Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 1

Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 39. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgxmblaðsins Pavarotti fagnað Stórsöngvarinn heimskunni, Luciano Pavarotti, kom í fyrrakvöld til Vestur-Berlínar til þess að syngja á frumsýningarkvöldi óperu Donizettis, Ástardrykknum. Við komuna var honum fagnað inni- lega eins og sjá má, en drengjakórinn Schöneberger Siingerkna- ben beið lians á Tegel-flugvelli og söng eitt lag Pavarotti til heiðurs. Á borðanum stendur „Velkominn Luciano" á itölsku, en þegar söngvarinn sá hinar óvæntu móttökur gat hann ekkí stillt sig um að skella upp úr. Forkosningar í New Hampshire: Hnífjafnt milli Bush og Doles í síðustu skoðanakönnunum Leiðtogafundur NATO: Mitterrand mun sitja í Bríissel myndi bíða. Sagði hann skýringar Waldheims á málum sínum vera öldungis ófullnægjandi. Vranitzky hefur ekki viljað hvetja Waldheim til afsagnar opinberlega, en segist þess í stað hafa boðið Waldheim að bæta ímynd landsins. Kjörsókn yfir meðallagi FRANQOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, hyggst sitja á leið- togafundi Atlantshafsbandalags- ins, sem haldinn verður í aðal- stöðvum varnarbandalagsins í Briissel dagana 2. og 3. mars. Þetta er i fyrsta skipti sem Frakklandsforseti situr slíkan fund frá þvi að Frakkar hættu þátttöku sinni i hernaðarsam- starfi bandalagsins árið 1967. Þó ekki sé beinlínis um stefnu- breytingu að ræða, er hér eigi að síður um söguleg umskipti að ræða, því Frakkar hafa farið mjög varlega í öllum samskiptum sínum við NATO og lagt áherslu á sjálfstæði sitt í vamarmálum. Hinn 9. september árið 1965 lýsti Charles De Gaulle, þáverandi for- seti Frakklands, því yfir á blaða- mannafundi, að hemaðarþátttaka Frakka innan Atlantshafsbanda- lagsins væri til endurskoðunar og að henni myndi ljúka innan þriggja ára. Það gekk eftir og vorið 1967 var þeirri samvinnu lokið, þó svo Frakkar væru áfram fullgild aðild- arþjóð bandalagsins að öðru leyti. Frangois Mitterrand hefur enn ekki lýst yfír framboði sínu í kom- andi forsetakosningum í Frakk- landi. Manchester í New Hampshire, Reuter. KJÖRSÓKN var mikil í forkosn- ingunum i New Hampshire i gær, en talið er að úrslit þeirra muni skipta sköpum í vali flokka þar vestra á forsetaframbjóðend- um sinum. Forsetakosningar fara fram i Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Hörðust er samkeppnin milli þeirra Ge- orges Bush og Roberts Doles, en sá þeirra sem ber sigur úr býtum i New Hampshire fær þar með mikið forskot á aðra frambjóð- endur í hópi repúblikana. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun- um stóðu þeir jafnt að vígi. Að sögn kjörstjómarmanna virt- ist kjörsókn vera vel fyrir ofan meðallag. Töldu þeir að þar hjálpað- ist að gott veður og það að kjósend- ur gerðu sér grein fyrir mikilvægi þessara forkosninga. Stjómmálaskýrendur vom ekki á einu máii um hvort góð lq'örsókn hjálpaði George Bush eða ekki, en að undanfömu hafði Dole dregið mjög á hann og jafnvel farið fram úr honum í fylgi síðustu daga. Sam- kvæmt síðustu skoðanakönnunum hafði þó aftur dregið í sundur með þeim og töldu menn ógjöming að segja fyrir um úrslitin. I búðum demókrata var ekki eins mikil spenna og talið víst að Mic- Vínarborg, Reuter. SVÖR Kurts Waldheims, forseta Austurrikis, vegna skýrslu sagn- fræðinganefndar um athafnir hans á dögum seinni heimsstyrjaldar- innar hafa frekar aukið ágreining innan Austurrikisstjórnar en hitt. Þá hefur vaxandi efasemda um forsetann gætt meðal almennings. Franz Vranitzky, kanzlari, sagði að rikisstjómin myndi sitja áfram þrátt fyrir að nú nseddi um hana, en varaði menn eindregið við þvi að vanmeta þann vanda sem við væri að glíma. Niðurstöður skoðana- könnunar, sem birtar vom í gær, gefa til kynna að Waldheim myndi ekki ná endurlqöri, ef gengið væri til forsetakosninga nú. Að sögn menntamálaráðherra | nú svo komið að í skólum eru mynd- landsins, Hiide Hawlicek, er málum ir af Waldheim ekki lengur hultar og stunda nemendur það að bera þær á bál, henda þeim eða skemma á annan hátt. Þá varpaði ráðherrann fram þeirri spumingu hvemig hægt væri að ætlast til þess af austurrískum bömum og unglingum að þeir lærðu af fortíðinni, þegar ljóst væri að hinir eldri streittust gegn slíku. Vísaði hún þar til 50 ára afmælis innlimunar Áusturríkis í Þýskaland á valdatíma nazista, en þess á með- al annars að minnast í skólum í næsta mánuði. Sagði ráðherrann að margir kennarar treystu sér ein- faldlega ekki til þess að skýra innli- munina út fyrir nemendum sínum sem mistök, sem Austurríkismenn skyldu láta sér að kenningu verða, meðan Waldheim sæti enn í forseta- stóli. í gær stefndi Waldheim þýska tímaritinu Der Spiegel fyrir meið- yrði, en blaðið birti ljósrit af símskeyti, sem sanna átti aðild Waldheims að stríðsglæpum. Frum- ritið fannst aldrei og er skeytið nú talið hafa verið falsað. Innan ríkisstjómarinnar gætir sífellt meiri óvissu um framvindu mála. „Ríkisstjómin mun starfa áfram," sagði Karl Bleche, inn- anríkisráðherra. „ . . . en ég veit ekki hversu lengi áfram," bætti hann við. Vranitzky kanzlari ítrekaði í gær hótanir sínar um afsögn ef öldur lægði ekki vegna Waldheims-máls- ins, en sagði ekki hversu lengi hann hael Dukakis, ríkisstjóri nágranna- ríkisins Massachusetts, myndi verða í fyrsta sæti. Meiri óvissa ríkir um næstu tvö sæti, en þeir Richard Gephardt og Paul Simon keppa um þau. Robert Dole ásamt eiginkonu sinni, Elizabeth, í gær. Austurríki: Ágreiningur vegna Waldheims eykst enn Stuðningur almennings við forsetann fer dvínandi Bangladesh: Stjórnarandstöðu- leiðtogar handteknir Dhaka, Reuter. LÖGREGLA í Bangladesh hand- tók í gær þijá helstu stjórnarand- stöðuleiðtoga landsins, tók hús á fyrrverandi ráðherra og gerði húsleit hjá fjölda andófsmanna í landinu. Stjórnvöld sögðu tilgang aðgerðanna þann að stilla til frið- 70 ára sjálfstæðis- afmæli Litháens: Andófsmenn handteknir Vilnius og París, Reuter. SJÖTÍU ár voru í gær liðin frá því að lýst var yfir sjálf- stæði Eystrasaltsríkisins Lit- háens, en ekki varð af nein- um mótmælum af þvi tilefni eins og búist hafði verið við. Að sögn litháenskra útlaga voru helstu andófsmenn í landinu handteknir eða hneppt- ir í stofufangelsi til þess að koma í veg fyrir mótmæli i lfkingu við þau, sem urðu í ágúst síðastliðnum. ar í landinu fyrir þingkosningar, sem fram eiga að fara hinn 3. mars næstkomandi. Til mikilla blóðsúthellinga kom viðs vegar í Bangladesh þegar kosið var til sveitarstjórna i síðustu viku. Þessar aðgerðir sigldu í kjölfar tilkynningar Hosseins Mohammads Ershads, forseta Bangladesh, í gær um að hann myndi bjóða út her til þess að koma á kyrrð í landinu fyrir kosningamar, en stjómarand- staðan hefur sagst munu sniðganga þær. Lögregluyfirvöld sögðu að Sajeda Choudury, framkvæmda- stjóri Awami-bandalagsins, hefði verið handtekinn, sem og Akbar Hossein og Dali Ahmed, helstu for- ystumenn Þjóðemisflokks Bangla- desh. Að sögn innanríkisráðherra Bangladesh voru hinir handteknu úrskurðaðir í mánaðarlangt gæslu- varðhald samkvæmt sérstökum neyðarlögum. Sagði ráðherrann að stjómarandstöðuleiðtogamir hefðu haft á prjónunum að hleypa upp kosningunum. Að minnsta kosti 150 manns létu lífíð í ofbeldisöldunni í fyrri viku og ekki særðust færri en 8.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.