Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 B 13 kristilegra demókrata þess efnis að stjóm hans sæti heilt kjörtímabil. Þetta samkomulag varð landinu til blessunar og stuðlaði að velgengni í efnahagsmálum, en það fór út um þúfur vegna þess að Craxi virtist því mótfallinn að kristilegir demó- kratar fengju embætti forsætisráð- herra. Eftir kosningamar í júní í fyrra vissi Craxi að hann yrði að sfyðja mann úr flokki kristilegra demó- krata í forsætisráðherrastöðuna, en hann vildi ekki að gert yrði sams konar samkomulag og hafði tryggt stjóm hans sjálfs langlífi. í raun og vem kom hann í veg fyrir það með neitunarvaldi að De Mita yrði forsætisráðherra í fyrsta skipti. De Mita vildi ekki taka að sér stjómar- myndun nema því aðeins að hanri gæti verið viss um að hanri yrði ekki hrökklast frá völdum að stuttu tíma liðnum, en Craxi vildi að mynduð yrði veik bráðabirgða- stjóm. Svo fór að Giovanni Goria, 44 ára gamall kristilegur demókrati, myndaði samsteypustjóm kristi- legra demókrata, sósíalista, lýðveld- issinna, sósíaldemókrata og frjáls- lyndra. Kristilegir demókratar höfðu talið Goria 5. vænlegasta forsætisráðherraefni sitt og líf stjómar hans var í höndum Di Mita og Craxi. í nóvember baðst hún lausnar, en fékkst til að sitja áfram. í lok janúar ræddust De Mita og Craxi við í aðalstöðvum sósíalista, að því er virtist vegna þess að De Mita hafði friðmælzt við kommún- ista til að hræða Craxi. Eftir’fund- inn var sagt að þeir hefðu samið „vopnahlé" og að „þíða“ mundi taka við. Hún varð þó ekki langlíf, því að Goria varð að segja af sér 10. febrúar þegar hann fyrirskipaði að vinna skyldi hafín á ný við smíði umdeilds kjamorkuvers þrátt fyrir andstöðu sósíalista. Þing kristilegra demókrata fer fram í lok apríl og sumir leiðtogar þeirra munu hafa viljað að De Mita yrði forsætisráðherra í stað Goria og að nýr leiðtogi yrði valinn á flokksþinginu. Auk þess munu sum- ir stuðningsmenn Giulio Andreotti hafa grafíð undan Goria-stjóminni vegna þess að hann mun hafa hug á því að verða forsætisráðherra í sjötta sinn. Craxi, sem hefur verið kallaður „Machiavelli ítalskra stjómmála", hefur sagt um ástand- ið nú: „ítölsk stjómmál em orðin alltof flókin.“ „Opnun til vinstri?“ De Meta og Craxi gruna hvor annan um að reyna að mynda bandalag með kommúnistum, sem eru næst stærsti stjómmálaflokkur- inn og hefur verið haldið utan ríkis- stjómar í 40 ár. Á árunum 1976- 1979 gerðu kommúnistar kristileg- um demókrötum kleift að stjórna einir með því að sitja hjá í atkvæða- greiðslum á þingi og Craxi óttast að slíkt bandalag verði endurvakið. Þá mundu stóm flokkamir líklega ná samkomulagi um nauðsynlegar breytingar og Craxi réði ekki leng- ur lífi ríkisstjóma og hefði ekki fmmkvæði að pólitískum umbótum. De Mita hefur keppt að því verða endurkjörinn leiðtogi flokksins til næstu tveggja ára fjórða skiptið í röð, sem yrði einsdæmi. En þar sem hann reynir jafnframt að verða for- sætisráðherra kann svo að fara að hann verði að láta af leiðtogastarf- inu. Enn er þó ekki útilokað að hann verði einn örfárra forystu- manna auk Craxis, sem hafa gegnt báðum þessum embættum í senn. De Mita ákvað ekki að taka að sér stjómarmyndun fyrr en hann taldi sig komast að því að hann hefði möguleika á að mynda lífseiga ríkisstjóm. Takmark hans er að stjóma Ítalíu unz núverandi kjörtímabili lýkur 1992 og rétta við álit Kristilega demókrataflokksins. Hins vegar er óvíst að hann sitji lengi, ef honum tekst að mynda stjóm, því að það er enn lokamark- mið Craxis að binda enda á lykilað- stöðu kristilegra demókrata í ítölsk- um stjómmálum. — GH Ert þú í húsgagnaleit? Páskatilboð Valhúsgagna Kóbra sófasett 3+1+1, klætt brúnu nautsleðri, anelínsútuðu og gegnum lituðu. Verð aðeins kr. 98.000,- afb. og 90.000,- stgr. Athugiðaðeins 11 sófasett. Lítið í gluggana um helgina. VALHÚSGÖGN Árrhúla 8, sími 82275 Líbanon: Tveir falla í loftárás- A um Israela Sídon í Líbanon, Reuter. ÍSRAELAR gerðu í gær fimm loftárásir á búðir skæruliða í Suður-Líbanon. Að minnsta kosti tveir féllu og 15 slösuðust. Fjórar ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á. búðir tveggja palest- ínskra skæruliðasamtaka nærri bænum Sídon sem er um það bil 40 km fyrir sunnan Beirút. Er Abu Nidal leiðtogi annarra samtakanna. Árásimar í gær vom hinar þriðju síðan 12. mars og fjórða árásin á landsvæði Líbanons á þessu ári. í fyrri árásum féllu 22 menn. L— Ingvar Helgason hff. Sýningarsalurinn, Rauöagerði Sími: 91 -3 35 60 Fullur salur af fallegum bílum. - Verið velkomin í sýningarsal okkar að Rauðagerði. Alltaf heitt á könnunni. Einnig sýnum við, um helgar á sama tíma, í nýja sýningarsalnum hjá BSV. að Óseyri 5, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.