Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 6
6 B
jMorfltroMaMb /ÍÞRÓTTJR ÞKŒXJUDAGUR 29. MARZ 1988
BLAK / ÚRSLITAKEPPNIN
, UBK
íslands-
meistari
STÚLKURNAR úr Breiðabliki í
Kópavogi tryggðu sér íslands-
meistaratitilinn í blaki kvenna
fyrir helgina með því að vinna
Víkinga í fjórum hrinum í úr-
slitaleik.
Fyrirfram hafði verið búist við
auðveldum sigri Breiðabliks
þar sem ein af máttarstólpum
Víkinga var veik og gat ekki leikið
■■■■■■■ með. A landsliðsæf-
SkúliUnnar ingu daginn fyrir
Sveinsson leik meiddist Bima
skrifar Hallsdóttir einnig,
en hún lék þó með,
nokkumvegin á öðmm fæti og stóð
sig ágætlega þrátt fyrir það.
Þegar þetta er haft í huga kom
nokkuð á óvart að Víkingar skyldu
vinna fyrstu hrinuna. Þær mættu
ákveðnar til leiks og á sama tíma
léku Blikastúlkur ekki af eðlilegri
getu. Auðveldur Víkingssigur,
15:10, varð þvf staðreynd í fyrstu
hrinu.
í næstu hrinu komust Víkingar í
4:0 en Blikar snéru dæminu við og
komust í 11:4 og unnu síðan 15:11.
í þeirri þriðju virtist sem Víkingar
væru búnar að gefast upp. Þær
léku með hangandi hendi og úrslit-
in urðu 15:3 fyrir UBK.
Jafnræði var í síðustu hrinunni.
Víkingar komust í 9:6, en Blikar
síðan í 11:9 og eftir það var mikill
barátta sem lauk með 17:15 sigri
þeirra. Mest munaði um að Oddný
Erlendsdóttir og Elín Guðmunds-
dóttir voru sterkar á kantinum og
sigumn varð þeirra.
Bestar í liði UBK voru þær Oddný
og Elín auk Sigurborgar Gunnars-
dóttur uppspilara og fyrirliða, en
hún hefur leikið af miklu öryggi í
vetur. Hjá Víkingum var Sigrún
ágæt þó svo hún yrði oft að vinna
úr lélegu framspili. Berglind stóð
sig einnig mjög vel í hávöm en var
ekki eins sannfærandi í sókninni.
Morgunblaðið/SUS
íslandsmelstarar Brelöabliks. í fremri röð frá vinstri eru Þorbjörg Ragnarsdóttir, Hildur Grétarsdóttir.Sigurborg Gunnarsdóttir fyrirliði, Sigurlín Sæunn
Sæmundsdóttir og Stella Óskarsdóttir. í aftari röð eru frá vinstri Elín Guðmundsdóttir, Oddný Erlendsdóttir, Elín Viðarsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir og Jeang
Rong Shu þjálfari.
Stúdentar íslandsmeistarar
FYRIR helgina rættist áratugar-
langur draumur karlaliðs
íþróttafélags Stúdenta í blaki.
Liðið vann þá HK í æsispenn-
andi leik og varð þar með ís-
landsmeistari í íþróttinni í
fyrsta sinn frá þvf 1978.
Stúdentar em vel að þessum
titli komnir. Þeir hafa staðið í
baráttunni við Þrótt undanfarin sjö
ár og ávallt orðið að láta í minni
■■■■■■■ pokann. Að þessu
SkúliUnnar sinni náðu þeir þó
Sveinsson titlinum eftirsótta
skrifar og fannst mörgum
kominn tfmi til.
Þetta er í sjötta sinn sem ÍS verður
íslandsmeistari í blaki karla.
Leikurinn við HK var hörkuspenn-
andi og mikið var í húfi. Stúdentar
höfðu unnið Þrótt fyrr í vikunni og
gátu tryggt sér titilinn með sigri.
Það virtist allt benda til þess að
þeir ætluðu að rúlla HK-mönnum
upp því þeir unnu fyrstu tvær hrin-
umar 15:11 og 15:8.
í næstu hrinu komu heimamenn
ákveðnir til leiks og komust í 8:0
áður en Stúdentar fengu stig. Þeir
minnkuðu muninn í 11:9 en eftir
fimm tækifæri til að fá 15. stigið
tókst HK það og þeir unnu 15:11.
Fjórða hrinan var enn meira spenn-
andi þvf þá komust HK-menn í 7:4,
ÍS gafst ekki upp og komst í 14:11
en með mikilli baráttu tókst HK
að vinna 18:16.
Jafnræði var í oddahrinunni en ÍS
þó ávallt með frumkvæðið og þeir
stóðu uppi sem sigurvegarar, 15:12.
Það ríkti að vonum mikill fögnuður
f herbúðum ÍS eftir leikinn og hafði
einn á orði að þeir væm búnir að
bíða eftir þessu í allan vetur. „í
allan vetur! Ætli sé ekki réttara að
segja að við séum búnir að bíða
eftir þessu í áratug," svaraði þá
einn af leikreyndari leikmönnum IS
og minntist greinilega allra þeirra
leikja sem þeir höfðu tapað naum-
lega fyrir Þrótti undanfarin ár.
Loksins var stundinn runnin upp.
Morgunblaðið/SUS
íslandsmolstarar Stúdanta. Fremri röð frá vinstri: Marteinn Guðgeirsson, Friðjón Bjamason, Sigurður Þráinsson fyrirliði og Jón Vídalín Ólafsson. f aftari
röð frá vinstri eru Páll Svansson, Þorvarður Sigfússon, Sigfinnur Viggósson, Gunnar Svanbergsson og Zhao Shan Wen þjálfari.
BIKARKEPPNIN
Áttundi
sigur
Þróttar
ÞRÓTTARAR urðu bikarmeist-
arar í blaki karla meö því aö
leggja ÍS að velli f skemmtileg-
um úrslitaleik á laugardaginn.
Þróttur vann leikinn 3:2 og
geymir því Ljómabikarinn í átt-
unda sinn.
Leikurinn var spennandi frá upp-
hafi. Þróttur vann fyrstu hrin-
una 17:15 og munaði þar mest um
góða hávöm þeirra. í næstu hrinu
■■■■■ hafði ÍS yfirburði og
SkúliUnnar þeir unnu 15:5.
Sv&nsson Þróttarar svöruðu
skn,ar með 15:4. Næstu
hrinu vann ÍS 15:7
en í oddahrinunni snérist dæmið við
og Þróttur vann 15:7.
Uppspilaramir, Leifur Harðarson
og Marteinn Guðgeirsson, höfðu í
nógu að snúast því framspilið var
ekki sem best, sérstaklega voru
Stúdentar slakir þar enda uppgjafír
þeirra Jóns Ámasonar og Lár-
entsínusar Ágústssonar góðar. Há-
vamir beggja liða voru sterkar og
bar þar mikið á Lárentsínusi hjá
Þrótti. Sigfinnur Viggósson hjá IS
átti marga glæsilega skelli í sókn-
inni og Friðjón Bjamason lék vel.