Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 56
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA S GuÓjónÓ.hf. 1 / 91-272 33 | Yfirdráttur á téKKareiKninga launafóiKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Alþjóðahvalveiðiráðið hvetur Japani til að hætta vísindaveiðum: Islendingar telja atkvæðagreiðsl- una ólögmæta Alþjóðahvalveiðiráðið hefur samþykkt í bréflegri atkvæða- greiðslu að leggja það til við japönsku ríkisstjórnina að hún aftur- kalli lejrfi til að veiða 300 hrefnur í vísindaskyni á Suður-íshafi. Japanir hafa þegar hafið veiðarnar en reiknað er með að veiðun- um Ijúki í mars. Þessi tillaga, sem lögð var fram af Bretum, var samþykkt með 19 atkvæðum gegn 6 en 8 þjóðir sátu hjá, þar á meðal íslendingar. Kjartan Júlíusson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði við Morgunblaðið að ástæða þess að íslendingar sátu hjá í atkvæða- greiðslunni hefði m.a. verið sú að rannsóknaráætlun Japana hefði ekkert verið rædd í hvalveiðiráð- inu og aðildarþjóðunum aðeins verið send skýrsla vísindanefndar ráðsins sem Qallaði um áætlunina á fundi í desember. Einnig teldu íslensk stjómvöld að þessi at- ^kvæðagreiðsla hefði ekki verið í samræmi við reglur ráðsins og því ekki lögmæt. Kjartan sagði þó að fordæmi væru fyrir bréflegri at- kvæðagreiðslu í ráðinu. í frétt frá Reutersfréttastof- unni er haft eftir John Gummer landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Bretlands að hann fagni niðurstöðu atkvæðagreiðslu hval- veiðiráðsins og hvetji Japani til að endurskoða þegar í stað áætl- anir sínar. Sjá einnig frétt á bls. 25. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson • • Oskudagurinn er í dag Öskudagurinn er einn skemmtilegasti dagur ársins í augum yngri kynslóðarinnar. Böm og ungl- ingar klæðast þá skrautlegum fötum og mála sig og farið er í skemmtilega leiki. Þessar 8 ára stúlkur, þær Ýr Bergsteinsdóttir og Tinna Dögg Ragnarsdóttir, tóku forskot á sæluna í gær ásamt skólafélögum sínum í Digranesskólanum og fóm á grímuball og í dag ætla þær að slá köttinn úr tunnunni. Ráðhús við Tjörnina: Kjallari verður ein hæð í stað tveggja Morgunblaðið/BAR Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís- lands, á tali við Ólaf Davíðsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda. ístak átti lægsta tilboð i 2. verkáfanga, 178 milljónir TILBOÐ í lokuðu útboði 2. áfanga að byggingu ráðhúss við Tjörn- ina hafa verið lögð fram í borgarráði. Upphaflega var gert ráð fyrir að í þessum áfanga yrði byggður tveggja hæða kjallari með bifreiðageymslum, en verkefnisstjórn leggur til að samið verði við ístak hf., sem býður um 178 milljónir króna i byggingu einnar hæð- ar kjallara með 91 bifreiðastæði. Borgarráð samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og kanna frekar frávikstilboð frá ístak hf., sem er um 218,5 milljónir króna og felur í sér lítið eitt dýpri kjallara með sérstökum bifreiðalyftum og 168 bifreiðastæðum. Upphaflega var leitað eftir tilboð- um frá Ellert Skúlasyni hf., Hag- virki hf. og ístaki hf. Fól útboðið í sér uppgröft úr grunni og upp- steypu 2ja hæða kjallara ásamt gólfplötu fyrstu hæðar. Var í út- boðsgögnum lýst tveimur valkost- um um framkvæmd verksins og opnuð ieið fyrir frávikstilboð. Kostnaðaráætlanir voru tvær, rúm- lega 306 millj. og rúmlega 320 millj. Átti Hagvirki hf. tvö hæstu til- boðin, eða tæpiega 482 millj. og Viðræðum VSÍ og VMSÍ miðar vel áfram: Rætt að færa til frídaga ÁGÆTIS gangur var á viðræðum Verkamannasambands íslands við vinnuveitendur í gær og var fundað fram eftir kvöldi. Ekki er þó virkilega farið að reyna á hvort möguleiki er á samningi, þar sem kauptölur hafa enn ekki komið til umræðu, en búist er við að það verði innan tíðar. Vel hefur gengið að ræða ýmis efnisatriði kjara- samnings milli aðila, sem þarf að ganga frá, áður en tekist verður á um kaupið. Búið er að ganga frá ramma að 'samningi um byggingarvinnu og vinnu á þungavinnuvélum. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að samningsaðilar ræði um að færa til frídaga, þannig að unnið verði á sumardaginn fyrsta og uppstign- ingardag, sem ávallt bera upp á fimmtudag, og frí í þeirra stað gef- ið daginn eftir eða á fostudag, sem myndi gefa verkafólki þriggja daga samfellda fríhelgi. Meðal annars sem rætt var um í gærkveldi má nefna að fella niður eftir- og nætur- vinnu og taka þess í stað upp yfir- vinnu. tæplega 470 millj. ístak hf. bauð 428,5 millj. og rúmlega 449 millj., og lagði að auki fram tvö fráviks- tilboð, sem voru mun lægri eða tæplega 354 millj. og 223 millj. Lægst bauð Ellert Skúlason, sem skilaði tilboðum í nafni Krafttaks hf. og Armannsfells hf. og buðu fyrirtækin rúmar 380 millj. og rúm- ar 390 millj. Verkefnisstjórnin ákvað að leita til Krafttaks hf./Ármannsfells hf. og ístaks hf. um tilboð í verulega breytt verk, þar sem gert var ráð fyrir einnar hæðar kjallara með einni niðurkeyrslu í stað tveggja. Var Hagvirki hf. tjáð að rætt yrði við tvo lægstu tilboðsgjafa þar sem tilboð þeirra væru tæknilega og íjárhagslega áhugaverð. Ármar.ns- fell hf./EJlert Skúlason buðu þá 217 millj. en ístak hf. bauð tæplega 178 millj. og rúmlega 218 millj., sem fyiT segir. í greinargerð verkefnisstjómar til borgarráðs segir að tilboðin séu vel unnin og að tilboð Ellerts Skúla- sonar og Armannsfells hf. miði við þær vinnuaðferðir sem Almenna verkfræðistofan hafi sýnt í útboðs- gögnunum. Þá segir að mikil vinna liggi að baki tilboða ístaks hf. og þar leitað leiða til að lækka heildar- kostnað verksins. í greinargerð Verkefnisstjómar segir ennfremur: „í útboðsgögnum var sagt að við mat á tilboðum yrði litið til fleiri þátta en verðs, m.a. til þess hversu vel tilboðið væri undirbúið og hve mikið hafi verið Iagt í skipulagningu verksins og hve öruggar vinnuaðferðir teldust vera. Öll þessi atriði eru jákvæð fyrir ístak nema að öryggi þeirra vinnu- aðferða sem þeir hyggjast beita er ekki hið sama og Almenna verk- fræðistofan miðaði við.“ m Ansambands við útlönd í klukkutíma JARÐSTÖÐIN Skyggnir var bil- uð í klukkutíma í gærkveldi og var á meðan sambandslaust við útlönd. Ekki var hægt að hringja til eða frá landinu og ekki var heldur hægt að ná sambandi um telex. Samkvæmt upplýsingum tækni- deildar Pósts og Síma var ástæða bilunarinnar sú að rafstrengur til jarðstöðvarinnar bilaði. Aðeins önn- ur dísilvélin, sem höfð er til vara í tilvikum sem þessum, fór í gang, en sló út vegna of mikils álags, þar sem allur afísingarbúnaður jarð- stöðvarinnar var í gangi. Klukku- tíma tók að koma öllu í gang aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.