Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Getraun
Þetta var nokkuð sérstök bygg-
ing. Ekki að utan, heldur voru
innréttingar bláar og bleikar,
úr gleri og krómi og ekkert
herbergi var homrétt. Það er
bara svo að heimsmenningin
hefur haldið innreið sína til
íslands, hugsaði ég. Á hurðun-
um vom nöfn manna ásamt
titlum. Eftir skamma göngu
kom ég að dyrum sem á stóð
Jónatan ísfeld, fréttastjóri.
"" Þetta var greinilega rétti stað-
urinn. Ég bankaði á dymar.
Enginn svaraði. Það var greini-
legt að herbergið var mann-
laust.
Fréttastjóri
Það var því ekki um annað að
ræða en að halda áfram. Við
endann á ganginum kom ég
að kaffistofu. Eg raeskti mig
og beindi þeirri spumingu til
kaffistofunnar í heild, hvort
Jónatan ísfeld væri einhvers
staðar á svæðinu. Fólkið leit
upp, tveir menn og ein kona.
Það var konan sem svaraði.
„Jónatan. Athugaðu þama inni
á fréttadeildinni."
Viðtal
Þar fyrir innan hitti ég Jónat-
an. Hann var djúpt sokkinn i
samræður. Ég beið og þegar
hlé varð a'samræðunum kynnti
ég- mig. „Blessaður Jónatan.
Guðmundur hér. Útaf viðtal-
inu.“ Hann leit á mig, brosti
vingjamlega og uppörvandi og
rétti fram höndina. „Nei,
komdu blessaður. Hvað segja
menn þá. Ætlar þú að bíða
aðeins. Ég er rétt að klára
ákveðið mál.“
Siminn hringir
Skömmu síðar gengum við
saman fram ganginn. Á leið-
inni að skrifstofunni, u.þ.b. 20
metra, stoppaði Jónatan þrisv-
ar til fjórum sinnum til að af-
greiða nokkur smá mál. Að
Iokum komumst við inn í skrif-
stofu hans. „Fáðu þér sæti vin-
ur,“ sagði Jónatan brosandi.
„Jæja nú getum við talað sam-
an. Hvemig vilt þú að við tök-
um á málinu?" Ég var rétt
byijaður að tala þegar síminn
hringdi. Jónatan greip tólið,
leit til mín, lyfti augnabrúnum
og sökkti sér síðan ofan í
símtal- ið. „Já, halló . ..“
> Aldrei friður
Eftir þetta gekk samtal okkar
ágætlega. Síminn hringdi á
mínutu fresti og alltaf annað
slagið rak einhver ágætur mað-
ur inn höfuðið, með fyrirspum,
rétti Jónatan blöð og fékk önn-
ur, útsendingar vom ákveðnar
og fundir skrifaðir inn í stóra
tímabók sem var á skrifborð-
inu. f einu hlénu leit Jónatan
til mín og brosti. „Svona er
þetta alltaf. Aldrei friður. Sum-
ir halda að þetta sé skemmti-
legt starf en þola það síðan
ekki. Þetta á hins vegar vel við
mig.“
Úreinu íannað
j Að loknu samtali okkar geng-
um við saman fram ganginn.
„Veistu hvað mér finnst einna
verst við þetta starf?“ spurði
Jónatan. „Nei,“ svaraði ég.
„Það er að það gefst aldrei tími
til að vinna málin nógu vel ofan
í kjölinn. Við þurfum að fara
of mikið úr einu f annað. Það
vantar tíma.“
íhvaða merki?
Ég verð að segja eins og er
að mér var skemmt, þegar ég
sat í skrifstofu Jónatans. Það
var eins og að bíða á flugstöð,
fimm mínútum fyrir brottför
tíu flugvéla. Þetta var bijál-
æði, a.m.k. fyrir mig. Jónatan
leið hins vegar vel enda í . ..
merkinu. Og það er spuming
dagsins. f hvaða merki er Jón-
atan? Svar sendist til Stjömu-
spekiþáttar, Morgunblaðið,
Aðalstræti 6, 101 Rvík. Hinn
heppni vinningshafí hlýtur
síðan að sjálfsögðu vegleg
verðlaun.
Uppskurður á mánudegi?
Ég er hissa á því, lækn-
ir...
Af hverju hefurðu alltaf
þennan háttinn á?
Golfvöllurinn er lokaður á
mánudögum...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Spilamennskan í spaðageim-
inu hér að neðan gæti vafist
fyrir góðum spilara í tvímenn-
ingi. En í sveitakeppni orkar
ekki tvímælis hvemig best er
að spila.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 53
¥74
♦ ÁKDG6
♦ 10873
Vestur Austur
♦ 64
¥ KDG852
♦ 94
♦ KG9
♦ G1092
¥Á1093
♦ 852
♦ 52
Suður
♦ ÁKD87
♦ ?073
♦ ÁD64
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
2 hjörtu 3 tíglar 3 hjörtu 3 spaðar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Útspil: hjartakóngur.
Vestur átti fyrsta slaginn og
hélt áfram með hjartað. Austur
yfirdrap með ás og hugðist
senda lauf til baka. En sagnhafi
trompaði og glutraði spilinu nið-
ur, strax á næsta slag.
Hann tók trompásinn. Tromp-
kóngurinn upplýsti 4-1-leguna,
sem nú er banvæn. Sagnhafí
reyndi þó að klóra í bakkann
með því að spila tígli tvisyar og
svína svo laufdrottningu. Ef
austur hefði átt fjóra tígla eða
þrjá tígla og laufkóng mætti enn
vinna spilið. Því var ekki til að
dreifa, og vestur gerði út um
samninginn með því að spila
hjarta og stytta sagnhafa enn
frekar.
Leiðin til að veijast slæmri
tromplegu er einfaldlega sú að
spila smáum spaða frá báðum
höndum í þriðja slag. Þá heldur
spaðahundurinn í borðinu valdi
á hjartanu.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk
aan Zee í Hollandi um daginn kom
þessi staða upp í B-flokki í viður-
eign franska alþjóðlega meistar-
ans Kouatly og Hollendingsins
Douven, sem hafði svart og átti
leik.
22. — Bxb5!, 23. axb5? (Hvítur
hefði átt að sætta sig við að tapa
peði og leika 23. a5) — d2 og
hvítur gafst upp, því að hann verð-
ur skiptamun undir.