Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988
B 33
Bjórinn, vínið og Biblían
Fjölmargir andstæðingar bjórs á
íslandi hafa skrifað í blöðin undan-
farið og flestir hamrað á þeim rök-
um að neysla áfengs öls hér á landi
mundi leiða til aukningar heildar-
neyslu áfengis. Það er ef til vill
rétt, en ósannað og þar með segja
þeir að myndi aukast „áfengisböl-
ið“. Þar er ég algjörlega á öndverð-
uni meiði. Ég hef ferðast um næst-
um þijátíu lönd í þrem heimsálfum
og kynnst hvemig mikill fjöldi
manna fer með áfengi. Maður sér
fólk fá sér bjórkrús eða glas af léttu
víni til að gleðja hjarta mannsins
eins og segir^ í hinni helgu bók.
Þetta kunna íslendingar ekki. Ég
hef séð menn hér á landi svolgra í
sig brennda drykki, oft óblandaða,
uns þeir tapa vitglórunni, æða um
öskrandi og beijandi hvað sem fyr-
ir verður, eða leggjast útaf ælandi.
Mig minnir að Halldór Laxness segi
einhvers staðar að þegar ofdrykkju-
maðurinn komi fullur heim þá beiji
hann bömin, dragi konuna á hárinu
og jafnvel hleypi út hænsnunum.
Þetta er áfengisbölið. Þetta hef ég
hvergi séð erlendis. Þó drekka ís-
lendingar minnst áfengi á mann
allra Evrópuþjóða. Því er nefnilega
þannig varið að áfengisbölið fer
ekki eftir heildarmagni, heldur
drykkjusiðum.
Það hefur ekkert verið gert til
þess að bæta drykkjusiði Islend-
inga. Bjór hefur ekki fengist og
léttum vínum haldið óhóflega dýr-
um miðað við sterk vín. Því er það
eðlilegt að vínmenning suðrænna
þjóða sé okkur framandi.
Nýlega sá ég í Velvakanda nýtt
innlegg f baráttunni gegn bjómum.
Sigfús B. Valdimarsson segist hafa
látið glepjast af „vínmenningunni"
og leiddist út í drykkjuskap og alls-
kyns volæði. Svo segir hann: „En
þá skeði kaftaverkið: Jesús frelsaði
mig. A einu augnabliki leysti hann
mig frá áfengi og tóbaki o.fl. svo
mig hefur aldrei langað í það síðan.“
Svo vitnar hann í Orðskviði hins
vitra konungs Salómons Davíðsson-
ar, þar sem er varað við víndrykkju.
Salómon konungur hefúr eflaust
verið andvígur ofdrykkju, en alls
ekki bindindismaður. Hann segir á
öðrum stað í Orðskviðunum: „Gefið
áfengan drykk þeim sem kominn
er í örþrot og vín þeim sem sorg-
bitnir eru. Drekki hann og gleymi
fátækt sinni og minnist ekki framar
mæðu sinnar.“ (31:6—7. v.)
Einna mesta lífsspeki, sem ég
hef fundið í hinni helgu bók eru
hjá Predikaranum. Þar segir: „Far
þú og et brauð þitt með ánægju og
drekk vín þitt með glöðu hjarta."
(9:7. v.) Ennfremur: „Til gleðskapar
búa menn máltíðir og vín gjörir lífið
skemmtilegt." (10:19. v.)
Þá er ekki úr vegi að minnast
þess að sá hinn sami Jesús, sem
gerði kraftverkið á Sigfúsi B. Valdi-
marssyni, á einu augnabliki, gerði
sitt fyrsta kraftaverk á einu augna-
bliki fyrir nærri tvö þúsund árum.
Hann ætlaði eiginlega ekki að gera
neitt kraftaverk þá, en lét undan
suðinu í mömmu sinni. Þannig stóð
á að Jesús var staddur í brúðkaups-
veislu og vínið þraut fyrr en skyldi.
Jesús lét þá fylla sex stór ker af
vatni og í einu vetfangi breytti hann
vatninu í vín. Og það var nú ekkert
sull. Þegar meistarinn hafði borið
vínið fyrir gestina sagði hann við
brúðgumann: „Hver maður setur
fyrst góða vínið fram, en þegar
menn eru orðnir ölvaðir, hið lakara.
Þú hefur geymt góða vínið þangað
til nú.“
Já, mikinn vísdóm getur maður
sótt í hina góðu bók og fleiri tilvitn-
anir fínnast þar um vínið, sem gleð-
ur hjarta mannsins.
Ragnar Þorsteinsson
Leiqjum út
MAZDA 323 '87 ára.
á alveg ótrúlegu veroi.
Vandaðar ódýrar
veggskápasamstæður
frá Finnlandi
„TIMANTTI 10 LUX“ skáparnir eftirspurðu eru komnir aftur
Verslunin er flutt að Suðurlandsbraut 32
HUSGÖGN OG
INNRETTINGAR
SUDURLANDSBRAUT32
TT
68 69
Létturjjúfurog
Þú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar í svefn og hvíld.
Því skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda
sem veitir höfði og hálsi nákvœmlega réttan stuðning.
Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ítrustu
kröfum vandlátra notenda og er prýddur fjölmörgum
kostum: t
• Hann er gerður úr hreinu náttúrugúmmíi, - sérstaklega
hreinlegu efni sem hrindir frá sér ryki og öhreinindum og
þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá
sem þjást af ofnœmi, asma og heymœði.
• 3000 rörlaga loftgöt sjá um að loftið leikur um koddann
að innanverðu, - einstakf loffrœstikerfi sem tryggir
jafnframt að koddinn heldur ávallt Iðgun sinni, er mjúkur
og fjaðurmagnaður.
Haltu þér fast! - Verðið kemur á óvart!
^__„ -rjro (
Við erum með tvær gerðir af Latex koddum:
Þynnn gerð á kr. 1.030,-. Þykkari gerð á kr. 1.410,-. ~
LYSTADÚN
SMtEUUVEGI 4 KÓPAVOGi SÍMI 79788
<5> Dunlopíllc
Söluaðilar:
Hagkaup - Ingvar og synir - Amaro-Akureyri