Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, í Sovétríkjunum:
Sannfærandi ummæli ráða-
manna varðandi Afganistan
Moskvu, Reuter.
SIR Geoffrey Howe, utanrikisráð-
herra Breta, sagði i gær að fund-
ir hans með Míkhail Gorbatsjov
Sovétleiðtoga og Edúard She-
vardnadze utanrikisráðherra
Sovétríkjanna hefðu verið til góðs
fyrir samskipti þjóðanna. Howe
sagði á blaðamannafundi eftir
viðræðumar að hann teldi Sovét-
menn einlæga í þeim ásetningi að
kalla innrásarlið sitt heim frá
Afganistan.
Maðurinn lifir
ekki af brauði
einu saman...
Tóldó, Reuter.
JAPANSKIJR piparsveinn Shi-
geyuki Uzu, 62 ára fyrrverandi
verkamaður, sem hafði lifað á
brauði einu saman í meira en 35
ár, dó úr hungri fyrir nokkrum
dögum. Hann skildi eftir sig
300.000 dollara (11,4 miiy. ísl.
kr.), að þvi sem lögreglan i Tókió
sagði.
Þegar að leitað var í húsi hins
látna í borginni Noveka í Suður-
Japan, fundust engin merki um mat
og mjög fá húsgögn. í ljós kom þó
að hann átti 230.000 dollara (8,7
millj. ísl. kr.) i banka og 70.000
dollara (2,7 millj. ísl. kr.) í óopnuðum
launaumslögum.
Eftir að hafa gengt hermennsku
í seinni heimsstyijöldinni, vann Uzu
í fataverksmiðju frá 1951 ogþangað
til hann hætti störfum 1980. Hann
tók aldrei til matar síns með félögum
sínum heldur fékk sér ætíð brauð-
bita í einrúmi á heimili sínu.
Eftir tveggja daga heimsókn í
Moskvu hélt How_e til Kíev, höfuð-
borgar Úkraínu. Áður en hann hélt
þangað ræddi Howe við blaðamenn.
Sagði hann að fundimir í Moskvu
hefði allir verið afar þýðingarmiklir
og „að þeir hafi allir orðið til að
bæta samskipti Breta og Sovét-
manna."
Howe staðfesti að Gorbatsjov hafi
þegið boð um að heimsækja Bret-
land, en sagði að enn hafi ekki ver-
ið ákveðið hvenær af heimsókninni
verði. Sagði hann ennfremur að á
þriggja tíma fundi þeirra Gor-
batsjovs hefðu þeir orðið ásáttir um
ýmsa mikilsverða þætti varðandi
Persaflóastriðið. Þeir hefðu verið
sammála um að samvinna landa sem
aðild ættu að öryggisráði Sameinuðu
Þjóðanna væri nauðsynleg til að
binda enda á stríðið.. Sovétmenn
hefðu einnig samþykkt að næsti leik-
ur í stöðunni væri að setja bann við
sölu á hergögnum til íran.
Howe sagði á blaðamannafundin-
um að hann hafi rætt um Afganist-
an bæði 'við Gorbatsjov og She-
vardnadze. Kvaðst hann líta svo á
að þeir hefðu gefið í skyn að Sovét-
menn hygðust standa við orð sín og
kalla herliðið heim frá Afganistan.
„Ég er, farinn að hallast að því að
Sovétmenn ætli í fullri alvöru að
kalla innrásarliðið heim,“ sagði
Howe á blaðamannafundinum í
Moskvu.
Ummæli Howe um að vilji afgan-
skara flóttamanna í Pakistan til að
snúa heim væri prófsteinn á breytta
stefinu Sovétmanna í Afganistan
voru gangrýnd í gær í Sovétríkjun-
um. „Fyrst var það tímasetning
brottflutningsins sem fór í taugamar
á Bretum nú eru það flóttamennim-
ir,“ var haft eftir Gennadíj Ger-
asímov talsmanni utanríkisráðuneyt-
isins. Sagði hann stefnuleysi ein-
kenna afstöðu Breta til málefna afg-
ösku þjóðarinnar.
Á meðan Howe var í Moskvu átti
hann fundi með andófsmönnum ,
þeirra á meðal voru íjölskyldumeð-
limir sem eiga ættingja erlendis en
fá ekki að fara úr landi, gyðingar
sem ekki fá að yfirgefa Sovétríkin
og fyrrum pólitískir fangar. Einnig
hitti hann sovéska sérfræðinga um
utanríkismál og fræðimenn á ýmsum
sviðum auk þess sem hann hlýddi á
jazz-hljómsveit á veitingahúsi í
Moskvu.
Utanríkisráðherra Breta sir Geoffrey Howe og Mikhaíl
Sovétleiðtogi.
Reuter
Gorbatsjov
Sviss:
Óstraujaðar skyrtur
leiddu til morðtilræðis
^ ZUrich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara
Á NÝÁRSDAG fyrir rúmu ári
réðst karl nokkur í Zilrich á
eiginkonu sina þegar hún var í
baði og reyndi að drepa hana.
Hann var með rafsnúru úr járn-
brautarlest bamanna og ætlaði
að hleypa rafstraum í baðkarið.
Konan náði taki á snúrunni,
komst úr baðinu og gat rofið
strauminn. Karlinn ógnaði
henni þó áfram og hún datt og
slasaðist. Börn hjónanna vökn-
Morgrinblaðsin.s.
uðu við skarkalann og hróp
móður sinnar og eiginmaðurinn
sá að sér.
Karlinn varð oft tvísaga þegar
máls hans var rekið fyrir rétti.
Stundum sagðist hann aðeins hafa
ætlað að hræða konuna en hitt
veifið viðurkenndi hann að hafa
ætlað að myrða hana. Þau höfðu
verið gift í sex ár. Hann sagði
eiginkonuna hafa verið lata og
slæma húsmóður, íbúðin hefði ver-
ið full af drasli , hún hefði ekki
alltaf straujað skyrturnar hans og
hún hefði skammtað of ríflega á
matardiska fjölskyldunnar.
Hjákona karlsins sagði að hann
hefði sagt sér að eiginkonan þjáð-
ist af alvarlegum lungnasjúkdómi.
Það var alrangt, konan er við
hestaheilsu. Fyrir skömmu fann
kviðdómur karlinn sekan um
morðtilræði og var hann dæmdur
til 14 ára fangelsisvistar.
I skjóli umbótastefnu Gorbatsjovs:
Eistlendíngar
ganga á lagið
TaUinn, New York Times.
HUGMYNDIR Gorbatsjovs um
opinská skoðanaskipti og aukið
lýðræði hafa orðið til þess að
hópar þjóðernissinna innan
hinna ýmsu þjóðarbrota Sov-
étríkjanna hafa óvænt komið
úr leynum og berjast nú á opin-
skári hátt en áður fyrir meiri
sjálfstjórn einstakra ríkja.
Fjórtán þegnar Sovétlýðveldis-
ins Eistlands skrifuðu tíl að
mynda fyrir tveim vikum undir
skjal, þar sem þess var krafist
að stofnaður yrði fyrsti stjórn-
málaflokkurinn í Sovétríkjun-
um sem yrði óháður stjóm-
völdum.
Dagblöð í Eistlandi og sovéskar
sjónvarps- og útvarpsstöðvar hafa
ekki minnst einu orði á þessa til-
lögu, en það hefur ekki komið í
veg fyrir að fregnir um hana
breiðist út meðal Eistlendinga eins
og eldur í sinu. Þetta er enn eitt
dæmið um að Eistlendingar gerist
æ djarfari í baráttunni gegn efna-
hagslegum og stjómmálalegum
tengslum þessa smáa evrópska
lýðveldis við Sovétríkin.
Fáir Eistlendingar segjast trúa
að flokkurinn, sem tillagan snýst
um, verði nokkum tímann að
veruleika, hvað þá að stjómvöld
viðurkenni hann. Skipuleggjendur
flokksins - þeirra á meðal eru
tveir Búddatrúarmenn, en þeir em
ekki margir á þessum slóðum -
virðast varla koma til greina sem
leiðtogar í baráttunni gegn æðsta-
valdi kommúnistaflokksins. Til-
lagan hefur samt skotið stjóm-
völdum skelk í bringu og Eistlend-
ingfar em stoltir af henni. Þeir em
almennt andsnúnir sovéskum
stjómvöldum og hafa ekki enn
sætt sig við innlimun Eistlands í
Sovétríkin árið 1940.
Eistlendingar hafa ávallt lotið
stjóm útlendinga, þar á meðal
Dana, Svía og Þjóðveija, ef undan
era skilin árin á milli heimsstyij-
aldanna. Af um 1,5 milljónum
íbúa Eistlands em 900.000 af eist-
lenskum uppmna.
í augum Gorbatsjovs em eist-
lenskir þjóðemissinnar, og raunar
fleiri pólitísk og menningarleg öfl
innan Sovétríkjanna, alvarlegt
vandamál, sem erfitt virðist að
leysa í náinni framtíð. Þótt stjóm-
völd séu nógu öflug til að geta
bælt niður flest nema almenna
uppreisn, geta einangraðar mót-
mælaaðgerðir gegn þeim haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar í landi
sem jrfir hundrað þjóðir byggja.
Meðan á þriggja daga heim-
sókn blaðamanns The New York
Times í Tallinn, höfuðborg Eist-
lands, stóð, þótti honum augljóst
að andúðin á sovéskum stjóm-
völdum, sem hefur lengi verið
dulin, bijótist nú æ meir upp á
yfírborðið. Hið sama er að gerast
í nágrannalýðveldunum Lettlandi
og Litháen, sem vom innlimuð
Míkhaíl Gorbatsjov
með valdi á sama tíma og Eist-
land.
Eistland, og reyndar hin
Eystrasaltslöndin tvö, er evróp-
skara og auðugra en flest önnur
lönd Sovétríkjanna. Stundum
virðist Eistland vanþróuð útgáfa
af Finnlandi, sem er í minna en
160 kflómetra fjarlægð. Andúðin
á sovéskum stjómvöldum hefur
verið sérlega áberandi í Eistlandi,
og því veldur beiskja vegna innli-
munarinnar og stöðugur straumur
vestrænna frétta og upplýsinga
frá Finnlandi.
Sovésku ráðamennimir í Eistl-
andi eiga í meiri vandræðum nú
en áður. Óeirðalögreglan bældi
niður mótmælaaðgerðir þjóðemis-
sinna, og þurfti til þess gasgrímur
og skildi, samkvæmt frásögnum
nokkurra Eistlendinga sem sögð-
ust hafa verið sjónarvottar að at-
burðinum. Þeir sögðu að þetta
hefði verið í fyrsta sinn sem Eist-
lendingar hefðu verið beittir slíkri
valdbeitingu.
Nokkrir þeiira sem undirrituðu
tillöguna um óháðan stjómmála-
flokk hafa verið settir í varðhald.
Öðmm var skipað að ganga aftur
í herinn, og öllum var hótað máls-
höfðun ef þeir héldu áfram an-
dófi.
Yfirvöld og þjóðemissinnar búa
sig nú undir flöldafundi 24. febrú-
ar næstkomandi, þegar þess verð-
ur minnst að 70 ár era liðin síðan
Eistland hlaut skammvinnt sjálf-
stæði.
í augum ýmissa Eistlendinga,
svo sem Tiits Mades, hagfræð-
ings, býður umbótastefna Gor-
batsjovs upp á að hugmyndir, sem
áður lágu í þagnargildi, verði reif-
aðar. Made lagði til, ásamt þrem-
úr öðmm eistlenskum mennta-
mönnum, síðastliðið haust að Eist-
lendingar yrðu sjálfum sér nógir
efnahagslega, augljóslega með
hliðsjón af hugmyndum Gor-
batsjovs um minni miðstýringu í
efnahagslífinu. Þessi tillaga, sem
var kynnt í Edasi, einu af dag-
blöðum lýðveldisins sem rituð era
á eistlensku, myndi í raun draga
úr þeim efhahagslegu tengslum
sem hafa fært yfírvöldunum í
Moskvu sljóm á iðnaði og land-
búnaði f Eistlandi.
Made gerði lítið úr pólitískri
þýðingu tillögunnar í viðtali, þar
sem hann sagði: „Efnahagslega
leiðin er eina leiðin til að gera
eitthvað fyrir þjóðina," Hann
bætti við: „Pólitíska leiðin er
óhugsandi sem stendur."
Þrátt fyrir þessa yfírlýsingu
hafa Eistlendingar flykkst um til-
löguna sem eins konar dulið tákn
um „iseseisvus," sem er eistlenska
orðið yfir sjálfstæði. Þegar hætt
var að sýna vikulegar fréttaskýr-
ingar Mades í sjónvarpi eftir að
greinin var birt, bámst svo marg-
ar kvartanir frá áhorfendum að
haldið var áfram að sýna þætti
hans, að sögn háttsettra starfs-
manna eistlenska sjónvarpsins.
í eistlenska sjónvarpinu sjálfu
má greina opinskáa andúð á
stjómvöldunum í Moskvu. Eist-
lenska sjónvarpið sýnir eigin frétt-
ir og skemmtiefni þótt það sé hluti
af sovéska sjónvarpskerfinu.
Helsta fréttamanni eistlenska
sjónvarpsins, Urmas Reitelmann,
var fyrirskipað að lesa frétt þar
sem mótmælaaðgerðum þjóðem-
issinna í miðborg Tallinn í ágúst
var lýst frá sjónarhóli sovéskra
stjómvalda, og þótti mörgum
Eistlendingum fijálslega farið
með staðreyndir. Reitelmann
sýndi óánægju sína með því að
horfa ekki framan í myndavélina
á meðan hann las fréttina.
Meira að segja eistlenskir emb-
ættismenn sovésku stjómarinnar
gagnrýna stjómvöldin t einkasam-
ræðum.