Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 2
2 B IWorflunMajiib /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 zzzri wmur w ' w ■■ 'Sé TTuari roð Bjarni Ásgeir Sigurðsson hefur verið sigurvegari tíu ár í röð í opna flokknum í júdó. Bjami lagði Svavar Carlsen að velli 1979 og síðan hefur sigurganga hans verið óslitin. 1980 lagði Bjami félaga sinn Halldór Guðbjömsson, 1981 Ómar Sigurðs- son, 1983, 1984 og 1985 keppti Bjami við Kolbein Gíslason. 1986 mætti hann Sigurði Bergmann og 1987 var Gísli Þorsteinsson mótherji hans. 1988 keppti Bjami aftur við Sigurð Bergmann og lagði hann á „ippon“ - eins og kemur fram hér á síðunni. JUDO / ISLANDSMEISTARAMOT Bjama lagði ií alla á „ippon Sýndi geysilegt öryggi og hefur sjaldan verið betri BJARNI Friðriksson vann sigur tíunda árið í röð í opnum flokki á íslandsmótinu í júdó sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans á laugardag. Sigur Bjama kom engum á óvart. Hann sigraði fyrst í opnum flokki árið 1979 og hefur jafnan varið þánn titil. Sigurinn á mHMHI laugardag var því Frosti tíundi sigur hans í Eiösson röð. Bjami var mjög skrífar öruggur í glímum sínum og vann þær allar á „ippon“, sem er fullnaðarsig- ur. Keppendur voru alls 28 á mótinu og var keppt í sex þyngdarflokkum. Keppt var í tveimur riðlum í opnum flokki. Jón Atli Eðvaldsson datt út eftir keppni við Bjamá og Halldór Hafsteinsson og Amar Marteinsson komst heldur ekki í undanúrslit eft- ir óvænt tap fyrir Gísla Víum og Sigurði Bergmann. Bjami vann síðan Gísla í undanúrslitum og Sig- urður, Halldór. I úrslitunum hafði Bjami betur í glímunni gegn Sig- urði og hreppti því bikarinn. Ann- ars var ekki mikið um óvænt úrslit á þessu móti. Flestir sigurvegar- amir hafa verið lengi staðið í fremstu röð og margir vörðu titla sína. Úrslit urðu þessi í einstökum þyngdarflokkum. í þeim flokkum þar sem keppt var í einum riðli er getið vinninga og heildarstiga fyrir glímur í sviga. - 60 kg. flokkur. 1. Gunnar Jóhannsson, UMFG 2. Baldur Stefánsson, KA. 3-4 Jón Gunnar Björgvinsson, Á Þór Kjartansson, Á. Sigur Gunnars kom nokkuð á óvart en hann varð síðast íslandsmeistari 1984. Jón Gunnar, sem er aðeins þrettán ára kom einnig á óvart með því að ná 3-4 sæti. Keppendur voru sex talsins. - 65 kg. flokkur. 1. Helgi Júlíusson............2v(17) 2. Magnús Kristinsson...........7v(7) 3. Óðinn Hólm.......................0 -71 kg.flokkur 1. Karl Erlingsson.............2(20) 2. Karel Halldórsson, Á........1(10) 3. Amar Eyfjörð, KA................0 Karl keppti í fyrsta sinn í þessum þyngdarflokki en hann hefur verið yfírburðarmaður í -65 kg. flokki þar sem hann hefur sigrað sex ár í röð. - 78 kg. flokkur. 1. Ómar Sigurðsson, UMFK.....3 (21 st.) 2. Hilmar Leifsson, Á........2 (20 st.) 3. Guðlaugur Halldórsson, KA..1 (7 st.) 4. Elías Bjamason, Á.........0 Hilmar kom mest á óvart með því að vinna bæði Guðlaug og Elías á „ippon“. Guðlaugur, sem er íslands- meistari U-21 varð að sætta sig við þriðja sætið. - 86 kg. flokkur 1. Halldór Hafsteinsson, Á..2 (11 st.) 2. Gísli Víum, VíkÓl..........1 (10 st.) 3. SigurðurÁmarsson, Á........0 - 95 kg. flokkur. 1. Bjami Friðriksson, Á.......3 (30 st.) 2. Arnar Marteinsson, Á..........2 (20 st.) 3. Guðmundur S. Ólafsson, UMFS..1 (10 st.) 4. Kristján Kristjánsson, Á...0 Bjarni létti sig um einn flokk frá því á síðasta Islandsmóti og varð öruggur sigurvegari. + 95 kg. flokkur. 1. Sigurður Bergmann, UMFG.......1 (10) 2. Jón Atli Eðvaldsson, Á...........0. Bjami Asgeir Friðriksson Fæddur: 29. maí 1956 Hæð: 1.90 m Þyngd: 95 kg Bjarni varð fyrst íslands- meistari í 86 kg flokki 1978. Síðan hefur hann unnið 20 íslandsmeistaratitla. Bjarni hlaut brons á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Morgunbiaðið/RAxBJaml Ásgelr Frlðriksson vann fullnaðarsigur á öllum mótheijum sínum í opna flokknum. »1 Fermeð því hugar- fari að sigra íSeoul - segir Bjarni Friðriksson „ÞAÐ blundaði alltaf í mér innst inni að vinna opna flokk- inn tíu sinnum í röð og eftir þennan sigur get óg farið að slaka á,“ sagði Bjarni Frið- riksson eftir að hafa full- komnað áratugssigurgöngu í opnum flokki á íslands- meistaramótinu í Júdó um helgina. Það verður þó nóg að gera hjá Bjama fram að Ólympíuleik- unum. Hann mun taka þátt í opna breska og hollenska mótinu í næsta mánuði en auk þess er á dagskrá Norðurlanda- og Evrópu- meistaramótið. „Ég kem til með að æfa mjög stíft fram að leikun- um í Seoul og þessi mót sem eru á döfinni hjá mér em hluti af þeim undirbúningi. - Átt þú einhverja möguleika á verðlaunasæti i Seoul? Júdóið snýst mikið um sálarfræði og ef maður trúir ekki á sjálfan sig þá hefur maður ekkert að gera í keppni. Ég fer því með því hugarfari að sigra á Olympíuleik- unum. Ef ég tryði því ekki þá gæti ég allt eins setið heima. ÉP - Hvað með aðra íslendinga? Halldór Hafsteinsson hefur æft mikið og er í mikilli framför, sama má segja um Sigurð Hauksson. Fleiri Júdómenn stefna einnig að sæti á Ólympiuleikunum.“ Næsta mót hjá Bjama er um næstu helgi er hann mun ásamt Halldóri Hafsteinssyni taka þátt í Opna hollenska meistaramótinu, viku síðar munu þeir keppa á Opna breska meistaramótinu ásamt Ómari Sigurðssyni. Norð- urlandameistaramótið fer síðan fram um miðjan apríl og Evrópu- meistaramótið mánuði síðar. Það fer eftir árangri íslensku keppend- anna á þessum_ mótum hveijir fylgja Bjama á Ólympíuleikana í Seoul sem fram fara í september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.