Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 21

Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 21 Varðveisla Tjarnarsvæðisms eftír Margrétí Thoroddsen Eigum við Reykvíkingar að trúa því að borgaryfírvöld haldi fast við þá ákvörðun sína að byggja ráðhús út í Tjömina og virða þannig vilja mikils hluta borgarbúa að vettugi? Þeir, sem standa utan borgar- stjómar, virðast ekki hafa neina möguleika á að hafa áhrif á þetta mál, þó það skipti hinn álmenna borgarbúa miklu máli, þegar þrengja á byggð á einum fegursta stað í hjarta borgarinnar. Það em margar ástæður fyrir því að við viljum ekki byggja ráð- hús á þessum stað. En það sem ber hæst í mínum huga og flestra er vemdun Tjamarinnar og umhverfis hennar. Tjömin er unaðsreitur í hjarta Reykjavíkur með sínu fagra umhverfí og nýtískuleg bygging út í Tjörnina og vemdun hins gamla svipmóts fara ekki saman. Fyrst var talað um að byggja lítið, snoturt ráðhús við Tjömina, en nú er þetta smáhús orðið að 4.600 fm stórhýsi, sem nær auk þess langt út í tjöm. Ráðhúsið er alltof stórt og í hróplegu ósamræmi við aðrar byggingar við Tjörnina og ber önnur hús ofurliði. Auk þess lokar það útsýni yfír og aðgangi að norðvesturhluta Tjarnarinnar. Talsmenn ráðhússins fara fjálg- legum orðum um hve ráðhúsið verði fallegt og er yfirleitt aðeins sýnd sú hlið, sem snýr að vatninu. Það má vel vera, en ég sé ekki að fólk komi til með að njóta þessarar feg- urðar nema úr fjarlægð eða þá að það standi úti í Tjörn. Það er ein- kennilegt ef hvergi er hægt að finna stað fyrir ráðhúsið á þurra landi. Borgarstjóri segir í blaðaviðtali, að mikil samkeppni arkitekta um hönnun ráðhússins beri vott um að staðurinn sé vel valinn. Er það skrítin röksemdafærsla, þar sem þeim var aðeins gefinn kostur á að teikna ráðhús á þessum eina stað. Borgarstjóri segir einnig, að ráð- hús séu alls staðar í hjarta borgar- innar. Það er sjálfsagt rétt, en þá verður að vera pláss fyrir það. Það hlýtur að vera hægt að finna því annan stað, þar sem það er ekki eins aðþrengt eins og það verður þama. Alls staðar, þar sem ég þekki til erlendis, era torg fyrir framan ráðhúsin, þar sem er iðandi mannlíf. Hér getur ekki verið um slíkt að ræða, því samkvæmt skáldlegri lýs- ingu arkitektanna á húsið að rísa beint upp úr Tjörninni, eins og sef úr friðsælu vatninu. Talsmenn ráðhússins, þ. á m. borgarstjóri, hafa klifað á að norð- vesturhluti Tjarnarinnar sé dapur- legasti bletturinn við Tjörnina og til háborinnar skammar. En hverj- um er það að kenna? Hefðu ekki borgaryfírvöld fyrir löngu getað látið laga bakkana, plantað tijám, sem skýla gegn norðanáttinni og komið upp bekkjum, þar sem fólk gæti sest niður og virt fyrir sér fuglalífið og notið útsýnis yfir Margrét Thoroddsen „Talsmenn ráðhússins fara fjálglegnm orðum um hve ráðhúsið verði fallegt og er yfirleitt aðeins sýnd sú hlið, sem snýr að vatninu. Það má vel vera, en ég sé ekki að fólk komi til með að njóta þessarar fegurðar nema úr fjar- lægð eða þá að það standi úti í tjörn.“ Tjömina? Þarf að byggja heilt ráð- hús til að laga þennan blett? Undanfarið, þegar ég hef átt leið framhjá Tjöminni, hefur mér oft dottið í hug að betur mætti búa að skautafólkinu og æskilegt að það hefði eitthvert afdrep, t.d. í þessu horni. Svo er það bílaumferðin. Grafa á fyrir tveggja hæða bílageymslu, en engin raunhæf lausn á umferðar- málum hefur verið sett fram, enda virðist engin slík lausn fyrir hendi nema gengið sé á hlut Tjarnarinnar eða nærliggjandi gatna. Inn- og útkeyrsla hefur lítið verið kynnt. Umferðardeild borgarinnar hefur bent á að nauðsynlegt verði að breikka Fríkirkjuveg og Sóleyjar- götu í 4 akreinar, því annars myndi umferðin færast yfir á Suðurgötu. En hvað verður ef umferðin færist yfir á Suðurgötu, eins og hún er þröng? Á þá að taka af kirkjugarð- inum eða tjamarbrekkunum, sem í áratugi hafa sett svp sinn á hverfið. Samkvæmt skipulaginu á að ijar- lægja gangstéttir í Vonarstræti og takmarka þannig aðgang vegfar- enda að ráðhúsinu. Borgarbúar hljóta að eiga rétt á að gengið verði frá tillögum um skipulag umferðar, áður en teknar era ákvarðanir um byggingu opinberrar stofnunar, sem mun stuðla að aukinni umferð. Það vekur athygli hve mjög borg- aryfirvöldum liggur á að byggja þetta ráðhús. Hús er flutt, tré höggvið og undirbúningur hafinn áður en samþykki félagsmálaráð- herra liggur fyrir. Bent hefur verið á að rétt væri að fresta byggingu ráðhúss vegna hættu á óðaverðbólgu, þar sem mikil þensla er í byggingaiðnaðin- um og má búast við að hún aukist, þar sem nú er að liðkast um lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Eðli- legra hefði verið að skapa vinnu við byggingu ráðhússins, þegar lægð væri í byggingaiðnaðinum en að stuðla að þenslu, eins og nú mun óhjákvæmilega gerast. Tæknifróðir menn benda á að mörgum sinnum dýrara sé að byggja hús í vatni en á þurra landi og er ekki séð fyrir endann á kostn- aði við bílageymsluna — hvenær verður komist niður á þurrt þar? Dettur mér í hug saga, sem vin- ur minn, sem lengi var búsettur í Moskvu, sagði mér. Þar í borg er stærsta sundlaug í heimi, sem borg- arbúar era mjög stoltir af. En á þeim stað var upphaflega búið að grafa fyrir ráðhúsi, en þegar byijað var á byggingunni kom í ljós að votlendi var þar meira en gert hafði verið ráð fyrir, svo þeir byggðu sundlaug í staðinn. Vonandi fer ekki þannig fyrir ráðhúsinu okkar. Manna á meðal hefur mikið verið hneykslast á umræðuþætti um ráð- húsið á Stöð 2, þar sem sjálfur sjón- varpsstjórinn settist við hlið borgar- Radial stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 3 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < stjóra og ræddu þeir við Guðrúnu Pétursdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Komust þær reyndar lítið að og var meira að segja klippt á lokaorð Guðrúnar í miðri setn- ingu. Mig langar aðeins að minnast á skoðanakönnun, sem Stöð 2 stóð fyrir og kynnt var í þessum þætti. 800 vora spurðir. Þar af vora 33% á móti ráðhúsi við Tjömina, en 10% vildu ekkert ráðhús. Aftur á móti vora 34% með ráðhúsi á þessum stað. Þessi úrslit túlkuðu þeir þann- ig, að 34% væru með en 33% á móti, þar sem þeir töldu ekki með þau 10%, sem vildu ekkert ráðhús. Auðvitað á að taka þá með, því ef þeir vilja ekkert ráðhús, vilja þeir ekki heldur ráðhús við Tjörnina. Rétt útkoma er því sú, að 43% vora á móti ráðhúsinu, en 34% með. Margir álíta ef til vill að það sé vonlaust að hafa nokkur áhrif á byggingu ráðhússins við Tjömina héðan af, en við megum samt ekki gefast upp, því áður hefur verið farið að óskum almennings, t.d. þegar byggja átti Seðlabanka á Fríkirkjuvegi 11 og síðar á Amar- hóli. Almenningur reis upp og hætt var við byggingu á báðum stöðum. Það er því einlæg von okkar, sem beram hag Tjarnarinnar fyrir bijósti, að borgaryfirvöld, sem hér ráða ferðinni, endurskoði ákvörðun sína í svo viðkvæmu og afdrifaríku máli. Annað væri ósæmilegt þeim, sem telja sig sanna lýðræðissihna. Höfundur er viðskiptafrseðingur og er grein þessi byggð á ræðu, sem flutt var á fundi áhugamanna um verndun tjamarsvæðisins 24. janúarsl. '*(J -tijvalin tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. TUC- eitt það besta. Láttu það ekki vanta. Ekki beinlínis nafnið sem við höfðum íhuga. ■ Hins vegar höfum við sœfabilið þannig að það fœri svosem vel um körfubolfasfrákana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.