Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 39 Afdrifarík helgi Ur myndinni Hættuleg kynni, sem sýnd er í Háskólabíói. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hættuleg kynni („Fatal Attrac- tion“). Sýnd í Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri: Adrian Lyne. Handrit: James Dearden. Framleiðendur: Stanley Jaffe og Sherry Lansing. Kvik- myndataka: Howard Atherton. Tónlist: Maurice Jarre. Helstu hlutverk: Michael Douglas, Glenn Close og Anne Archer. Aður en hún snýst alfarið upp í einn mest spennandi þriller sem gerður var í Bandaríkjunum á siðasta ári veltir Hættuleg kjmni- („Fatal Attraction"), sem sýnd er í Háskólabíói, fyrir sér fróðlegu dæmi um framhjáhald, svo fróð- legu raunar að Ameríkanar settu það í þriðja sæti bíómetsölulistans í fyrra. Dæmið er svona: Dan Callagher (Michael Douglas) er hamingu- samlega kvæntur indælli og ástr- íkri konu og þau eiga frábæra stelpu. Hann er lögfræðingur í góðum efnum’ á góða vini og lifir á allan hátt eins og blóm í eggi. Alex Forrester (Glenn Close) er aðstoðarritstjóri hjá útgáfufyrir- tæki. Við vitum ekkert meira um hana. Þau ræða lítillega saman af tilviljun í stóru partýi en helgi eina þegar kona Dans og krakki dvelja úti á landi hittir hann Alex aftur vegna starfa sinna, þau borða saman hádegisverð, og búmm, í næsta skoti eru þau límd upp við eldhúsvaskinn heima hjá henni og þau eru ekki að þvo upp. „Við erum bæði fullorðin," seg- ir hún og það er eins og þau viti bæði hvað þau eru að gera. En það liggur ólík hugsun að baki; Dan er að skemmta sér yfir helgi, Alex er að mynda ævilangt sam- band. Dan vill hvorki sjá eða heyra í Alex eftir þeirra stuttu en þón- okkuð líflegu samveru en Alex neitar þannig meðferð, hún elskar Dan og ætlar sér ekki að sitja úti í kuldanum. Hér er það sem salurinn í Há: skólabíói ætti að fara að skiptast í .tvennt, í karlrembur og femín- ista. Remban segir sem svo að þau hafi bæði vitað að hveiju þau voru að ganga. Alex þekkti að- stæður Dans, hann leyndi hana engu og gaf í sjálfu sér aldrei neitt í skyn sem benti til þess að hann væri að stofna til annars en skyndikynna. Þau hafí haft gam- an af þessu bæði tvö og nú hverf- ur Dan aftur í faðm fjölskyldunn- ar og Alex finnur sér nýjan. Svol- ítið harkalegt en hver segir að lífið sé limósína. Femínistinn seg- ir það sama og Alex segir aftur og aftur í myndinni þar til hún missir glóruna; ég læt ekki bjóða mér þetta, ég krefst þess að þú berir ábyrgð á gerðunpþínum. Eg er ólétt og ætla að eiga bamið og þú skalt eiga það með mér. En bíðið nú við. Hvaða afstöðu tekur mjmdin í þessu? Hún sting- ur eiginlega af frá málinu öllu og felur sig á bak við hrollkaldan þrillerinn og einbeitir sér að því að mjmda svo rafmagnaða spennu í lokin að hún gæti lýst upp Reykjavík. í fímagóðu handriti James Dearden verður geðsýki Alex æ magnaðri og beinist í meiri mæli að fjölskyldu Dans. Eftir því sem þrýstingurinn frá Alex eykst hjúfrar Dan sig fastar að Qölskyldunni og ver hana heift- arlega þegar hún lendir í hættu. Hann berst fyrir lífi hennar. En í millitíðinni tapar Alex smám saman þeirri samúð sem áhorf- andinn hafði með henni í upp- hafi. Myndin fómar henni fyrir hroll. Adrian Ljme byggir þessa mjmd sína glæsilega upp stig af stigi, flækir okkur í hana svo mjúklega að við tökum varla eftir því og nýtur við það afbragðs- góðrar kvikmjmdatöku Howard Athertons.-En Lyne, sem er alinn upp við augiýsingamjmdagerð eins og auðséð þykir og hefur áður fengist við náin kynni („9V2 vika“), er ekki bara leikstjóri lita og skugga og skemmtilegra töku- hrejrfinga heldur hefur hann líka góð tök á leikurunum og fær úr þeim kjmngimagnaðan leik. Hann veit hvemig á að kveikja spennu og tilfínningar með áhorfendum hvort sem það er með einhveiju eins einföldu og símhringingum Alexar á heimili Dans, skotum á Alex í ejmid heima hjá sér á með- an Dan skemmtir sér með Qöl- skylduvinunum eða hrollkalda einmannakennd Alexar þegar hún fylgist með Dan í faðmi ástkærrar fjölskyldunnar. Michael Douglas hefur það erf- iða verkefni að finna samúð með- al áhorfenda í handriti sem vinnur oft gegn honum. Douglas finnur sig vel í hlutverkinu, hann á kraftmikinn stjömuleik og hefur ekki áður sýnt eins skýrt hvað í hann er spunnið sem leikara. Dan sparkar konu sem lætur ekki sparka í sig og Close veitir Dou- glas harða samkeppni í lýsingu sinni á Alex og hraðf ara brejrtingu úr aðlaðandi konu í hryllilegan geðsjúkling. Hin ágæta Anne Arc- her fyllir svo hinn frábæra leik- arahóp í hlutverki eiginkonu Dans en aukaleikaramir standa sig allir með prýði. Við höfum verið að tala um unglingamjmdir í mörg ár en nú er ýmislegt sem bendir til að vin- sældir þeirra séu að líða undir lok (flórfalt húrra) og tími fullorðins- mjmda sé að renna upp. Fullorðna fólkið hefur a.m.k. aukið bíósókn sína vestur í Bandaríkjunum og það er ekki síst hinn sálfræðilegi þriller Hættuleg kjmni sem á sök á þvi. Bless, bless Molly Ring- wald. Halló, Michael Douglas. Karlmaður í konuleit Kvennabósinn („The Woo Woo Kid“). Sýnd i Bfóhöllinni. Bandarísk. Leikstjóm og hand- rit: Phil Alden Robinson. Fram- leiðendur: Gary Adelson og Kar- en Mack. Kvikmyndataka: John Lindley. Tónlist: Ralph Bums. Helstu hlutverk: Patrick Demps- ey, Talia Balsam og Beverly d’Angelo. Vitiði hver stal forsíðum banda- rísku pressunnar frá Hitler og stríðinu árið 1944? Það var al- ræmdur lagabijótur. Ekki morð- ingi eða nauðgari, ekki banka- eða lestarræningi, nei, þessi var 14 ára gamall strákpejd, alræmdur fyr- ir . . . kvennafar. Gamanmjmd Bíóhallarinnar, Kvennabósinri („The Woo Woo Kid“) er, byggð á sannsögulegum atburðum í lífi Sonni Wisecarver sem 14 ára stakk af með 23 ára gamalli tveggja bama móður og kvæntist henni og var tekinn í karphúsið fyrir. Hjónabandið var að sjálfsögðu ógilt. Hann endurtók svo leikinn þegar hann var 16 ára en þá stakk hann af með 25 ára gamalli konu giftri landgönguliða í Bandaríkjaher. Hann varð þjóð- hetja. „Sonni er eiginmaður sem allar stúlkur drejmiir um að eign- ast,“ sagði sú fyrri og sú seinni sagði: „Hann er meiri karlmaður 16 ára en margir sem eru 35 ára.“ Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Phil Alden Robinson hefur valið að segja þessa skemmtilegu sögu á gersamlega alvömlausan hátt sem er auðvitað mjög viðeig- andi aðferð en heppnast ekki í öll- Patrick Dempsey i hlutverki Sonnis í gamanmynd Bíóhallar- innar. um tilvikum hjá honum. Hann not- ar mikið tónlist frá tímabilinu en heildarsvipur myndarinnar er frek- ar veikur. Það em einstök atriði sem sitja eftir í kollinum. Fyrst Robinson fer með efnið á annað borð eins og brandara finnst manni hinum tilfinningahlöðnu augna- blikum ofaukið, eins og þau eigi varla heima S mjmdinni. Það er farið hratt yfir sögu og ekki gerð tilraun til að kafa af neinni alvöm oní sálarlíf Sonni og hvers vegna hann er sífellt að hlaupast á brott með sér eldri konum, sem er þeim mun óskiljanlegra af því að það eina sem hann þráir er að vera ' með einhverri jafriöldm sinni. Efn- ismeðferðin er slík að maður jafn- vel trúir því ekki að hér sé byggt á sönnum atburðum fyrr en maður hefur kannað það betur. Handritið er oft fyndið en bestu augnablik mjmdarinnar em stuttir en góðir brandarar sem helst minna á Woody Allen, eins og úr betmnarvist Sonnis og leikin viðtöl við foipokaða Ameríkana sem lýsa viðbjóði sínum á framferði unga piltsins. „Hann er öfuguggi og jafnvel kommúnisti líka,“ segir einn. Annað sem minnir sterklega á Allen er sögumaður mjmdarinnar sem leiðir okkur um veröld Sonnis og hljómar mjög líkt og meistarinn. Patrick Dempsey fellur ágæt- lega inní hlutverk ástarpungsins nema hann lítur frekar út fyrir að vera um tvítugt en 14 til 16 ára. Faðir hans og móðir, ieikin af Mic- hael Constantine og Betty Jinette, em mjög góð saman, sérstaklega Jinette í réttarhöldunum jrfir sjmi sínum þegar hún veldur ægilegum misskilningi með því að segja að Sonni hafi „aljtaf verið frekar stór eftir aldri". Ástkonur hans leika Talia Balsam og Beverly d’Angelo. Hrunadans listmálarans Tom Hulce i Hrunadansi. Hrunadans („Slam Dance”). Sýnd í Regnboganum. Bandarisk. Leikstjóri: Wajme Wang. Handrit: Don Opper. Framleiðendur: Rubert Harvey og Barry Opper. Kvikmynda- taka: Mitchell Froom. Tónlist: Amir Mokri. Helstu hlutverk: Tom Hulce, Mary Elizabeth Mastrantonio, Harry Dean Stan- ton og Adam Ant. Spuming: Hvað þarf marga súrrealista til að skrúfa ljósapem? Svar: Fisk. Þessi brandari er í þrillemum Hmnadans („Slam Dance"), sem sýnd er í Regnboganum, og þótt hún sé Ijarri því að vera súrrealísk að öðm leyti á hann ágætlega heima í hinum furðulega og ógn- vænlega heimi sem hvolfist jrfir aðalpersónuna, C.C. Drood (Tom Hulce), án þess að hann vití hvað snýr upp og hvað niður. Hann er eins utangátta og fiskurinn i brandaranum. Morð er ekki sér- grein Droods. Hmnadans er yfirmáta stílfærð mjmd um morð og meiðingar og þótt sagan sé kannski ekki milljón er alltaf 'gaman að horfa á hana, þökk sé skemmtilegri aðferð leik- stjórans Wajme Wang við að segja hana og þrumuleiks Tom Hulce (Amadeus, Bergmálsgaðurinn) í- hlutverki hins ólukkulega gaman- myndateiknara Drood, sem flækist í morðrannsókn eftir að stúlka, sem hann hitti af tilviljun og svaf hjá, finnst myrt. Wang, sem gert hefur tvær at- hyglisverðar mjmdir ósýndar hér („Chan is Missing", „Dim Sum“), skreytir hér tiltölulega ómerkilega morðsögu með kvikmyndalegum flottheitum og stæl og dúndrandi tónlist sem hamrar filmuna oní mann. Myndin er tekin í Los Ange- les en kvikmjmdatakan er svo þröng og lokuð og skuggaleg að það vissi maður aldrei ef gamla skiltið á Hollywood-hæðum væri ekki einn tökustaðurinn. Klipping- amar eru eins hraðar og sportbíll á Keflavíkurveginum og mjmda- taka gengur öll útá að vera smart og auglýsingaleg, jafnvel svo að maður getur alveg eins átt von á pepsídollu í hausinn. íbúð Droods er t.d. eins og stórt baðkar. Og svo eru það allar speglatökumar. Ekki þannig að þetta sé eitthvað nýtt og frumlegt, það er frekar hrátt og hrjúft, en það heldur manni við efiiið þegar efnið gerir það ekki. Það er auðvitað tómt hallæri að byija á byijuninni f svona mjmdum, heldur em klippt saman brot úr fortíð og nútíð og jafnvel framtíð þangað til þau raðast að lokum öll saman eins og púsluspil. Það er skelfing gaman að fylgjast með hinum ágæta leikara Tom Hulce að sökkva dýpra og dýpra í fen morða, glæpa og spillingar þegar það eina sem hann vildi er að sam- einast konu sinni sem farin er frá honum með baminu þeirra því þetta er líka saga um hvemig Drood kemur heldur tætingslegu lífí sínu aftur í skorður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.