Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 9
ffigrgtttiftlaftift /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 B X Hans í banastuði og Blikar í úrslit BREIÐABLIK á góða möguleika á að komast aftur í Evrópu- keppnina í handknattleik. Liðið tryggði sér sæti í úrslitaleikn- um í bikarkeppninni á sunnu- dagskvöldið með því að leggja Fram að velli í skemmtilegum og spennandi ieik. Þeir munu leika til úrslita við Val og eiga þar möguleika á sigri og sæti í Evrópukeppni bikarhafa en Hans Guðmundsson sést fagna eftir leikinn gegn Fram. Kátir Blikar SkúliUnnar Sveinsson skrifar MorgunblaöiA/Bjarni Bjarnl SlgurAsson, lfnumaðurinn snjalli hjá Fram, sést hér skora gegn Breiðablik. Framarar náðu ekki að komast í bikarúrslitin annað árið f röð. þó það takist ekki hjá þeim gæti svo farið á morgun að Valur næði að tryggja sér sigur í íslandsmótinu og þar með er sæti Breiðabliksmanna í Evr- ópukeppninni tryggt, sama hvernig bikarúrslitaleikurinn fer. Hans Guðmundsson átti stærst- an þátt í því að koma Blikun- um áfram í bikarkeppninni. Hann var hreint óstöðvandi í leiknum, skoraði 12 mörk auk þess sem hann lék ágætlega í vöminni. Mörkin sem hann gerði voru flest mjög svipuð. Hann skáskaut sér í gegnum vömina vinstra megin og skaut í homið fjær. Leikurinn var opinn, skemmtilegur og jafn. Blikar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik en munurinn varð aldrei mikill. í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum upp í 18:18 en þá sigur Blikar framúr. Framarar vom óheppnir að jafna ekki undir lokin. Þeir brugðu á það ráð að taka Hans og Bjöm úr um- ferð á lokamínútunum, minkuðu muninn um eitt mark og unnu síðan boltann. Atli Hilmarsson komst inn ÞAÐ var mikill munur að koma inn í búningsklefa Breiðabliks- manna og Valsmanna eftir leiki liðanna á sunnudagskvöldið. Vals- menn vom hljóðir og tóku sigrinum og sætinu í úrslitaleiknum með miklu jafnaðargeði en Breiðabliksmenn sungu hástöfum. Vin- sælasta lagið var „Horfðu á björtu hliðamar" eftir Sverri Storm- sker og sungu þeir það af mikilli innlifun. Til stóð að reyna við lagið „Þú og þeir,“ sem verður framlag okkar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næstunni en þegar á reyndi kunnu fáir tekstann þannig að „Björtu hliðamar" vom bara teknar aft- ur. Já, Breiðabliksmenn sýndu í búningsherbergjum Laugardals- hallar á sunnudaginn að þeir kunna ýmislegt fýrir sér annað en leika handknattleik. úr hominu en Guðmundur varði frá honum og Blikar juku muninn í næstu sókn. Blikar vom á sama hátt óheppnir, eða réttara sagt klaufar, í fyrri háifleik er þeir höfðu 11:8 yfir. Þá unnu þeir boltann tvívegis og sendu langt fram á völlinn en Jens Einars- son komst inní sendingarnar og Framarar héldu boltanum. Jón Þórir Jónsson fékk það hlutverk að taka Atla Hilmarsson úr umferð frá fýrstu mínútu og tókst það bærilega hjá honum. Hinum megin gætti Hermann Bjömsson Jóns Þóris mjög vel, kom langt út á móti honum og skoraði hann aðeins tvö mörk úr hominu. Hermann lék einnig vel í sókninni, skoraði fjögur falleg mörk úr hominu og eitt úr hraðupphlaupi. Guðmundur í marki Blika varði vel, sérstaklega í upphafl síðaij hálfleiks og kom þá í veg fýrir að Framarar næðu forystunni í leikn- um. Bjöm og Aðalsteinn léku einn- ig vel fyrir Breiðablik. Fram - UBK 27 : 29 Laugardalshöll, sunnudaginn 27. mars 1988, undanúrslit í bikarkeppni HSÍ. 0:2, 1:3, 5:5, 6:8, 8:11, 12:12, 13:13, 14:14, 15:15, 16:16, 17:17, 18:18, 18:20,21:22,22:26,24:28,26:28,27:29 Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 6, Hannes Leifsson 6/2, Hermann Björnsson 4, Atli Hilmarsson 4, Birg- ir Sigurdsson 4, Egill Jóhannesson 1, Ragnar Hilmarsson 1. Varin skot: Jens Einarsson 10/1, Guð- mundur A. Jónsson 1. Utan vallar: Tvær mínútur. Mörk UBK: Hans Guðmundsson 12/2, Bjöm Jónsson 5, Þórður Davíðsson 5, Aðalsteinn Jónsson 4, Jón Þórir Jóns- son 2, Kristján Halldórsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/1. Utan vallar: Átta mínútur. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Stef- án Amaldsson og dæmdu þeir mjög vel. Þórður afgreiddi vesturbæjarliðið ÞÓRÐUR SigurAsson var hetja Valsmanna þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í bik- arkeppni HSÍ á sunnudags- kvöldið. Þórður skoraði 8 mörk þegar Valsmenn slógu KR-inga út úr bikarkeppninni og það munar um minna í jöfnum leik eins og þessum. Það vom KR-ingar sem höfðu forystu lengst af í fyrri hálf- leik. Valsarar náðu forustu þegar tvær mínútur voru til leikhlés og ■■■■■■ létu hana ekki af Skú/iUnnar hendi eftir það þó Sveinsson svo nokkrum sinn- skrifar um værj jafnt. Leikurinn var tals- vert harður og má sem dæmi nefna að Júlíus Jónasson varð að yfirgefa völlinn í annað sinn strax á 17. mínútu og lék eftir það aðeins í sókninni. Valsmenn breyttu varnarleiknum í síðari hálfleik, úr hinni hefðbundnu 6-0 vöm sinni í 5-1 og var Jón Kristjánsson þá fremsti maður. Þetta gaf góða raun því KR-ingar vissu ekki hvemig átti að bregðast við þessu. Jón komst nokkmm sinn- um inn í sendingar hjá þeim og þá var Jakob tilbúinn í hraðupphlaup. Nýstjama! „Það er ný stjama kominn fram á sjónarsviðið," sagði Stanislav Modrowoki þjálfari Vals eftir leik- inn og bætti síðan við í gamansöm- KR-Valur 19 : Laugardalshöll, sunnudaginn 27. mars 1988, undanúrslit í bikarkeppni HSÍ. Gangur leiksins: 1:0, 4:2, 6:6, 9:6, 10:8, 10:12, 11:12, 11:13, 15:14, 17:18, 17:20, 18:22, 19:22. Mörk KR: Guðmundur Albertsson 4, Konrád Olavson 4, Jóhannes Stefáns- son 4/2, Guðmundur Pálmason 3, Stef- án Kristjánsson 3, Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 17/1. Utan vallar: Tíu mínútur. Mörk Vals: Þórður Sigurðsson 8/1, Jakob Sigurðsson 6, Júlíus Jónasson 5/4, Geir Sveinsson 1, Jón Krsistjáns- son 1, Valdimar Grímsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 12/2. Utan vallar: Tíu mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson. Þeir félagar voru frekar slakir að þessu sinni. Voru ekki nógu samkvæmir sjálfum sér og er það óvenjulegt hjá þeim. um tón: „Ég er að velta því fyrir mér hversu lengi hún á eftir að skína." Greinilegt var að hann átti við hvort Þórður næði að sýna jafn góðan leik í úrlsitaleiknum gegn FH sem fram fer að Hlíðarenda á morgun. Já, Þórður lék einstaklega vel á sunnudaginn. Þetta var fyrsti leik- urinn þar sem hann fær raunveru- lega að spreyta sig með liðinu, og hann brást ekki því allt gekk upp hjá honum. Það sama verður ekki sagt um aðra Valsmenn. Júlíus náði sér aldrei á strik og virðast KR-ingar hafa ein- hver tök á honum. Jakob skoraði mest úr hraðaupphlaupum og hann var duglegur að físka vítaköst í hominu, mörg hver fremur ódýrt að mínu mati. Einar Þorvarðarson stóð sig einnig vel í markinu. Hjá KR-ingum bar Gísli Felix Bjamason markvörður af. Hann hefur verið meiddur í baki en lét sig samt hafa það að leika með og stóð sig eins og hetja. Guðmundur Albertsson náði sér aðeins á strik í síðari hálfleik og Jóhannes Stef- ánsson lék vel. Guðmundur Pálma- son lék ágætlega en mætti reyna meira sjálfur. Sagt eftir leikina Golr Sveinsson, Val: „Ég er frekar óánægður með leik- inn sem slíkan en auðvitað er ég ánægður með úrslitin. Það var markmiðið að leika til úrslita bæði í íslandsmótinu og í bikam- um. Nú þegar Ijóst er að við kom- umst í bikarúrslitaleikinn mætum við afslappaðir, en ákveðnir, til leiks gegn FH. Þórður SigurAsson, Val „Ég er nokkuð ánægður með minn hlut (leiknum. Þetta er fyrsti leik- urinn sem ég fæ að spreyta mig bæði í vöm og sókn og það er mikill munur að leika allan leik- inn. Leikurinn var samt slakur enda held ég að við höfum hugsað of mikið um leikinn gegn FH síðustu vikuna." Gisli Folix Bjamason, KR „Við vomm grátlega nærri því að komast áfram og auðvitað er maður svekktur. Okkur hefur gengið illa á móti Val og það voru ekki allir í liðinu sem höfðu trú á að við gætum unnið þá. Okkur vantaði sigurviljann, ekk- ert annað. Ég hef ekki æft í hálf- an mánuð en fann mig samt vel í markinu í kvöld. Ætli sé ekki best að hætta að æfa og spila bara.“ Jóhannes Stefánsson, KR „Við höfðum í fullu tré við þá en vantaði herslumuninn, vorum of bráðir í restina, ætluðum að skóra nokkur mörk í hverri sókn. Þetta var ekta bikarleikur sem gat end- að á hvom veginn sem var. Bjöm Jónsson, UBK „Mér líður vel og mér líst vel á úrslitaleikinn við Val. Þeir em sterkir en ef við komum með réttu hugarfari getur allt gerst. Ef Valur vinnur FH á miðvikudaginn emm við komnir f Evrópukeppn- ina. Ef FH vinnur fáum við annað tækifæri í bikarúrslitaleiknum. Leikurinn í kvöld var ekta bikar- leikur, opinn og mikil tauga- spenna." Hans GuAmundsson, UBK „Ef manni liði ekki vel á svona stundu þá liði manni aldrei vel. Ég var í þokkalegu stuði í leiknum og er ánægður með að vera kom- inn ( úrslitaleikinn. Bikarleikir eiga að vera svona, barátta í 60 mínútur. Þetta var sigur liðsheild- arinnar og áhorfendur vom góðir." Eglll Jóhannesson, Fram „Þetta er ferlega svekkjandi. Við 'áttum alveg eins að geta unnið en við nýttum ekki færin og vörn- in var ekki nógu góð. Þeir héldu höfði og höfðu betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.