Morgunblaðið - 27.03.1988, Side 4

Morgunblaðið - 27.03.1988, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 veiddist ein stór bleikja sem höfð var í morgunmat. Enn var hugað að járningum áður en lagt skyldi yfir Ódáðahraun og þarna skildu leiðir þeirra og Mývetninganna og kvöddust þau með miklum kærleik- um. Áttu þau þó eftir að hittast fyrr en þau grunaði. Þennan dag var ætlunin að kom- ast í Grafarlönd. Ekki tókst það því þegar átti að æja við Péturskirkju kom í ljós að reiðhestur Áma steig ekki í einn fótinn. Greinilegt var að hesturinn var ekki ferðafær og var ákveðið að reyna að stöðva bíl og reyna að koma hestinum til byggða. Þama voru hjón í hjólhýsi og fór svo að þau lánuðu þeim bílinn sinn. Afgreiðslan í Mývatnssveit var snögg því þeir Ámi og Jón voru búnir að útvega kerru hjá einum, jeppa hjá öðmm og hest hjá Sverri ferðafélaga innan hálftíma. Notuðu þeir tækifærið og óku vatni í mjólk- urbrúsum og graskögglum að Pét- urskirkju handa hestunum, en þar var lítið um gróður. Næsta dag var bflslóðum fylgt. Komið var við í Hrossaborg, riðið framhjá Fetjuási við Jökulsá og síðan beitt við kofann Tumba. Það- an var haldið að Feijufjalli og áð við Grafarlandaá. Þar með var að- Karl Benediktsson, Jón Stefánsson, Grettir Björnsson og Árni Pálmason áður en lagt var af stað i ferðina. Á SLÓÐ BISKUPA an mat, kryddaðan með villijurtum. Næsta dag var haldið í Nýjadal með viðkomu í Eyvindarkofaveri þar sem allt var loðið af grasi. Hófst nú leit að rústinni af Eyvind- arkofa, en ekki fannst hún. Þama kenndi Jón félögum sfnum að éta hvönn, en hann hafði legið í þessu sem krakki f Mývatnssveitinni. Dunduðu þeir sér á þriðju klukku- stund og héldu síðan áfram í Efra- Hreysi þar sem Eyvindur og Halla voni tekin. í Nýjadal var rafmagnsgirðingin sett upp á gróðurlitlum mel. Á meðan verið var að koma girðing- unni upp gripu hestamir niður, enda fegnir að fá gras eftir langa ferð yfír eyðisand. Lagt var af stað um klukkan eitt frá Nýjadal og ferðinni heitið í Ytri- Mosa í Mjóadal. Á leiðinni fór skeifa undan. Ok þá fram á hópinn full rúta af bandarískum ferðamönnum. Svo skemmtilega vildi til að Jón þekkti bæði bflstjórann og leiðsögu- manninn. Ferðamennimir gættu hestanna á meðan jámað var, en bflstjórinn og fararstjórinn notuðu tækifærið til að reyna að koma hákarli og brennivíni f útlending- ana. Töldu flórmenningamir að þeir hefðu gert veitingunum betri skil en ferðamennimir. í Ytri-Mosum er ágætis kofí, hesthús og aðhald. Þaðan var riðið áfram niður Mjóadal og síðan yfír háls og komið að eyðibýlinu íshóli við suðurenda íshólsvatns og áð þar. Síðan var farið á Hrafnbjargar- vaði yfír Skjálfandafljót. Þegar komið var upp úr fljótinu héldu þeir til norðurs, en hefðu átt að fara fyrst til suðurs. Ákváðu þeir því að æfa sig í hraunreið og fóru yfir Suðurárhraun sem er talsvert úfíð og illfært. í Svartárkoti vom ferðalangarnir drifnir inn í bæ og þeim boðið upp á heimareykt hangikjöt fyrirvara- laust. Skroppið norður í Kelduhverfi Þegar lagt var upp frá Svartár- koti eftir veisluna góðu var langt liðið á kvöld. Nú fékk Jón að ráða ferðinni, enda kominn í sína heima- sveit, og var stefnan tekin á Sel- landsfjall og komið niður hjá Grænavatni. Þá var farið að skyggja. Fóru menn sér hægt í góðu veðri og næturkyrrð og dóluðu meðfram Mývatni að Vogum þar sem þeir áttu eftir að dvelja í góðu yfirlæti á ættaróðali Jóns næstu tvo daga. A meðan þeir dvöldu þar fóru þeir yfir jámingar og hófa og keyptu vistir fyrir suðurferðina. Meirihluti vistanna var sendur á undan hópnum í Grafarlönd ásamt graskögglum. Eftir að hafa dvalið í góðu yfír- læti í Mývatnssveit héldu félagamir enn af stað. Þá bættust í hópinn hjón úr Mývatnssveitinni, þau Guðný Jónsdóttir og Sverrir Karls- son, og riðu með í fjóra daga. Stef- án í Vogum faðir Jóns fylgdi þeim einnig af stað. Þótti ómögulegt annað en að bregða sér norður í Kelduhverfi áður en iagt var í Ódáðahraunið. Farið var Reykjahlíðarheiði af stað, Þorsteinsdal og Víðidal og norður með Gæsaflöllum í Gæsadal. Þaðan var riðið eftir góðum moldargötum norður að Þeystareykjum. Þar er kofí og mikill gróður og girðing, sem að vísu var ekki held. Það kom Gjárnar í Ódáðahrauni eru mjög breiðar og var hægt að komast niður í þær á einum stað og upp úr þeim á öðrum. Hér leiðir Árni hestana upp úr Fjallagjá. Var uppgangan svo þröng að taka varð töskurnar af klyfjahestunum áður en þeir fóru upp. Hestamir koma upp Bræðraklif. Hafragjá i baksýn. í ljós morguninn eftir þegar aðeins fjórir hestar voru eftir í henni. Hin- ir höfðu farið til baka um 10 kíló- metra leið. Við þetta töfðust ferða- langamir í fjóra tíma og þijár skeif- ur töpuðust. Þegar loks var haldið af stað að nýju var stefnan tekin á Tóvegg í Kelduhverfí. Riðið var eftir vegi að Rauðhól og þaðan eftir gömlum reiðvegi, Bláskógavegi. Fyrst var komið að eyðibýlinu Undirvegg og síðan að Tóvegg. Hafði verið samið um að fá gistingu hjá bræðrunum Sveinunga og Adam og ráðskon- unni Sigríði. Voru móttökur vegleg- ar og hestunum til að mynda boðið upp á tún. Daginn eftir var haldið að Hlíðar- haga við Eilífsvötn. Fyrst var riðið suður hjá Meiðavöllum eftir göml- um hestagötum í gegnum skóg- lendi. Þegar komið var á vestur- barm Ásbyrgis stóðu bæði hestar og menn bergnumdir og störðu yfír Asbyrgi og norður yfir. Veltu sum- ir fyrir sér hvaða tilfínningar bærð- ust með hestunum við þessa fögru sýn, því svo virtist sem þeir væru jafn hugfangnir og mennimir. Ekkert var áð að ráði fyrr en í gömlu túni við eyðibýlið Svínadal. Þaðan var hestagötum fylgt um Hólmatungur og komið að Hafra- gilsfossi og Dettifossi. Fór fólkið fótgangandi um dálitlar klungur og kom að fossinum vestanmegin þar sem hann blasir vel við. Síðan var haldið í Grænulág og í Hlíðarhaga við Eilífsvötn, en þar var Stefán í Vogum aftur kominn og var með heitt kaffí á könnunni. Netbút höfðu þeir með sér og lögðu hann í vatnið. Fyrsta verkið um morguninn var að vitja um og dragandi hinnar eiginlegu ferðar á enda. Út í óvissuna Nú tók óvissan við. Talið er að Bjami Oddsson sýslumaður á Burstafelli hafi farið Biskupaleið síðastur manna árið 1636, en þá drukknaði einn manna hans í Jök- uisá. Þá er fræg vísan sem leiðsögu- maður Odds biskups Einarssonar átti að hafa ort er biskupi dvaldist á leiðinni sunnan Sprengisand. Leiðsögumaðurinn átti að bíða við Kiðagil en þraut nestið. Skrifaði hann vísu þessa í leirflag með staf sínum: Biskups hefi ég beðið með raun, bitið lítinn kost. Áður en lagði á Ódáðahraun át eg þurran ost. Elsta frásögn sem til er af ferðum þvert yfir Ódáðahraun er í Hrafn- kels sögu um ferð Sáms á Leikskál- um. Segir þar að Sámur hafí riðið frá Möðrudal „til Herðibreiðstungu" og síðan vestur um Ódáðahraun. Hefur leið þessi einnig verið nefnd Sámsvegur. Talið er að biskupar hafí farið yfír Ódáðahraun fjórða hvert ár á vísitasíuferðum sínum til Austur- lands. Er trúlegt að leiðin hafí alla tíð verið vandrötuð, enda fóru bisk- upar ekki þama yfír nema með vönum fylgdarmanni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.