Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 5 Aðalfundur Verslunarráðs Islands: Þáttaskil í þróun hluta- bréfaviðskipta á þessu ári - segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri Morgunblaðið/Þorkell Hluti fundarmanna á aðalfundi Verslunarráðs íslands á Hótel Sögu JÓHANNES Nordal, seðla- bankastjóri, sagði í ræðu á aðal- fundi Verslunarráðs Islands í gær að vænta mætti þess að á þessu ári yrðu þáttaskil í þróun hlutabréfaviðskipta hér á landi. Rakti hann þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru á þessu ári og ætlað er að stuðla að þvi að virk- ur hlutabréfamarkaður komist á. I ræðu Jóhannesar kom fram að hjá Verðbréfaþingi Islands er nú unnið að setningu reglna um Listasafn íslands: Einstaklega góð aðsókn frá upphafi „AÐSÓKN hefur verið einstak- lega góð og reyndar framar öllum vonum allt frá því safnið flutti í nýja húsnæðið," sagði Bera Nordal forstöðumaður Listasafns íslands. „Gestirnir eru svo jákvæðir, hrifnir af safninu og nýja húsinu og hafa um leið mjög hvetjandi áhrif á okkur sem hér erum að störf- um.“ Bera sagði að flestir kæmu um helgar og er það mest íjölskyldu- fólk og fólk utan af landi en virka daga sækja skólanemendur og eldri borgarar safnið. Sýningin sem nú hangir uppi verður að hluta til tekin niður um miðjan apríl og öll um miðjan maí vegna Listahátíðar. Þá er von á verkum Chagall til sýningar fram í miðjan ágúst. „Sú sýning er mik- ill listviðburður," sagði Bera. Á sama tíma eða fram í júlí, verður sýning á norrænni geó- metrískri list, sem ísland á aðild að. í september og fram í október verður sýning á verkum valdra ungra íslenskra listamanna. Um miðjan október og fram í nóvemb- er verður sýning í tilefni tíu ára afmælis Nýlistasafnsins. Þá tekur við lítil sýning á verkum Kristínar Jónsdóttur, sem opnar í lok októb- er og stendur út nóvember. Djúpivogxir; Snjóflóð falla á veg- inntilHafnar Djúpivogur. SNJÖFLÓÐ féllu á veginn milli Djúpavogs og Hornafjarðar seinnipart mánudagsins í svo- nefndum Hvalnes- og Þvottár- skriðum. Bílar voru á ferð um veginn um þetta leyti og mátti litlu muna að einhver þeirra yrði fyrir flóðunum. Farið var með ýtu þá um kvöldið frá Djúpavogi og unnið við það að opna veginn. Það tókst ekki, en vegurinn var opinn fyrir umferð í dag. Bleytuhríð var þegar flóðin féllu. hlutabréfaviðskipti og skráningu hlutabréfa á þinginu. Innan fárra vikna verður unnt að ganga frá reglunum og í framhaldi af því geta fýrirtæki sótt um skráningu á þinginu með því að leggja fram tilskilin gögn. Þó munu nokkrir mánuðir líða áður en virk skráning hlutabréfa verður tekin upp. Næsti áfangi verður sá að erlent ijármálafyrirtæki, Enskilda Secu- rities, mun leggja fram skýrslu með tillögum um aðgerðir til þess að skapa betri skilyrði fyrir hluta- bréfaviðskiptum hér á landi. Munu þær tillögur væntanlega snúast að miklu leyti um endurbætur í skattamálum og hagstæðari með- ferð hlutafjár miðað við aðrar pen- ingalegar eignir. Einnig verða gerðar tiliögur um viðskiptareglur og eftirlit með hlutabréfaviðskipt- um. v‘ Jóhannes nefndi einnig að stefnt er að því að Fjárfestingarfé- lagið Draupnir hefji hlutabréfavið- skipti, þegar fram kemur á vorið. Félagið hefur yfir miklum fjármun- um að ráða og getur starfað sem viðskiptavaki. Mun það bætast við í gær. þau tvö fjárfestingarfýrirtæki sem nú þegar skrá hlutabréf. Ennfremur kom fram að von er á tillögum um skattlagningu eigna- tekna frá fjármálaráðuneytinu í haust þannig að ný löggjöf geti tekið gildi um næstu áramót. Taldi Jóhannes skipta mestu máli fyrir frekari þróun hlutabréfamarkaðar- ins að úr þessarri endurskoðun jrði og með henni leiðrétt það misræmi, sem nú er fyrir hendi varðandi skattlagningu hlutafjár samanborið við aðrar eignir. Landsmenn 60 ára og eldrí... (og aðeins yngrí). í tilefni 10 ára afmælis ferðaskrifstofunnar Atlantik kynnum við dagana 17. 18. og 19. febrúar Klúbb 60 á skrifstofunni að Hallveigarstíg 1 frá kl. 16-18. Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi verður á skrifstofunni á þessum tíma til ráðgjafar og upplýsinga. Kynningarfundur á Hótel Sögu, Átthagasal, 21. febr. kl. 1400 DAGSKRÁ FUNDARINS : 1. Kynning á Klúbbi 60 og ferðaáætlun sumarsins 1988. 2. Litskyggnur frá Mallorka. 3. Ferðaþjónusta bænda. 4. Ferða- og slysatryggingar. 5. „Hvernig spörum við best“? - Ráðgjafi frá Iðnaðarbanka íslands. 6. „Fasteignakaup - búskipti" - Lögfræðiþjónustan. 7. Happdrætti: A. tveir ferðavinninga til Mallorka í 28 daga þann 13. apríl n.k. B. Fjórir myndavélavinningar frá Hans Petersen. 8. Kaffiveitingar fyrir þá gesti sem vilja, fyrirspurnir, bókanir í ferðir og nánari upp- lýsingar. Kaffiveitingar verbkr370 | OTCO(Vtl<( FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388 - 28580 Hallveigarstíg 1 Ingimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.