Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
Innifíísar
ttií
VINSÆLI HUGBÚNAÐURINN
HUGBUNAÐUR - TOLVUR - HONNUN
KENNSLA - ÞJONUSTA - RAÐGJÖF
Bkerfisþrúun hf.
Armuli 38. 108 Reykjavik
Símar: 688055 • 687466
Bæklingastandar
í úrvali
HF.OFNASMIfiJAN
SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI7. S: 21220
Bjórinnogað-
gerðarannsóknir
Opið bréf til alþingismanna og annaira sem láta sig málið varða
eftir Snjólf Ólafsson
Inngangur
Ég ætla hér að leggja nokkur
orð í belg í umræðuna um bjórsölu
hér á landi. Markmiðið með þessum
greinaskrifum er að útskýra hvem-
ig umfjöllunin getur orðið markviss-
ari, ef aðferðum aðgerðarannsókna
er beitt. Ég mun ekki skilgreina
hvað aðgerðarannsóknir eru, en það
skýrist þó að nokkru hér á eftir.
Markmið
áfengisstefnunnar
Af skrifum margra um bjórmálið
að dæma er heildameysla áfengis
hinn eini sanni mælikvarði á það
hversu vel hefur tekist til með
áfengisstefnuna. Ég tel þó að ef
menn velta málinu betur fyrir sér
verði niðurstaðan önnur hjá allflest-
um. Það kemur þá fljótlega í ljós
að markmiðin em mörg, og ekki
er hægt að ná þeim öllum, heldur
verður að gera einhvers konar
málamiðlun. I aðgerðarannsóknum
felst oft fyrsta skrefið einmitt í
því að skilgreina markmiðin.
Nú er það einstaklingsbundið
hvaða markmið hver og einn velur
og einnig hvert vægi þeirra er. í
þessu máli era augljóslega tvö höf-
uðmarkmið sem ég held að flestir
(en þó ekki allir) geti tekið undir.
1. Einstaklingar hafl frelsi til að
drekka þá áfengu drykki sem þeir
kjósa.
2. Koma skal sem best í veg
fyrir það að þjóðfélagsþegnamir
valdi sér og öðram skaða með
áfengisdrykkju.
Markmiðin era bæði nokkuð
óljós, svo aðgerðarannsóknamaður-
inn biður um nánari skilgreiningar.
Við nánari útfærslu mun koma í
ljós að einstaklingar hafa misjöfn
markmið, en þó reikna ég með að
munurinn felist einkum í misjöfnu
vægi þeirra. Ég set hér fram einn
möguleika á nánari skilgreiningu
Linurít 1.
markmiðanna, án þess þó að segja
að þau séu hin einu réttu.
l.a. Þjóðfélagsþegnamir hafí
sem mest frelsi til að velja sér
drykki.
1. b. Þjóðfélágsþegnamir hafí
sem jafíiast frelsi til að velja sér
drykki.
2. a. Vemda skal unglingana frá
áfengi.
2.b. Koma skal sem best í yeg
fyrir fjölskylduharmleiki sem
drykkja veldur.
2.c. Fyrirbyggja skal þörf á
kostnaðarsömum læknismeðferðum
drykkjumanna.
Leiðir að markmiðum
Jafnvel þó menn verði nokkum
veginn sammáia um markmiðin er
deilt um leiðir. Það er vegna þess
að ekki er ljóst hveijar afleiðingar
tiltekinna aðgerða verða heldur
þarf að spá eða áætla þær breyt-
ingar sem bjórsalan muni hafa.
Þetta er auðvitað hægara sagt en
gert, en með því að nota tækni
aðgerðarannsókna má gera mun
betur en flest það sem komið hefur
fram í blaðagreinum og umræðu
hingað til. Til að ná góðum árangri
er æskilegt eða nauðsynlegt að um
samvinnu aðgerðarannsókna-
manna og „sérfræðinga" á málefn-
inu sé að ræða. (Fyrir nokkram
áram sagðist einn af núverandi ráð-
herram ekki vilja spá um tiltekið
mál, því hann væri svo lítill spámað-
ur. Égtel þessi ummæli sýna grand-
vallarmisskilning á nauðsyn þess
að spá; kannski era vandamál hús-
byggjenda á „misgengisáranum",
þenslan á síðasta ári og örlög hús-
næðisfrumvarpsins frá 1986, sann-
anir þess að þessi grandvallarmis-
skilningur er og hefur verið út-
breiddur. meðal stjómenda lands-
ins.)
Niðurstöður?
Það sem fer hér á eftir er árang-
ur af athugun á upplýsingum, sem
Línurit 2.
Dr. Snjólfur Ólafsson
„Ljóst er að enginn get-
ur séð fyrir með vissu
hvað muni gerast ef
bjórinn verður leyfður
á Islandi, en með góð-
um vinnubrögðum má
segja fyrir um afleið-
ingarnar að hluta til
með nokkurri vissu.“
ég hef fengið frá 6 aðilum, svo sem
Afengisvamarráði og 3 greinahöf-
undum sem hafa fullyrt að af sölu
bjórs leiddi aukin áfengisneysla.
Við þessar athuganir hef ég einkum
notað tölfræðina, sem er eitt af
verkfærum aðgerðarannsókna-
mannsins, tii þess að reyna að
greina mikilvægustu þætti þessa
máls frá öðram þáttum. Ég legg
hér áherslu á bjórsöluna sem er
auðvitað aðeins hluti af áfengis-
stefnunni. Það má segja að ég hafí
komist að tveimur megin niðurstöð-
um.
Annars vegar er það atburðarás-
in í Svíþjóð á áranum 1954—1985.
Frá september 1965 til júní 1977
var sala á milliöli (ca. 3,5—4,5%
vínandi) leyfð og það selt í matvöra-
verslunum. Á línuriti 1 er sýnd
meðalneysla mismunandi áfengis-
tegunda, mæld í lítram 100%
vínanda á íbúa 15 ára og eldri. Af
línuritinu sést að ekki urðu straum-
hvörf í víndiykkju eða neyslu á
sterku áfengi breytingaárin, hvorki
1965 né 1977. Stóra straumhvörfín
í neyslu þessara drykkja verða
1980, en frá og með því ári hefur
neysla sterkra drykkja minnkað. Á
línuriti 2 er til fróðleiks sýnt hvern-
ig þróun hinna ólíku styrkleika-
flokks bjórs þróaðist frá 1954 til
1985. Þar sem aðstæður á íslandi
og í Svíþjóð era um margt svipaðar
má ætla að sala á meðaisterkum
bjór í verslunum hér á landi myndi
auka áfengisdrykkjuna fyrst og
fremst vegna flölgunar sölustaða.
Milliölið var nokkurs konar tísku-
drykkur hjá unglingum í Svíþjóð,
og var diykkjan í yngstu aldurs-
hópunum, þau ár sem það var selt,
veralega meiri en árin á undan og
eftir. Dreg ég þá áiyktun að sala á
milliöli í áfengisútsölum hefði einn-
ig áhrif til aukinnar drykkju hjá
unglingum. (Þessi ályktun er þó
ekki tölfræðileg ályktun.)
Hins vegar hefúr enginn getað
sýnt mér tölur sem styðja þá full-
yrðingu að sala á sterkum bjór
muni auka heildaráfengisneysluna.
(Ég er ekki að heimta sönnun held-
ur ákveðna vísbendingu.) Þeir sem
hafa fullyrt slíkt í greinum sem ég
hef séð hafa annaðhvort engar tölur
að byggja á eða hafa mistúlkað
herfilega þær tölur sem vitnað var
í. Ef einhver getur birt tölur frá
einhveiju landi, sem sýna að heild-
ameysla áfengis hafi aukist við að
sterkum bjór væri bætt á sölulist-
ann, væri fróðlegt að sjá þær. Eí
aðstæður í því landi era ekki gjör-
ólíkar íslenskum aðstæðum gætu
þessar tölur hjálpað til að spá um
það hvað myndi gerast hér.
Lokaorð
Skrif þeirra sem vilja áfram-
haldandi „bjórbann" hafa hingað til
mikið einkennst af röngum eða
órökstuddum fúllyrðingum sem
menn hafa apað hver eftir öðram.
Sá misskilningur að áfengisneysla
hafi aukist í Færeyjum við að bjór
hafi verið leyfður þar er dæmi um
vitleysu sem hefur skotið upp kollin-
um hvað eftir annað í umrseðunni.
Ég iýsi eftir markvissri umræðu og
upplýsingum sem lesandinn getur
byggt eigin skoðun á. (Ég þakka
Grétari Sigurbergssyni gott innlegg
10. febrúar, einmitt þegar ég er að
leggja síðustu hönd á þessa grein.)
Ljóst er að enginn getur séð fyrir
með vissu hvað muni gerast ef bjór-
inn verður leyfður á íslandi, en með
góðum vinnubrögðum má segja fyr-
ir um afleiðingamar að hluta til
með nokkurri vissu. Einnig skiptir
miklu hvemig staðið verður að
verki, t.d. hvort meðalsterkur bjór
verður leyfður og á hvaða verði
bjórinn verði seldur. Svo má ekki
gleyma að bjór er núna Ieyfður á
Islandi en fólk á bara misjafnlega
auðvelt með að nálgast hann.
Höfundur er formaður Aðgerða-
rannsóknafélags íslands.
Læknafélag Reykjavíkur:
Öflugt eftirlit með
læknum nauðsynlegt
FUNDUR var haldinn I Læknafélagi Reykjavíkur 8. febrúar sl. og
kom þar fram samdóma álit þess cfnis „að eftirlit væri nauðsynlegt
læknum til faglegs og fjárhaldslegs aðhalds.“
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt samhljóða á fundinum:
„Fundur í Læknafélagi ReyKjavíkur
8. febrúar 1988 leggur áherslu á
nauðsyn þess að haft sé öflugt og
virkt eftirlit með störfum og reikn-
ingum lækna. Fundurinn hannar
þann misskilning, sem komið hefúr
fram I fjölmiðlum, að samtök lækna
vilji á nokkum hátt halda hlffískildi
yfir læknum sem gerast brotlegir
við lög og reglur en leggur áherslu
á að fyllsta trúnaðar og nafnleynd-
ar sé gætt meðan rannsókn stendur
yfir. Fundurinn felur stjóm Lækna-
félags Reykjavíkur og formanni
gjaldskrámefndar Læknafélags
Reykjavíkur, í samvinnu við
Læknafélag íslands, að fínna lausn
á framkvæmd þessa eftirlits á þann
hátt að samningsaðilar geti sætt
sig við og hagsmunir sjúklinga verði
tryggðir,“ segir í fréttatilkynningu
frá Læknafélagi Reykjavíkur.