Morgunblaðið - 17.02.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.02.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Einar Falur Hluti fundarmanna á stefnuskrárráðstefnu Vöku á Skálafelli síðastliðinn laug’ardag. Kosningabaráttan hafin í Háskólanum: Höldum áfram að sýna jákvætt frumkvæði - segir Lilja Stefánsdóttir, varaformaður Vöku VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hóf kosningabaráttu sína formlega síðastliðinn laug- ardag, en þá var árleg stefnu- skrárráðstefna félagsins haldin á Skálafelli. í samtali við Morg- unblaðið sagði Lilja Stefáns- dóttir, varaformaður Vöku, að máiefnastaða félagsins væri sterk og væri ráðstefnan rök- rétt framhald af því frumkvæði sem Vaka hefði sýnt í vel flest- um málum í Stúdentaráði í vet- ur, þrátt fyrir að hafa verið í minnihluta. „Við höldum ótrauð áfram okkar starfi í þágu stúd- enta og látum auglýsinga- mennsku vinstrimeirihlutans ekki trufla okkur.“ Stefnuskrárráðstefnan var að þessu sinni haldin á Hótel Esju, Skálafelli, en ráðstefnan hefur jafnan sprengt utan af sér félags- heimili Vökumanna. Undanfama daga og vikur hafa verið starf- andi vinnuhópar í hinum ýmsu ste&iumálum og í upphafí ráð- stefnunnar skiptu þátttakendur sér í hópa og yfírfóru stefnuskrár- drög þessara hópa. Málaflokkam- ir voru þessir Starfshættir SHÍ og útgáfustarfsemi þess, námsl- án, Félagsstofnun stúdenta og menntastefna Háskólans. SHÍúrfíla- beinstuminum „Stefna okkar varðandi Stúd- entaráð er mjög byltingarkennd," sagði Lilja Stefánsdóttir, enda hefur það verið grátlegt að horfa upp á hvemig tekist hefur að gera þetta að máttlítilli stofnun með ómarkvissum vinnubrögðum og litlum tengslum við hinn al- menna stúdent. Við stefnum á það að opna Stúdentaráð fyrir stúd- entum með því að halda fundina reglulega og auglýsa rækilega, auk þess að segja kirfilega frá öllu er þar gerist í nýjum Stúdent- afréttum. Ivetur hefur Stúdenta- ráð verið lítið annað en hring- borðsumræður án nokkurra mark- miða eða skipulagningar og nefndastörf legið að mestu niðri. Þessu ætlum við að breyta og höfúm lagt fram róttækar tillögur í Stúdentaráði til breytinga á starfsháttum ráðsins. Fulltrúar meirihlutans tóku vel í þessar til- lögur, þegar rætt var við þá per- sónulega, en engu að síður voru þær felldar án umræðu. Þessar tillögur eru nú inni í stefnu- skránni." Um útgáfustarfsemina sagði Lilja að stefnt væri að því að sameina núverandi Stúdentaf- réttir, sem lítið sem ekkert voru gefnar út, og Stúdentablaðið, og gefa út Stúdentafréttir í vönduðu formi hálfsmánaðarlega í samráði við FS og deildafélögin. „Gæti • þetta orðið lyftistöng öllum þess- um aðilum og til þess að auka enn samstarf þeirra í milli. Stúdenta- blaðið viljum hins vegar gera að vandaðra tímariti, sem gefíð yrði út einu sinni til tvisvar á ári.“ Skynsöm kröfupólitík í lánamálum „Jafnir möguleikar til náms óháð efnahag er aðalatriðið í stefnuskrá Vöku í Iánamálum,“ sagði Lilja. „Er þess vegna lögð áhersla á leiðréttingu á upphæð námslána og vöxtum hafnað." Að sögn Lilju er stefnuskrá félagsins í lánamálum svipuð og áður, en í tillögumar er bætt hugmyndum Vöku að breyttupi úthlutunarregl- um, sem Vaka lágði fram í Stúd- entaráði síðastliðinn janúar og orðið hefur uppistaðan að stefnu Stúdentaráðs fyrir yfirstandandi endurskoðun. Benti Lilja og á að frumkvæði Vökumanna hefði orð- . ið til þess að leiðrétting fékkst á þeim ákvæðum úthlutunarreglna er vörðuðu tilliti til meðlags- greiðslna. F élagsstofnun verði rekin án halla í stefnuskrá Vöku kemur fram það meginsjónarmið að Félags- stofnun stúdenta skuli veita sem besta og Qölbreyttasta þjónustu á sem lægstu verði og að leitast skuli við að veita sem fjölbreytt- asta þjónustu. Hins vegar hafíiar Vaka því alfarið, að þessi sameign stúdenta sé rekin með halla og þjónustan niðurgreidd með innrit- unargjöldum. „Þar skilur á með okkur og vinstrimönnum, sem í áranna rás hafa litið á það sem meginstefnu að fyrirtækið sé rek- ið með halla,“ sagði Lilja Stefáns- dóttir og bætti við: „Félagsstofn- un stúdenta er nánast það eina sem gengið hefur vel sfðastliðinn vetur og er það hiklaust að þakka styrkri stjóm Óskars Magnússon- ar, stjómarformanns FS og full- trúa Vöku þar, og framkvæmda- stjóranum, Eiríki Ingólfssyni, sem skipaður var í starfið S stjómartíð Vöku.“ Um byggingu hjónagarða sagði Lilja að gott starf hefði verið unnið þar undanfarin ár, „þá sérstaklega síðan Tryggvi Axels- son, lögfræðingur og fulltrúi Vöku, hefði tekið þar við stjómar- formennsku í byggingarsjóið stúd- enta. Lilja vildi og leiðrétta þann misskilning sem reynt hefði verið að breiða út að Vökumenn væm á móti Byggingarsjóði stúdenta. „Oðru nær, í sfjómartíð Vöku var meira flármagn lagt í sjóðinn frá Stúdentaráði en í vetur. Það sem við vorum hins vegar á móti í vetur, var að taka fjármagn frá deildafélögunum í þennan sjóð.“ Rjúfum deildarmúrana Eins og oft áður, setur Vaka fram ítarlega ste&iuskrá í menntamálum fyrir þessar kosn- ingar, þar sem mikið er lagt upp úr menntalegu og fjárhagslegu sjálfstæði Háskólans. „Helsta ný- lundan í stefnuskrá félagsins, er það átak sem við setjum á oddinn og við köllum „Rjúfum deilda- múrana". Fyrir nokkuð mörgum árum var hér við Háskólann tekið upp einingakerfi, sem af hvata- mönnum þess var ætlað að bijóta niður múra milli hinna ýmsu deilda Háskólans. Það gekk ekki eftir og það sem við ætlum að vinna að á næstu árum er að ná fram þessum markmiðum 'ein- ingakerfisins. Vaka telur að auka verði stórlega framboð á kúrsum, sem menn geta valið sér og til þess að svo megi verða þarf að gerbreyta skipulagi skólans til að auðvelda mat á einingum. Með þessu mætti draga stórlega úr kostnaði við kennslu, stuðla að rannsóknarsamvinnu milli deilda og gera háskólasamfélagið al- mennt að meira samfélagi en nú er.“ Islensk hönnun eftír Gunnar Magnússon í dönsku ritverki í HAUST var gefið út ritverk í fjórum bindum í Danmörku þar sem fjallað er um húsgagnahönn- un þar á tímabilinu 1927 - 1966. Útgefandi er Teknologisk Instit- uts Forlag í Kaupmannahöfn. Fjölmörg dönsk stórfyrirtæki styrktu útgáfu bókanna sem samtals eru 1350 síður, prýddar um 2000 myndum. í hveiju bindi er gerð grein fyrir þróun húsgagnahönnunar á tíu ára tímabili. Verkin eiga það öll sameig- inlegt að hafa verið á sýningum Meistarasamtaka húsgagnasmiða í Kaupmannahöfn, en þær voru ár- viss viðburður í menningarlífi borg- arbúa árin 1927 - 1966. Auk upp- lýsinga um hönnuði eru blaðadómar gagnrýnenda um hvem hlut rifjaðir upp. Einn íslendingur, Gunnar Magn- ússon innanhússarkitekt á Qögur verk í síðustu bókinni. Þar er í máli og myndum er fjallað um hús- gögn sem hann hannaði á árunum 1960 - 62 og vitnað í blaðaum- mæli. í gagmýni Sven Erik Möllers í Politiken, sem þá var einn þekkt- asti gagnrýnandi Dana í listhönnun, var farið jákvæðum orðum um hönnun hjónarúms eftir Gunnar. Á öðrum stað í bókinni þar sem fjallað var um innskotsborð er hann teikn- aði var sagt að hér væri skemmti- leg nýjung á ferðinni. Gunnar var tvisvar verðlaunaður fyrir hönnun þessara borða. Gunnar Magnússon arkitekt er fæddur 4. ágúst 1933 í Ólafsfirði. Að loknu námi í húsgagnasmíði hér heima og f Danmörku stundaði hann nám við listiðnaðarskólann (Kunsthandværkerskolen) í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1963. Eftir að námi lauk rak Gunnar teiknistofu í Danmörku í eitt ár. Síðan hefur hann rekið sjálf- stæða teiknistofu hér á landi, en jafíiframt kennt tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík. Gunnar hefur átt muni á erlendum listsýn- ingum, þ.á.m. „Scandinavia Today" í Bandaríkjunum. Um þessar mund- ir á hann gripi á sýningu í skand- inavískri listhönnun er stendur yfir í Japan. Það nýjasta eftir Gunnar mátti sjá á sýningunni „Húsgögn og hönnun 88“ sem lauk á Kjarvals- stöðum um helgina. Lögfræð- ingafélag- ið með fund Lögfræðingafélag íslands heldur fund á Hótel Sögu A-sal fimmtudaginn 18. febrúar nk. Á fundinum verður m.a. rætt um drög að frumvarpi um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds i hér- aði. Frummælendur verða Bjöm Frið- finnsson aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra og Már Pétursson bæjar- fógeti. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Sýslusteinninn í Hvalsnesskriðum er mjög ámóta þeim er hvarf. Hann er á mörkum Austur-Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu. Höfn: Sýslusteinninn er enn ófundinn Hðfn, Homafirði. ÞAÐ HEFUR verið haft á orði að erlendis gestir er sækja okk- ur heim, séu sumir hveijir á höttunum eftir hinum ýmsu gersemum íslenskrar náttúru. Má til nefna egg og unga fugla svo og gijót og steina af öllum gerðum og stærðum. En svo brá við, sem kunnugt er, að dagana 22. eða 23. október á fyrra ári hvarf ein gersemi Aust- ur-Skaftafellssýslu, sem sé svo- nefndur sýslusteinn. Steinn þessi er, eða var, um 1,20 m á hæð úr gabbrói og því allmikið tak. Hann var staðsettur á mörkum Austur- og Vestur- Skaftafellssýslna á Skeiðarárs- andi, rétt vestan við Sandgí- gjukvísl. Þegar var ljóst að til að fjar- lægja steininn hafði þurft stórvirk tæki og leyndu sér ekki för eftir dráttarvél á vettvangi. Þar eð eftirgrennslan lögreglu í héraði hefur engan árangur bo- rið, hefur þetta dularfulla hvarf sýsluprýðinnar verið kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Nú er bara að sjá hvort hún kemst á sporið og Skaftfellinga fái sýslu- steininn sinn aftur að líta. —JGG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.