Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 56
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
S GuÓjónÓ.hf.
1 / 91-272 33 |
Yfirdráttur
á téKKareiKninga
launafóiKs
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Alþjóðahvalveiðiráðið hvetur
Japani til að hætta vísindaveiðum:
Islendingar telja
atkvæðagreiðsl-
una ólögmæta
Alþjóðahvalveiðiráðið hefur samþykkt í bréflegri atkvæða-
greiðslu að leggja það til við japönsku ríkisstjórnina að hún aftur-
kalli lejrfi til að veiða 300 hrefnur í vísindaskyni á Suður-íshafi.
Japanir hafa þegar hafið veiðarnar en reiknað er með að veiðun-
um Ijúki í mars. Þessi tillaga, sem lögð var fram af Bretum, var
samþykkt með 19 atkvæðum gegn 6 en 8 þjóðir sátu hjá, þar á
meðal íslendingar.
Kjartan Júlíusson deildarstjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu sagði
við Morgunblaðið að ástæða þess
að íslendingar sátu hjá í atkvæða-
greiðslunni hefði m.a. verið sú að
rannsóknaráætlun Japana hefði
ekkert verið rædd í hvalveiðiráð-
inu og aðildarþjóðunum aðeins
verið send skýrsla vísindanefndar
ráðsins sem Qallaði um áætlunina
á fundi í desember. Einnig teldu
íslensk stjómvöld að þessi at-
^kvæðagreiðsla hefði ekki verið í
samræmi við reglur ráðsins og því
ekki lögmæt. Kjartan sagði þó að
fordæmi væru fyrir bréflegri at-
kvæðagreiðslu í ráðinu.
í frétt frá Reutersfréttastof-
unni er haft eftir John Gummer
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra Bretlands að hann fagni
niðurstöðu atkvæðagreiðslu hval-
veiðiráðsins og hvetji Japani til
að endurskoða þegar í stað áætl-
anir sínar.
Sjá einnig frétt á bls. 25.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
• •
Oskudagurinn er í dag
Öskudagurinn er einn skemmtilegasti dagur ársins í augum yngri kynslóðarinnar. Böm og ungl-
ingar klæðast þá skrautlegum fötum og mála sig og farið er í skemmtilega leiki. Þessar 8 ára
stúlkur, þær Ýr Bergsteinsdóttir og Tinna Dögg Ragnarsdóttir, tóku forskot á sæluna í gær ásamt
skólafélögum sínum í Digranesskólanum og fóm á grímuball og í dag ætla þær að slá köttinn
úr tunnunni.
Ráðhús við Tjörnina:
Kjallari verður ein
hæð í stað tveggja
Morgunblaðið/BAR
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís-
lands, á tali við Ólaf Davíðsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra
iðnrekenda.
ístak átti lægsta tilboð i 2. verkáfanga, 178 milljónir
TILBOÐ í lokuðu útboði 2. áfanga að byggingu ráðhúss við Tjörn-
ina hafa verið lögð fram í borgarráði. Upphaflega var gert ráð
fyrir að í þessum áfanga yrði byggður tveggja hæða kjallari með
bifreiðageymslum, en verkefnisstjórn leggur til að samið verði við
ístak hf., sem býður um 178 milljónir króna i byggingu einnar hæð-
ar kjallara með 91 bifreiðastæði. Borgarráð samþykkti að fresta
afgreiðslu málsins og kanna frekar frávikstilboð frá ístak hf., sem
er um 218,5 milljónir króna og felur í sér lítið eitt dýpri kjallara
með sérstökum bifreiðalyftum og 168 bifreiðastæðum.
Upphaflega var leitað eftir tilboð-
um frá Ellert Skúlasyni hf., Hag-
virki hf. og ístaki hf. Fól útboðið í
sér uppgröft úr grunni og upp-
steypu 2ja hæða kjallara ásamt
gólfplötu fyrstu hæðar. Var í út-
boðsgögnum lýst tveimur valkost-
um um framkvæmd verksins og
opnuð ieið fyrir frávikstilboð.
Kostnaðaráætlanir voru tvær, rúm-
lega 306 millj. og rúmlega 320 millj.
Átti Hagvirki hf. tvö hæstu til-
boðin, eða tæpiega 482 millj. og
Viðræðum VSÍ og VMSÍ miðar vel áfram:
Rætt að færa til frídaga
ÁGÆTIS gangur var á viðræðum Verkamannasambands íslands við
vinnuveitendur í gær og var fundað fram eftir kvöldi. Ekki er þó
virkilega farið að reyna á hvort möguleiki er á samningi, þar sem
kauptölur hafa enn ekki komið til umræðu, en búist er við að það
verði innan tíðar. Vel hefur gengið að ræða ýmis efnisatriði kjara-
samnings milli aðila, sem þarf að ganga frá, áður en tekist verður
á um kaupið.
Búið er að ganga frá ramma að
'samningi um byggingarvinnu og
vinnu á þungavinnuvélum. Þá hefur
Morgunblaðið heimildir fyrir því að
samningsaðilar ræði um að færa til
frídaga, þannig að unnið verði á
sumardaginn fyrsta og uppstign-
ingardag, sem ávallt bera upp á
fimmtudag, og frí í þeirra stað gef-
ið daginn eftir eða á fostudag, sem
myndi gefa verkafólki þriggja daga
samfellda fríhelgi. Meðal annars
sem rætt var um í gærkveldi má
nefna að fella niður eftir- og nætur-
vinnu og taka þess í stað upp yfir-
vinnu.
tæplega 470 millj. ístak hf. bauð
428,5 millj. og rúmlega 449 millj.,
og lagði að auki fram tvö fráviks-
tilboð, sem voru mun lægri eða
tæplega 354 millj. og 223 millj.
Lægst bauð Ellert Skúlason, sem
skilaði tilboðum í nafni Krafttaks
hf. og Armannsfells hf. og buðu
fyrirtækin rúmar 380 millj. og rúm-
ar 390 millj.
Verkefnisstjórnin ákvað að leita
til Krafttaks hf./Ármannsfells hf.
og ístaks hf. um tilboð í verulega
breytt verk, þar sem gert var ráð
fyrir einnar hæðar kjallara með
einni niðurkeyrslu í stað tveggja.
Var Hagvirki hf. tjáð að rætt yrði
við tvo lægstu tilboðsgjafa þar sem
tilboð þeirra væru tæknilega og
íjárhagslega áhugaverð. Ármar.ns-
fell hf./EJlert Skúlason buðu þá 217
millj. en ístak hf. bauð tæplega 178
millj. og rúmlega 218 millj., sem
fyiT segir.
í greinargerð verkefnisstjómar
til borgarráðs segir að tilboðin séu
vel unnin og að tilboð Ellerts Skúla-
sonar og Armannsfells hf. miði við
þær vinnuaðferðir sem Almenna
verkfræðistofan hafi sýnt í útboðs-
gögnunum. Þá segir að mikil vinna
liggi að baki tilboða ístaks hf. og
þar leitað leiða til að lækka heildar-
kostnað verksins.
í greinargerð Verkefnisstjómar
segir ennfremur: „í útboðsgögnum
var sagt að við mat á tilboðum yrði
litið til fleiri þátta en verðs, m.a.
til þess hversu vel tilboðið væri
undirbúið og hve mikið hafi verið
Iagt í skipulagningu verksins og hve
öruggar vinnuaðferðir teldust vera.
Öll þessi atriði eru jákvæð fyrir
ístak nema að öryggi þeirra vinnu-
aðferða sem þeir hyggjast beita er
ekki hið sama og Almenna verk-
fræðistofan miðaði við.“
m
Ansambands
við útlönd í
klukkutíma
JARÐSTÖÐIN Skyggnir var bil-
uð í klukkutíma í gærkveldi og
var á meðan sambandslaust við
útlönd. Ekki var hægt að hringja
til eða frá landinu og ekki var
heldur hægt að ná sambandi um
telex.
Samkvæmt upplýsingum tækni-
deildar Pósts og Síma var ástæða
bilunarinnar sú að rafstrengur til
jarðstöðvarinnar bilaði. Aðeins önn-
ur dísilvélin, sem höfð er til vara í
tilvikum sem þessum, fór í gang,
en sló út vegna of mikils álags, þar
sem allur afísingarbúnaður jarð-
stöðvarinnar var í gangi. Klukku-
tíma tók að koma öllu í gang aftur.