Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 M Menntamálaráðherra: Ríkíð greiði 60% í stofn- kostnaði framhaldsskóla Heimild til kostnaðarþátttöku í einkaskólum á f ramhaldsskólastig’i BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, mælti í neðri deild í gær fyrir frumvarpi til laga um framhaldsskóla. í frum- varpinu er m.a. tekið á kostnaðarskiptinu ríkis og sveitarfélaga vegna framhaldsskóla. Stofnkostnaður mun greiðast sameiginlega af riki og viðkomandi sveitarfélögum þannig að ríkið greiðir 60% en sveitarfélag 40%. Ríkið mun síðan greiða rekstur framhaldsskól- anna. Einnig er opnuð heimild fyrir menntamálaráðherra að sam- þykkja kostnaðarþátttöku fyrir einkaskóla á framhaldsskólastigi. Birgir ísleifur Gunnarsson, áfangakerfí eða bekkjakerfi. menntamálaráðherra, sagði enga heildarlöggjöf hafa verið til um framhaldsskólastigið. Það væri rúmur hálfur annar áratugur síðan Alþingi samþykkti lög um skóia- kerfi og grunnskóla og hefði verið áformað að löggjöf um framhalds- skóia kæmi í beinu framhaldi af því. Frumvarp til laga um fram- haldsskóla hefði verið lagt fram árið 1976 en ekki náð fram að ganga. Síðan hefði það verið endur- flutt en ætíð dagað uppi. Það hefði einkum verið ágreiningur um kostn- aðarskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga sem stöðvaði framgang frumvarpsins. Meðal helstu einkenna þessa frumvarps nefndi menntamálaráð- herra að það fæli í sér rammalög- gjöf sem tæki til alls náms á fram- haldsskólastigi og undirbyggi nem- endur undir nám í sérskólum, há- skólum og störf í atvinnulífínu. Nám á framhaldsskólastigi væri skipulagt í námsáföngum og skyldi hver áfangi skiigreindur og metinn til eininga í námsskrá sem mennta- málaráðuneytið setur. Framhald- skólum væri skylt að fylgja í megin- atriðum ákvæðum námsskrárinnar hvort heldur kennt væri samkvæmt Stefnt er að greinilegri verka- skiptingu en nú er milli mennta- málaráðuneytisins, skólastjómenda og starfsmanna skólanna. Það ný- mæli væri í frumvarpinu að gert væri ráð fyrir að skólanefnd starfí við hvem skóla. Hlutverk ráðuneyt- isins yrði að vinna að heildarstefnu- mótun, kennslueftirliti og gerð til- lagna um fjárveitingar til hvers skóla, en framkvæmd skólastarfs innan ramma námsskrár og fjár- veitinga væri í höndum skólanefnda og skólastjómenda. Stofnkostnaður framhaldsskóla greiðist sameiginlega af ríki og við- komandi sveitarfélagi eða sveitarfé- lögum, þannig að ríkið greiðir 60% en sveitarfélög 40%. Þó er mennta- málaráðuneytinu veitt heimild til þess að semja um hærri kostnaðar- aðild þegar um búnað verknáms- húsnæðis er að ræða. Ríkið greiðir rekstrarkostnað framhaldsskólanna. Tryggt er samstarf við atvinnu- lífíð í iðnnámi með Iðnfræðsluráði og f sjávarútvegsgreinum með Fræðsluráði sjávarútvegsins, sem verða til ráðuneytis um skipulag námsins og kennslueftirlit. Heimilt er að stofna samráðsnefndir til sam- starfs við fleiri atvinnugreinar. Hlutdeild sveitarfélaga og heima- manna að stjómun skólanna verði í formi aðildar að skólanefndum sem starfa við hvem framhalds- skóla. Þær skulu skipaðar þremur til fímm fulltrúum eftir skólategund og fjölda rekstraraðila. Skólanefnd- ir ákveða skipulag náms og náms- framboð ásamt skólameistara. Skólanefnd gerir fjárhagsáætlun í samræmi við fjárlög og ber ábyrgð á að henni sé framfylgt. Skólameistari stjómar daglegum rekstri skóla og er jafnframt fram- kvæmdastjóri skólanefndar. Hver skóli verði sjálfstæð rekstr- areining. Ríkissjóður greiðir laun fyrir kennslu, stjómun og próf- dæmingu beint. Annan rekstrar- kostnað greiði ríkissjóður til skóla ársfjórðungslega fyrirfram. Sú meginregla gildi að sama framlag komi á hvem nemanda hvar sem er á landinu með heimild til sér- greinds framlags ef sérstakar að- stæður ríkja. Þar sem nauðsynlegt er að reka heimavist greiði ríkissjóður kostnað við umsjón, tækja- og rekstrarbún- að húsnæðis. Sérstakan rekstrar- kostnað heimavistar og mötuneytis greiða nemendur. Samvinnuskólinn og Verslunar- skóli íslands starfa áfram og opnuð er heimild fyrir menntamálaráð- herra á kostnaðarþátttöku fyrir einkaskóla á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólum verði heimilt að annast menntun fullorðinna á þeim námsbrautum er skólinn starf- Stutt í frumvarp um heild- arendurskoðun á aðild út- lendinga í atvinnurekstri ÖNNUR og þriðja umræða um stjórnarfrumvarp til breytinga á iðnað- arlögum fór fram i efri deild í gær. Frumvarpið veitir iðnaðarráð- herra heinúld til að veita undanþágu frá skilyrðum iðnaðarlaga um að meira en helmingur hlutafjár skyldi vera eign manna búsettra á íslandi. Orðalagið sem lagt er til er samliljóða undanþáguákvæði því sem var i iðnaðarlögunum á árunum 1927 til 1976. I umræðum um frumvarpið kom fram að stutt er i.að lagt verði fram frumvarp um heildarendurskoðun á aðild útlendinga i atvinnurekstri hér á landi. Þingmenn Alþýðubandalagsins og Kvennalistans greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu. ar. Hann lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjómarinnar þar sem eðlilegra væri að ræða mál þetta sem hluta af heildarendur- skoðun á reglum um aðild útlend- inga að atvinnurekstri hér á landi. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði að það væri ekki ljóst í frumvarpinu hvað átt væri við með orðunum „iðnaði almennt". Spurði hann hvort þetta næði til útgerðar og fískvinnslu. Það myndi ráða hans atkvæði. Erlendir aðilar mættu ekki ná tökum á náttúruauð- lindum lands og sjávar. Júlíus Sólnes (B/Rn) sagðist fagna því að verið væri að auðvelda samstarf við erlenda aðila á sviði iðnaðar. Slíkt samstarf væri að verða forsenda iðnrekstrar. Friðrík Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði lagaákvæði iðnað- arlaga í þessum efnum vera þrengri en í öðrum greinum. Það væri ljóst að þegar við gengum í EFTA á sínum tíma hefði þetta ákvæði full- yrt þeim skilyrðum sem banda- lagsríkin gerðu. Því mætti segja að það hefðu verið mistök að fella það út 1978. Þetta frumvarp myndi ekki opna fyrir að erlendir aðilar kæmust í fískvinnsluna. í 2. grein iðnaðarlaga væri minnst á að þau næðu til fyrir- tækja sem hefðu iðnrekstrarleyfí. Fiskvinnslan fylgdi útgerðinni og heyrði undir sjávarútvegsráðuneyt- ið. rækir svo og að stofna til sérstakra námskeiða (öldungadeilda). Skulu nemendur greiða sem næst þriðj- ungi kennslulauna. Einnig verði framhaldsskólum heimilt að efna til eftirmenntunamáms. , Eftir að hafa rakið einstaka greinar frumvarpsins sagði menntamálaráðherra að öllum væri ljóst að brýn þörf væri á að setja lög um framhaldsskóla í landinu. Sér virtist af undirtektum skóla- manna að í meginatriðum væri sam- staða um aðalatriði frumvarpsins. Sjálfur teldi hann það marka tíma- mót varðandi framhaldsskóla í landinu. Vissulega hlytu að vera mörg álitamál I svona frumvarpi og hann væri að sjálfsögðu reiðubú- inn til viðræðna við þingnefndir um skynsamlegar breytingar á því. Hann teldi hins vegar brýnt að af- greiða þetta mál á þessu þingi. Ragnar Arnalds (Abl/Nv) sagði að þó að hann fagnaði því að lagt væri fram framvarp um framhalds- skóla þá væri það að mörgu leyti gallað og hann væri ósammála stefnu þess í ýmsum atriðum. Þó að það væri kannski ekki hans skoðun að ríkið ætti að taka á sig alian kostnað við byggingu framhaldsskóla þá væri með þessu framvarpi verið að leggja þyngri álögur á sveitarfélögin. fframvarpi sem Alþýðubandalagið hefði lagt fram fyiT á þessu þingi hefði verið gert ráð fyrir að ríkið greiddi 80% stofnkostnaðar. Annað sem hann undraðist væri að greiða ætti jafn- hátt framlag á nemanda hvar sem væri á landinu. Kostnaður á nem- anda gæti aldrei orðið sá sami á fámennari stöðum og í fjölmenni. Ragnar sagði að í þessu fram- varpi væri meiri miðstýringartil- hneiging en hann gæti sætt sig við. Lögin ættu að vera rammi en sá rammi þyrfti að vera víður og fijáls- legur. Kristfn Einarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði kennara og aðra skólamenn vera orðna langeyga eftir lagasetn- ingu um framhaldsskóla. Margir hefðu þó bent á að þessi skortur á lögum hefði kannski orðið til þess að skólamir hefðu þróast á frjálsan og jákvæðan hátt. Eitt af því sem vekti athygli í framvarpinu sagði Kristín vera að Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra. mikið vald væri hjá pólitískt kjöm- um fulltrúum en ekkert hjá kennur- um og starfsmönnum. Sú skipting á kostnaði að ríkið greiddi 60% en sveitarfélög 40% sagði Kristín að væri ekki í sam- ræmi við þá stefnu ríkisstjómarinn- ar sem hefði verið kynnt í þessum efnum í framvarpi um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) sagði það vera mikið fagnaðarefni að lagt hefði verið fram stjómar- framvarp um þessi mái og að vera- legar líkur væra á því að málið næði fram að ganga. Óli sagðist vera sammála meginatriðum og meginstefnu framvarpsins. Með stofnkostnaðarskiptingunni væri t.d. loks komin leið sem menn ættu að geta sameinast um. Óli sagðist ekki óttast ákvæði laganna um að sami kostnaður yrði greiddur fyrir nemanda hvar sem er á landinu. Miðstýringu óttaðist Óli ekki heldur og sagði að nú þegar fræðsluráðamilliliðurinn væri úr sögunni væri ekkert óeðlilegt við það að ráðherra skipaði formann skólanefnda og þannig komið á tengslum milli skólanna og ráðy- neytisins. Tvö atriði vildi hann þó gagn- rýna. í fyrsta lagi að þó að skóla- nefndir fengju aukið valdsvið þá væri ekki rökrétt að aðili sem ekki réði fólk til starfa ætti að setja þeim starfsreglur. Og í öðra lagi taldi Óli að of langt væri gengið að ætlast til þess að nemendur greiddu launakostnað í mötuneyt- 'um. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagðist telja að með skólanefndunum væri verið að flytja vald frá ráðuneytinu til heimamanna. Hann sagði það líka skipta máli að skólamir yrðu opnir fyrir áhrifum frá þeim senj, væra fyrir utan þá. Það hefði oft verið gagnrýnt að þeir væra lokað- ar stofnanir. Forsætisráðherra: Meirihluti iðnaðamefndar efri deildar leggur tU að framvarpið verði samþykkt en hann mynda fulltrúar stjómarflokkanna og Borgaraflokksins. Stefán Guðmundsson (F/Nv) mælti fyrir áliti meirihlutans og sagði hann leggja áherslu á fjögur sjónarmið. í fyrsta lagi að skýra skuli orða- lag framvarpsins þröngt þannig að það gildi fyrat og fremst um sam- starfsfélög innlendra og erlendra aðila. í öðra lagi að þetta heimildar- ákvæði nái fyret og fremst til smærri eða meðalstórra fyrirtækja. í þriðja lagi að samstarf inn- lendra og erlendra aðila gæti aukið fjölbreytni í útflutningi og flutt inn í landið nýja tækni. Ennfremur væri það mikiis virði að hinn er- lendi aðili bæri hluta af fjárhags- legri áhættu sem atvinnurekstrin- um fylgdi. í flórða lagi að jafnframt yrði tryggt að erlendir aðilar næðu ekki tökum á náttúraauðlindum lands og sjávar eins og skýrt væri tekið fram f starfsáætlun ríkisstjómar- innar. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) mjmdaði minnihluta iðnaðamefnd- Lífskjör á íslandi könnuð í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær þar sem sagt var frá svari for- sætisráðherra á Alþingi um lífskjarakönnun slæddust inn tvær leiðinlegar villur. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum og fer hér á eftir meginhluti svars forsætisráð- herra við fyrirspuminni: Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði að hann hefði hinn 13. október sl. skipað nefnd um sérstaka samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Verkefni nefndarinnar væri að hafa yfíram- sjón með úrtaksathugun sem gerð yrði í þvf skyni að leiða í ljós í hvaða mæli væri munur eftir kynjum, og ef svo væri, í hveiju hann fælist fyrat og fremst. Nefndin hefði samið áætlun um starf sitt, og notið í því sambandi fulltingis Éélgsvísindadeildar Há- skóla íslands. Nefndin lagði tvo kosti fyrir ráðuneytið til ákvörðunar og athugunar. Annars vegar kost er lyti að þeirri séretöku athugun sem mælt væri fyrir í skipunarbréfí nefndarinnar, þröngt skilgreindri. Hins vegar væri fjallað um annan kost, er snéri að víðtækari könnun á launun og lífskjöram í landinu. Foreætisráðherra sagði að Finnar, Norðmenn og Svíar hefðu nú nýlega gert siíkar kannanir með samræmd- um hætti og Danir myndu leggja fram sambærilegan efíiivið í nor- ræna skýrelu um þetta efni. Könnun af þessu tagi gerði okkur kleift að taka af fullu þátt í þessu norræna verkefni og fá á þann hátt raun- hæfan samanburð á lífskjöram hér á landi og á Norðurlöndum. Loks gæti könnun af þessu tagi að líkind- um nýst stefnumörkun ríkisstjóm- arinnar á sviði fjölskyldumála. Því hefði verið ákveðið að fela nefnd- inni að framkvæma könnun af síðari taginu. Gert er ráð fyrir að spumingar miðist við að kanna og skýra launa- mun kynjanna þannig að spurt verði um laun og tekjur, atvinnu og at- vinnuþátttöku, vinnutíma, svo og aðra þætti er kunna að skýra launa- og tekjumyndun og launamun, s.s. menntun, ábyrgð, starfsreynslu, starfsstöðu o.fl. Auk þess mun könnunin taka til Qölmargra þátta lífskjara. Tryggð hefði verið aukafjárveit- ing sem næmi 2,5 m.kr. til að standa straum af kostnaði við könn- unina. Nefndin gerir ráð fyrir að könn- unin fari fram fyrir vetrarlok og að meginniðuretöðumar muni liggjá fyrir á hausti komanda. Þorsteinn Pálsson, herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.