Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 4
4 B jBorgunblatiia /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Mm FOLK ■ NORMAN Whiteside óskaði eftir því í gær að verða settur á sölulista hjá Manchester United. Hann á enn eftir tvö ár af samn- ingi sínum og átti í deilum við Alex Ferguson, framkvæmda- stjóra liðsins vegna fímm ára samn- ings. Whiteside er 22 ára og hefur leikið rúmlega 200 leiki fyrir Man- chester United. Hann vildi ekkert um málið segja í gær. ■ FORSALA aðgöngumiða á leik Vals og FH á morgun verður í Valsheimilinu í dag og á morg- un. í dag verður selt frá kl. 18-21 og á morgun frá kl. 13. Miðaverð er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir böm. ■ DUNDEE United tryggði sér sæti í undanúrslitum skosku bikar- keppninnar með sigri yfír nágrönn- um sínum, Dundee, 3:0, í gær. Dundee United mætir Aberdeen í undanúrslitum. ■ WJGAN sigraði Mansfield, 2:l,í 2. deild knattspymunnar á Englandi í gær. ■ HAUKAR höfnuðu í 3. sæti í úrvalsdeildarkeppninni í körfu- knattleik og Vadur í 4. sæti, en það mátti ekki miklu muna. Bæði liðin voru með 20 stig og þvi þurfti að bera saman innbyrðis- leiki. Haukar sigruðu með einu stigi í Hafnarfirðinum og Vals- menn sigruðu með einu stigi í Valsheimilinu. Því þurfti að bera saman heildarstigatölu og þar standa Haukar betur að vígi. Sti- gatala þeirra er 1298:1146, eða 152 stig í plús, en stigatala Vals er 1177:1127 eða 150 stig í plús. Það munaði því aðeins tveimur stigum og sigur Hauka yfir Breiðbliki um helgina, 141:78 hefði því ekki mátt vera minni. ■ BA YERN Miinchen mun líklega missa tvo sterkustu miðvall- arleikmenn sína til erlendra félaga eftir þetta keppnistímabil. Lothar Matthaus sagði í gær að það vær nær öruggt að hann færi til Inter Mílanó þegar þessu keppnistímabili lýkur. Andreas Brehme hefur einnig fengið tilboð frá erlendu fé- lagi, en víll ekki gefa upp hvaða lið það sé. „Ég hef fengið mjög gott tilboð og ég vona að allt gangi upp næstu vikur. Þá mun ég leika er- lendis á næsta keppnistímabili," sagði Brehme. ■ 80 áhorfendur voru hand- teknir eftir leik Inter MOanó og Róma í 1. deildinni í knattspyrnu á Italíu um helgina. Það voru stuðningsmenn Róma sem gengu berserksgang eftir að lið þeirra hafði tapað 2:4. Þeir eyðilögðu m.a. rútu sem flutti þá fra'San Siro leikvanginum til lestarstöðvarinnar. Fimm áhorfendur, tveir lögreglu- þjónar og einn vallarstarfsmaður slösuðust í ólátunum. ■ JVAN LendJ, frá Tékkósló- vakiu er besti tennisleikari heims, samkæmt lista sem alþjóðlega tennsisambandið hefur sent frá sér. Næstir koma Svíarnir Mats Wi- lander og Stefan Edberg og í 4. sæti er V-Þjóðveijinn Boris Bec- ker. Næstu menn eru Jimmy Connors (Bandarikjunum), Pat Cash (Astralíu), Miloslav Mercir (Tékkóslóvakíu), Yannick Noah (Frakldandi), Tim Mayotte og Brad Gilbert (Bandaríkjunum). Svíar og Bandaríkjamenn eiga 5 menn á listanum yfír 20 bestu tenn- isleikara heims ■ DA VID Williams, fram- kvæmdastjóri Norwich mun ekki taka við landsliði Wales i knatt- spymu. Williams stjómaði liði Wales i landsleik gegn Júgóslavíu i siðustu viku. Formaður Norwich, Robert Chase sagði að liðið mætti ekki missa Williams:„Við vorum búnir að segja að þessi leikur væri bara til að bjarga Wales og við ætlum ekki að leyfa Williams að taka einnig við landsliðinu." HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD SIGURÐUR GUNNARSSON Herjará mark- verðiað hætti Víkinga SIGURÐUR Gunnarsson, stór- skytta úr Víkingi, er markahæsti leikmaður 1. deildarkeppninnar þegar ein umferð er eftir. Sig- urður hefur hrellt markverði í vetur og síðast urðu markverðir FH-liðsins fyrir barðinu á hon- um. Sigurður skoraði þrettán mörk gegn þeim. Sigurður hefur alls skorað 108 mörk í vetur, eins og sést á súlu- ritinu hér fyrir neðan. Hann hefur tvisvar skorað níu mörk í leik - gegn ÍR og KR. Þrír aðrir leikmenn hafa skorað þrettán mörk í leik. Guðjón Ámason, FH, skoraði þrettán mörk gegn Fram, Júlíus Gunn- arsson, Fram, skoraði þrettán mörk gegn FH og Konráð Olav- son, KR, skoraði þrettán mörk gegn Víkingi. Tveir leikmenn hafa skoraði tólf mörk í leik. Þorgils Óttar Mathi- esen, FH, skoraði tólf mörk gegn Fram og Birgir Sigurðs- son, Fram, annar snjall línumað- ur, skoraði tólf mörk gegn Þór. Fór rólega á stað Sigurður Gunnarsson fór frekar rólega á stað í 1. deildarkeppn- inni. Það var eins og þessi skot- fasti leikmaður, sem kom heim frá Spáni sl. sumar, hafí verið lengi að átta sig á hlutunum hér heima. Hann náði ekki að stilla fallbyssuna rétt - fyrr en í seinni umferðinni. Skotkraftur Sigurð- ar er geysilegur. Markverðir Þórs verða næstu fómarlömb Sigurðar. KR-ingur- inn Stefán Kristjánsson, sonur Kristjáns Stefánssonar, fyrrum Þeir hafa skorað mest Sigurður Gunnarsson, Vfkingi....108/27 Stefán Kristjánsson, KR......104/38 Þorgils Óttar Mathiesen.FH.......97 Valdimar Grfmsson, Val.........93/6 Hans Guðmundsson, UBK.........92/21 Júlíus Jónasson, Val..........91/35 Héðinn Gilsson, FH...............88 Konráð Olavson, KR............87/17 ErlingurKristjánsson, KA.....85/23 Gylfi Birgirsson, Stjömunni....83/5 Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór.79/37 Guðjón Ámason, FH.............79/16 Óskar Armannsson, FH..........78/29 Birgir Sigurðsson, Fram..........76 Skúli Gunnsteinsson, Stjömunni...76 Ólafur Gylfason, ÍR...........75/23 Jakob Sigurðsson, Val..........68/1 Sigurður Pálsson, Þor.........67/16 Bjarki Sigurðsson, Vfkingi.......67 Pétur Bjamason, KA.............65/6 Guðmundur Guðmundsson, Víkingi ...62 Júlíus Gunnarsson, Fram..........59 Friðjón Jónsson, KA............57/2 Sigurjón Guðmundsson, Stjömunni55/3 Guðmundur Þórðarson, ÍR.......51/13 Aðalsteinn Jónsson, UBK..........51 Jón Kristjánsson, Val.......... 50 landsliðsmanns úr FH, kemur næstur á blaði. Stefán, sem gekk úr FH í raðir KR-inga sl. sumar, hefur skoraði 104 mörk í 1. deild- arkeppninni. Frændi hans, Héðinn Gilsson, er einnig ofarlega á blaði - hefur skorað 88 mörk. Þorgils Óttar Mathiesen, línumað- urinn heimskunni, er þriðji marka- hæsti leikmaðurinn. Hann hefur skorað 97 mörk, en ekkert úr víta- kasti. Valdimar Grímsson, homa- maður úr Val, kemur ekki langt á eftir Þorgils Óttar - hefur skor- að 83 mörk. Enn einn FH-ingurinn, sem er ofarlega á blaði, er Hans Guð- mundsson, sem leikur nú með Breiðabliki. Hans hefur skorað 92 mörk. Þegar litið er á lista markahæstu leikmanna, sést að tveir leikmenn KR, Stefán Kristjánsson og Konráð Olavson eru ofarlega á blaði. Það lofar góðu fyrir KR- liðið næsta keppnistímabil, en þá fá KR-ingar til liðs við tvær aðrar öflugar langskyttur. Þá Alfreð Gíslason og Pál Ólafsson, sem leika í V-Þýskalandi. a. Mörk Sigurðar Gunnarssonar þegar aöeins einn leikur er eftir, á móti Þór Súlurnar sýna hvað mörg mörk hann hefur skorað í leik og á móti hvaöa félagi or OL 2 < cr < < ol cd < Q LJJ Q£ CQ Oí 3 _i < > O £L OL OL 5 < OL 8 OL < < CD < e LU OL CQ 8 < > 13 Morgunblaðið SOS / ÁB [ SAMTALS 108 MÖRK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.