Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
37
Afmæliskveðja:
Sigurður Gestsson
Það var þess konar tónn í kvaki
fuglsins að andráin varð skáldleg,
og hvert kvak átti sér samhljóm í
veikum þyti vængsins, og það brast
í bóluþanginu þurru og stökku þeg-
ar hiti dagsins rann út í rakan
sandinn.
Maðurinn sat á klöpp í flæðar-
málinu að leysa hnúta á kaðli sem
bundinn var í net og lagt var í Qörð-
inn, og aðflæðið gjálfraði við klofhá
stígvél svört. Út við hafsauga námu
Strandafjöllin ljós úr sólsetrinu gula
rauða gyllta, og það blik var sem
af stáli er fellur á ís. Það var þögn
yfir landinu, en maðurinn brosti því
það glytti í silung við baujuna.
í ríki náttúrunnar fellur skartið
af manninum og verður hjóm eitt,
hann gengur í sól og skugga, smár
í víðemi, stór hjá smáum formum,
í örlæti og harðlæti sem gefur og
tekur til baka svo jafnvægi haldist
og hringrásin eilífa. Og eins og
steinninn tekur stundum á sig mynd
af manni, þá tekur maðurinn einnig
á sig mynd af steini, er allur þó
mýkri sveigjanlegri viðkvæmari. Og
þannig bar Sigurð Gestsson fyrir
augu þetta kvöld í fjörunni að leysa
sína tilvistarhnúta. Formsterkur
með sveigðum línum, veðurbarinn
í andliti og með mosa í skeggi,
markaður langri reynslu, — silfrað
berg.
Maðurinn einn með sjálfum sér
tekur niður þá grímu sem er um-
gjörð sársaukans og hlíf gegn þeim
spjótum sem kastast og augum
köldum, fláræði og fíflsku, — og
sæmir að setja upp í æði nútímans
og hringlanda þar sem trylltur lýð-
urinn hefur fundið sér takmark til
að keppa að, og leikur sitt hlutverk
við uppdregin sviðstjöld, en á það
til að tapa áttum og missa fótanna
og reka fíngur í spilverkið þannig
að allt hiynur til grunna með reyk
og vonbrigði. En viti menn! Kemur
nú ekki upp úr kafínu að afmælis-
bam þetta á ekki til neitt grímu-
safíi að skarta með, vegna þess að
það dregst ekki í dilka:
þylgustunnar þymótt land
þegna til sin lokkar,
játast undir jarðsamband
jarðarblómið okkar,
og stendur álengdar með sitt
góðlátlega fas og vott af stríðni í
björtum augum, þó dálítið eins og
hissa: Hvaða trix er þetta? og
væri allra manna síðastur til að
varpa yfír sig dularklæðum og
leggja gildrur fyrir fólk með
skrumi og skjalli, hvað þá heldur
hlaupa í kröfugöngum eða mynda
þrýstihóp fyrir góðan eða slæman
málstað. En þegar maðurinn er
svona berskjaldaður, þá er eins
og vindurinn snúist: Viðmælendur
hans verða klumsa og skammast
sín fyrir að vera ekki betri inn við
beinið en almannarómur segir.
Þama í Qörunni renna maður
land og haf saman í heild, og gol-
an strýkur ax af strái á meðan
hið óútskýranlega orkuver fer í
gang með margslunginni útgeislan
og hrífur þá sem hafa viðtækið í
lagi og senda kannski veikan
straum til baka: Móttekið, skipti.
Annar tími, aftur kvöld: Ferða-
langar á leið vestur í sýslu búnir
að húsvitja i Vatnsdalnum þar sem
grasið fær að vaxa í friði þessi
árin, og fólkið er að haska sér í
burtu undan niðurskurði, fullvirð-
isrétti og kvóta. Svanurinn hópar
sig á flóðinu og beygjumar í Hól-
unum eru mjúkar eins og bijóst á
feitri heimasætu á smörbúi í Víðid-
al. í hvaða bugðu skyldi hún nú
hrasa blessunin í sinni leit: Ó,
tunglið tunglið taktu mig, og elsk-
huginn hvíar, já hann hann, — já,
það er svo yndislegt að láta faller-
ast, já já. En þegar hér er komið
hugleiðingum réttir Sigurður
Gestsson úr bakinu í aftursætinu
og segir: „Hann er farinn að sofa,
bóndinn í Gröf, og allar kvígumar
yxna í hólfínu!"
En þetta er bara ein af mörgum
ferðum, og þetta óvænta innskot
í rómantíkina á sér fjarskylda
ættingja úr einni ferð og annarri.
Og alltaf er maðurinn jafn ákafur
að komast á stað og hlakkar þessi
lifandis ósköp til. Svo þegar stund-
in nálgast fer hann allur á ið og
snýst í marga hringi í kringum
sjálfan sig, þar til viðstaddir fá
svima og fara að snúast rangsælis
um ferðamanninn, farinn að hall-
ast ískyggilega mikið fram á við
og göngulagið minnir á svangan
skógarbjöm sem hefur þefað típþi
hunang í næsta ijóðri. Jafnvel
skottúr á traktomum inn í „borg-
ina“ verður þessum manni sífrjó
uppspretta tíðinda, hvalreki þar
sem allt hið smágerða í hvers-
dagsins önn og amstri tvinnast
saman í mikil ævintýr. Ennþá
meiri er þó tilhlökkunin að fara
fram á heiði að leggja net í vötn
og liggja'í tjaldi yfír nótt við mó-
fuglasöng og ilm úr rökum sverði,
— og hjalar lækur í eyra þegar
svefn sígur á brá. Eða fara á bæi
að spila Lomber og lyfta glasi til
að hýrga andann og færa mýkt í
galskapinn með smellinni sögu
þegar pólitíkin hringsnýst. En ekki
sízt er það mikið yndi að taka á
móti gestum og ganga fram af
þeim um allar veitingar, sem Unn-
ur húsfrú Agústsdóttir töfrar fram
eins og þegar smellt er fíngrum,
og skiptir þá litlu hvort það er á
nóttu eða degi, kvöldmatur eða
kaffí, og slíkt er rausnin að það
má metta alla sveitina. Loksins
þá er gesturinn stendur á öndinni
með þaninn kvið og ijóðar kinnar
og getur ekki meir. „Guð minn
góður, ekki meir, ekki rneir." Kem-
ur þá ekki i stórri sveiflu hroðið
fat með söltu hrossakjöti og floti,
eitthvert það unaðslegasta ljúf-
meti sem fundið hefur verið upp
á íslandi, og gestinum verður
ósjálfrátt að orði: „Það vildi ég
að þetta yrði minn banabiti!"
Þannig má nálgast manninn á
margan máta, en sumir hafa meiri
þokka en aðrir, hugijúfír í návist
og geðgóðir, lausir við óþarfa kapp
eftir vindi, slegnir úr málmi sem
ryð fær ekki grandað, — eins og
gullið. En til eru þeir menn sem
spyija: Er hann nú allur þar sem
hann er séður, þessi grallari? og
kannski er Sigurður Gestsson í
Mörk bara úlfur í sauðagæru, —
en þangað til annað sannast má
ætla að gervið verði ekki merki-
legra, í lengd og bráð, en það að
kasta yfír sig reyfi af veturrúinni
kind fyrir skemmtunar sakir við
ullarmat hjá Kaupfélaginu á
Hvammstanga.
En áfram liður lognkyrrt kvöld-
ið við fjörðinn, krían er farin að
sofa, og æðurinn vaggar á mjúkri
bárunni skammt undan landi. En
upp frá fjörunni liðast slóðin í
dögginni um túnið, og gljáandi
fískurinn sveiflast í takt við fót-
stig mannsins sem er þungt og
fast á jörðinni, — heim að bænum.
Sigurður Gestsson kom í heim-
inn 17. febrúar 1918, sonur Gests
Ebenesarsonar og Magnhildar
Þórveigar Ámadóttur, sem fædd
var á Akranesi. Foreldrar hennar
voru Vilborg Pálsdóttir og Ámi
Magnússon búsett þar. Foreldrar
Gests vom Ebeneser Ámason og
Ingibjörg Gestsdóttir. Þau Gestur
og Magnhildur Þórveig eignuðust
dóttur, auk Sigurðar, Kristjönu að
nafni, hún andaðist fyrir fímmtán
ámm.
Sigurður Gestsson kvæntist árið
1947, Unni Ágústsdóttur (f. 18.5.
1920) frá Gröf á Vatnsnesi, dóttur
Ágústs Jakobssonar •bónda þar og
konu hans Helgu Jónsdóttur, þau
eignuðust níu böm sem öll em á
lífí. Foreldrar Helgu vom Jón
Eggertsson og Þóra Jóhannes-
dóttir á Ánastöðum í sömu sveit,
en foreldrar Ágústs vom Jakob
Gíslason og Sigurbjörg Ámadóttir
á Þverá í Vestur-Hópi.
Böm þeirra Sigurður Gestsson-
ar og Unnar Ágústsdóttur er flög-
ur: Helga býr í Reykjavík, gift
Sævari Snorrasyni, þau eiga son
og þijár dætur og tvo dætrasyni;
Jón er bóndi á Sæbóli í Hvamm- -
stangahreppi, kona hans er Laufey
Jóhannesdóttir, og eiga þau dóttur
saman; Magnhildur býr í
Reykjavík með Níelsi Hafstein og
eiga þau einn son; Ágúst býr á
Hvammstanga, kvæntur Þuríði
Þorleifsdóttur, og eiga þau tvo
syni.
Niels Hafstein
Afmæli:
Kjartan Ólafsson
frá Strandseli
Kjartan Ólafsson frá Strandseli,
fyrmrn starfsmaður í Samvinnu-
bankanum í Reykjavík, verður 75
ára í dag. Hann er fæddur á
Strandseli 17. febrúar 1913. For-
eldrar hans vom Ólafur Kristján
Þórðarson bóndi í Strandseli og
kona hans, Guðríður Hafliðadóttir
húsfreyja. Kjartan hefur alla ævi
unnið mikið að bindindismálum.
Hann var um 20 ár í stjórn Stór-
stúku íslands og er heiðursfélagi
Stórstúkunnar. Hann var 25 ár í
stjóm Reglu Musterisriddara.
Hann hefur verið áhugamaður um
ferðamál og starfaði allmikið að
þeim málum meðal bindindis-
manna um langt árabil. ,
Kjartan hefíír ferðast víða. í
þeim tilgangi að kynnast menn-
ingu, siðum og háttum manna sem
búa við ólík skilyrði. Kona Kjart-
ans var Kristjana Bjamadóttir frá
Ögumesi. Hún lést 1985. Kjartan
verður að heiman.
N.N.
Óperutónleikarnir
MEÐ HEIMSSÖNGVARANUM
PAATA
BURCHULADZE
sem vera áttu 11. febrúar verða laugardaginn
20. febrúar kl. 14.30.
Efnisskrá: Aríur og ýmis atriði úr rússneskum og ítölskum óperum, sungin og leikin.
Stjómandi: PÁLL P. PÁLSSON
SÖMU AÐGÖNGUMIÐAR GILDA.
Miðar endurgreiddir í Gimli við Lækjargötu, sé þess óskað.
Aðgöngumiðasala Í Gimli frá kl. 9-17.
Hekla hf. hefur óskaÖ eftir þvi aÖ fá aÖ styrkja
Sinfóniuhljómsveitina meÖ því aÖ greiÖa laun
Burchuladzes.
Sinfóníuhljómsveit íslands þakkar höfðinglegt framtak.
A