Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 50

Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 50
v50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 ffC&AAttfí ~í> Ást er ... að gleyma aldrei blóm- unum þótt hún eldist. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved 01986 Los Angeies Times Syndicate HÖGNI HREKKVlSI Kennaralaun ættu að miðast við námsárangur Kæri Velvakandi. Tilmæli til menntamálaráðherra og annarra ráðamanna. Mig langar til að deila með ykkur hugmynd, hugmynd sem myndi bæta ástandið í menntamálum. Kennarar fara stöðugt fram á hærri laun og betri aðbúnað í sambandi við kennslu- gögn og sjálfsagt margt fleira. En það má segja að allar vinnustéttir eigi þetta sameiginlegt og kennara- stéttin er ekki ein á báti, hvað lág laun varðar. Mín tillaga er sú að tekið verði upp bónuskerfi fyrir kennara; ef þeir standa sig í vinnu fá þeir bón- us. Hugmyndina má skýra með dæmi um kennara sem kennir 8. bekk í grunnskóla stærðfræði. Hann kennir nokkrum bekkjum yfir daginn sem verður að tejast eðli- legt. Kennarinn hefur ákveðinn tíma til að koma námsefninu þessu til skila til nemenda sina. Það eru þó alltaf til einhvetjir tossar sem sitja eftir. Mín sannfæring er sú að það þarf enginn að vera tossi, það er enginn af þessum nemendum svo illa gefinn að þeir geti ekki náð hærri einkunn en t.d. 7 í viðkom- andi fagi. Ég tel að þetta stafí frek- ar af áhugaleysi, bæði hjá nemend- um og kennurum. Bónuskerfið myndi leysa þennan vanda, að einhveijum hluta að minnsta kosti. Bónuskerfið yrði þannig að ef nemendur ofangreinds reikningskennara myndu allir ná yfir 7 í einkunn á lokaprófum þá fengi kennarinn verulega launaupp- bót og ef enginn myndi fá einkunn fyrir neðan 8 þá myndi uppbótin hækka o.s.frv. Ég tel að kennari geti átt mikinn þátt í því að glæða áhuga hjá nem- endum og að koma nemendum í skilning um mikilvægi lærdómsins. Ef kennari hefur að einhveiju að stefna eins og t.d. að ná sem hæst- um bónus, þá gefur hann sér meiri tíma í þá sem verða útundan og jafnframt meiri tíma til að skipu- leggja hveija kennslustund betur, því hann mun fá þann tíma borgað- an í bónusnum. Uti á landi er vandamálið enn meira. Þar fá nemendur lægri ein- kunnir en nemendur á höfuðborgar- Til VelVakanda. Eggert Haukdal hefur komið með þá tillögu á Alþingi, að lánskjara- vísitalan verði tekin úr sambandi við núverandi vaxtakerfí. Heyr fyr- ir því. Undanfarin ár hef ég innt af höndum þjónustustörf á vinnu- markaðnum — þó ekki í fiski, enda þarf að skeina fleira en þorskinn. Unnið með ungum konum og eldri konum, konum með ung böm og margra bamabama ömmum, kon- um hlaupandi úr einu starfi í annað á sama sólarhring til að halda í við vextina af húsnæðiskaupum. Ég hef líka unnið með konum sem misst hafa pfan af sér, í Vestmannaeyj- um, ísafírði, Akureyri, Reykjavík og víðar. Fólk, sem ekki hefur þurft að taka lán til húsnæðiskaupa, eða leigja fyrir afrakstur mánaðar vinnu, veit ekki hvað það er, að borga og borga endalaust af láni, sem samt vex frá ári til árs eins og hvert annað krabbamein. Hvað svæðinu. Það er talið stafa fyrst og fremst af því að þar haldast kennarar ekki í vinnu, a.m.k. á sumum stöðum. Þar kæmi bónu- skerfíð einmitt að enn meiri notum en annars staðar því það myndi halda kennurum í störfum. Kennslugögnunmætti síðan vel fjár- magna með hærri skólagjöldum, skólagjöldin eru alls ekki of há. Nemandi kaupið snertir til að standa undir öllu þessu vaxtaokri og eiga samt hálft þúsund afgangs til kaupa á kílói af físki, fitu og beinum, sem fíokkast undir íslenzkt lambakjöt, eða beinagrind af gamalli hænu á 350 krónur stykkið, hef ég unnið sumarlangt með konum, sem stóðu við færibandið hjá SS frá 20 mínút- ur yfír sjö að morgni fram undir kvöldi, fyrir 20.000 krónur á_ mán- uði þar til í desember 1986. Ég hef líka unnið með konum sem vinna hreinsunarstörf í öldrunarskjólum borgarinnar fyrir 30—40 þúsund á mánuði, þar sem mörgum skjól- þeganna, sem komið hafa upp húsi og bömum er stillt allslausum og afskiptum upp við vegg, þegar ekk- ert gagn er að þeim lengur — af sínum nánustu ættingjum, nema kannski á jólum, og svo vitanlega í fagurorðri minningargrein, að þeim látnum. Betur að fleiri láti í sér heyra. Guðrún Jacobsen Takið lánskjaravísi- töluna úr sambandi Víkverji skrifar Eins og kunnugt er gilda þær reglur hér eftir að staðgreiðsla skatta var tekin upp, að skatt- þrepið er aðeins eitt. Víkveija er ekki kunnugt um, að á dagskrá sé að breyta þessari reglu og flölga skattþrepum. Þess vegna kom það honum á óvart, þegar hann heyrði það fyrir tilviljun í einhverri út- varpsstöðinni á dögunum, að rit- stjóri Alþýðublaðsins talaði um það eins og sjálfsagðan hlut, að fyrir dyrum stæði að fjölga skattþrepum. Þótt Víkveiji þykist fylgjast sæmilega vel með, veit hann, að í öllu upplýsingaflæðinu fer ýmislegt fram hjá honum og þá ekki síst það, er lýtur að efnahagssvipting- um. Þess vegna þótti honum vissara að spyija aðra, hvort þeim væri kunnugt um áform um að fjölga skattþrepunum og hækka álögur á suma borgaranna. Enginn sem Víkveiji spurði kannaðist við að hafa heyrt talað um þetta. Ritstjóri Alþýðublaðsins virtist svo viss í sinni sök og í þessum útvarpsþætti kváði enginn, þegar hann lét þessi orð falla. Þess vegna spyr Víkvetji: Hefur verið tekin ákvörðun um að fjölga skattþrepun- um? Hver hefur tekið hana? Hvar og hvenær? xxx * Ur því að minnst er á það, sem Víkveiji hefur heyrt á akstri í útvarpinu sínu, getur hann ekki látið undir höfuð leggjast að minna á þáttinn Úr söguskjóðunni, sem var fluttur á rás 1, þegar Víkveiji hlustaði að morgni mánudagsins 8. febrúar. Vissi Víkveiji ekki hvað- an á sig stóð veðrið, þegar hann kveikti á útvarpinu og kom inn í miðjan þáttinn. Hélt hann í fyrstu að tækið væri stillt á Rót, en eins og kunnugt er gangast menn upp í því þar að vera sem frumlegastir í róttækni sinni til vinstri og segj- ast svo vera með næsta hlutlausa stöð, af því að Borgaraflokkurinn notar hana. Þennan mánudags- morgun var í þættinum Úr sögu- skjóðunni rætt um það, sem kallað var: Leynimakk um herstöðvar, blöðin komast í málið. Heyrðist Víkveija það gert í anda Dags Tangens, sem nú er orðinn heims- frægur hér á landi fyrir tilstuðlan fréttastofu útvarps ríkisins. Er það kjami þeirrar fréttastefnu, sem tengist nafni hans, að íslendingar hafí verið flæktir í eitthvert leyni- net, þegar ákvarðanir voru teknar um stefnuna í utanríkis- og öryggis- málum á fyrstu árum lýðveldisins. Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur nýlega fellt úrskurð um frettastofuna og dægurmáladeild rásar 2 vegna Tangen-málsins. Líklega fínnst engum hjá útvarpinu taka því að biðja siðanefndina að líta á efnistök þeirra, sem rýna í söguskjóðuna. Víkveiji hætti raun- ar að taka mark á hinni einiitu frá- sögn, þegar umsjónarmenn kölluðu Valtý heitinn Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins, Valtý Pétursson. Fannst honum raunár önnur sagn- fræði þeirra eftir því. XXX Víkveija hefur komið á óvart, hve illa fréttamennimir á hljóðvarpi ríkisins og forstöðumað- ur dægumáladeildar rásar 2 hafa brugðist við úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins í Tangen- málinu. Fram hefur komið í frétt- um, að starfsmaður á fréttastof- unni, sem sat í siðanefndinni, og varamaður hans einnig á fréttastof- unni, hafa báðir sagt sig úr siða- nefndinni. Nefndin starfar sam- kvæmt hlutlægum reglum og kveð- ur upp úrskurði sína að vel athug- uðu máli. Minnist Víkveiji þess að fyrir nokkru birti Blaðamannafé- lagið auglýsingar í blöðum til að ítreka gildi siðanefndarinnar og ( kynna fyrir öllum almenningi til hvers hún starfaði og um hvaða atriði í starfí blaðamanna hún gæti úrskurðað. Ef Víkveiji man rétt var * góð samstaða um þetta framtak í röðum blaðamanna og átti það að rétta hlut þeirra og styrkja. Víkveiji sér ekki annað en Blaðamannafé- lagið verði, vilji það vera sjálfu sér samkvæmt, að hefja nýja herferð til að styrkja stoðir siðanefndarinn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.