Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 11
B 11 |B)»rflm»MaM> /IÞROTTtR ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður Jónsson skoraði af 25 metra færi gegn IMorwich Þriðja deildarmarkið fyrir Sheffield Wednesday SIGURÐUR Jónsson stóð sig vel með Sheffield Wednesday á laugardaginn og setti annað mark liðsins í 3:0 sigri gegn Norwich. Sigurður lék á tvo mótherja og skoraði af um 25 metra færi fimmtán mínútum fyrir leiks- lok. Þetta var þriðja mark Sigurð- ar í ensku deildinni. 31. ágúst 1985 vann Sheffield Oxford 1:0 á Manor Ground og gerði Sigurð- ur eina mark leiksins. 13. október sama ár setti Sigurður eitt mark í 3:2 sigri gegn Leicester á City- velli og á laugardaginn kom þriðja markið á Carrow Road. Sigurður var á 18. ári, þegar hann fór til Sheffield haustið 1984. Hann hefur síðan leikið nokkra leiki á hvetju árí, en átt erfitt með að halda föstu sæti í liðinu, einkum vegna meiðsla. Hann hef- ur samt eflst við mótlætið og eft- ir að hafa verið frá í allan vetur vegna meiðsla, fékk hann tæki- færi á ný gegn Manchester United fyrir skömmu, lék nú þriðja leik- inn í röð og gerði sitt þriðja deild- armark. Siguröur Jónsson skoraði glæsilegt mark á Carrow Road í Norwich ÍÞRÓmR FOLK ■ CLIVE Allen lék ekki með Tottenham gegn Nottingham Forest á laugardaginn og tók Nico Claesen stöðu hans. Ailen var seld- ur til Bordeaux í Frá Bob Frakklandi fyrir Hennessy helgi fyrir milljón ÍEnglandi pund| en verður með Spurs út yfírstand- andi tímabil. Ailen, sem setti 49 mörk á síðasta tímabili og var kjör- inn knattspymumaður ársins í Eng- landi, hefúr aðeins gert 14 mörk fyrir Spurs í vetur. Að undanfömu hefur verið rætt um að Chris Waddle væri á förum til Frakk- lands, en Terry Venables, stjóri Spurs, sagði að hann ætti eftir tvö ár af samningi sínum og færi hvergi. ■ KEVIN Hitchcock lék í marki Chelsea gegn Southampton og var kennt um markið. Chelsea greiddi Mansfield 250.000 pund fyrir hann á dögunum og er Hitchcock fjórði markvörðurinn, sem leikið hefur fyrir Chelsea í vetur. ■ MARK Lawrenson sat í heið- urstúkunni á leik Charlton og Oxford, en eins og greint hefur verið frá, hefur verið ákveðið að hann taki við stjóminni hjá Ox- ford. Hins vegar hefur ekki enn verið gengið frá öllum málum. Lawrenson var allt annað en án- ægður með leikinn. „Það er eins gott að hann var ekki í beinni út- sendingu, því auglýsingamar hefðu vakið meiri athygli. Það er mikill munur á þremur eða Qórum efstu liðunum og hinum og greinilegt að hér þarf stórátak," sagði Law- renson. Hann hefur boðið félaga sínum, Frank Stapledon, sem er lánsmaður hjá Derby og lék sinn 450. deildarleik um helgina, að ger- ast þjálfari hjá Oxford. I TREVOR Francis lék í fyrsta sinn á Englandi í sex ár, en hann var með QPR síðustu 20 mínútum- ar gegn Portsmouth. Francis var slakur, en Smith, stjóri QPR, var ánægður. „Francis hefur ekki mikla jrfirferð, en hann er sem Ardiles og MUhren, les leikinn vel og það kemur sér vel.“ m MICHAEL Laudrup verður ekki hjá Juvcntus næsta tímabil, en félagið vill selja hann fyrir 1,5 milljónir punda eða rúmlega 100 milljónir íslenskra króna. Arsenal hafði samband við Juve í síðustu viku og vildi kaupa, en Manchester United og Spurs hafa einnig sýnt áhuga. Uverpool komið á skjurleið á ný LIVERPOOL lék ekki vel gegn Wimbledon á laugardaginn, en vann samt 2:1 og tryggir sér meistaratitilinn f Ijótlega ef heldur sem horfir. Mikið var um óvœnt úrslit og aðeins tvö efstu liðin sigruðu á heimavelli. Dalglish, sem ekki hefur leikið með Liverpool í vetur, kom inná, þegar þrjár mínútur vom til leiksloka og mínútu síðar minnkaði ■^I Eríc Young muninn Frá Bob fyrir gestina með Hennessy skalla. Þetta var / Englandi fyrsti heimaleikur Liverpool í sjö vikur, en þrátt fyrir góðar móttökur 36.464 áhorfenda, olli leikur liðsins vonbrigðum. Vindur var þó nokkur og mikið var um ónákvæmar send- ingar, en Peter Beardsley stóð upp úr. Hann var óheppinn að skora ekki undir lokin, en átti heiðurinn að öðra marki Liverpool, sendi á Johnston, sem skallaði á Bames og eftirleikurinn var auðveldur — hans 15. mark á tímabilinu. John Aldridge lék á ný méð Liverpool og kom verðandi meisturam á bragðið með skalla eftir sendingu frá Steve Nicol. „Leikmenn Wimbledon era líkam- lega sterkir, þeir nota kraftinn og það er ekki hægt að gagnrýna," sagði Kenny Dalglish, stjóri Li- verpool, eftir sigurinn á Anfield. Harvay bjartsýnn „Ég neita að viðurkenna að ekki sé hægt að ná Liverpool að stig- um,“ sagði Colin Harvey, stjóri Everton, eftir 2:1 sigurinn gegn Watford á útivelli. Everton er 17 stigum á eftir Liverpool og á átta leiki eftir, en Liverpool níu. Kevin Sheedy og Wayne Clarke skoraðu fyrir Everton, en Gary Porter setti mark heimamanna, sem töpuðu fjórða deildarleiknum í röð og era á góðri leið með að falla. Þeir þökk- uðu engu að síður 30.503 áhorfend- um stuðninginn í leikslok með lófa- klappi. West Ham gaf eftir síðustu fímm mínútumar á Old Trafford, fékk þá á sig tvö mörk og tapaði 3:1. Barátta gestanna var mikil, en sóknarleikurinn ekki beittur — fyrsta skot á mark kom eftir 52 mínútur og átti Chris Tumer ekki í erfiðleikum með að veija. Gordon Ray Clemence stjómar vöm Tott- enham ekki framar. Strachan gerði fallegt mark fyrir heimamenn sex mínútum síðar, en Leroy Rosenoir, sem West Ham keypti fyrir rúmri viku frá Fulham fyrir 275.000 pund, jafnaði á 81. mínútu. Viv Anderson kom United yfír á ný með skalla og Bryan Rob- son átti síðasta orðið með góðu skoti á 90. mínútu. Ahorfendur: 37.269. Sigurður Jónsson skoraði Sigurður Jónsson skoraði annað mark Sheffield Wednesday á 74. mínútu, er liðið vann Norwich 3:0 á Carrow Road að viðstöddum 13.280 áhorfendum. Mel Sterland, maður leiksins, skoraði úr vfta- spymu skömmu fyrir hlé og Lee Chapman innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok. Norwich fékk gullið tækifæri til að jafna um miðjan seinni hálfleik, en Kevin Pressman varði þá vítaspymu frá Robert Fleck. Heimamenn vora lengi að ákveða hver ætti að taka vítið, en Stringer, stjóri þeirra, sleppti sér eftir leikinn. „Kevin Drinkell er vítaskytta okkar — Fleck átti aldrei að taka vítið," sagði hann. QPR er í fjórða sæti, vann Ports- mouth 1:0 og skoraði Dean Coney á 11. mínútu. Eftir það einbeittu gestimir sér að vamarleiknum og þrátt fyrir góða baráttu náði Portsmouth ekki að skora. Charlton og Oxford gerðu marka- laust jafntefli og hefur Oxford nú leikið 17 leiki í röð án sigurs. Southampton gerði góða ferð til London og vann Chelsea 1:0, Gra- ham Baker skoraði fimmtán mínút- um fyrir leikslok. Þetta var 18. deildarleikur Chelsea í röð án sig- urs. Rangstöðumaric Nigel Clough jafnaði fyrir Notting- Ray Clemence: »Ég er hættur" „ÉG er hættur. Ég hef verið mjög slæmur í vinstri hásininni og eftir varaliðaleikinn gegn Brighton fyrir viku var mér ráðlagt að hætta." Þetta sagði Ray Clem- ence um helgina, sem hefur verið í eldlínunni undanfarin 23 ár og ieikið meira en 1.100 leiki með Liverpool og Tottenham. Clemence, sem verður fertugur 5. ágúst, hóf ferilinn hjá Scunthorpe 1965. Tveimur árum síðar keypti Bill Shankly hann til Liverpool þar sem hann náði frábær- um árangri með liðinu; með Liverpool varð hann fímm sinnum Englands- meistari, einu sinni bik- armeistari, þrisvar Evr- ópumeistari meistara- liða, tvisvar Evrópu- meistari félagsliða og einu sinni Evrópumeist- ari félagsliða. Frá jan- úar 1970 fram í ágúst 1981 missti hann aðeins af sjö deildarleikjum Liverpool, en 1981 var hann seldur til Totten- ham fyrir 300.000 pund. Clemence, sem á 61 landsleik fyrir England að baki, lék 21 úrslita- leik á Wembley, en síðasti leikur hans með aðalliði Tottenham var gegn Norwich í deildinni 10. október í vetur. - n[-....... ham Forest á 67. mínútu gegn Tottenham, en hann var greinilega rangstæður, er Neil Webb sendi knöttinn til hans. Colin Foster gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik. Arsenal náði aðeins markalausu jafntefli gegn Derby á Baseball Ground, sem er lélegasti völlurinn, sem leikið er á í 1. deild. „Völlurinn var hræðilegur, en við reyndum að leika knattspymu," sagði George Graham, stjóri Arsenal. ■ Úrsltt/B12 ■ Staðan/B12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.