Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 16
88GX SHAM .GS ÍIUDAaUU3Ifl<í ,GIG/UaUUOflOM íH$niR JÓHANN INGI GUNNARSSON Loksins orðinn alvöruþjálf- ari — búið að reka þig! JÓHANN Ingi Gunnarsson, handknattleiksþjálfari, hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og átt viðræður við for- ráðamenn nokkurra félaga. Miklar líkur eru á að hann þjálfi hér á landi næsta vetur og hefur Jóhann nú afskrifað þann möguleika aðtaka að sér þjálfun í Sviss, eins og honum stóð til boða. m Eg talaði við Amo Ehret, sem er fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands en nú lands- -, liðsþjálfari Sviss, og hann réð mér frá því að þjálfa í Sviss. Sagði að Svisslendingar æfðu aðeins þrisvar í viku og ég gæti allt eins átt von á því að þegar ég kæmi á æfingu væru einhveijir úr liðinu famir í skíðaferð!" sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Það eina sem ég hef lofað að gera eftir að ég kem út aftur er að ræða við foiráðamenn Dankersen, en það er ljóst að liðið verður áfram í 2. deild og óljóst er hvemig stjórn þess verður skipuð næsta vetur, þannig að ég á síður von á að ég fari þangað.“ Essen hefur gengið vel eftir að þú hættir sem þjálfari liðs- ins. Hefur ekki verið sárt að horfa upp á það? „Eg held að ég væri ekki mann- legur ef mér hefði ekki fundist það sárt, sérstaklega vegna Evr- ópukeppninnar. Ég þjálfaði liðið er við unnum Rostock í haust, en ég hafði einmitt spáð því liði sigri í Evrópukeppninni. En ég vissi að Essen ætti möguleika. Á síðasta keppnistímabili töpuðum við naumlega í keppninni fyrir sovéska liðinu Minsk, sem flestir telja besta félagslið í heimi, þrátt fyrir að fjórir úr byrjunarliðinu hjá okkur væm meiddir. Mér þyk- ir því súrt í broti að fá ekki að klára dæmið í Evrópukeppninni. Essen mætir lítt þekktu spánsku liði í undanúrslitunum og því er Stjórnandinn Jóhann Ingl Gunnarsson, handknattleiksþjálfari, sem hefur þjálfað Kiel og Essen í V-Þýskalandi - undanfarin ár. Hann er nú á heimleið. ljóst að liðið fer í úrslit og þar treysti ég því til að sigra. Er ég hætti var Essen í 4.-6. sæti deild- arkeppninnar og er nú í 4. sæti. Nú em allir lykilmenn heilir, öfugt við það þegar ég var við stjóm- ina. Það var vitað mál að liðið er mjög gott þegar allir þeir bestu em með, eins og sannaðist gegn Rostock fyrr í vetur, en í þeim deildarleikjum sem við spiluðum þegar ég var enn þjálfari vom allir bestu mennirnir aðeins með í 3 af 14 leikjum. Þú lentir í 3. sqpti í kjöri Hand- ball Magazine um þjálfara árs- ins meðal lesenda. Er þetta kjör mikils virði? „Já, ég varð efstur í fyrra, en nú fékk Ivanescu landsliðsþjálfari flest stig. Ég varð hins vegar þriðji rétt á eftir Heiner Brandt, þjálfara Gummersbach, þrátt fyrir að ég væri hættur. En Ivanescu var á sínum tíma rekinn frá Essen er liðið varð meistari. Það er því greinilegt að þó menn séu ekki nógu góðir fyrir Essen koma þeir vel út úr kosningu sem þessari! Það er einfaldlega þannig með þjálfara í atvinnuíþróttum í Þýskalandi að stóll þeirra er púð- urtunna. Það hefur ekkert með hæfileika þjálfara að gera hvort kviknar í púðrinu. Aðstæðurnar ráða því. Og þegar forseti, sem hefur lofað stuðningsaðilum fé- lagsins meistaratitli þrátt fyrir að leikmenn hafi yfirgefið liðið og mikið sé um meiðsli, sér að hann getur ekki staðið við orð sín, er það þjálfarinn sem er látinn axla ábyrgðina. Þetta er hefð. Þjálfari er eins og skipstjóri sem fer út — hann vill alltaf koma með full- fermi að landi, en það er ekki raunhæft. Þjálfari vill auðvitað vinna alla leiki en raunveruleikinn er oft annar en það sem maður óskar sér. Að mörgu leyti hefur verið erfítt að sætta sig við það að hætta sem þjálfari Essen-liðs- ins. Ég hef hugsað mikið um þetta en tel mig ekki fínna neitt sem ég gerði rangt." Og örfá orð í lokin frá Jóhanni Inga: „Það hefur verið gaman að heyra hvað sumir hér heima hafa sagt við mig undanfama daga: Nú ertu loksins orðin alvöru þjálf- ari. Þú hefur verið rekinn!" KNATTSPYRNA Valsmenn náðu ekki að veiða ..hákarlana" Hörður manna. Halgason, þjálfari Vals- „ÉG er mjög ánægður með ferðina, þrátt fyrir að við höfum ekki náð að veiða hákarlana (Miami Jaws) í Kingston. Strák- arnir hafa fengið góða reynslu og þessi ævintýraferð, þar sem við kynntumst f ramandi um- hverfi, hefur þjappað hópnum saman," sagði Hörður Helga- son, þjálfari íslandsmeistara Vals, sem koma heim frá Jam- aíku í dag. Valsmenn léku sinn síðasta leik á sunnudáginn og máttu þá þola tap, 1:2, fyrir Miami Jaws. Hákarlarnir fengu mark á silfurfati eftir aðeins 40. sekúntur. Þá hand- samaði Guðmundur Baldursson, markvörður, knöttinn örugglega. Þegar hann var að fara að sparka knettinum fram, flautaði dómarinn og dæmdi óbeina aukaspyrnu á hann við markteig. Dómarinn sagði að hann hafi tekið of mörg skref. „Þessi dómur vakti mikla athygli, enda út í hött. Við fengum mark á okkur upp úr aukaspyrnunni," sagði Hörður. Jón Gunnar Bergs jafnaði, 1:1, fyr- ir Valsmenn á 20. mín. og Tryggvi Gunnarsson var nær því að bæta marki við. Nokkur harka færðist í leikinn í seinni hálfleik. Þegar tíu mín. voru til leiksloka skoruðu leik- menn Jaws sigurmarkið - með góðu skoti af átján metra færi. yp Mi Bjöm Rafnsson KNATTSPYRNA KR sigraði Morton Bjöm Rafnsson skoraði eftir 20 sek- úndur „ÞETTA var góður leikur og sérstaklega stóðu ungu strákarnir sig vel og það er ánægjulegt," sagði lan Ross, þjálfari fyrstu deildar liðs KR, við Morgunblaðið eftir 3:1 sigur f æfingaleík gegn skoska úrvalsdeildar- liðinu Morton á sunnudag- inn. KR-ingar byijuðu vel og eftir 20 sekúndur var staðan 1:0 — Bjöm Rafnsson skoraði úr einu af sínum kunnu þrumuskot- um. Pétur Pétursson bætti öðru marki við úr vítaspyrnu slTömmu eftir hlé, en síðan minnkuðu heimamenn muninn. Heimir Guðjónsson innsiglaði sigurinn með góðu marki eftir sendingu frá Hilmari Bjömssyni. Ross sagði að flórir eða fimm fastamenn hefðu verið S liði Morton, en Willum Þór Þórsson, Loftur Ólafsson og Sæbjöm Guðmundsson léku ekki með KR að þessu sinni. Annað kvöld leika KR-ingar við aðallið Glas- gow Rangers. „Norrænu víkingamir“ Þjálfari 1860 Miinchen er mjög ánægður með „norrænu víkingana,“ eins og hann kallar Guðna Bergsson og Ragnar Margeirsson. „Guðni hefur mjög góða yfírsýn, er snöggur og sterkur skallamað- ur. Ragnar er klókur upp við markið. Hann gæti orðið geysi- legur markaskorari,“ segir þjálf- arinn um þá félaga. Guðni og Ragnar léku sinn fyrsta leik með félaginu á laug- ardaginn - gegn Augsburg. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2. Ragnar lék fyrri hálfleikinn, en Guðni var með allan leikinn. Guðni var nær búinn að tryggja 1860 Miinchen sigur rétt fyrir leikslok. Hann átti skot í stöng af aðeins eina metra færi. Guönl Bergsson GETRAUNIR: X 2 X 1X2 2X2 1X1 LOTTO: 8 12 13 16 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.