Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 15
ptofflimMiiMfr /ÍÞRÓTTIR ÞRHUUDAGUR 29. MARZ 1988 B 15 SKÍÐI / HEIMSBIKARINN Zurbriggen stóð uppi sem sigurvegari Alberto Tomba féll í síðasta mótinu PIRMIN Zurbriggen vann heimsbikarinn samanlagt í þriðja sinn á laugardaginn. Hann varð fjórði í síðasta heimsbikarmóti vetrarins, svigi, en helsti keppinautur hans, Alberto Tomba, féll og varð úr leik eftir að hafa haft besta tímann eftir fyrri ferð. Zurbriggen, sem vann gull- verðlaun í bruni á Ólympíu- leikunum í Calgary, náði nú að vinna þrefalt í heimsbikarnum, bruni, risastórsvigi og samanlagt. Hann varð jafnframt fyrsti kepp- andinn til að ná meira en 300 stigum í keppninni samanlagt síðan stigagjöfínni var breytt. „Þetta var eitt erfiðasta mótið á ferlinum. Eg hef aldrei verið und- ir eins mikilli pressu," sagði Zur- briggen eftir svigkeppnina á laug- ardaginn. „Eftir Ólympíuleikana gekk frekar illa hjá mér, en að undanfömu hefur þetta verið að koma hjá mér aftur. Fyrir tvö síðustu mótin var allt útlit fyrir að Alberto Tomba hefði þetta í hendi sér. En ég var ákveðinn í að gefa ekkert eftir og beijast til enda og það tókst - ég var hepp- inn. Þetta var leiðinlegur endir fyrir Tomba. Hann er góður piltur og frábær skíðamaður." Zurbriggen hlaut samtals 310 stig. Stenmark er sá eini sem náð hefur fleiri stigum í heimsbikar- keppninni, en hann hlaut samtals 339 stig þegar hann var upp á sitt besta. Alberto Tomba hlaut 281 stig og Hubert Strolz frá Austurríki varð þriðji með 190 stig. Zurbriggen vann aðeins tvö brunmóti í vetur en hlaut stig úr 22 mótum af 30 og gerði það gæfumuninn. Alberto Tomba má vel við una. Hann vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Calgary og varð heimsbikarhafí í svigi og stórsvigi þar sem hann hafði mikla yfirburði. „Eg vissi að sigurmögu- leikar mínir í keppninni samanlagt voru úti eftir stórsvigið á föstu- daginn. En þetta er storsvigsmót sem ég kem til með að gleyma fljótlega," sagði Tomba. ■ Úrsllt/B13 Zurbriggen sterkari á endasprettinum Pirmin Zurbriggen varð fjórði í síðasta heimsbikarmóti vetrarins á laugardaginn og stóð uppi sem sig- urvegari samanlagt. Hann hlaut 310 stig en Alberto Tomba 281 stig. Þrefaldur sigur hjá svissneska yygulldrengnumM Pirmin Zurbriggen varð þrefaldur sigurveg- ari í heimsbikarkeppninni 1988. Hann sigr- aði í bruni, risastórsvigi og samanlagt. Hann hlaut samtals 310 stig og hefur engum skíða- manni tekist að komast yfír 300 stig í keppn- inni síðan Ingemar Stenmark gerði það fyrir nokkrum árum. SKAUTAR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Fjórði heims- meistaratitill Katarínu Witt *■> - góður endir á frábærum ferli hennar AUSTUR—ÞÝSKA skautadrottningin Katarina Witt vann á sunnudaginn heimsmeistaratitilinn í listhlaupi á skautum ífjóröa sinn. Hún er einnig tvöfaldur ólympíumeistari í greininni. Liz Manley frá Kanada varð önnur og Debi Thomas, Bandaríkjunum, í þriðja sæti. Eg kom hingað til að vinna gullverðlaun- in, en þetta hefur verið erfitt keppn- istímabil og það var erfitt að ná sér á strik eftir Ólypíuleikana. Allar stúlkurnar gerðu mistök og það gerði ég einnig en það nægði mér til sigurs," sagði Katarina Witt eftir fijálsu æfingamar við undrileik úr söng- leiknum Carmen. Katarina Witt, sem er 22 ára, hefur ákveð- ið að hætta keppni í listhlaupi og mun nú snúa sér að námi sfnu. Hún mun þó að öll- um líkindum sýna listir sýnar eitthvað áfram á svellinu. „Eftir 17 ára feril minn á skautunum hef ég þurft að neita mér um margt. Æfingarn- ar hafa verið langar og erfiðar, en minnin- garnar em góðar vegna þess að ég elska skauta," sagði Witt. Wittvann heimsmeistaratitilinn 1984, 1985, 1987 og nú 1988. Hún vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1984 og 1988 og hefur unnið Evrópumeistaratitilinn sex sinnum. í heimsmeistaramótinu, sem fram fór í Budapest, hlaut Witt 2,4 stig, Elizabeth Manley frá Kanada kom næst með 4,8 stig, Debi Thomas í þriðja með 6,2 stigo g Clau- dia Leistner frá V-Þýskalandi fjórða með 11,0 stig. Witt, Manley og Thomas lýstu því allar yfir eftir keppnina að þær hyggð- ust hætta keppni. Katarlna Witt frá Austur-þýskalandi endaði feril sinn með sigri á heimsmeistaramótinu í Budapest. Hún hef- ur sex sinnum orðið Evrópumeistari, flórum sinnum heimsmeistari og tvíveigis ólympíumeistari. Alberto Tomba sigraði f samhliða- svigi á sunnudaginn. Tomba sigraði í samhliða- svigi ALBERTO Tomba endaði keppnistímabilið með sigri í samhliðasvigi i Saalbach á sunnudaginn. Hann sigraði helsta keppinaut sinn íheims- bikarnum, Pirmin Zurbriggen, í úrslitum. etta var síðasta mót vetrarins og gaf aðeins stig til landslið- anna. Keppt var bæði í karla og kvennaflokki. Helmut Mayer frá Austurríki sigraði landa sinn, Leon- hard Stock, í keppninni um þriðja sætið. I kvennaflokki sigraði Christ- ine Meier frá Vestur-Þýskalandi.r Hún vann Ulrike Maier í úrslitum. Roswitha Steinar varð þriðja og Brigitte Oertli fjórða. GANGA Gunde Svan frá Svíþjóð varð sigur- vegari í heimsbikarkeppninni í göngu. Gunde Svan endurheimti heims- bikarinn GUNDE Svan frá Svíþjóð end- urheimti heimsbikarinn í skíða- göngu á sunnudaginn. Hann varð þá í 8. sæti í 50 km göngu og það dugði honum til sigurs í keppninni samanlagt. Svan hlaut samtals 110 stig, eða 10 stigum meira en landi hans og fyrrum heimsbikarhafi, Torgny Mogren. Sigurvegari í 50 km göngunni, sem fram fór í Rovaniemi í Finnlandi, varð Paal Gunnar Mik- kelsplass frá Noregi. Hann varð jafnfram þriðji í keppninni sam- analgt með 99 stig. Finnska stúlkan Maijo Matikainen hafði áður tryggt sér sigur í heims- bikarkeppni kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.