Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
43
Lög brotm á einstæðumforeldrum
eftir ÓlafDarra
' Andrason
Síðastliðið vor afgreiddi stjóm
Lánasjóðs íslenskra námsmanna frá
sér úthlutunarreglur sem gilda
skyldu fyrir skólaárið 1987—1988.
Hart hafði verið deilt innan stjórn-
arinnar um einstök atriði þessara
úthlútunarreglna, sérstaklega þó
um þá breytingu að telja greidd
meðlög til tekna foreldris. Fulltrúar
námsmanna mótmæltu þessu harð-
lega og töldu að hér væri um lög-
brot að ræða. Einnig var bent á að
þessar breytingar kæmu niður á
þeim er síst skildi, þ.e. einstæðum
foreldrum. Þrátt fyrir vamaðarorð
námsmanna veitti hæstvirtur
menntamálaráðherra samþykki sitt
fyrir umræddu ákvæði þann 19.
maí 1987.
Fulltrúar námsmanna í stjórn
Lánasjóðsins sættu sig ekki við
þetta og reyndu að fá ákvæðið fellt
út. Fluttu þeir tillögu þess efnis 10.
september sl., en fulltrúar ríkis-
valdsins í sjóðsstjóminni sáu ekki
ástæðu til að svo mikið sem ræða
hana og vísuðu henni frá. í fram-
haldi af þessu lögðu námsmenn til
að lögfræðingur sjóðsins yrði feng-
inn til að gefa lagalegt álit á mál-
inu, því var ekki sinnt.
Ótvírætt lagaálit
Eftir þessa málsmeðferð var ljóst
að frekar varð ekki aðhafst innan
sjóðsstjómar. Stúdentaráð Háskóla
íslands taldi nauðsynlegt að fá úr
málinu skorið og leitaði því eftir
áliti Lagasfofnunar Háskóla ís-
lands. Lagastofnun fól tveimur virt-
um prófessorum, þeim Sigurði
Líndal og Þorgeiri Örlygssyni, þetta
verkefni. Stofnunin skilaði frá sér
álitsgerð þann 30. nóvember síðast-
liðinn og kom þar fram að um ótví-
rætt lögbrot væri að ræða eða eins
og segir í niðurlagi hennar:
„Samkvæmt fortakslausu ákvæði
23. gr. bamalaga nr. 9/1981, og
dómi Hæstaréttar frá 23. júní 1954,
sbr. Hrd. 1954: 433 á bamið sjálft
réttinn til meðlags. Samkvæmt...
lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt
og eignaskatt teljast bamsmeðlög
ekki til tekna foreldris ...
Þegar litið er til framangreindra
ákvæða bama- og skattalaga og
að því gættu, að bamsmeðlag gegn-
ir skv. eðli sínu því hlutverki að
standa straum af útlögðum kostn-
aði við uppeldi bams, er það álit
okkar, að umrætt skerðingarákvæði
úthlutunarreglna stjómar Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna eigi sér
hvorki beina stoð í lögum nr.
72/1982 né fái samrýmst því við-
miðunarsjónarmiði 3. gr. laganna
að taka beri eðlilegt tillit til Qöl-
skyldustærðar, framfærslukostnað-
ar og tekna námsmanns. Sam-
kvæmt þessu teljum við, að stjóm
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
skorti að óbreyttum lögum heimild
til þess að setja slíkt skerðingar-
ákvæði í úthlutunarreglur sjóðsins."
Afskipti ráðherra
Þetta álit var sent hæstvirtum
menntamálaráðherra um miðjan
desember og hann beðinn að beita
sér fyrir lagfæringu á lögleysunni.
Menntamálaráðherra brá skjótt við
og ritaði stjóm Lánasjóðsins bréf
þann 21. desember og óskaði með
tilvísun í álit Lagastofnunar eftir
leiðréttingu frá og með næsta
hausti! Með öðrum örðum: lögleysan
skyldi standa.
Ólafur Darri Andrason
„Samkvæmt þessu telj-
um við, að stjórn Lána-
sjóðs íslenskra náms-
manna skorti að
óbreyttum lögum heim-
ild til þess að setja slíkt
skerðingarákvæði í út-
hlutunarreglur sjóðs-
ins.“
Fulltrúar námsmanna fluttu 28.
janúar tillögu um tafarlausa niður-
fellingu lögleysunnar og afturvirka
leiðréttingu handa þeim sem brotið
hafði verið á. Bent var á að hæst-
virtur menntamálaráðherra
hefði efnislega fallist á álit Laga-
stofnunar og því kæmi ekki ann-
að til greina en full leiðrétting.
Blindir af siðleysi sínu felldu
ríkisstjómarfulltrúamir þessa til-
lögu, en gátu þó ekki komið með
nein haldbær rök fyrir afstöðu sinni,
aðeins skæting og útúrsnúninga.
Afturvirka leiðréttingn!
Þegar þessi sorgarsaga er skoðuð
er vandséð hvað ríkisvaldið ætlar
sér. Við hæfi þykir að ráðast á þá
sem síst mega við því, þ.e. einstæða
foreldra og skerða lán þeirra. Þann-
ig eru dæmi um að lán til ein-
stæðra foreldra lækki verulega í
krónutölu milli ára af þessum sök-
um. Allt tal um jafnrétti til náms
er hjóm eitt þegar þannig er búið
að ákveðnum samfélagshópum að
þeir treysta sér ekki til að stunda
nám vegna fjárhagslegra erfiðleika.
Hæstvirtur menntamálaráðherra
getur enn þá gripið inn í, bregðist
hann skjótt við og beiti sér fyrir
tafarlausri afturvirkri leiðréttingu.
Þannig verði þeim, sem brotið hefur
verið á, bætt það tjón sem þeir
hafa orðið fyrir, við útgáfu næstu
skuldabréfa. Slík leiðrétting þyrfti
að sjálfsögðu að fela í sér að sú
skerðing, sem einstæðir foreldrar
hafa orðið fyrir, yrði greidd út með
vöxtum og verðbótum.
Ef ráðherra bregst ekki skjótt
við kemur til greina að einstakl-
ingur sem brotið hefur verið á
höfði mál gegn sjóðnum. Slíkt
myndi óhjákvæmilega rýra álit
hans verulega, svo ekki sé talað
um þau óþægindi sem þolendurn-
ir, þ.e. viðkomandi lánþegar,
yrðu fyrir vegna tafa á rétt-
mætri leiðréttingu.
9. febrúar 1988.
Höfundur er fulltrúi stúdenta í
stjóm Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
VilborgL. Sigmjóns-
dóttir—Kveðjuorð
Fædd 24. mai 1898
Dáin 17. janúar 1988
Hinn 17. janúar 1988 lést í
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja kær
frændkona okkar, Vilborg Lovísa
Sigurjónsdóttir, og var hún jarð-
sungin frá Landakirkju 30. janúar
1988.
Foreldrar Lovísu voru hjóniri
Ragnhildur Jónsdóttir fædd 11.
október 1856 í Hraunkoti í Lóni í
Austur-Skaftafellssýslu (dáin 13.
apríl 1943) og Siguijón Sigurðsson
fæddur 24. júlí 1857 í Fagranesi í
Aðaldal (dáinn 13. febrúar 1938).
Lovísa fæddist á Búastöðum í
Vopnafirði, þar sem foreldrar henn-
ar bjuggu þá, en 1904 keypti Sigur-
jón jörðina Torfastaði í Vopnafírði
og flutti þangað með fjölskylduna.
Þar bjuggu þau svo í 26 ár.
Ragnhildur og Siguijón eignuð-
ust 6 böm, 3 þeirra misstu þau í
bemsku og 2 dætur, Anna og
Jónína, létust úr berklum milli
tvítugs og þrítugs. Lovísa var yngst
bamanna og henni einni hlotnaðist
löng ævi og góð heilsa. 1930 hafði
Landakotsspítali fær
augnbotnamyndavél
NÝLEGA afhenti Rebekkustúk-
an nr. 1, „Bergþóra", augndeild
Landakotsspítala augnbotna-
myndavél.
Ifyrir allmörgum árum gaf Odd-
fellowstúkan Rebekka augndeild
Landakotsspítala augnbotna-
mjmdavél frá Zeiss, sem hefur ver-
ið notuð til mats og meðferðar á
sjúkdómum í augnbotni, m.a. syk-
ursýki.
Er Bergþórasystur fréttu, að
fyrmefnd myndavél væri orðin út-
slitin, færðu þær augndeildinni nýja
og fullkomna augnbotnamyndavél
af gerðinni Canon CF604.
heilsu þeirra Ragnhildar og Sigur-
jóns hrakað svo mjög að þau treystu
sér ekki til að búa lengur enda
bæði komin yfír sjötugt. Keypti Sig-
uijón þá húseignina Jaðar í Vopna-
fjarðarkauptúni. Þar annaðist Lov-
ísa foreldra sína og hjúkraði þeim
af stakri alúð uns þau létust í hárri
elli. Siguijón var alveg blindur
síðustu árin og Ragnhildur var rúm-
liggjandi í mörg ár áður en hún lést.
Eftir lát móður sinnar 1943 flutti
Lovísa til Reykjavíkur og vann þar
fyrir sér með ýmsu móti. Hún var
fyrst matráðskona við bamaskól-
ann að Klébergi á Kjalamesi en
réðst síðan til starfa á saumastofu
Andrésar Andréssonar þar sem hún
saumaði karlmannaföt meðan
heilsa og kraftar entust. Öll verk
léku henni í hendi, hvort sem um
var að ræða hannyrðir, matreiðslu
eða fatasaum.
Nokkra eftir að Lovísa flutti suð-
ur festi hún kaup á íbúð í sambýlis-
húsi við Hvassaleiti. Þar bjó hún
sér vistlegt og smekklegt heimili.
Handsaumaðar myndir og dúkar
prýddu veggi og borð og hvorki
sást fís né rykkom á nokkram hlut.
Þrifnaðurinn og snyrtimennskan
vora henni í blóð borin.
1972 flutti Lovísa í litla íbúð í
Hátúni 10 þar sem heilsan var tæp-
lega eins góð og áður. Þar bjó hún
til 1980, en flutti þá í dvalarheimil-
ið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum.
Eftir 2ja ára dvöl þar veiktist hún
alvarlega og var flutt í Sjúkrahús
Vestmannaeyja. Hún komst ekki til
heilsu á ný og lést þar 17. janúar
sl. eftir 6 ára dvöl.
Öllum þeim mörgu sem önnuðust
Lovísu og hjúkraðu henni í veikind-
um hennar sendum við alúðar-
þakkir. Við sem þessar línur ritum
áttum báðar því láni að fagna að
búa hjá Lovísu á heimili hennar.
Og þegar við lítum til baka og minn-
umst dvalarinnar hjá henni er okk-
ur efst í huga hvesu allt var
skínandi hreint og hversu notalegt
var að vera gestur hennar. Fólk var
stöðugt að koma og alltaf stóð til
boða dúkað kaffíborð með fínustu
kökum. íslensk gestrisni var sann-
arlega í heiðri höfð á því heimili.
Við dáðum þessa frænku okkar og
mátum hana mikils. Hún var meðal-
kona á hæð, sviphrein og glaðleg,
ákveðin í fasi og nokkuð gustmikii.
Alltaf voram við velkomnar til
hennar og allt vildi hún fyrir okkur
gera sem í hennar valdi stóð. Nú,
er Lovísa hefur kvatt okkar tilvera-
stig, þökkum við henni áratuga
tryggð og vináttu. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Anna Jónsdóttír,
Inga Björnsdóttir.
Bergþórusystur við afhendingu vélarinnar ásamt læknum augndeildar.
Ótrúlegt litaúrval
Líttu við í
Smiðjubúðinni.
HF.OFNfiSMIfiJAN
SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI 7. S: 21220
BIO-IVA FUÓTANDI
TAUPVOTTALÖGUR
io-iva er nýr fljót-
andi tauþvottalögur
og fyrsti alhliða tauþvotta-
lögurinn á íslandi. Bio-lva
er notað á sama hátt og
þvottaduft. Bio-íva nær fyrr
fullri virkni en þvottaduft,
því það leysist strax upp í
þvottavatninu. Þvotturinn
er því sérlega vel bveginn
með bio-íva. Bio-iva inni-
heldur ensým en þau leysa
sérstaklega óhreinindi sem
innihalda eggjahvrtu, s.s.
blóð, svita, súkkulaði o.þ.h.
Þú færð því ilmandi og vel
þveginn þvott með bio-íva.
Bio-íva er einnig tilvalið
i handþvottinn.