Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 10
'10 B jHorgonbloHih /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 29. MARZ 1988 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Bremen skellti Bayern Miinchen Bremverjar hafa náð fjögurra stiga forskoti í baráttinni um meistaratitilinn „LEIKMENN Werder Bremen íéku það vel í seinni hálfleik, að þeir eru verðugir til að hampa meistaratitilinum," sagði Udo Lattek, fyrrum þjálf- ari Bayern Mtinchen og ráð- gjafi hjá Köln, eftir að Bremen hafði lagt Bayern Miinchen að velli, 3:1, í Bremen. Karl-Heinz Riedle, sem Bremen keypti frá Blau-Weiss Berlín, var hetja Bremen - hann skoraði tvö mörk og fiskaði vítaspyrnu. Frá Alfreð Gislasynií V-Þýskalandi Jean-Marie Pfaff, markvörður Bayem, lék ekki með. Hann fór til Belgíu til að vera viðstaddur jarðaför systur sinnar. Bayem skor- aði fyrst eftir nokk- uð einkennilegt at- vik. Bayem fékk homspymu á 25. mín. leiksins. Mark Hughes ýtti þá á bakið á Frank Neubarth, sem ætlaði skalla knött- inn frá marki. Gunnar Sauer, fyrir- liði Bremen, var ömggur á að það yrði dæmt á Hughes. Hann greip knöttinn. Dómarinn dæmdi víta- spymu. Lothar Mattháus skoraði, 0:1, úr vítaspymu. Leikmenn Bremen gáfust ekki upp. Frank Odenewitz jafnaði, 1:1, úr vítaspymu, aðeins tveimur mín. seinna. Hans Pfliigler felldi Riedle, sem skoraði síðan, 2:1, eftir mikinn einleik á 39. mín. Hann skoraði síðan sitt annað mark við geysileg- an fögnuð áhorfenda fímm mín. fyrir leikslok. Ásgðir með stórieik Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik þegar Stuttgart sigraði, 2:0, í Karlsmhe. Karl Allgöwer skoraði fyrst glæsilegt mark - sendi knött- inn beint í netið úr aukaspymu af 30 m færi. Jurgen Klinsmann bætti síðan öðm marki við. Hann var mikill klaufi í leiknum. Gat hæglega skorað tíu mörk, en honum brást bogalistin. Klinsmann fékk margar frábærar sendingar frá Ásgeiri, sem hann nýtti ekki. Klinsmann er markahæstur í V- Þýskalandi, með 16 mörk. Frank Odrenewitz og Riedle, báðir hjá Bremen, hafa skorað 13 mörk, ásamt Dieter Eckstein, Numberg og Fritz Walter, Stuttgart. Atli Eðvaldsson og Láms Guð- mundsson léku ekki með liðum sínum. Uerdingen náði jafntefli, 2:2, í Kaiserslautem. Fach, sem Uerdingen keypti frá Diisseldorf, skoraði bæði mörk liðsins. Matthias Herget varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark, en Axel Roos skoraði hitt mark Kaiserslautem, á 89. mín. Schalke vann þýðingarmikinn sig- ur, 3:0, yfír Dortmúnd. Olaf Thon gulltryggði sigurinn með marki á 83. mín., eftir sendingu frá Tony Schumacher, markverði. Andreas Möller, sem Dortmund keypti frá Frankfurt, var rekinn af leikvelli. Eftir misheppnaða tilraun til að koma stjóm Mönchengladbach frá, kom langþráður sigur hjá félaginu, 3:0, yfír Niimberg. Allir leikmenn Gladbach vildu að stjómin, sem hefur varið í 15 ár hjá félaginu, yrði áfram. Það hefur verið mikið deilt á stjómina að undanfömu, eftir að Gladbach hafði leikið sex ieiki í röð án sigurs. Leikmenn Glad- bach sýndu snilldarleik. Christian Hochstatter skoraði tvö mörk og Hans-Jörg Criens eitt. Tony Woodcock kom Köln á bragð- ið gegn Mannheim, 3:0. Stefan Engels bætti öðru marki við úr víta- spymu, sem Woodcock fískaði og síðan skoraði Pierre Littbarski, einnig úr vítaspymu, sem danski leikmaðurinn Flemming Poulsen fiskaði. Otto Rahagel, þjálfari Bremen. Rætist langþráður draumur hans - um að meistaratitillinn komi til Brem- en í fyrsta skiptið í 23 ár? Hamburger hélt uppteknum hætti í Bochum og tapaði, 0:4. Pólveijinn Ivan, Uwe Leifeld 2 og Josef Nehl skomðu mörkin. Félögin mætast aftur í vikunni - þá í undanúrslitum bikarkeppninnar. ■ Úrslit B/12 ■ Staðan B/12 Karl Allgövar skoraði glæsilegt mark fyrir Stuttgart. Hér sést hann ánægð- ur ásamt Arie Haan, þjálfara Stuttgart. KNATTSPYRNA / ITALIA Staðan óbreytt Napólí og Mílanó berjast um titilinn ROMA, sem hafði sigrað í síðustu fjórum leikjum, tapaði um helgina fyrir Inter Mílanó og er nánast úr leik íkeppni um rtalska meistaratitilinn. Napólí og AC Mílanó gerðu jafntefli í sínum leikjum og virð- ast ætla að berjast um titilinn, en Napólí er með fjögurra stiga forskot, þegar sex umferðir eru eftir. Napólí gerði markalaust jafn- tefli á útivelli gegn Tórínó og sömu úrslit urðu í ieik Avellino gegn AC Mílanó og viðureign Ces- ena og Juventus. Massimo Ciocci var besti maður 'R^ílntiA % A .O Roma. Hann skoraði tvívegis og innsiglaði sigurinn á 69. mínútu með langskoti. Alessandro Altobelli kom Inter á bragðið með marki úr vítaspymu, en Giuseppe Bergomi setti annað markið og auk þess gerði hann sjálfsmark. Giuseppe Giannini skoraði fyrra mark Roma úr vítaspymu og átti heiðurinn af seinna markinu — tók aukaspymu og Bergomi framlengdi í eigið mark. Sampdoria er í fjórða sæti, vann Fiorentina 1:0, og gerði Fulvio Bonomi markið úr vítaspymu. Staðan/B12 Úrslit/B12 KNATTSPYRNA / SPANN Markvarðahrellirinn Sanchez með tvö möric gegn Sabadell AHoballi, leikmaðurinn gamalkunni, skoraði mark fyrir Inter Mflanó, þegar félagið lagði Róma, 4:2. KNATTSPYRNA / HOLLAND PSV braut hundrað marka múrinn REAL Madrid vann Sabadell 3:1 um helgina og er nú með átta stiga forskot í 1. deild spænsku knattspyrnunnar. Real Sociedad vann Logrones 4:0 og er í öðru sæti, en At- letico Madrid og Bilbao eru 13 stigum á eftir Real Madrid. Hugo Sanchez skoraði tvívegis fyrir Real Madrid, fyrst úr vítaspymu og síðan eftir vamar- mistök, og hefur gert 26 mörk á tímabilinu. Juan Rubio minnkaði muninn með skalla, en Emilio Butragueno innsiglaði sigurinn eftir góða samvinnu við Sanchez. Real Sociedad átti ekki í erfiðleikum með Logrones, en Loren Juarros, Jose Bakero, Jesus Zamorra og Jose Zuniga settu mörkin. Atletico Madrid hefur ekki sigrað í síðustu níu leikjum — tapaði nú 2:0 fyrir Sporting Gijon. Atletico var án Paulo Futre og Ricardo Alemao og Sporting átti leikinn. Joaquin gerði fyrra markið með skalla á sjöundu mínútu og Jose Emilio ýtti knettinum yfir línuna skömmu fyrir hlé eftir skalla frá Zurdi. Miguel Pardeza jafnaði fyrir Zaragoza gegn Bilbao þegar þijár Hugo Sanchez hefur skoraði 26 mörk. Hann hefur verið markakóngur á Spáni sl. þijú ár. mínútur voru til leiksloka, en hinn 18 ára Ricardo Mendiguren gerði mark Bilbao á þriðju mínútu. Barcelona tapaði 1:0 heima fyrir Real Betis, sem er í næst neðsta sæti og hafði ekki sigrað á útivelli síðan í ágúst. ■ Úrslit/B12 ■ Staðan/b12 PSV Eindhoven vann Zwolle 6:0 í deildinni á sunnudaginn og hefur þar með sett 106 mörk í 28 leikjum. Sex umferðir eru eftir og er met Ajax frá 1976-77 í hættu, en leikmenn liðsins gerðu þá 122 mörk. Eric Gerets og Ronald Koeman stjómuðu leiknum, en Wim Kieft skoraði tvívegis, og Eric Viscaal, Gerald Vanenburg og Gerets gerðu sitt markið hver en eitt var sjálfs- mark. Ajax, sem er í öðru sæti átta stigum á eftir PSV, lék sóknarleik að venju og vann Volendam 2:1. John Bos- man og Brian Roy gerðu mörk Ajax, en Johan Steur minnkaði muninn á síðustu sekúndunum. Leik Feyenoord og Utrecht var fre- stað, en Feyenoord heldur þriðja sætinu á markatölu. KNATTSPYRNA / SKOTLAND Rangers sækir á Celtic Ian Durrant tryggði Rangers 3:2 sigur á útivelli gegn Dundee, þegar hann skoraði úr vitaspymu á 87. mínútu. Áður höfðu Graham Roberts og Mark Walters skorað fyrir Rangers, en Ian Angus og Tommy Coyne gerðu mörk Dundee. Þetta var 36. mark Coynes á tímabilinu og er hann nú markahæstur í Evrópu í keppni um gullskó Adidas. Celtic gerði markalaust jafntefli við Dundee United, en Rangers er nú flmm stigum á eftir Celtic á toppnum. Mikc Gallowav, sem Hearts keypti frá Halifax fyrir 40.000 pund fyrir hálfu ári, skoraði á fyrstu og síðustu mínútu, er Hearts vann Morton 2:0. Þá vann Aberdeen Falkirk með sömu markatölu og settu vamarmennirnir, Faulkner og Miller, mörkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.