Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 „ Halhu áfram ouS hreyfa. íaekurnO.. ég uil efclcr cé> þetfca. grxnm&ti klessist samCin.." Með morgunkaffmu Þér sem tókst að finna upp hjólbarða með þrefaldri endingu og óspringandi. — Þú ert rekinn! Vélfryst skautasvell í Reykjavík Til Velvakanda. Ég vil vekja máls á því hvort ekki sé kominn tími til þess að þeir, sem hafa umsjón með íþróttamálum borgarinnar fari að gera öllum íþróttagreinum jafnt undir höfði. Það eru jú til fleiri íþróttagreinar en handbolti, fótbolti og skíði. Á sama tíma og settur er upp gervigra- svöllur í Laugardal, skíðalyftum hrúgað upp í Bláfjöllum fyrir tugi milljóna og verið er að tala um að byggja rándýra handboltahöll, þá sitja flestar aðrar íþróttagreinar á hakanum. Flestar greinar fá þó ein- hvem „smápening" í samanburði við hinar þijár sem ég nefndi. Þó er ein íþróttagrein sem á undanfömum árum hefur verið látin álveg fullkom- lega afskiptalaus, og allt hefur verið gert til að drepa hana niður. Það er skautaíþróttin. Fyrir u.þ.b. tíu ámm var Melavöllurinn, helsta að- staða skautafólks, yfirleitt svo krökkur af fólki að varla varð þver- fótað þar. Þannig var það alia daga og öll kvöld. Samfara almennum skautaáhuga jókst áhugi á íshokký, og fer hann vaxandi ár frá ári. Gerð- ur var íshokký-völlur fyrir innan al- menna skautasvæðið og Skautafélag Reykjavíkur var endurvakið auk þess sem aftur var farið að keppa í bæjarkeppni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nú er svo komið að keppnin getur aðeins farið fram á Akureyri og við áframhaldandi að- stöðuleysi er Skautafélag Reykjavík- ur dauðadæmt. Stöðugt vaxandi áhuga gætir hjá ungum strákum þannig að félagið er komið til að vaxa og dafna með batnandi að- stöðu. Með tímanum fóm starfs- menn Melavallar að verða latir og undir lokin sprautuðu þeir helst ekki völlinn nema spáð væri frosti hálfan mánuð fram í tímann. Svo fóm þeir líka að spara ljósin og kveiktu þau ekki ef fáir vom á svellinu þó svo að kolniðamyrkur væri úti. Þ.a.l. fækkaði þeim stöðugt sem komu á skauta, þó að alltaf væri krökkt af fólki um helgar, ef það var þá svell. Nú em nokkur ár síðan Melavöll- urinn hvarf og síðan hefur eina að- staða skautafólks verið tjömin, ef aðstöðu skyldi kalla. Það er þeim formerkjum háð að til undantekn- inga telst að hægt sé að skauta á henni. Oftast nær er svellið svo skítugt að það verkar eins og sand- pappír á skautana eða þá tjörnin frýs eins og öldusjór. í vetur hefur í fyrsta skipti síðan Melavöllurinn var tekinn úr notkun verið hægt að fara oftar en tíu sinnum á skauta yfir veturinn þó hvert tækifæri væri notað. Það er líklega vegna þess að vallarstarfsmenn em að vakna af dvalanum, en þeir hafa myndast við að halda við svellinu í vetur. En nú er mál að linni. Á sama tíma og skautaiðkun borgarbúa er að lam- ast, hafa Akureyringar, það er fimm sinnum minna bæjarfélag; komið upp vélfrystu skautasvelli. Ég skora hér með á Davíð Oddsson borgar- stjóra að hann sjái til þess að komið verði upp vélfrystu skautasvelli og mannsæmandi aðstöðu fyrir skauta- áhugafólk. Strax og sú aðstaða kem- ur er ég ekki í vafa um að allur sá ijöldi Reykvíkinga sem fyllti Mela- völlinn hér á ámm áður myndi hrista rykið af skautunum og flykkjast á svellið. Sú aðsókn sem verið hefur á vélfrysta svellið á Akureyri ætti að sýna borgarstjóra sem og öðmm í borgarstjóm að oft var þörf en nú er nauðsyn. Við þetta ástand verður ekki unað lengur. Allir vita að Davíð Oddsson er stórhuga maður, en þar er enginn að biðja um einhverja glæsihöll fyrir nokkur hundmð millj- ónir. Það gera sér flestir grein fyrir því að það kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en í fyrsta lagi efitr 10—20 ár, og líklega aldrei. Það sem þarf er vélfryst skautasvell með til- heyrandi búningsaðstöðu, sem seinna væri hægt að byggja yfir, t.d. stálgrindarhús. Undanfama ára- tugi hefur einungis verið talað, og nokkmm sinnum hafa verið teiknað- ar skautahallir, en ekkert hefur ver- ið framkvæmt. Nú er kominn tími til fram- kvæmda. Ég skora á skautafólk að láta nú I sér heyra. Með þökk fyrir birtinguna. Sigurður Kjartansson, 7880-9477 Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI PVKI' §> b/ i " NÆ6TI." ri 33° V o o ff o Æt. íj?-" I ÁTTU EITTHV/AÐ vip hrotum •?" Það segir sig sjálft að af því ógrynni frétta sem daglega berst inn á ritstjóm Morgunblaðsins — og frá öllum heimshomum þar að auki — nær ekki nema örlítið brot fótfestu á síðum blaðsins þó að þær taki að gerast æði margar. Sumir fréttastúfamir em samt óneitanlega af því tagi að blaða- maðurinn er nánast með tárin í augunum þegar hann er að afgreiða þá í mslakörfuna. Einn af þessu tagi, sem barst fyrir tilviijun og eftir talsverða hrakninga inn á borð Víkveija, seg- ir frá þeim undmm og stórmerkjum vestur í San Francisco þegar pen- ingum tók allt í einu að rigna yfir mannskapinn. Uppsprettan var brynvarið bíltröll af því tagi sem notað er til peningaflutninga á þess- um slóðum og láðst hafði að loka nógu tryggilega áður en ferðalagið hófst. XXX Afleiðingin var sú að sem nú sá brynvarði búnaði þama eftir götunum belgfullur af dollaraseðl- um hmkku bakdymar upp á gátt án þess áð verðimir sem sátu í framendanum gráir fyrir jámum hefðu hugmynd um. Þegar þeir átt- uðu sig, höfðu sem svarar um 28 milljónum króna í gagnsæjum plast- pokum kosið frelsið ef svo mætti orða það. Svona eftirá fínnst yfírvöldum það þó jafnvel merkilegast við þessa uppákomu hve margir af þeim veg- farendum sem lentu í peningaflóð- inu, reyndust stálheiðarlegir þegar á hólminn var komið. „Peningar, peningar!" æptu menn að vísu há- stöfum þar sem þeir þustu útúr bílunum sínum og tóku til óspilltra málanna að tína peningaseðla eins og þeir væm staddir í dollara-beija- mó. En meira að segja húsmóðirin sem rogaðist heim með litlar ellefu hundmð þúsundir í reiðufé sá að sér og skilaði hveiju senti til lög- reglunnar. Frúin yrði ekki lögsótt, tilkynnti enda talsmaður hennar. Aftur á móti getur hann naum- ast vænst neinnar miskunnar ef löggunni tekst að góma hann, ná- unginn sem sást síðast hvar hann stóð í kösinni hlæjandi eins og vit- stola maður og hífði hvem sekkinn af öðmm upp á pallbílinn sinn. Einhvemveginn eiga menn síður von á því að hann reynist sérlega skilvís. Um daginn byijuðu menn aftur að tala um að Kolbeinsey yrði horfín af landabréfinu eftir fáeina áratugi með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir þjóðarbúið og að ekkert virtist til vamar þessu landi vom þama úti á reginhafí. Satt að segja finnst undirrituðum umræðan samt athyglisverðust fyrir þá sök hve menn em að reyna að vera fyrirhyggjusamir aldrei þessu vant — í orði að minnstakosti. Víkveiji á samt naumast von á því að grannar okkar í þessum heimshluta ijúki til eftir svosem hálfa öld og skipi okkur að snáfa af stómm flæmum í lögsagnamm- dæmi okkar á þeirri forsendu að einn óbyggilegur hólmi hafi sungið sitt síðasta. Það yrði einsog segir sig sjálft upphafíð að allsheijar ringulreið, enda er Kolbeinsey naumast eina útskerið í víðri veröld sem á eftir að lúta í lægra haldi fyrir náttúmöflunum. Satt að segja hefur Víkveiji fjarska litlar áhyggjur af því hvort Kolbeinsey verður til eftir hálfa öld. Hann heflir mun þyngri áhyggjur af því hvort það verði yfirleitt til nokkur veröld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.