Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 14
G ■ 14 B jHorsiinblatiib /IÞROTTIR ÞRHUUDAGUR 29. MARZ 1988 BÍLAÍÞRÓTTIR / TOMMARALL ANNAÐ árið í röð unnu Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guðbergsson fyrstu rallkeppni ársins, nú á nýkeyptum og sérsmíðuðum Porsche 911 rallbíl. Eftir viðburðarríkt keppnisár i fyrra þar sem allt gekk á afturfótunum, voru þeir öryggið uppmálað íTommarall- inu og unnu með yfir fimm mínútna mun. A meðan lentu helstu keppinautar þeirra í ógöngum og töpuðu af verð- launasætunum á lokasprettin- um. íslandsmeistararnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Ford Escort náðu öðru sæti, en Oskar Olafsson og Jóhann Jónsson náðu óvænt þriðja sæti á óbreyttum Subáru Turbo og unnu sinn flokk. Það þurfti ekki langa keppni til að ökumenn töpuðu glórunni annað slagið, en ekið var um sér- leiðir á Reykjanesi og í Reykjavík á föstudagskvöld og ”Junnlaugur laugardag. Keppnin Rögnvaldsson Var í styttra lagi, skrifar miðað við Islands- meistaramót, en baráttan því meiri þar sem hver sek- únda í refsingu gat skipt máli. Eftir fyrri dags keppninar voru Jón og Guðbergur með 13 sekúndna forskot á Jón og Rúnar, en hálfri mínútu síðar komu tvíburarnir Guð- mundur og Sœmundur á Nissan 240 RS. Það sluppu ekki allir ævintýra- laust frá fyrsta degi. Tveir bílar ultu, einn ökumaður í þriðja skipti á innan við ári. ,Við vorum í mik- illi keppni við Oskar á Subaru í flokki óbreyttra bíla, ætluðum að vinna flokkinn. Eg varaði mig ekki a hættulegri beygju á einni leið- inni. Bíllinn lenti á stærðarinnar grjóti, kastaðist á loft og fór á hvolf, en rúllaði á hjólin aftur. Við héldum áfram, en bíllinn skemmdist það mikið að keppnisstjórn taldi hann óökuhæfan og ég hætti," sagði Ami Sæmdunsson sem ók Mazda 323 4WD Turbo ásamt Snorra Gíslassyni. Mistök Arna gáfu Oskari og Jóhanni örugga for- ystu í flokknum og þeir sigldu á endanum í þriðja sætið, enda lentu margir tbppbílanna í ógöngum. Meistamir flugu útaf Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Jón S Halldórsson, lukkulegur með sigurinn á Porsche bílnum, en í baksýn fylgjast foreldrar hans með. Verðlaunasætum klúðrað Slíkt henti þá Steingrím og Ægi. ,Við vanmátum hraðann að stór- hættulegri beygju, fórum of geyst. Eg reyndi að stýra gegnum tvær beygjur á mikilli ferð, en hraðinn var of mikill og bíllinn lenti með afturendann á steini, sem kastaði okkur útaf. Tvö dekk sprungu og stífa á spymu slitnaði. Okkur tókst að halda áfram, þar sem viðgerðar- þjónustan var nálæg, en við féllum í fjórða sæti, eftir að hafa unnið okkur uppúr því áttunda," sagði Steingrímur. Annað sæti hefði verið Steingríms ef hann hefði sloppið klakklaust í gegn, því á næst síðustu sérleiðinni hættu Guðmundur og Sæmundur. Að öllum líkindum brotnaði gírkass- inn. „Bíllinn hrökk skyndilega úr fjórða gír og ég reyndi að koma honum í gír aftur og hann hökti eitthvað áfram áður en allt stóð fast og við stöðvuðumst. Fyrir leið- ina var ég að spá eitthvað á þá leið að ég þyrfti að skipta um gírkassa fyrir næstu keppni. Það verður víst örugglega úr því núna," sagði Guðmundur. Jón og Rúnar fengu því annað sæt- ið á silfurfati, eftir að hafa legið í því ijórða, á meðan Jón S. og Guð- bergur héldu fyrsta sætinu tryggi- lega. Af þeim nítján sem lögðu af stað í Tommarallið, komust tólf í endamark, þ.á.m. eina kvenáhöfn rallsins þær Laufey Sigurðardóttir og Unnur Reynisdóttir á Toyota Corolla. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Fjöldi áhorfenda fylgdlst með Tommarallinu við Laugardalsleikvanginn, þar sem ökumenn tókust á við stutta malbiks- og malarleið. Islandsmeistaram- ir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson sýndu mest tilþrif á leið í annað sætið. „Taldi upp í 200 km hraða“ „EG er lítiö spenntur fyrir ís- landsmeistaratitlinum, þó ég hafi sigraö fyrstu keppnina og sé kominn með forystu í stigakeppninni. Mig langar mest að fara með bfiinn til Vestur- Þýskalands og keppa þará einhverjum mótum. Mér finnst vanta meiri baráttu í mótin hérna, þó þetta sé allt- af spennandi," sagði sigur- vegarinn, Jón S. Halldórsson, í samtali við Morgunblaðið eftir að Tommarallinu iauk. Við ókum bara af öryggi, tók- um enga áhættu, fórum bara jafnt og þétt. Möluðum þetta samt... Við vorum ekki fjarri því að missa af ræs- ingu keppninnar, fórum að skoða keppnisleiðirnar á einkabíl daginn sem hún byijaði. Bíllinn bilaði á Isólfsskálaleið, gekk á 1-2 cylind- rum. Við náðum þó að skríða í bæinn og mættum viðgerðarliði okkar albrjáluðu. Við vorum alltof seinir, en Stína, kona Begga, hafði farið með bílinn í rásmarkið, náð- um við þangað nokkrum mínútum Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar áður en við áttum að leggja af stað. Leiðimar voru hálar og erfiðar fyrsta daginn, en við náðum 17 sekúndum af Jóni á Isólfsskáia. A sömu leið til baka tók Jón 14 sek- úndur af okkur, en þá var komið myrkur. Kastaramir sem við vor- um með, voru algjört drasl, lýstu í allar áttir og við sáum varla neitt. A Stapafelli ókum við í botni, en ég skammaðist mín fyr- ir keyrlsuna á síðustu leið föstu- dagsins. Laugardagurinn byijaði þokkalega, en ég var hissa á hvað Steingrímur ók grimmt, hann kollkeyrði sig lika á endanum, með öruggt þriðja sæti, sem er óskiljanlegt." Það var allur vindur úr topp-. baráttunni eftir að sprakk hjá Jóni. Eg ætlaði að dóla restina, en gat það svo ekki. Við ókum Stapafell á fullu, ég horfði á hraðamælinn og taldi, 195, 198 og 200 km hraði... A tímabili vorum við hræddir um að afturhjólalegur væru að fara, en sluppum með skrekkinn. Bíllinn sló ekki feilpúst og því var þetta nokkuð létt,“ sagði Jón glaður í bragði. Toppbfl- amirí hildarleik Strax á fyrstu leið laugardags brotnaði öxull hjá Steingrími Inga- ssyni og Ægi Armannssyni á Niss- \an 510, bilun sem háði þeim mikið í fyrra. Þeim tókst að halda áfram eftir viðgerð, en töpuðu miklum tíma og hröpuðu úr fjórða sæti í það áttunda. A Isólfsskálaleið urðu Jón og Rúnar fyrir óhappi í bar- áttunni um fyrsta sætið. ,Við kom- um fljúgandi yfir hæð og mættum risagrjóti á miðjum vegjnum. Sprakk framdekk og við hentumst útaf og festumst. Eg skipti um dekk og náði að losa bílinn en við töpuðum fimm mínútum og hröpuð- um af toppnum. I viðgerðarhléi í Keflavík virtust úrlsitin ráðin, þegar aðeins þtjár leiðir voru eftir. Jón og Guðbergur voru fyrstir, Guð- mundur og Sæmdundur í öðru sæti og Steingrímur og Ægir þriðju. Allt örugg sæti, en þó örfáir kíló- metrar væru eftir á sérleiðum var enn tími til að gera glappaskot. Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Slgurvegararnlr Jón S Halldórsson og QuAbergur GuAbergsson óku greitt á Porsche bílnum, allt að 2oo km hraða á sérleiðum. Fyrir ofan stýrir Oskar Olafsson Subaru Turbo 4WD í þriðja sæti með Jóhann Jónsson, sér til fulltingis. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.