Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 LiðsmaAur Rauðu herdeildanna, Antonio Giustini, liggur í valnum eftir misheppnað rán í Róm. Hryðjuverkamanna leitað í Þýzkalandi: Ný alda framundan? Höfuðpaurarnir í Action Directe (Rouiilan, Cipriani, Aubron, Menigon): Mótmælasvelti fékk litla samúð. LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM? Hrydjuverkum vinstrihópa I Vestur-Evrópu hefur fækkað. Á Ítalíu hafa þrír af leiðtogum Rauðu herdeildanna — Brígati Rosse — lýst þeirri skoðun sinni að hreyfingin sé dauð. Helztu leiðtogar Action Directe í Frakklandi hafa verið dæmdir. Minna fer fyrir hryðjuverkamönnum í Vestur-Þýzkalandi en áður og svipaða sögu er að segja í fleiri Vestur-Evrópulöndum. ótt ekkert lát virðist á hryðjuverkum þjóðem- issinnaðra Baska og liðsmanna Irska lýð- veldishersins (IRA) hafa þær hreyfingar einnig orðið fyrir áfollum. Samt draga margir í efa að sögu hryðjuverka evrópskra vinstrihópa sé að fullu lokið og ótt- ast að ný alda hryðjuverka kunni að ríða yfir áður en langt um líður — að þótt nú sé allt með tiltölulega kyrrum kjörum sé það aðeins log- nið á undan storminum. í lok janúar handtók lögreglan í Róm Antonio Fosso úr Rauðu her- deildunum skammt frá heimili leið- toga Kristilega demókrataflokks- ins, Ciriaco De Mita. A honum fannst minnisbók með upplýsingum um ferðir stjómmáiamannsins. Lögreglan er sannfærð um að Fosso, sem hefur verið á flótta síðan 1983, hafí unnið að undirbúningi árásar á De Mita. í bókinni var einn- ig að finna upplýsingar um ná- kvæmt eftirlit, sem hryðjuverka- menn höfðu haft með byggingum og götum í einu úthverfi Rómar, þar sem margir stjómmálamenn, rannsóknardómarar og herforingjar búa. Lögreglumenn og sérfræðingar í hryðjuverkum óttuðust að leifar Rauðu herdeildanna mundu láta til skarar skríða 16. marz, réttum 10 árum eftir ránið á Aldo Moro, for- sætisráðherra kristilegra demó- krata, sem var myrtur 54 dögum eftir að honum var rænt. Undirbún- ingur árásarinnar á De Mita virtist langt kominn, en lögreglunni tókst ekki að hafa hendur í hári fleiri manna úr árásarflokknum, sem var skipaður a.m.k. 25 mönnum. Náðunarherförð Ekki dró til tíðinda 16. marz. Viku síðar komu þrír lífstíðarfangar úr Rauðu herdeildunum, Renato Curcio, stofnandi þeirra, Barbara Balzerani og Mario Moretti, sem stjómaði morðinu og ráninu á Moro, fram í sjónvarpsviðtali og sögðu að „sögulegar og pólitískar forsend- ur“, sem hefðu leitt til stofnunar Rauðu herdeildanna, hefðu breytzt og „hin vopnaða barátta" hefði ver- ið brotin á bak aftur. Þau báðu ítölsku þjóðina að skilja ástæðurnar á bak við hina miklu ofbeldisöldu áranna 1977-1980, þegar 17 vom myrtir, mörgum öðmm var rænt og enn fleiri urðu fyrir skotárásum, og hvöttu til þess að hryðjuverka- menn yrðu leystir úr haldi og náðað- ir. Viðbúnaðurvið róttarhöldunum gegn Action D/recfe:Stálgirðing og vopn Þótt Rauðu herdeildunum tækist að myrða Giorgieri hershöfðingja, yfirmann eldflauga- og geimferða- stofnunar Italíu, í marz í fyrra hef- ur verulega dregið úr áhrifum þeirra síðan aðallögreglan, Pubblica Securezza, var endurskipulögð frá grunni og hún hóf miskunnarlausa herferð gegn hryðjuverkamönnum 1982. Nokkur víðtæk réttarhöld hafa farið fram og hundruðum helztu leiðtoga Rauðu herdeildanna hefur verið varpað í fangelsi. Nokkrum hefur verið sleppt, en um 800 eru enn í haldi. Síðustu réttarhöldin gegn Rauðu herdeildunum hófust fyrir 20 mán- uðum í hinu rammgerða Rebibba- fangelsi í Róm. í síðasta mánuði kröfðust sækjendur þess að 29 sak- borningar af 150 alls yrðu dæmdir í ævilangt fangelsi og aðrir sak- borningar í tveggja til 30 ára fang- elsi. Átta hinna ákærðu eru sakaðir um að hafa tekið þátt í morðinu og ráninu á Moro. í fyrri réttar- höldum voru 32 fundnir sekir um að hafa tekið þátt í morðinu á Moro, en ný sönnunargögn komu fram vegna þess að margir hryðju- verkamenn voru handteknir eða hlupust undan merkjum og ný rétt- arhöld voru fyrirskipuð. Krafan um náðun hryðjuverka- manna sýnir að andrúmsloftið á Ítalíu hefur gerbreytzt síðan Rauðu herdeildirnar óðu uppi. Öflug bar- átta fyrir því að fá henni fram- gengt, II Perdonismo, virðist njóta talsverðs stuðnings, jafnvel meðal forystumanna í flokki Moros. Marg- ir útlagar úr Rauðu herdeildunum eru vissir um að þingið samþykki einhvers konar sakaruppgjöf til að stuðla að „sáttum“ og hyggjast snúa heim. Nú þegar hafa um 300 hryðjuverkamenn verið látnir lausir og 40 hryðjuverkamenn, sem hafa afneitað hryðjuverkum (pentiti) þurfa ekki að vera innan fangelsis- múranna nema um nætur og fá 45 daga orlof á ári. Sigur í Frakklandi í Frakklandi hafa félagar úr hin- um fámennu byltingarsamtökum Action Directe verið dæmdir, 20 árum eftir hinar miklu stúdenta- óeirðir, sem leiddu til stofnunar margra hryðjuverkasamtaka marx- ista í Evrópu. Fjórir helztu leiðtogar Action Directe, Joelle Aubron, Nathalie Menigon, Jean-Marc Roullon og Georges Cipriani, hlutu 10 ára fangelsi ásamt fjórum öðrum sakborningum, en 11 vægari dóma. Margra vikna mótmælasvelti, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.