töpuðum á miðvikudaginn fyrir New Jersey og í gœr töp- uðum við fyrir Philadelphiu, 104:98, á útivelli. Ég skoraði 6 stig og tók fjögur fráköst gegn Jersey en í gœr tók ég 14 f rá- köst en tókst ekki að troða knettinum í körfuna," sagði Pótur Guðmundsson körfu- knattleiksmaður sem leikur með San Antonio Spurs í bandarísku NBA-deildinni. Pétur og félagar hans hjá San Antonio hafa unnið níu leiki en tapað tíu það sem af er vetri. „Við erum ákveðnir í að jafna met- in er við leikum heima gegn Denver, sem er eini sjónvarpsleikurinn okk- ar, á morgun [í dag],“ sagði Pétur. „Eg er ánægður með frammistöðu mína það sem af er. Ég hef ekki fundið til í bakinu og fæ ávallt að vera meira með. Það má segja að við búum í ferðatöskum allan vetur- inn. Þetta eru endalaus ferðalög og svo er tímamunurinn mikill. Við fáum þó vikufrí um jólin og er það kærkomið." Úrslit á miðvikudag urðu þessi: Cleveland Cavaliere — Mavericks 106:93 NewJereeyNets —San AntonioSpurs 104:98 Atlanta Hawks — Indiana Pacere 93:91 Pétur Guðmundsson, til hægri, hefur leikið vel að undanfömu. Hann tók 14 fráköst í síðasta leik en náði ekki að skora. Milwaukee Bucks —New York Knicks 103:98 Boston Celtics — Waahington Bullets 122:102 Detroit Pistons — Chicago Bulls 127:123 Sacramento Kings — L. A. Clippere 128:108 Los Angeles Lakers -- Phoenix Suns 122:97 Portland Trail Blazere — Super Sonics 128:109 GLIMA Flokkaglíma Reykjavíkur LAUGARDAGINN 5. desember sl. fór flokkaglíma Reykjavíkur fram í íþróttahúsi Kennarahá- skólans. Keppendur urðu 25. Frá Glímufélaginu Ármanni, Knattspyrnufólagi Reykjavíkur og Ungmennafélaginu Vík- verja. Glímt var í 7 flokkum. I hnokkaflokki (11 ára og yngri) voru keppendur 3. Vinningar féllu þannig að sigurvegari varð Valgeir J. Guðmundsson (KR) með 11/2 vinning. Annar, Sverrir Þ. Guðnason (KR), með 1 vinning og þriðji Ólafur G. Jónsson (KR) hlaut V2 vinning. Jafnt varð úr tveimur viðureign- um en Valgeiri tókst að bylta öðrum viðfangsmanni sínum á hælkrók hægra á vinstra. Gam- an var að sjá þessa ungu glímumenn, sem voru Ifflegir. Þeir tvístigu um of í stígandinni og það sem verra var að í einni viðureigninni stigu þeir öfuga stígandi. Alvarlegast fyrir þá sjálfa var að þeir báru skakkt fyrir sig hendur. 4T Ípiltaflokki (12—13 ára) kepptu sex. Flesta vinninga, fjóra, hlaut Lúðvík Amarson (KR). Annar, Ing- var Snæbjömsson 3V2 vinning. Þriðji, Guðmundur Sævarsson, 3 vinninga. Vigfús Albertsson náði 2V2 vinningi. Elías G. Ingþórsson IV2 vinning. Sigurður Sigfússon var vinningslaus. Allir þessir piltar em í KR. Sigurvegarinn er burða- mikill og þungur. Kunnátta í glímu litil. Slengir andstæðingum fremur en að hann leggi þá á bragði. Þess- ir sex félagar kunna ekki grundvall- aratriði glímu, rétta stígandi. Flestir nema Lúðvík eru álútir, er þeir ganga fram og aftur eða tvístíga og vagga þá frá hlið til hliðar og drepa niður tám til þess að fá á fótaburðinn danssvip. Ein viðureign var glímd með öfugri stígandi. Viðureignir urðu fímmtán. Jafnt varð í fímm. Tvær unnust á bragðleysu. Ein á mótbragði. Hæl- króki hægri á hægra var beitt einu sinni til sigurs. Hælkróki hægri á vinstri fjórum sinnum. Leggjar- bragði niðri og sniðglímu, hvort færði einu sinni sigur. Til leiks í sveinaflokki (14—15 ára) komu sex. Tveir frá KR og fjórir frá Ungmennafélaginu Víkveija. Yfir viðureignum í þessum flokki var líflegri bragur. Tregða KR- inganna til að stíga rétt og létta stígandi skyggði á. Þessi tregða kom gleggst fram er þeir KR- ingar, Fjölnir og Sævar, áttust við, þó átti Fjölnir líflega glímu við Vil- hjálm. Sýnt var að glímumönnum Víkjveija hafði verið kennd stígandi. Af fímmtán viðureignum f þessum flokki varð engin jöfn. Ein vannst á bragðleysu. Sævar Þ. Sveinsson á til að • slengja og sveifla viðfangsmanni sínum til falls. Einu sinni veitti glímumaður sjálfum sér byltu. Þessi brögð færðu sigur: hnéhnykkur 2 (mótbragð), hælkrókur hægri á vinstra (innan- fótar), 3 og utanfótar 1, hælkrókur hægri á hægra 2, sniðglíma 2, hælkrókur aftur fyrir báða 1, leggj- arbragð 9 og lausamjöðm með hægra. Keppninni lauk svo að Ingi- bergur J. Sigurðsson (Umf. Víkveija) lagði alla keppninauta sína. Hann stóð vel að glímunni, steig létt og rétt. Viðureignir sínar vann Ingibergur með ijórum mis- munandi brögðum. Annar varð Sævar Þ. Sveinsson (KR) með 4 vinninga. Þriðji félagi hans, Fjölnir Elvarsson, með 3 vinninga. Vil- hjálmur Ólafsson (Víkv.) 2 og Hallgrímur Harðarson (Víkv.) 1. Sigurður Ólafsson (Víkv.) var vinn- ingslaus. 1 drengjaflokki voru tveir keppend- ur. Báðir úr KR. Þeir Orri Bjömsson og Jón B. Valsson. Jón vann viður- eign þeirra og beitti klofbragði mneð vinstra, sem hann sótti heldur langt. Orri stendur skakkur en Jón álútur. í léttþyngdai’flokki voru keppendur 2 og báðir úr KR, Hjör- leifur Pálsson og Jóhann Krist- bjömsson. Hjörleifur vann viðureignina með hnéhnykk. Aður en hann beitti hnéhnykknum hafði hann sótt leggjarbragð þrisvar og sniðglímu einu sinni. Jóhann sótti einkum Ieggjarbragð. Glíma þeirra félaga var létt og mjúk. í milliþyngdarflokki voru þrír gam- alkunnugir glímumenn frá Ár- manni, KR og Víkverja, Halldór Konráðsson, Helgi Bjamason og Sigurjón Leifsson. Viðureignir.urðu sex, því að eftir að einn hafði feng- ist við alla og allir við einn var hver með einn vinning. Áhorfendur höfðu síður en svo á móti því að sjá til þessára knáu, léttu, mjúku og brögðóttu glímumanna. Leikir fóm svo að Halldór lagði báða við- fangsmenn sína og Helgi veitti Sigurjóni byltu. Byltubrögðin vom: lausamjöðm vinstri, hnéhnykkur 2, krækja 1, leggjarbragð 1 og sniðglíma 1. Það var unaðslegt að horfa á íþrótt þessara glimumanna. í yfírþyngdarflokki þreyttu með sér þrír glímumenn, gamalreyndir. Frá KR vom Ámi Þ. Bjamason og form- aður Glímusambandsins, Rögnvald- ur Ólafsson, en frá Umf. Víkverja Ámi Unnsteinsson. Sigurvegari varð Ámi Unnsteinsson. Annar varð Ámi Þ. Bjamason og þriðji Rögnvaldur Ólafsson. Sigurbrögð urðu: sniðglíma, hælkrókur aftur fyrir báða og klofbragð með vinstra. Viðureign Rögnvaldar og Ama Unnsteinssonar var létt, góð stígandi og sótt fímm tegundir bragða. Á móti þessu vom keppendur yngri flokkanna þriggja látnir gangast að á júdó-dýnu. Oft hefur verið rætt um að láta glíma á dýnu. Segja má að svo hafi verið gert þegar 1907. Síðan dýnur júdó-manna komu til notkunar, hafa dýnur orð- ið betur hæfari til þess að glíma á. Mér fínnst að reynslan hafí sýnt að gott trégólf hafí ekki verið slysa- valdur og sannarlega hrýs mörgum byijanda hugur við að byltast niður á hart trégólf, en við það að venja iðkendur við dýnur verður þá ekki að vana að nota dýnur við iðkun og keppni í glímu á þeim stöðum sem þær em til og á öðmm dýnu- lausum þykir frágangssök að iðka glímu. Vonandi verða dýnumar glímunni til góðs eða réttara sagt iðkendum hennar. Hjálmur Sigurðsson setti mótið og stjómaði því. Yfirdómari var Gunn- ar Ingvarsson. Meðdómarar: Gísli Guðmundsson og Hjörtur Þráins- son. í forfóllum Katrínar Gunnars- dóttur sleit Þorsteinn Einarsson mótinu og afhenti verðlaun. Þorsteinn Einarsson. LosAngeles úlpur Litir: Hvítt/svart, hvítt/blátt, hvítt/rautt Verð kr. 5.910,- Mikið úrval af íþróttaskóm Póstsendum Blakboltar, fótboltar, handboltar, körfuboltar Allar stærðir fyrirliggjandi. SP0RTV0RUVERSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR [ Klapparstíg 40. Á H0RNI KlAPPARSTtGS 0G GRETTISGÖTU S:i1783 4L Verð til ad taka eftir: HAGAIM SKÍÐI: Racer: 80-1 10 cm. kr. 2.590,- 1 20-140 cm. kr. 2.990,- 1 50-1 70 cm. kr. 3.490,- Racing Junior: 1 50 cm. kr. 4.690,- 1 60 cm. kr. 4.990,- 1 70-1 75 cm. kr. 5.950,- IMewTeam: 1 80-1 95 cm. kr. 5.990,- Classic Racing: 1 80-205 cm. kr. 1 0.980,- Classic Graphite: 1 80-205 cm. kr. 1 1.995,- Saloman bindingar — skíðastafir — gleraugu — hjálmar — húfur — lúffur — töskur — bakpokar — skíðapokar — skótöskur o.m.fl. SÁLOMAN - HAGAN - DYNA- STAR - SWIX SPORTI MARKAÐURINN SKIPHOLTI SOC, SÍMI 31290 (Nýja húsið gegnt Tónabíói)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.