Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 15 Kerfið okkar eftir Einar Bjamason Hr. dómsmálaráðherra, Jón Sígurðsson. Eg þakka þér fyrir fundinn, sem þú áttir með okkur, LL mönnum hinn tíunda þessa mánaðar. Ég þakka þér líka fyrir þitt góða bréf sem birtist í „Mogga" degi síðar. Ómaklega segir þú að þér vegið og að mér hefði verið nær að hafa meira samband við þig áður en ég hóf blaðaskrif. Það má rétt vera, en satt að segja var ég orðinn lú- inn af að rölta milli bæja. Þótt ég hafí alls staðar fengið hlý orð og ágætis kaffi er mér það ekki nóg. Ég var ekki að biðja um góðgerð- ir, heldur efndir. Til að fyrirbyggja frekari mis- skilning skal það tekið skýrt fram, að stór hluti þeirra vandræða, sem orðin eru, eiga rætur sínar utan þinna veggja. Ég minni líka á, að í bréfí minu var kært til þín. Þú varst ekki kærður. Þær línur voru líka aðeins formáli. Örlítið for- spjall þess, sem koma hlýtur, þá knúið verður á annarra hurðir. Eg var ekki að leita sökudólgs. Ég kæri engan þeirra manna, sem vinna í húsinu við hól. Ég kæri hins vegar þá blóðlausu stofnana- mennsku, sem bólusetur fólk sitt til slíks dáðleysis, að samningur sem í er skráð að sjálf „ríkisstjóm- in mun beita sér fyrir" skuli hiynja. Það er stórkostlegt að lifa í þessu landi og njóta óskoraðra mannréttinda. Þess vegna bregst maður ókvæða við þegar í ljós kemur að illgerlegt er að ná rétti sínum þegar kerfíð er annars veg- ar. AlUr, sem Litla gula hænan talaði við, sögðu: Ekki ég. Mitt tungutak er of fátæklegt til að lýsa því sem litlir karlar mega glíma við í erindrekstri sínum og læt ég því meistara Steinbeck fá orðið og gríp niður í bók hans „Þrúgur reiðinnar". Einu orði er þó breytt. „Já, en kerfínu er þó stjómað af mönnum. Nei, þar skjátlast ykk- ur, þar skjátlast ykkur algerlega. Kerfið á ekkert skylt við menn. Stundum hefur hver maður í kerf- inu viðbjóð á því sem kerfið gerir, en samt sem áður gerir kerfíð það. Kerfíð er ómennskt, skal ég segja ykkur. Það er stofnað af mönnum, en þeir hafa ekkert vald á því.“ Hr'. ráðherra. Það er ekki ætlun mín að flytja langt mál. Þó hlýt ég að grípa nið- ur í bréf þitt á nokkmm stöðum. Þú segir mig hafa uppi þungar ásakanir, en rökstuðning vanti með flestum þeirra. Lítill vandi er að bæta úr því. Eitt dæmi skal þó iátið duga $ dag: Fá stéttarfélög hafa fengið þyngri högg, en það sem lögreglu- menn urðu fyrir, þegar fulltrúar utanríkisráðuneytis staðfestu með samningi við einstaklinga að vopnaskak yrði til frambúðar á íslensku löggæslusvæði. Sá samn- ingur var í blóra við stjóm LL. Komi fram ósk um opinberan rök- stuðning við fleiri atriði skal ekki á mér standa. Dómssátt var gerð. Það er hár- rétt. Fyrir Félagsdómi hétu fulltrú- ar ijármálavaldsins að standa við fyrri heit sín. Vissulega heitir slíkt dómssátt. Það mega hins vegar allir vita að.sú sátt varðar aðeins fortíðina. Hún tekur ekki til fram- tíðar. Engin stétt getur staðið í' því að draga launagreiðanda sinn, sjálft flármálaráðuneytið, fyrir dómstól, jafíivel tvisvar á ári. Þú segir að ég láti i veðri vaka, að þú, eða ráðuneytið hafí gert eitthvað, sem færi lögregluna í átt til aukinnar hörku gagnvart borg- ,aranum. Þar misskilur þú mig. í bréfí mínu kemur glöggt fram, að það em ekki aðgerðir ráðuneytis, heldur aðgerðarléysi þess, sem ég ót^ast að bjóði hættu heim. Vissulega fagna ég þeim góðu áætlunum, sem nú munu uppi um Einar Bjaraason „Eins og fram er komið var erindi mitt með bréfi ekki að ieita söku- dólgs. Erindi mitt var að vekja þá sem sváfu og satt að segja hélt ég þá að þú værir í þeim hópi.“ aukna og bætta menntun lögreglu- manna. Þær rétta þó ekki við það sem hallaðist í fyrra. Á samninga- fundum í maí sl. kvörtuðu lögreglu- menn undan vanefndum, sem þá þegar voru orðnar verulegar. Bót var heitið og betrun með. Þá var því lofað að samtök okkar yrðu höfð til ráðuneytis við ákvörðun námsefnis. Það fannst mér skyn- samlegt loforð hjá þínum mönnum. Það er hyggilegt að nýta reynslu sem flestra, enda vita þeir hvar skórinn kreppir, sem í honum ganga. Sfðan hef ég ekki um þetta heyrt og loforðið sennilega í glat- kistunni. Látum þó svo vera. Margt hefur breyst síðan þá, þar á meðal sjónarmið stjómar LL. Eins og fram er komið var er- indi mitt með bréfí ekki að leita sökudólgs. Erindi mitt var að vekja þá sem sváfu og satt að segja, hélt ég þá að þú værir í þeim hópi. Kannski var það rangt hjá mér og heiður þeim sem heiður ber. Hafðu þökk fyrir þín hressilegu vinnu- brögð, seinustu daga. Sum þeirra mála, sem hingað til hafa verið hundsuð, eru nú leyst. Þá sátta- hönd sem þú réttir fram taka lög- reglumenn í af heilum hug. Samt er enginn sigur unninn. Um of grýttan veg höfum við gengið. Fram að þessu hafa lögreglumenn trúlega verið friðsamasta stétt vinnumarkaðarins. Þeir hafa lært að slíkt borgar sig ekki. Svo lengi má brýna hin deigu jám að þau bíti um síðir. Höfandur er formaður Landasam- bands lögreglumanna. Við fögnum hækkandi sól og bjóðum 20% afslátt af öllum vörum í dag og næstu daga. tækifærið — Gerðu kjarakaup í (KOSTA)ÍBODA ^---------------- Bankastræti 10, sími 13122. Kringlunni, sími 689122.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.