Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Séra Kristján Vaiur Ingólfsson Þorbjörg Daníelsdóttir Við höfiim það þijú Þann 5. mai 1985 lézt ungur maður í biflyólaslysL Hann hét Leifur Dagur Ingimarsson og var tvítugur. Móðir hans orkti ljóð um ævi hans, eitt fyrir hvert ár. Við hðfum getið þess- arar ljóðabókar áður hér á siðunni, hún heitir Bókin utan vegarog er eftir Steinunni Eyj- ólfsdóttur. Bókrún gaf bókina út í fyrra og tvær konur hönnuðu fallegt útlit hennar. Fremst stend- ur að bókin sé til allra foreldra, sem missa börnin sín af slysför- um. Og Ifka til allra hinna. Einn daginn um hádegisbilið tökum við okkur far með Akra- borginni á fund Steinunnar, við Björg Einarsdóttir forsvarsmaður Bókrúnar. Við fáum ekki mælt á göngunni frá skipsflöl til Stein- unnar því vindarnir vefja okkur sgávarseltu og feykja hlýlegum dúðunum f kringum okkur. En þeim mun meira mælum við f notalegu eldhúsi Steinunnar, sem hefur bakað handa okkur lummur Við skrifum ykkur, kæru les- endur, til að hvetja ykkur til að nota tilboð vikunnar um messu- sókn. Þessi vika er kölluð kyrra- vika eða dymbilvika af því að kólfar voru settir í kirkjuklukkur til að gera hljóð þeirra dimmara svo sem hæfði angurværð þeirra atburða, sem gerðust á hinum helgu dögum vikunnar. Við þörfn- umst uppörvunar hvers annars. Þess vegna sendum við ykkur þær einlægu óskir að þið og við öll Rætt við Stein- unni Eyjólfsdótt- ur um sorgina og hitað kaffí. Það er góð og frið- sæl stund og margt ber á góma. Svo leiði ég talið að erindinu: — Þú ætlaðir að segja okk- ur, Steinunn, frá sorginni? Þegar Dagur dó var það eins og högg. Fyrst var ég dofín. Svo var það sárL Tómleikinn varð svo mikill og söknuðurinn. Það er eins og einhver fari langt í burtu, til Astralíu. Við sjáum hann ekki meira. Við gætum þó hringt til þeirra, sem fara til Ástralíu. En þegar ástvinir okkar eru dánir eru þeir famir og við erum eftir með sársaukann, söknuðinn og tóm- leikann. Fyrstu vikumar er sorgin svo sár að hvað sem maður gerir er það bara eins og verkjatafla. Sársaukinn kemur alltaf aftur. En þegar dagamir líða kemur notum þessa kyrrðardaga til íhug- unar svo að sálir okkar njóti þeirr- ar blessunar, sem Guð vill gefa okkur núna í þessari viku. Lesum Ritningamar heima, biðjum, hug- leiðum, tölum saman um atburði skirdagsins og föstudagsins langa. Og fórum í kirlgu. Föstu- messur em haldnar um allt landið. Sálmar verða sungnir, orðið lesið og bænir beðnar. Það styrkir sál okkar, mildar hana og blessar. lækningin. Tíminn læknar öll sár. Ég vann mig út úr sorginni með því að skrifa bókina En ég var líka að hugsa um aðra. Aðalatrið- ið er að fá frið í staðinn fyrir tó- mið. — ÞÚ hafðir misst annan son þinn þegar Dagur fæddist. Brástu svipað við þá? Nei, það er heldur ekki við því að búast að ungt fólk geti unnið sig á sama hátt út úr sorg sinni og fólk getur gert þegar það er orðið þroskað. Elzti sonur minn var tveimur ámm eldri en Dagur. Hann var eina bamið mitt þegar ég missti hann. Það em vonbrigði að missa uppkomin böm en sár- ara að missa lítil böm. Þegar ég missti hann fór ég að lesa um og fhuga annað lff. Sorgin og ást- vinamissirinn gefur okkur lífs- reynslu í stað lífsgleðinnar, sem við missum. Við læmm að skilja aðra miklu betur þegar við göngum sjálf f gegnum mótlætið. Við læmm Uka að gera ekki veður út af smámunum. Það er maður- inn, sem skiptir mestu máli. — Heldurðu að sorgin snerti alla í fjölskyldunni á sama hátt, foreldrana, systkinin og aðra? Lát maka verður sárast fyrir mótpartinn. Lát bams verður venjulega erfíðara fyrir móðurina en föðuriim. Hún vill oft vera í friði með sorgina. Hann vill kannski láta Ifta svo út út á við sem allt sé f lagi. Og kannski vill hann drffa sorgina af. Hann segir eftir jarðarförina: „Nú hendum við þessum blómum.“ Og seinna segir hann: „Nú fömm við út að skemmta okkur." Bakslagið kann að koma seinna. Þá verður pabb- inn niðurdreginn en enginn veit hvað er að. Ég veit til þess að hjón hafa skilið vegna þess að þau misstu baraið sitt. Hjón ættu að læra að syrgja betur saman. — Telurðu að stundum viþ’i fólk ekki sleppa sorginni? Já, ég tel það. Fyrst vill maður halda f söknuðinn af því að maður á ekkert annað til minningar um þau, sem em dáin. Svo sleppir maður þessum söknuði og þá kemur aftur tóm. En svo kemur lækningin. Við fömm að vinna okkur út úr sorginni. — Ertu trúuð Steinunn? Ég trúði ekki á neitt áður en ég missti eldri son minn. Þegar ég var ung trúði ég lítið á Guð. Norðfjarðarkirkja Förum í kirkju Steinunn Eyjólfsdóttir við áritun ljóðabókar sinnar Bókarinnar utan vegar. Ég var búin að vera úti f Kaup- mannahöfn og stúdentar trúa lftið á Guð. En þegar ég missti bamið mitt fór ég að kynna mér öll þessi mál og þá fór ég að trúa á Guð. Það getur verið nauðsynlegt að halda sambandinu við Guð opnu. Hann getur ekki komið til okkar nema við opnum fyrir honum eins og venjulegum gesti. — Hvernig opnaðir þú fyrir Guði eins og veqjulegum gesti? Ég tala við hann á hveijum degi eins og hann sé við hliðina á mér. Guð kemur til mín þegar ég þarf mest á því að halda. Samt tala ég stundum bara við hann um hégóma. Guð er lifandi kær- leikur. Hann er alltaf. Svo þegar ég er kannski ekkert að hugsa um hann kemur hann til mín. Ég tala um þetta í einu kvæðinu í bókinni minni, kvæðinu Við höfum það þijú. Þá er ég að tala um okkur mæðginin og Guð. Þessi tilvitnun Steinunnar er í 11. kvæði hennar Ég sit á steini í miðju sólskininu og vorinu og finn friðinn mikla koma til mín. Held brotinni skel í hönd. Eins og brotin skel er líf manns. Og ég segi í huganum: Við höfum þetta af við tvö við höfum það saman. Og þá segir rödd Guðs í huganum: Við höfum það þijú ég vetð alltaf með ykkur Við ræðum meira um trúna Við ræðum um Jesúm, eilfft líf, eilffan kærleika, upprisuna. Stein- unn segist lfta á Jesúm sem frels- ara sinn, frelsara frá vondum hugsunum. Ekki frelsara, sem hafi gefíð sér og öllum opnar dyr til eilífs lífs. Ég verð áhyggjufull. Tek á mig sökina. Hefur predikun prestanna einhvers staðar brostið, spyr ég sjálfa mig. Ég minnist eins kvæðis Steinunnar úr ljóða- bók hennar, Villirfmi: Þið prestar ættuð að skammast ykkar ofan í hrúgu. Hvemig dirfist þið að predika ykkar eigin skoðanir í sjónvaip og útvaip og kalla það oið Drottíns. Svo verð ég áhyggjufull vegna þess að ég skuli verða áhyggju- full. Guð hefiir borið þessa konu f gegnum sorgina, þurrkað henni um augun og gefíð henni nýja gleði f hjarta sitt. Hún, skaparinn og frelsarinn munu halda áfram að tala saman. Hver er ég að draga það í efa að þau hafí það þ!jú? Brot úr sálmi frá 20. öld Jesús segir Ég er hjá þér jafnt í gleði og sorg. Ég er smiður, ég get hresst við hrunda draumaborg. Ég er lækn- ir. ég get grætt öll jarðnesk mein og sár eins og ég get einnig þerrað allra manna tár. Steinunn Eyjólfsdóttir Biblíulestur vikunnar Sunnudagnr: Mánudagur: Þriðjudagur: Miðvikudagur: Fimmtudagur: Föstudagur: Laugardagur: Lúkas 19.28—40 Pálmasunnudagur Lúkas 19.41—44: Jesús grætur Lúkas 19.45—48: Jesús reiðist Lúkas 21.34—38: Jesús áminnir Lúkas 22.14—20: Heilög kvöldmáltíð Lúkas 23.13—20: Krossfestu hann! Lúkas 23.50—56: Lagður í gröf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.