Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 B 5 Svo haldið sé áfram með ferða- söguna voru ferðalangamir staddir í Grafarlöndum. Þar var vistunum deilt niður í töskumar og þær vigt- aðar. Nú var beitt vel og hestunum brynnt því frá Grafarlandaá var ekki deigan vatnsdropa að fá handa hrossi allan daginn. Það getur því orðið afdrifaríkt ef einhverjar tafír verða á leiðinni. En allt gekk vel. Ferðalangamir fundu allflestar vörðumar sem get- ið er um í heimildum þótt sumar þeirra hafí verið lítið annað en brot. Það sem reyndist erfíðast var að þama hefur margt breyst vegna eldgosa frá því að síðast var farið þama yfír með hross. Sérstaklega vegna eldgoss í Sveinagjá árið 1875. Nýja hraunið er mjög illa bmnnið og auk þess hafa nýjar gjár myndast þvert á leiðina nálægt eystri bakka Sveinagjár. Varð að krækja fyrir þær. Töldu félagamir að leiðin hefði verið greiðfærari áður þótt ekki sé hún ógreiðfær nú. Skiptist á sandborið hraun og hellu- hraun og þurfti að krækja fyrir kletta. Mestu máli skipti að hitta á réttu leiðina, sérstaklega til að kom- ast yfír gjámar sem vom mjög breiðar. Sveinagjá var tveggja kfló- vatnssveit. Hann var það nálægt heimaslóðum að heimþráin yfírbug- aði hann. Jón lenti í að eltast við hann í eina og hálfa klukkustund á meri sinni, homfírskrar ættar. Varð honum að orði eftir að hafa handsamað garpinn að hann hefði verið yfírbugaður af þingeyskri þijósku og homfirskri frekju. Komið á slóð Gnúpa-Bárðar Nú vom fjórmenningamir komnir á slóð Gnúpa-Bárðar landnámsmanns sem fyrst bjó í Bárðardal. Bárður ákvað að nema land á ný á Suðurlandi. Fór hann Vonarskarð milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls og suður með Vatnajökli og niður í Fljótshverfí. Hvaða leið hann fór nákvæmlega er ekki vitað og ekki heldur hvenær hann flutti búferlum. En hópurinn lagði af stað úr Suðurárbotnum og var riðið niður með Suðurá að Svartárkoti. Farið er yfír hraunið og komið að Skjálfandafljóti hjá Skafeyri og síðan haldið upp með fljótinu og stefnt á Öxnadal nokkru fyrir Leið Gnúpa-Bárðar hefur veríð auðveldari yfirferðar á landnámsöld þegar Tröllahraun var ekki runnið. Hér fóta hestarnir sig eftir hrauninu þar sem það leggst þétt upp að fjallshlíðinni. metra breið og Hafragjá kflómetri. Gjábarmamir vom 15—20 metra háir. Ekki var hægt að komast nema á einum stað niður í þær og upp úr þeim. Gekk óhappalaust að komast yfir, nema á einum stað þar sem hraun molnaði undan klyfja- hesti. Hékk hann á klyfjunum með afturfætuma ofan í hyldýpisgjá. Hesturinn var ótrúlega rólegur meðan klyfjamar vom teknar af honum og þegar t^kið var í stertinn á honum rykti hann sér upp. Hest- urinn rispaðist aðeins, en var heill að öðm leyti. Þegar leið á daginn rigndi og vatn settist í hvilftir í klettum og urðu hestamir fegnir því að geta sleikt það upp. En lítið hefði þurft til að villast. Þegar komið var lang- leiðina yfír Ódáðahraun skall á þoka fyrir aftan þá. Er ekki gott að segja hvemig ferðin hefði gengið hefði þetta gerst fyrr, enda ekki nokkur leið að rata þama ef vörðurnar sjást ekki. Ætlunin var að fara í Suðurár- botna um kvöldið, en hópurinn kom í svartaþoku á bflaslóð sem bar hann af leið. Lenti hann í Krákár- botnum í staðinn, en þar var girðing og nægur gróður. Var slegið upp tjöldum og hestunum beitt vel. Vom menn og hestar hvfldinni fegnir eftir fjórtán stunda ferð, þrátt fyrir að hún hefði verið auð- veldari en menn höfðu búist við. Næsta dagleið var stutt, enda kom í ljós að kofinn í Suðurárbotn- um var aðeins fímm kflómetra und- an. í Suðurárbotnum upphófst mik- ill eltingaleikur við hestinn sem fenginn hafði verið að láni í Mý- norðan Kiðagil. Þar var rafmagnsgirðing sett upp og tjaldað. ' Daginn eftir var farið upp úr dalnum, sunnanmegin í Krókasteikarmosa og Neðri-Botna. Síðan eftir Laufrönd og um Marteinsflæðu og aftur komið að Skjálfandafljóti og suður með því. Gist var í Gæsavatnakofanum og þótti ferðafélögunum hann jafn á við sjö stjömu hótel, enda biðu þeirra þar kögglar fyrir hestana og dýrindis matur og franskt rauðvín fyrir mannfólkið. Frá Gæsavötnum lá leiðin í Syðri-Hágöngur. Kom nokkuð á óvart hve Vonarskarð reyndist auðvelt yfírferðar. Megnið af því er slétt, sem gerir það að verkum að yfír því liggur bleyta, en þama eru vatnaskil Skjálfandafljóts og Köldukvíslar. Illfært er upp með Skjálfandafljóti að vestanverðu og nauðsynlegt að fara austur yfír við Hnífla. Síðan er farið yfír sandöldu og yfír aðra á og stefnt yfír vatnaskilin og að Deili. Var þar tekinn útúrdúr til að komast í Snapadal, en þar eru hverir og mikið háhitasvæði. Áttu þar að vera snapir eins og nafnið gefur til kynna, en þar var meira en það, því hestamir komust þama í káfgróður í 1.100 metra hæð. Kolufell og Skrauti em tvö fell sem riðið var hjá. Á milli þeirra er Tvflitaskarð og mætast þar skriðurnar úr þessum tveimur fellum, önnur hvít og hin svört. Var tekinn annar útúrdúr til þess að sjá þetta þrátt fyrir að þetta hafi ekki endilega verið auðveldasta leiðin. Er komið niður að Kvíavatni hinum megin og stefnt í Syðri-Hágöngur. Var tjöldum slegið upp á örfoka sandi, en þar áttu þeir félagar bæði grasköggla og hafra handa hestunum. Næsta morgun var stóra spumingin hvemjg komast ætti yfír Köldukvísl. Áin flæmist yfír sandinn og ekki kom minna vatn úr Sveðju sem kemur úr jöklinum. Þær falla báðar á sléttlendi og breytast mikið og hætta er á sandbleytum. Ferðalangamir færðu sig í laxapoka, sem reyndust hinar bestu vöðlur. Síðan var haldið út í ána og fann Ámi fyrirtaksvað á henni en hestamir fylgdu ekki heldur fóru beint yfír ána. Þar var heldur dýpra, en þó ekki sund. Létti mönnum við að komast yfír Köldukvísl, enda hafði hún verið einn óvissuþátturinn í ferðinni. Nú var stefnan tekin beint í austur upp með Sveðju í átt að jökli. Þá var farið milli hrauns og hlíðar og reyndist færið þar eins og á besta skeiðvelli allt þar til komið var að Tröllahrauni. Litlar lýsingar höfðu fundist af þeirri leið en Pálmi Hannesson taldi að þessi leið væri vart fær nokkru kvikindi. Hraunið rann árið 1862 og var því ekki til á landnámsöld þegar Bárður fór þarna yfír. Er hraunið mjög brunnið og leggst yfír gamla hraunið alveg að hlíðinni. Hefði verið betra að fara frá hlíðinni fyrr en þeir gerðu. Hraunið er varasamt og sums staðar örþunn skán yfír gjám. Ámi var nærri kominn niður úr þegar hraunið hrundi undan reiðhesti hans. Hesturinn var kominn með framfætuma á hinn bakkann og hífði sig upp. Var hraunið helsti farartálminn niður í Jökulheima. Aftur lentu þeir í smávillum áður en þeir komust í Jökulheima í myrkri. Girðingunni var slegið upp og hestamir fengu þama köggla en mennimir niðursoðna villisvínasteik í rauðvínssósu og aspassúpu í forrétt og ávexti úr dós í eftirrétt. Ekki spillti að þama hittu félagamir fólk í fyrsta sinn í langan tíma. Aðstaðan var góð, meira að segja til hárþvotta, sem sumum þótti vera orðin þörf á. í kröppum dansi við Langasjó Daginn eftir lá aldrei eins við að félagamir kæmust ekki það sem þeir höfðu ætlað sér. Ætlunin var að reyna að fara milli Langasjávar og jökulsins og í Grasver. Þeir lögðu frekar seint af stað og var Tungnaá orðin frekar mikil. Héldu þeir í Stóraver og þar var mikill gróður svo hestamir fengu loksins eitthvað annað að éta en köggla. Fylgdu þeir jeppaslóð sem liggur upp í Tungnaáríjöll. Þegar hún beygir til vesturs yfírgáfu þeir hana og komu þá á brúnina fyrir ofan Langasjó, nálægt eystri enda hans. Urðin var úfín og það var greinilega ís í henni ennþá. Þegar komið var að ánni lá hún alveg upp með fjallinu. Þetta var heljarmikið fljót og í því botnlaus sandbleyta. Virtist sem svo að hópurinn væri strandaður þama nema hann kæmist hátt upp í fjallið. Karl fór einn af stað til að kanna hvort nokkur leið væri að komast upp §allið og hvemig umhorfs væri hinum megin við það. Hann taldi þetta reynandi og gaf hinum merki um að fylgja sér og fara þeir að reyna að fíkra sig á eftir honum. Ámi fór á undan og þegar hann er kominn utan í fyallið og tveir hestar á eftir honum fer hlíðin öll af stað og vellur eins og hafragrautur niður. Sem betur fór var enginn hestur nákvæmlega þar sem skriðan fór af stað. Kom í ljós að laus urðin lá ofan á klaka. Nú hafði hópurinn skipst í tvennt en á endanum komust allir upp. Þökkuðu félgamir því að hestamir voru orðnir vanir saman og rákust mjög vel að hægt var að klöngrast þama upp. Þegar hópurinn kom að fjallinu þar sem Útfallið kemur í kom aftur babb í bátinn. Þar lá áin einnig alveg upp við fjallið og hópurinn var aftur strandaður. Áin var mikil en botninn var betri þama og aftur var reynt að finna leið. Meðan Karl fór í leiðangurinn varð að stöðva hrossahópinn á eyðisandi. Komið var myrkur og var ákveðið að setjast að þama um nóttina. Það rigndi og sandurinn loddi bæði við menn og skepnur. Drógu menn sandinn meira að segja með sér niður í svefnpoka, bmddu hann og hvað eina. Komu kögglamir, sem aldrei vannst tími til að gefa fyrr um daginn, að góðum notum þama. Karl kom með þær fréttir að fært væri í Grasver, en þeir ákváðu þó að vera um kyrrt. Var þetta heldur ömurleg nótt en þeir voru þó fegnir að vita að þeir hefðu komist það sem þeir ætluðu sér. Ekki varð svefnsamt þessa nótt og var haldið snemma af stað til þess að fá ána eins litla og mögulegt var. Ágætt vað fannst, en hestamir vildu þó ekki út í. Lentu mennimir nú í miklu brasi sem endaði með því að þeir tóku upp rauðan grannan kaðal og þrengdu að hestunum þar til þeir gáfu sig og fóru útí. Stefnan var tekin í suður og farið yfir Skaftá í nokkrum kvíslum. Reyndist hún ekkert erfið yfírferðar. Nú var farið fyrir austasta Lakagíginn í Fljótsodda og stefnt í Fremri-Eyrar og þaðan haldið í Blæng. Var þar gott graslendi og gamall kofi. Þar var áð í þijá tíma og klárunum leyft að bíta. Næsti áningarstaður var Miklafell, en þar er hálfgert þorp, skáli og nokkur hesthús. Hefði hver getað haft sitt eigið hesthús. Undu kappamir sér vel þama næsta morgun í góðu veðri. Þeir breiddu allt dótið til þerris og hristu af því sandinn. Hitinn var rúmlega 20 stig og smá gola. Nokkuð var áliðið dags þegar haldið var af stað og nú var ferðinni heitið í byggð. Var riðið léttan og komið niður að Þverá í Fljótshverfí. Var það fyrsti bærinn á leið þeirra frá því þeir yfírgáfu Kelduhverfíð 12 dögum fyrr. Fjórir fjallhressir vom komnir til byggða og leið Gnúpa-Bárðar að baki. Voru liðnir 15 dagar frá síðasta baði og var ekki laust við að menn fyndu fyrir tilhlökkun að komast í sundlaugina á Kirkjubæjarklaustri. En fyrst þurfti að koma hestunum fyrir og fengu þeir góða girðingu hjá Lárusi á Klaustri. Hinir fjórir fjallhressu félagar stormuðu síðan inn í matsalinn á Hótel Eddu, skildu ekkert í hvað var starað á þá. Þóttu þeir víst nokkuð skítugir. Var nú lífinu tekið með ró í einn og hálfan dag á Kirkjubæjarklaustri en þar skildu leiðir. Árni og Jón ákváðu að fara ríðandi til Reykjavíkur en þeir Karl og Grettir þurftu að sinna öðrum verkefnurn. Gekk ferðin vel hjá þeim Áma og Jóni um syðri Fjallabaksleið. Hittu þeir hressan ferðahóp í Hvanngili og aftur komust þeir í mannfagnað í Þórsmörk, en þar hittu þeir félaga Jóns í kór Langholtskirkju. Á þrítugasta og öðrum degi vj lokaðist hringurinn er Jón og Árni riðu í hlaðið á Blikastöðum. Langt . og strangt ferðalag var að baki og ... bæði menn og hestar heilir eftir happasæla ferð um kunnar og ókunnar slóðir. ÁH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.