Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 7
jHorairoMaMb /IÞROTTtR ÞRŒXJUDAGUR 29. MARZ 1988 B 7 SUND Landsliðið tfertil Svíþjóðar Búið er að velja sundlandslið íslands, sem tekur þátt í Kallott-keppninni í sundi, sem verður haldin í Svíþjóð 23. og 24. apríl. Guðmundur Harðar- son, landslisþjólfarí og Ólafur Þ. Gunnlaugsson, þjálfari Vestra, eru þjálfarar liðsins, sem er skipað þessum sundmönnum: Ragnheiður Runólfsdóttir, IJMFN, Bryndís Ólafsdóttir, HSK, Helga Sigurðardóttir, Vestra, Þuríður Pétursdóttir, Vestra, Ingibjörg H. Amardótt- ir, Ægi, Lóa Birgisdóttir, Ægir, Elín Sigurðardóttir, SH, Hugrún Ólafsdóttir, HSK, Eðvarð Þór Eðvarðsson, UMFN, Magnús Már Ólafsson, HSK, Ólafur B. Einarsson, Ægi, Ragnar Guð- mundsson, Ægi, Amþór Ragn- arsson, SH og Ingólfur Amar- son, Vestra. I Halldór Hafsteinsson Bjami til Hollands og Englands BJARNI Ásgeir Friöriksson og Halldór Hafsteinsson fara til Hollands og taka þátt í opna hollenska meist- aramótinu í júdó, sem fer fram í Utrecht 2.-3. aprfl. Ær Omar Sigurðsson hittir þá félaga sfðan í London, þar sem þeir taka þátt í opna breska meistaramótinu, sem fer frarrl í Crystal Palace-höllinni 9.-10. apríl. Halldór og Ómar hafa mikinn hug á að ná góðum ártangri og sýna fram á að þeir séu verðug- ir fulltrúar íslands á Olympíu- leikunum í Seoul. KNATTSPYRNA Belgíumenn lögðu Ungverja Ungverjar, sem íslendingar mæta í vináttulandsleik í Búdapest 4. maí, léku vináttu- landsleik gegn Belgíumönnum í Briissel á laugardaginn. Aðeins 8.500 áhorfendur sáu sigur Belgíumanna, 3:0. Jan Ceule- mans skoraði fyrsta markið á 55. mín., en síðan skoraði Jozsef Fitos sjálfsmark á 60. mín. Varamaðurinn Francis Seve- reyns skoraði þriðja markið á 81. mín., eða aðeins tíu mín. eftir að hann kom inn á. SUND / MEISTARAMÓTIÐ INNANHÚSS Morgunblaðiö/SGG Ragnheiður á ferðinni Ragnhelður Rúnólfsdóttlr setti tvö met í Eyjum. Hún nálgast ólympíulágmörkin og má fastlega reikna með því að hún nái þeim í Osló eða í Kallott-keppninni í Svíþjóð. Ragnheiður setti tvö met í Eyjum RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir setti tvö íslandsmet á meist- aramótinu innanhúss í sundi, sem fór fram í Vestmanna- eyjum um helgina. Ragnheiður synti 200 m fjórsund á 2:22,39 mín., en gamla metið hennar var 2:22.95 mín. Þá synti hún 100 m baksund á 1:06.35 mín. Gamla metið hennarvar 1:06.35 mín. Þetta kom mér nokkuð á óvart. Ég hef æft mikið undanfari og kom því óhvíld hingað til Vest- mannaeyjar,“ sagði Ragnheiður Runólfsdóttir, sem fer í æfingabúðir til Osló í byijun apríl. Þar mun hún reyna við ólympíulág- Frá Jóhannilnga Gunnarssyni i Vestm.eyjum mörkin. Karlasveit UMFN setti íslandsmet í 4x100 m fjórsundi - 4:10.93 mín. Ragnheiður varð þrefaldur meistari á mótinu í Eyjum. Magnús Már Ólafsson, HSK, varð fjórfaldur meistari. ■ Úrslit B/13 BLAK Furðuleg frestun Bikarúrslitaleik Víkings og- Þróttar í blaki kvenna sem fram átti að fara á laugardaginn var frestað á síðustu stundu. Ástæðan er sú að Víkingar lögðu fram læknisvottorð fyrir meiðslum eins leikmanns og þótti formanni Blaksambandsins það næg ástæða til að fresta leiknum. Mikið hefur verið um meiðsli hjá Vfkingum í vetur. Þær eru fáliðaðar og ekki bætti úr skák að ein þeirra gekkst undir uppskurð nýlega og verður ekki meira með á þessu keppnistímabili. Önnur fór á skíði til Austuríkis á laugardaginn og sú þriðja meiddist á landsliðæfíngu fyrir helgina. Þær tvær fyrstnefndu leika varla með nema leiknum verði frestað þar til skíðakonan kemur frá Austurríki, eða þá þegar sú þriðja verður búinn að ná sér að fullu. Rétt er að benda á að uppspilari Þróttar meiddist skömmu fyrir úr- slitakeppnina en engu að síður lék Þróttur þar án hennar. Nú er spurn- inginn bara sú hvort BLÍ ætlar að fresta leiknum þar til allar stúlkum- ar, í báðum liðum, verða tilbúnar til að leika! FRJÁLSAR Ragnheiður setti met í 10.000 m hlaupi Ragnheiður Ólafsson setti nýtt íslandsmet í 10.000 m hlaupi á ftjálsíþróttamóti í Alabama á sunnudaginn. Ragnheiður hljóp á 33:35.41 mín. Hún hljóp undir ólympíulágmarkinu í annað sinn. Gamla metið hennar, 34:10.00 mín., var einnig undir lág- markinu, sem er 35 mín: Einar Vilhjálinsson kastaði spjót- inu 80.34 m um helgina á „Texas Op>en“ og hlaut silfur. Kast hans er vel yfir ólympíulágmarkinu. Hann var einnig búinn að ná því í fyrra. fa&mR FOLK ■ TINDASTÓLL og UÍA áttu að mætast um helgina í úrslitaleik 1. deildarinnar í körfuknattleik, á Sauðarkróki. Með sigri hefði Tindastóll tryggt sér sæti í 1. deild. Búið var að ákveða dansleik eftir leikinn, uppskeruhátið og búið að leigja hús og hljómsveit. En UÍA komst. ekki til Sauðarkróks og heimamenn sátu eftir með sárt ennið. ■ KAMERÚN sigraði Nígeríu, 1:0, í úrslitaleik Afríku-bikar- keppninnar í knattspymu í Casa- blanca um helgina. Það var Em- manuel Kunde sem skoraði sigur- markið úr vítaspymu á 55. mínútu, eftir að Roger Milla hafði verið felldur fyrir innan vítateig. Nígería átti góð færi í leiknum, m.a. tvö skot í þverslá. Þetta er í annað sinn sem Kamerún sigrar í keppninni. Alsír sigraði Marokkó í úrslitaleik um 3. sætið, 4:3, eftir vítaspymu- keppni. Tennisstjarnan Staffi Graf. ■ ENZO Francescoli, frá Úr- úgúaí er ekki ánægður í París og hefur óskað eftir því að fá að losna frá félagi sínu, Racing Club París. Félagið hefur neitað og því verður Francescoli að leika með liðinu út samningstímann. ■ AGANEFND UEFA hefur dæmt Real Madrid til að greiða rúmlega hálfa milljón kr. í sekt fyrir ólæti leikmanna og áhorfenda í leik liðsins gegn Bayern Mlinchen f 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Bayern fékk einnig sekt, 200.000 kr., vegna óláta leik- manna. Marseille frá Frakklandi var dæmt til að greiða 120.000 kr. vegna flugelda sem var hent inn á leikvanginn fyrir leik þeirra gegn fínnska liðinu Rovaniemen. ■ ANTONIO di Gennaro leik- maður Veróna var dæmdur í fjög- urra leikja bann fyrir gróft brot í leik liðsins gegn Werder Bremen. Hann var rekinn út af í leiknum og liðið þarf að borga 300.000 kr. í sekt. ■ HEIMSMEISTARAKEPPN- IN í knattspymu 1990 á að fara fram á Ítalíu, en það er þó ekki öruggt að sögn Joseph Blatter aðalritara alþjóða knattspyrnusam- bandsins, PIPA. Hann segir að ef deilur um sjónvarpsmiðstöð fyrir keppnina verði ekki leystar fljótlega þá gæti svo farið að keppni yrði haldin í Mexikó eða í Vestur- Þýskalandi. Rafael del Castillo, forseti mexíkanska knattspymu- sambandsins hefur sagt að Mexíkó vilji halda keppnina. Það væri ein- faldasta lausnin því að þar væri allt tilbúið síðan keppnin var haldin Íar 1986. I KERRY Saxby frá Ástralíu bætti heimsmet sitt um rúmar 10 sekúndur í 5 km. göngu um helg- ina. Hún gekk á 20:55,76 mínútum á móti í Perth í Ástralíu. ■ OLEG Blokhin er loksins kominn til Austurríkis þar sem hann mun leika með Vorwaerts Steyr í 2. deild. Hann mun leika með liðinu út keppnistímabilið og jafnvel lengur. Hann er þriðji Sov- étmaðurinn sem leikur í Aust- urríki. Hinir vom Antoly Sintc- henko og Sergei Shavlo, en þeir léku báðir með Rapid Vín. ■ STEFFI Graf vann sér inn rúmar fjórar milljónir kr. með sigri yfír Chris Evert í úrslitaleik í al- þjóðlegri meistarakeppni í tennis. Steffi Graf sigraði 6:4 og 6:4 f úrslitaleiknum sem fór fram í mikl- um hita, tæplega 49 gráðum á Celsíus. ■ ARTUR Wojdat varð um helgina fyrsti Pólveijinn til að slá heimsmet í sundi. Hann setti heimsmet í 400 metra skriðsundi á 47,38 sekúndum á bandaríska meistaramótinu i sundi, innan- húss. Gamla metið átti Michael Gross frá V-Þýskalandi. Á þessu móti setti Janet Evans frá Banda- ríkjunum einnig heimsmet. Hún sjmti 1.500 metra skriðsund á 15:52,10 mínútum og bætti eigið met um rúmar átta sekúndur. ■ LUCIANO Barra, aðalritari ítalska frjálsíþróttasambandsins hefur boðist til að segja af sér vegna hneykslisíns í langstökkskeppninni í Róm í fyrra. Þá hafnaði Giovanni Evangelisti f þriðja sæti, eftir að stökk hans hafði verið lengt um tæplega hálfan metra af dómurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.