Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
27
Varð heilaæxli faraóinum
Tutan khamon að bana?
FEBRÚAR-TILBOÐ
Bonn. DaD.
LÆKNISLIST Forn-Egypta ér
enn umhugsunar- og aðdáunar-
efni vísindamanna um allan
heim. Rit Imhoteps, sem uppi var
um 2.800 f. Kr., bera þvi vitni, á
hve háu stigi lækningar voru
fyrir tæplega 5.000 árum. Vitað
er, að forn-egypskir læknar
framkvæmdu flóknar höfuðað-
gerðir, fylltu tennur og notuðu
fíngerða gullvíra til að halda
tönnum í skorðum.
Höfuðaðgerðimar voru augljós-
lega tilraunir til að vinna á heila-
æxlum, sem sjúklingar hafa fundið
fyrir vegna nístandi höfuðverkja.
Vísindamenn í Tubingen-háskóla í
Vestur-Þýskalandi hafa rannsakað
margar múmíur, sem leiða þetta í
ljós. Mannfræðingar, erfðafræðing-
ar og geislafræðingar hafa sýnt
fram á, að slíkar aðgerðir hafí ver-
ið framkvæmdar þegar á þriðja
árþúsundi fyrir Krist. Málmnálum
var stungið í gegnum góminn til
þess að ná út ígerðinni. Væri höfuð-
kúpan opnuð var meiri undirbúning-
ur nauðsynlegur.
Aðferðimar voru mismunandi.
Annaðhvort var farið í gegnum
höfuðbeinið með hörðum steini eða
borað gat í gegnum kúpuna, svo
að unnt væri að komast að heilan-
um. Múmíur með merki eftir slíkar
aðgerðir sýna, að margir sjúklingar
hafa lifað þær af þrátt fyrir mikinn
sársauka, sem hlýtur að hafa fylgt
þeim.
Fom-egypskir skurðlæknar unnu
verk sitt með það í huga, að illir
andar yllu höfuðverknum og gefa
yrði þeim tækifæri til að sleppa út.
Margir faraóar dóu svo ungir,
að vel má vera, að þeir hafí látist
eftir aðgerðir af þessu tagi.
Vísindamenn em því áhugasamir
um að rannsaka múmíur af fom-
konungunum egypsku og kanna,
hvort merki fínnist um „heilaskurð-
aðgerðir". Tutankhamon kom til
dæmis til valda níu ára gamall og
ríkti í aðeins einn áratug, frá 1360
til 1350 fyrir Krist. Hann lést tæp-
lega tvftugur.
Kína:
125 hús brunnu
af völdum flugelds
Hætta Kínverjar flugeldasölu?
Peking. Reuter.
FLUGELDI var skotið á loft 1
þorpinu Jinshuihe i héraðinu
Yunman í suðvesturhluta lands-
ins sl. föstudag með þeim afleið-
ingum að 125 af 158 íbúðar-
húsum þorpsins brunnu til
kaldra kola.
Flugeldurinn, sem Gao Youking
og fjölskylda hans skutu á loft,
hafnaði í heyi, sem stóð við eitt
húsanna. Eldur kom upp og varð
ekkert við ráðið. Fyrr en varði stóð
nær allt þorpið í ljósum logum.
Engar fregnir fara af manntjóni.
Yfírvöldum þykir nóg komið
hversu gáleysislega landsmenn
fara með flugelda og að sögn emb-
ættismanna getur svo farið að
flugeldar verði bannaðir í Kína.
Þeir segja að framboð á flugeldum
hafi verið skert um 30% við siðast-
liðin áramót miðað við næstsíðast-
liðin áramót. Vegna tíðra eldsvoða
og slysa á mönnum af völdum flug-
elda ráðgerir rikisstjómin að bannf
flugeldasölu með öllu innan
skamms.
Kr. 34.220
10% staðgr.
AFSLÁTTUR
kr. 30.798
5% afsláttur
32.509
ÚTBORGUN
5.000
kr. 3.439
pr. mán.
(auk vaxta)
GRAM-^Uskapa
í 8 mán.
x -'i
' . , •
KRINGLUNNI-SÍMt í91lB85fifiR
Nú erkjöríð tækrfærí til
að gera góðkaup á hlutum
sem öllum henta.
HÉRERUNOKKURDÆMI:
bólgu. „Seðlabankastjóri yrði
neyddur til að setja höft á gjald-
eyrisverslun, einangra landið frá
öðrum Evrópuríkjum og dæma
það til falls í aðra deild með veikt
efnahagslíf á borð við lönd eins
og Grikkland," segir Dini.
En í því andrúmslofti sem nú
ríkir í ítölskum stjómmálum er
ólíklegt að samstaða náist um
afdrifaríkar breytingar á stjóm-
kerfinu. Formenn sósíalista-
flokksins og kristilega demókrata-
flokksins, Craxi og Demita, eru
þó taldir geta náð samstöðu um
tvo veigamikla þætti nýsköpunar-
innar afnám leynilegrar atkvæða-
greiðslu í þinginu og aukin völd
forsætisráðherra jafnvel með
beinni kosningu. Ef stjómaröflin
tvö ákveða að leiða þessi mál til
lykta væri harla líklegt að þriðji
maður yrði fenginn til að veita
slíkri stjóm forsæti, Giulio Andre-
otti.
SVEFNSÓFAR
3 gerðir. Verð frá kr. 15.700
SVEFNSTÓLAR
Ýmsar breiddir. Verð frá kr.11.735
SKRA UTPÚÐAR
Margir litir. Verð frá kr.250 ^O
STÓLSESSUR
2 gerðir. Ýmsir litir. Verð frá kr.200
SVAMPAKURL
Verð frá kr.100
Landsbyggðarfólk A TH.
\ tilefni útsölunnar er póstkröfukostnaðurinn felldur niður.
Tilvaldar vörur til fermingagjafa, í sjónvarps- og tómstundaher-
bergi o.fl. o.fl.
PÉTUR SNÆLAND HF
SKEIFAN 8
S: 685588
Veríðávallt
velkomin