Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 55 KNATTSPYRNA Teitur vill fá Pétur Pétursson til Bergen „Sé enga ástæðu til að fara til Noregs á meðan ég hef = ekkert tilboð fengið frá Brann, “ segir Pétur Pétursson TEITUR Þórðarson, þjálfari norska liðsins Brann frá Berg- en, hringdi í Pétur Pétursson, landsliðsmiðherja úr KR, á mánudagskvöldið. Óskaði eftir því að Pótur kœmi til viðræðna og æfinga í viku hjá Brann. Eg er ánægður hjá KR og sé því enga ástæðu til að fara til Noregs á meðan ég hef ekkert til- boð frá Brann. Það þarf að vera mjög gimilegt tilboð sem ég fæ, til að ég hreyfí mig héðan úr Vestur- bænum," sagði Pétur Pétursson í gær. Eins og hefur komið fram í Morgun- blaðinu, þá hefur Brann lengi haft augastað á Pétri og eftir að Teitur tók við stjóminni hjá félaginu - hefur áhugi félagsins á að fá Pétur aukist. Brann vantar illilega marka- skorara. Pétur hefur mikinn hug á að kom- ast út til að æfa á grasi. Um tfma stóð til að hann færi til Hollands til að æfa með gamla félaginu sínu, Feyenoord. „Eg fer ekki tií Feyenoord, en aftur á móti em miklar líkur að ég fari og æfí með Excelsior í Rotterdam," sagði Pét- ur. Heimir Guðjónsson mun þá fara með Pétri og þá er hugsanlegt að Bjöm Rafnsson fari með þeim. Pétur Pétursson ÞÝSKALAND Klinsmann áfram hjá Stuttgart Jiirgen Klinsmann, sóknar- leikmaðurinn snjalli hjá Stuttgart, framlengdi samning sinn við Stuttgart í gær til 1990 - með handabandi. Þetta handaband lýsir vel hinum geð- uga Klinsmann, sem er vinsæl- asti knattspymumaður V- Þýskalands, fyrir góða fram- komu. Það myndu ekki allir atvinnu- knattspymumenn framiengja samning sinn - með aðeins handabandi. Flestir hefði viljað hafa það skriflegt, þegar þeir gera nýja samninga. Inter Mílanó vildi fá Klinsmann til sín. Það er ljóst að Klinsmann hefur fengið vemlega launa- hækkun hjá Stuttgart. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA SUND Magnús og Ragnar í úrslit Magnús Ólafsson og Ragnar Guðmundsson komust í úrslit á opna sænska meistaramótinu í sundi sem ■ hófst í Gautaborg í Svíþjóð í gær. Magnús varð í 5. sæti í 100 metra skriðsundi og Ragnar í 6. sæti í 400 metra skrið- sundi. Magnús synti 100 metrana á 52,52 sekúndum og var nálægt ísland- meti sínu sem er 52,36 sekúndur og var sett á Evrópumeistaramótinu' í Strassborg í sumar. Sigurvegari í 100 metrunum varð Gennady Prigoda frá Sovétríkjunum sem synti á 50,08 sekúndum. Ragnar sjmti 400 metra skriðsund á 4.07,61 mínútum og var nokkuð frá sínu besta. Sigurvegari varð Evrópumeistarinn Anders Holmertz frá Svíþjóð sem synti á 3.52,39 mínútum. Bryndís Ólafsdóttir varð í 9. sæti í 200 m skriðsundi á 2.08,56 mínút- um. Þar sigraði Agneta Eriksson frá Svíþjóð á 2.05,19 mínútum. Arnþór Ragnarsson varð í 11. sæti í 200 metra bringusundi, synti á 2.30,24 mínútum og var töluvert frá sínu besta. Sigurvegari varð Petri Suominen frá Finnlandi ,sem synti á 2.21,90 mínútum. Ragnheiður Runólfsdóttir varð í 11. sæti í 100 m bringusundi, synti á 1.16,26 mínútum og var einni sekúndu frá íslandsmeti sínu. „Ég átti satt að segja von á betrí árangrí og að þau myndu bæta fyrri árangur sinn. Stefn- an var sett á að ná Olympíulágmörkunum en það tókst ekki. Það er greiniiegt að þau hafa ekki fengið að keppa nðg og eru þvt ekki með keppnisreynslu. Þau hafa aðeins tekið þátt i tveimur mótum frá því á Evrópumeistaramót- inu i Strassborg i ágúst I fyrra. Það er orðið nokkuð hart að það þurfi að fara til útlanda til að keppa. Heima snýst sundið allt of mikið um böm og unglinga og þau eldri vilja gleym- ast,“ sagði Guðmundur Harðarson, landsliðs- þjálfarí í sundi, í samtali við Morgunblaðið i gserkvöldi. Mótið er mjög sterkt og eru keppendur á ann- að hundrað frá 17 þjóðum. Sprengjudagur! Framarar réðu ekki við frábæran leik Víkinga, sem unnu stórsigur, 28:17 „ÞETTA getið þið með mikilli baráttu, eins og þið sýnduð," sagði Árni Indriðason, þjálfari íslandsmeistara Víkings, við leikmenn sína, eftir að þeir voru búnir að vinna stórsigur, 28:17, yfir Fram. Víkingar héldu upp á Sprengjudaginn - með því að sprengja Framara. „Strákarnir léku vel og gátu leyft sér ýmsan munað eftir að þeir voru búnir að slá Framara út af laginu í seinni hálfleik. Ég átti von á Framliðinu sterk- ara, því að það hefur verið á uppleið," sagði Árni. Hér átti sér stað mikið hrun. Það eru tvennar skýringar á því. Víkingar léku mjög vel - sinn besta leik. Við vorum aftur á móti mjög slakir," sagði Björgvin Björgvins- son, þjálfari Fram. Kristján Sigmunds- son, markvörður Víkings, átti mjög góðan leik. „Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur fyrir leikinn gegn ZSKA Moskva," sagði Kristján, sem sagð- ist hafa einbeitt sér að - að veija skot frá Atla Hilmarssyni í leiknum. „Ef Atli fer að skora strax í byij- un, þá getur hann ruglað hvaða markvörð sem er í ríminu," sagði Kristján. „Já, Kristján var vel á verði í leikn- um. Ég átti í erfíðleikum með hann. Víkingar voru betri á öllum sviðum. Það er erfitt að segja hvað gerðist. Ég held að við höfum ofmetnast eftir sigurinn gegn Breiðablik," sagði Atli. Framarar skoruðu ekki mörg mörk með langskotum gegn Víkingi. Skyttur þeirra brugðust. „Þetta er SigmundurÓ. Steinarsson skrifar vandamál sem við verðum að leysa,“ sagði Björgvin Björgvinsson. Framarar veittu Víkingum aðeins keppni í byijun leiksins. Víkingar náðu góðu forskoti fyrir leikhlé, 14:9. I seinni hálfleiknum náðu þeir góðum tökum á leiknum og sigur þeirra var öruggur. „Við gerð- um mörg mistök og eftir það kom uppgjöf,“ sagði Björgvin Björgvins- son. Víkingar léku mjög vel - sérstak- lega í seinni hálfleiknum. Bjarki Sigurðsson var mjög frískur og þá skoraði Siggeir Magnússon mörg falleg mörk með langskotum. Sig- urður Gunnarsson, Guðmundur Guðmundsson og Hilmar Sig- urgíslason léku einnig vel, ásamt Kristjáni Sigmundssyni. Framarar náðu sér aldrei á strik - hvorki í vöm eða sókn. Frasn-Víkingur Laugardalshöll, 1/ deildarkeppnin í handknattleik, þriðjudagur 16. febrúar 1988. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 2:5, 6:5, 8:8, 9:9, 9:12, 9:14. 9:15, 10:17, 14:20, 14:25. 16:27, 17:28. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 8, Atli Hilmarsson 4, Hannes Leifsson 3/2, Egill Jóhannesson 1 og Júlíus Gunnars- son 1. Skot varin: Jens Einarsson 7, Guð- mundur A. Jónsson 3/1. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 7, Siggeir Magnússon 5, Guðmundur Guðmund8son 6, Sigurður Gunnarsson 5, Hilmar Sigurgfslason 3, Ámi Frið- leifsson 2 og Karl Þráinsson 1. Skot varin: Kristján Sigmundsson 13, Sigurður Jónsson 2. Áhorfendun 310 Dómarar: Egill Már Markússon og Ámi Sverrisson, sem sluppu ágætlega frá leiknum. Utan vallan Fram 6 mín. og Víkingur 4 mín. MorgunblaðiÖ/Bjami SlgurAur Qunnarsson átti mjög gódan leik með Víking. Hér sést hann þruma knettinum í net Framara. BORÐTENNIS / EVROPUKEPPNI KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Öruggt hjá Bremen Werder Bremen vann öruggan sigur, 5:0, yfír Schalke í fyrsta leiknum í v-þýsku meistara- keppninni eftir jólafrí — f gær- kvöidi. Bremen hefur náð fjögurra stiga forskoti. Karl-Heinz Riedle skoraði tvö mörk og það gerði Frank Ordenewitz einnig - bæði úr umdeildum vftaspymum. Norbert Meier skoraði fimmta markið beint úr aukaspymu. Tony Schumacher, fyrrum landsliðsmarkvörður V- Þýskalands, sem leikur í marki Schalke - hefur fengið á sig 45 mörk í átján leikjum. Klaus Fichter, 43 ára, lék aftur með Schalke eftur langt hlé. Hann lék sem aftasti vamarmaður og stóð sig ágætlega. „Fichter er minn maður fram í rauðann dauðann. Hann verður í liði minu þó við töp- um, 0:5, fyrir Bremen," sagði þjálf- ari Schalke fyrir leikinn. Asta og Hjálmtýr eru komin f rá Bandaríkjunum Til að keppa með borðtennislandsliðinu í EM í Reykjavík ÁSTA Urbancic og Hjálmtýr Hafsteinsson, landsliðsmenn í borðtennis, komu í gœr frá Bandarfkjunum, þar sem þau stunda nám - til aft keppa meft íslenska landsliftinu (3. deild Evrópukeppni landsliðs, sem fer fram í (þróttahúsi Kennara- háskólans um nœstu helgi. Mótheijar íslendinga verða landslið frá Mön, Guemsey, Jersey og Fæeyjum. „Það verðúr allt lagt f sölumar til að vinna sig- ur og komast upp í 2. deild," sagði Gunnar Jóhannsson, formaður Borðtennissambands Islands. „Möguleikamir eru góðir. Við höf- um æft og undirbúið okkur vel fyr- ir keppnina. Farið í æfíngabúðir til Danmerkur, þar sem við lékum fjóra leiki. Undirbúningurinn er sá besti sem hefur verið fyrir Evrópu- keppni og hafa framfarir orðið mikl- ar,“ sagði Steen Kyst Hansen, landsliðsþjálfari íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.