Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 8
8 B attwrflunMattb /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 HANPKNATTLEIKUR KVENNA / BIKARKEPPNIIM || HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNÍN Framarar réðu ekki við einfætta Erlu! Valur og Stjarnan mætast í úrslitum Undanúrslit fóru fram í bikar- keppni kvenna um helgina. Á laugardag spiluðu Valur og FH og sigraði Valur örugglega 28:21. Þá áttust við á sunnudag Fram og Stjarnan og lauk leikn- um með óvæntum sigri Stjörn- unnar 19:17. Það verða því Valur og Stjarnan sem leika í úrslitum og fer leikurinn fram miðvikudaginn 13. aprfl. Valur-FH 28:21 Valsliðið byijaði vel í leiknum og komst fljótlega í 3:0. Eftir það átti FH á brattann að sækja og naði raunar aldrei að jafna leik- inn. Valsstúlkur Katrín juku forskotið jafnt Fríðriksen og þétt og um miðj- skrifar an hálfleikinn var staðan orðin 14:8 fyrir Hlíðarendaliðinu. Þá brugðu FH-ingar á það ráð að taka Guð- rúnu Kristjánsdóttir og Ernu Lúðvíksdóttir úr umferð, en þær höfðu verið atkvæðamiklar fram að því og þá sérstaklega Guðrún. Við þetta varð sóknarleikur Vals hálfr- áðleysislegur um tíma, en FH náði ekki að nýta sér það sem skyldi og var staðan í leikhléi 16:11 fyrirVal. í bytjun seinni hálfleiks kom slæm- ur kafli hjá báðum liðum. Sóknar- leikur Vals var bitlaus og það sem helst kom í veg fyrir að FH næði að minnka muninn að ráði var stór- góð markvarsla Amheiðar Hregg- viðsdóttur í Valsmarkinu. FH-stúlk- umar minnkuðu þó muninn í 3 mörk um tíma, en eftir það var sem allur vindur væri úr þeim og Valslið- ið seig aftur fram úr. Leikurinn endaði sem fyrr segir með öruggum sigri Vals 28:21. Það sem öðru fremur skóp sigur Vals í þetta sinn var sterk liðsheild. Þó áttu bestan leik að öðrum ólöst- uðum þær Guðrún Kristjánsdóttir og Amheiður í markinu. Einnig átti Magnea Friðriksdóttir góðan leik og reif hinar áfram með gífur- legri baráttu bæði í vöm og sókn. FH-iiðið hefur oftast sýnt betri leik. Vömin og markvarslan sem hefur verið aðall liðsins í vetur brást al- veg og sóknin var lengst af bitlaus. Þá virtist vanta þá baráttu og leik- gleði sem stúlkumar hafa verið þekktar fyrir. Systumar Eva og Rut Baldursdætur voru atkvæða- mestar og þá átti Heiða Einars- dóttir góða spretti í seinni hálfleik. Mörk Vals: Ema Lúðvflcsdóttir 7/2, Guðrún Kristjánsdóttir 6, Kristin Amþórsdóttir og Katrin Friðriksen 4 mörk hvor, Steinunn Einarsdóttir 3, Magnea Friðriksdóttir og Guðný Guðjónsdóttir 2 mörk hvor. Mörk FH: Rut Baldurédóttir 8/4, Eva Bald- ursdóttir 5/1, Heiða Einarsdóttir 4, Inga Einarsdóttir 2, Helga Sigurðardóttir og Berglind Hreinsdóttir eitt mark hvor. Fram-Stjaman 17:19 Fæstir hefðu þorað að spá Stjöm- unni sigri gegn íslandsmeisturum Fram, enda hefur Garðabæjarliðið ekki riðið feitum hesti ffa viðureign- um liðanna í vetur. Það sem var Framliðinu öðru fremur að falli-var áhugaleysi og greinilegt var að sumar Framstúlkumar voru búnar að vinna leikiim fyrirfram. Endurkoma Erlu Rafnsdóttir hjá Stjömunni hefur reynst liðinu sem vítamínssprauta. Þó Erla sé langt fra því búin að ná sér var hún vem- lega ógnandi og reif hinar stúlkum- ar áfram. Stjaman byijaði leikinn á því að taka Guðríði Guðjónsdóttir úr um- ferð og hélt því áfram leikinn í gegn. Þá var Ingunn Bemótus- dóttir útilokuð í byijun vegna mis- taka í skýrslugerð. Sóknaraðgerðir Fram urðu því bitlausar og lítt ógn- andi. Þá varði Fjóla Þórisdóttir vel í Stjömumarkinu. Stjaman komst fljótlega yfir og í leikhléi var staðan 10:6 fyrir Garða- bæjarliðinu. Þegar líða tók á seinni hálfleik reyndu Framarar að keyra upp hraðann og setja pressu á and- stæðingana en hinar ungu Stjöm- ustúlkur með Erlu í fararbroddi náðu að halda haus. Minnstur var munurinn. 2 mörk en Fram komst aldrei nær því að jafna. Leikurinn endaði því sem fyrr segir 19:17 fyrir Stjömunni. Þrátt fyrir óvænt úrslit var sigur Stjömunnar fyllilega verðskuldað- ur. Liðið spilaði skynsamlega og uppskar eftir því. Fjóla var góð í markinu og þá átti Hrund Grétars- dóttir góðan leik. Erla skoraði góð mörk og spilaði hinar vel uppi. Framliðið mun vafalítið reyna að gleyma þessum !eik sem fyrst. Það var ekki heil brú í spili þess, hvorki vöm né sókn. Þá var markvarslan eftir því. Þær Guðríður og Jóhanna áttu ágætan sprett í lok leiksins, en hann kom alltof seint og það varð því að staðreynd að Fram féll út í undanúrslitum en stúlkumar hafa unnið bikarinn síðustu 4 ár. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 7/3, Jóhanna Halldórsdóttir 6, Ama Steinsen 2, Margrét Blöndal og Hafdís Guðjóns- dóttir eitt mark hvor. Mörk Stjömunnar: Erla Rafnsdóttir 7/3, Hrund Grétarsdóttir 4/1, Ragnheiður Stephensen 4, Herdís Sigurbergsdóttir og Drífa Gunnarsdóttir 2 mörk hvor. HAIMDKIMATTLEIKUR / SVIÞJOÐ Þorbergur og félagar hiá Saab á sigurleið orbergur Aðalsteinsson og fé- lagar í Saab, stigu mikilvægt skref í átt að sæti í sænsku úrvals- deildinni á sunnudaginn, er þeir unnu IFK Malmö 26:21 í sex liða úr- slitakeppninni. Leik- ur „íslendinagalið- anna“ var mjög skemmtilegur. Saab tók leikinn þegar í sínar hendur, leiddi 8:4 um. miðbik fyrri hálfleiks, en staðan í hléi var 11:7. Vamarleikur Saab var mjög sterkur og Anders Köhle- vik, markvörður, varði mjög vel. í byijun seinni hálfleiks komu Málm- eyingar ákveðnir til leiks, minnkuðu muninn í 13:12, en nær komust þeir ekki. Um miðjan hálfleikinn var staðan 19:13 og þá má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Þorbergur Aðalsteinsson var sterk- ur í vöm og sókn og mjög góður í seinni hálfleik. Gerði þá fimm mörk — það síðasta er sjö sekúndur til leiksloka, en alls setti hann átta mörk. Köhlevik var geysisterkur, varði m.a. tvö vfti og um 20 skot. Hann er 20 ára og er mjög efnileg- ur. Þá var fyrirliði Saab, Jan L. Olsson, traustur. Hjá Malmö bar mest á tveimur leik- mönnum, Mario Dos Santos frá Portúgal, sem var samt of skotglað- ur, og Lars Nilsson, örfhentum leik- manni, sem fékk oft að leika lausum hala. Gunnar Gunnarsson átti ekki sérstakan leik, en skoraði tvívegis. Þorbjöm Jensson, þjálfari Malmö, var að vonum óhress eftir leikinn. Hann sagði að þetta hefði einfald- lega ekki verið þeirra dagur. Honum fannst sínir menn samt beijast vel, en vöm og markvarsla Saab hefði verið mjög sterk. „Þetta var hálf- gerður úrslitaleikur, en við erum ekki úr leik. Þrír leikir em eftir og ég er vongóður fyrir leikinn heima gegn Vikingama á miðvikudag, en Saab er nær ömggt upp.“ Þorbergur Aðalsteinsson var án- ægður. „Leikskipulagið gekk upp. Við náðum að bijóta mótheijana niður í sókninni, við það urðu þeir örvæntingafullir og skutu úr lokuð- um fæmm. Þá hafði heimavöllurinn mikið að segja, en Malmö er sterk- asta 1. deildarliðið, sem við höfum leikið gegn,“ sagði Þorbergur. Þorbergur AAalstelnsson er í miklum vígamóði þessa dagana. Vignir Vignisson ■ skrifar Morgunblaðið/Bjarni Þórður SlgurAsson gerði leikmönnum KR lífíð leitt og tryggði Valsmönnum farseð- ilinn I bikarúrslitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.