Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 32

Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 32
AO ■\VT /ttlf * TO'f<fVTr\C 32 nrtrtf ir /i /fftnorrr «r nt MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Sverrír Stormsker Heilagt stríð R Hótel Borg FIMMTUDAGINN 18. febrúar halda frændurnir Sverrir Storm- sker og Rúnar Þór tónleika þar sem flutt verða lög af flestum þeim hljómplötum sem þeir hafa gefið út. Kallast tónleikarnir „Heilagt stríð“. Þeim til fulltingis verða margir hljóðfæraleikarar og má þar nefna Pálma Gunnarsson, Karl Sighvats- "son, Stefán Hilmarsson, Sigurgeir Sigmundsson, Steingrím Guð- mundsson, Stefán Ingólfsson og Jósef Winett, en hann er banda- rískur saxófónleikari, sem hingað er kominn sérstaklega vegna þess- ara tónleika. Húsið opnar kl. 21 og tónleikam- ir sjálfir he§ast ki. 22 stundvíslega. Hljóðstjóm er í höndum Paul Bradman og kynnir er Birgir Hrafnsson. Geðhjálp: Fyrirlestur um líkams- hreyfingu og geðheilsu GEÐHJÁLP verður með fyrir- lestur fimmtudaginn 18. febrúar. Anna Kristín Kristjánsdóttir yfirsjúkraþjálfari flytur þá er- Jmdi um lfkamshreyfingu og geð- heilsu. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, í kennslu- stofu á 3. hæð. Fyrirspumir, um- ræður og kaffí verða eftir fyrirlest- urinn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ Krakkar sem hafa kíæðst furðufötum í tilefni dagsins. Kötturinn sleginn úr tunnunni í Kaupstað SKÁTAFÉLAGIÐ Segull í er vilja uppá ókeypis förðun. Seyahverfi og Kaupstaður í Sanítas býður ókeypis gosdrykki. Mjódd efna til öskudagshátíðar Kötturinn verður sleginn úr tunn- í dag, miðvikudag. unni og efnt verður til furðufatas- amkeppni, þar sem að þrír bestu Hátíðin hefst kl. 10 árdegis. búningamir verða verðlaunaðir. Afgreiðslufólk í snyrtivörudeild Þá verða og tunnukóngur og Kaupstaðar býður þeim krökkum tunnudrottning krýnd. Fulbright stofn- uninflytur Fulbright-stofnunin (Mennta- stofnun íslands og Banda- ríkjanna) flutti í gær, þriðjudag, í nýtt húsnæði á Laugavegi 59 (Kjörgarði) 3. hæð. Starf Fulbright-stofnunarinnar er tviþætt. Annars vegar veitir stofnunin íslendingum styrki til framhaldsnáms og rannsókna í Bandaríkjunum og Bandaríkja- mönnum styrki til náms og starfa við Háskóla íslands. Hins vegar er starfrækt upplýs- INNLENT ingaþjónusta og námsráðgjöf fyrir þá sem hug hafa á námi í Banda- ríkjunum. Árlega berast um 2.400 fyrir- spumir og eru námsmönnum veittar upplýsingar um námskröfur og inn- tökuskilyrði við bandaríska háskóla og aðstoð við að leita að skólum sem henta hveijum og einum. Kenna á Reyðarfirði og Eskifirði í síðasta sunnudagsblaði birtist viðtal við Gillian Haworth og Char- les Ro_ss tónlistarkennara á Reyðar- firði. í viðtalinu er einnig rætt um Eskifjörð og er ástæðan sú að þau kenna þar einnig. Átthagafélagið Höfði heldur þorrablót ÞORRABLÓT Átthagafélagsins Höfða í Reykjavík og nágrenni verður haldið í Félagsheimili Seltjarnarness þann 20. febrúar nk. Að vanda verður boðið upp á þorramat og norðlenskt laufa- brauð bakað af félagsmönnum. Heiðursgestir úr átthögunum verða Pétur Axelsson.útibússtjóri KEA á Grenivík.og kona hans, Erla Friðbjömsdóttir. Flytja þau blóts- gestum annál ársins að norðan. Allir þeir sem ættir eiga að rekja á þessar slóðir eru velkomnir ásamt vinum og velunnumm félagsins. Átthagafélagið Höfði var stofnað í nóvember 1979 af Vestur-Þingey- ingum. Formaður félagsins er Lára Egilsdóttir. í forsvari fyrir skemmtinefnd eru María Kristins- dóttir og Sigurbjörg Sigfúsdóttir. Morgunblaðið/Eva Karlsdóttir Ami Pétur Guðjónsson í hlut- verki sínu sem kontrabassaleik- arinn. Leikhúsið Frú Emilía: Frumsýnir gamanleikinn Kontrabassann eftir Patrick Siiskind LEIKHÚSIÐ Frú Emilía frum- sýnir einleikinn Kontrabassann eftir Patrick SUskind á morgun, fimmtudag, á Laugavegi 55b. Leikritið er gamanleikur og fjallar um kontrabassaleikara í sinfóníuhljómsveit áður en hann fer í kjólfötin til að spila. Kontrabassaleikarann leikur Ami Pétur Guðjónsson, leik- stjóri er Guðjón P. Pedersen, leikmynd og búninga gerði Guðný B. Richards og Hafliði Arngrímsson og Kjartan Óskarsson þýddu verkið. Þjóðveijinn Patrick Siiskind skrifaði leikritið sumarið 1980 en það var frumsýnt í Ríkisleikhúsi Bæjaralands í Miinchen 22. sept- ember 1981. Þar er leikritið enn sýnt og eru sýningamar orðnar yfír 200. Suskind hefur einnig. skrifað skáldsöguna Ilminn sem gefin var _út í íslenskri þýðingu Kristjáns Ámasonar í fyrra, segir í fréttatilkynningu. Landbúnaðarráðu- neytið vann að málinu VEGNA baksíðufréttar í Morg- unblaðinu 16. febrúar, um inn- flutningsleyfi laxaseiða til Nor- egs vill landhúnaðarráðherra upplýsa eftirfarandi: Landbúnaðarráðuneytið á margvísleg og góð samskipti við norska landbúnaðarráðuneytið, sem fer með ákvörðunarvald varð- andi innflutning laxaseiða til Nor- egs. Af hálfu landbúnaðarráðuneyt- Leiðrétting í frásögn af fímm ættliðum í beinan karllegg í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins slæddist inn meinleg prent- villa. Sá yngsti í hópnum heitir Georg Pétursson. Velvirðingar er beðist á mistökunum. isins íslenska hefur verið haft ítrekað samband við æðstu menn norska landbúnaðarráðuneytisins og gerð grein fyrir mikilvægi þess, að íslenskar eldisstöðvar gætu selt framleiðslu sína til Noregs. Sendi- ráð íslands í Osló hefur einnig verið að verki, að beiðni land- búnaðarráðherra. í viðræðum við ráðuneytið norska kom strax fram, að yrðu innflutningsleyfí veitt, mundi gott heilbrigðisástand íslenskra laxa- seiða auðvelda samkeppnisaðstöðu við aðra, sem leituðu inn á mark- aðinn. Ráðuneytisstjóri norska land- búnaðarráðuneytisins hringdi í íslenska landbúnaðarráðuneytið strax og ákvörðun var tekin og tilkynnti, að ráðuneytið safíiþykkti innflutning laxaseiða frá Islandi til vissra svæða í Noregi. Ákvörð- unin barst jafnframt til Félags fi- skeldis- og hafbeitarstöðva. Leiðrétting Vegna mistaka féll niður ein setning í greininni „Meðlög ennþá dregin frá láni“ sem birtist í blaðinu í gær. í lok greinarinnar sagði orð- rétt: „Að lokum viljum við að það komi fram að hingað til höfum við staðið í þeirri trú að Vökumenn væru að vinna að sama markmiði í þessu máli og við, þ.e. að ná fram fullri leiðréttingu handa einstæðum foreldrum." Þar á eftir féll niður: „Til að það náist þarf órofa sam- stöðu allra námsmanna'." Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.