Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 3
B 3 jBwgnnMoMft /IÞROTTIR ÞREXnJDAGUR 29. MARZ 1988 HREYSTI Það er talið heilsuspillandi að vera of feitur (of feit) Reglulegt trimm getur hjálpað Offita er aigengt vandamál í vestrænum þjóðfélögum. Tíska getur ráðið einhvetju um það hveijir eru taldir of feitir á hvetjum tíma, en lengi hafa þó verið til ábendingar um það hvað er óæskilegt fitu- magn. Töflur, sem bera saman hæð og þyugd manna segja ekki alla söguna, því að beinastærð og vöðvamassi manna ráða miklu um líkamsþyngd. Við rannsóknir á offítu er oft miðað við það, að æskilegt fitu- magn sé nálægt 15% af líkamsþyngd hjá karlmönnum og 25% hjá konum, en visst lágmark fítu- efna er nauðsynlegt í öllum líffærum. Margar aðferðir hafa verið notaðar til að mæla og áætla fitumagnið. Nákvæ- mustu mælingarnar fara þannig fram að rúmmál líkamans er mælt með því að sökkva honum í vatn og síðan eru eðlisþyngdin og fítumagnið reiknuð með sérstök- um formúlum. Það er hins vegar algengast og einfaldast f fram- kvæmd að gera ummálsmæling- •ar. Þá er máibandi brugðið um nokkra staði á líkamanum, til dæmis upphandlegg, bijóst, maga, mjaðmir og læri, og nið- urstöður mælinganna notaðar til að reikna út hundraðshlutfall fítu af líkamsþyngd. önnur ein- föld aðferð er sú, að mæla þykkt húðfellinga á nokkrum stöðum, t.d. á upphandlegg, baki, síðu, maga og læri. Þessar niðurstöð- ur má á svipaðan hátt setja inn f formúlu og reikna út fítuhlut- fall líkamans. Fita er talin óæskilega mikil þegar karlmenn reiknast með meira en 20% og konur meira en 30% af þyngd. Offita tengist ýmsum sjúk- dómum og er talin skaðleg heilsu manna. Það hefur hins vegar reynst erfítt að sanna að offíta valdi öllum þeim sjúk- dómum, sem henni fylgja. Það er of langt mál að fara út í þá sálma hér, en hplstu sjúkdóm- amir eru: æðakölkun, hár blóð- þrýstingur, sykursýki hjá full- orðnum, slitgigt, gallblöðrusjúk- dómar, þvagsýrugigt, vissir nýma- og lungnasjúkdómar, geðtruflanir og sumar tegundir krabbameins. Megrun getur komið að gagni við meðferð á háum blóðþrýstingi og sykur- sýki fullorðinna, en mestu máli skiptir þó að forðast þá lifnaðar- hætti, sem leiða til offitu. í þessu sambandi er vert að nefna það, að bæði dýratilraunir og rann- sóknir á mönnum benda til þess að offíta í æsku auki hættu á offitu síðar á ævinni. Menn hafa jafnvel beint sjónum sínum að meðgöngutímanum og velt því fyrir sér hvort böm mæðra, sem þyngjast mikið í meðgöngunni, séu ekki í meiri hættu en önnur böm hvað varðar offítu. Talið er að fítufrumum Kkamans fjölgi fyrst og fremst við upphaf ævinnar, og að þeir, sem hafa fleiri fitufrumur í líkama sínum frá bamæsku, geti fítnað meira en aðrir. Offíta er talin eiga sér ýmsar orsakir, t.d. erfðir og efna- skiptatruflanir, en ofát og hreyf- ingarleysi skipta sennilega mestu máli, því að hvoru tveggja er hægt að breyta í einhvetjum mæli. Mikilvægt er fyrir þá, sem hættir til offitu, að temja sér réttar neysiuvenjur, þ.e. að borða einungis á matmálstímum og að forðast fæðutegundir sem eru sérstaklega orkuríkar, t.d. sykur, sælgæti, kökur, hnetur, sultur, þykkar og feitar sósur, þykkar og feitar súpur, sykraða gosdrykki, feitt kjöt, feita osta, ijóma, hunang o.s.frv. Líkamshreyfing og trimm eru mikilvæg til viðbótar réttu mat- aræði. Nauðsynlegt er að fara varlega af stað í megrunar- trimm, og að byggja upp þrekið hægt og varlega þangað til við- komandi getur trimmað rösk- lega hálfa klst. í senn. Jóhann Heiðar Jóhannsson Offlta iMnM 5SRSBHWÍ HKl HANDKNATTLEIKUR / V-ÞÝSKALAND „Erum að missa af lestinni“ - sagði Páll Ólafsson, eftirjafnteflisleik, 17:17, gegn Gross- wallstadt. Gummersbach er í efsta sæti ásamt Kiel „VIÐ töpuðum stigi hór á eigin mistökum og allt bendir til að við höfum misst af lestinni í baráttunni um méistaratitilinn. Markatala okkar er lakari held- uren Gummersbach og Kiei. Við gefum þó ekki upp alla von,“ sagði Páll Ólafsson, eftir að Dusseldorf gerði jafntefli, 17:17, gegn Grosswallstadt í Elsenfeld. Frá Skapta Hallgrímssyni íV-Þýskalandi Geysileg stemmning var. Leik- urinn var þó ekki skemmtileg- ur. Baráttan var mjög hörð og var leikurinn því harður. Staðan var jöfn í leikhléi, 11:11. Tékkneski landsliðs- markvörðurinn Mic- hael Barda kom í mark Grosswall- stadt í seinni hálfleik og varði hann eins og berserkur - lokaði markinu og Grosswallstadt komst í, 16:11. Þá tóku Páll og félagar góðan sprett og minnkuðu mininn í, 17:15. Barda varði þá vítakast frá Páli. „Þegar ég lék með Þrótti gegn Dukla Parg í Evrópukeppninni 1982, skoraði ég tvo mörk úr víta- köstum gegn Barda, með því að senda knöttinn fram hjá höfði hans. Ég ætlaði að endurtaka það núna. Ég breytti þeirri ákvörðun og skaut út við stöng. Það voru mistök," sagði Páll, sem skoraði síðan sextánda mark Dússeldorf á glæsi- legan hátt - fór inn úr vinstra hom- inu, 17:16. Þá voru fímm mín. til leiksloka. Dússeldorf jafnaði síðan, 17:17, þegar 3.30 mín. voru tií leiksloka. Páll lék mjög vel - var sterkur í vöminni. Mikill leikaraskapur var hjá leikmönnum liðanna og fékk þjálfari Dússeldorf, Horst Brede- meier, að sjá rauða spjaldið. Hann ■hefur fimm sinnum fengið að sjá rauða spjaldið í vetur. Martin Schwalb lék ekki með Grosswall- stadt, en aftur á móti lék Manfred Páll Ólafsson átti mjög góðan leik með Dússeldorf. Freisler aftur með, eftir að hann hefur verið frá vegna meiðsla í öxl. Gummersbach lagöi Lemgo Áður en leikur Grosswallstadt og Dússeldorf fór fram, fengu leik- menn Dússeldorf fréttir um að Gummersbach hafði lagt Lemgo að velli, 18:16. Kristján Arason skor- aði tvö mörk fyrir Gummersbach og Sigurður Sveinsson þijú fyrir Lemgo - öll úr vítaköstum. Kiel sigraði Milbertshofen örugg- lega, 21:14. Gummersbach og Kiel hafa 33 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, en Dússeldorf hefur 32 stig. Kristján Arason og félagar eru í efsta sæti. AHreö skoraðl sox möric gegn Japan Alfreð Gíslason og félagar hans léku vináttuleik gegn japanska landsliðinu, sem er á keppnisferð um V-Þýskaland. Alfreð skoraði sex mörk í leiknum, sem endaði með sigri Essen, 24:22. H STEFÁNHalldórsson, knatt- spymumaður hjá Víkingi, verður frá keppni í tvo til þijá mánuði. Hann meiddist á öxl þegar hann var á skíðum um helgina. Liðpoki og liðband rifnaði. ■ TVEIR leikmenn Vals, sem koma frá Jamaíku í dag, Steinar Adolfsson og Einar Páll Tómas- son halda til Skotlands í vikunni. Þeir æfa þar með unglingaliðiCeltic og fara síðan með því til Sviss, þar sem þeir leika með Celtic. ■ BREIDABLIK sigraði Augnablik, 5:2, í næst síðasta leik Alison-bikarsins í Kopavogi. Viðar Gunnarsson náði forystunni, fyrir Augnablik, en Björn Þór Egilsson og Grétar Steinþórsson komu Breiðblik yfir fyrir léikhlé. Heiðar Breiðfjörð jafnaði fyrir Augna- blik, en Þorsteinn Hilmarsson, Andrés Davíðsson og Benedikt Guðmundsson bættu þremur mörkum við fyrir Breiðablik á síðustu mínútunum. Breiðblik er í efsta sæti, en úrslitin ráðast í síðasta leiknum, þegar lK og Stefán Halldórsson Breiðblik mætast. Logi Berg- mann Eiðsson, markvörður Augnabliks, varði vítaspyrnu í leiknum. ■ PETER Frain, 23 ára enskur miðvallarleikmaður hefur gengið til liðs við Þrótt í Reykjavík. Hann lék 17 ára með enska unglinga- landsliðinu og var á samning hjá W.B.A. Þaðan var hann lánaður til Mansfield og lék nokkra leiki með liðinu. í fyrra lék hann svo í Fær- eyjum. Hann lék æfíngaleik með Þrótti gegn ÍK fyrir skömmu. Þróttur sigraði 3:1 og Frain skor- Elnar Páll Tómasson aði eitt markið og lagði upp hin tvö. ■ MALCOLM Aliison, fram- kvæmdastjóri Setubal í 1. deildinni í Portúgal, skrifaði um helgina undir nýjan eins árs samning við liðið. Setubal sigraði Covilha um helgina 5:1. ■ KNATTSPYRNULIÐIÐ Fluminense í Brasilíu hefur mik- inn áhuga á að ráða Cezar Luis Menotti fyrrum þjálfara Atletico Madrid.. Fluminense hefur haft samband við Menotti og samninga- viðræður hefjast bráðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.