Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 3
B 3
jHotgnnÞtaMb /ÍÞRÓTTIR ÞWÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
HANDKNATTLEIKUR / V-ÞÝSKALAND
Alfreð í baráttu
Alfreð Gíslason sést hér í leik með Essen. Hann átti
góðan leik um helgina, en ekki dugði það Essen til
sigurs.
Verður
Gummersbach
meistarií
ellefta sinn?
Nú eiga liðin í NBA-deildinni
einungis 3-4 leiki eftir áður en
úrslitakeppnin hefst. Þessir
leikir fara fram nú í vikunni og
fara síðustu leikirnir fram
næsta sunnudag. Nokkuð er
Ijóst hvaða lið komast úr vest-
urdeild í úrslitakeppnina, en í
Austurdeildinni er enn hörð
barátta um tvö sæti.
að eru 16 lið sem komast í
úrslitakeppni NBA-deildarinn-
ar, átta úr hvorri svæðadeild. Leik-
ið er með úrsláttarfyrirkomulagi í
úrslitakeppninni og
Gunnar í fyrstu umferð
Valgeirsson komast þau lið
skrifar áfram sem fyrr
vinna þijá leiki.
í Vesturdeildinni eru lið Los Ange-
les Lakers, Denver, Dallas, Port-
land, Houston, Utah, Seattle og San
Antonio nokkuð örugg um að kom-
ast í úrslit. Phoenix, sem hefur
verið í baráttu um síðasta sætið við
San Antonio, hefur nú tapað þrem-
ur leikjum meira en San Antonio
og eiga bæði þessi lið nú eftir fjóra
leiki. Þarf Phoenix því að vinna
alla þessa leiki, sem er mjög hæpið
að þeir geri því allir eru þeir gegn
efstu liðunum í Vesturdeildinni. Það
er því nokkuð öruggt að Pétur
Guðmundsson og félagar fái það
erfíða verkefni í næstu viku að
kljást við Los Angeles Lakers í
fyrstu umferð keppninnar.
í Austurdeildinni hafa lið Boston,
Detroit, Atlanta, Chicago og Mil-
waukee þegar tryggt sér sæti í
úrslitakeppninni.1 Nokkuð víst er að
Cleveland komist í úrslit, en lið New
York, Washington, Indiana og
Fíladelfíu beijast harðri baráttu um
þau tvö sæti sem eftir eru. Eiga
þessi lið eftir að leika nokkra leiki
innbyrðis nú í vikunni og munu
úrslit í þeim leikjum eflaust ráða
hver af þessum liðúm komist í úrsli-
takeppnina.
Ekki er ljóst hvaða lið muni keppa
saman í fyrstu umferð, það ræðst
væntanlega ekki fyrr en í síðustu
leikjum deildarinnar um næstu
helgi.
Kristján, Alferð og Sigurður áttu
góðan leikað vanda
San Antonio Spurs nær
öruggt í úrslitakeppnina
Ochel var markhæstur mótheijana
með 9 mörk.
Tap hjá Essen
Essen varð að lúta í lægra haldi
fyrir Massenheim á útivelli, 26:19.
Þetta var jafnframt stærsta tap
Essen á tímabilinu. Alfreð var
markahæstur hjá Essen með 5
mörk. Fraatz og einn leikmaður
Massenheim lentu í samstuði í upp-
hafí fyrri hálfleiks með þeim afleið-
ingum að þeir urðu báðír að fara
útaf. Fraatz fékk stóran skurð á
hægri augabrú'n.
Klel missti af lestinni
Dormagen gerði sigurmöguleika
Kielar í deildinni að engu er þeir
unnu 22:20 á heimavelli. Staðan í
hálfleik var 10:8 fyrir Kiel sem er
nú þriðja sæti með 33 stig á móti
37 stigum Gummersbach.
Diisseldorf á möguleika
Diisseldorf er í öðru sæti með 36
stig eftir sigur á Schwabing, 17:18,
á útivelli og er eina liðið sem getur
komið í veg fyrir sigur Gummers-
bach. Dusseldorf lék án Páls Ólafs-
sonar, sem er meiddur, eins var
Ratka hvíldur í þessum leik vegna
meiðsla. En hann er markahæsti
leikmaður Diisseldorf í vetur.
Önnur úrslit voru þau, að Göpping-
en vann Gorsswaldstad, 20:24, á
útivelli og Numberg sigraði Dort-
mund 17:22 á útivelli.
Verður Kristján fimmti
íslendingurinn sem verður
vestur-þýskur meistari
I handknattleik?
EF Kristján Arason verður vestur-þýskur meistari í handknattleik
með Gummersbach eins og margt bendir til, yrði hann fímmti
íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Ólafur H. Jónsson og Axel
Axelsson urðu meistarar með Dankersen á sínum tíma, Alfreð
Gíslason með Essen í fyrra og 1986 og éins Jóhann Ingi Gunnars-
son sem þjálfari Essen á síðasta keppnistímabili.
Til gamans má geta þess að Erik Vaje Rassmussen frá Dan-
mörku er eini érlendi leikmaðurinn fyrir utan íslendingana sem
unnið hefur meistaratitil í vestur-þýska handboltanum.
ÞEGAR TVÆR umferðir eru eft-
ir ívestur-þýsku urvalsdeild-
inni í handknattleik bendir allt
til þess að Gummersbach hljóti
meistaratitilinn í 11. sinn. Um
helgina sigraði Gummersbach
lið Hofweier á útivelli og sama
tíma tapaði Kiel fyrir Dorma-
gen.
Kristján Arason átti mjög góðan
leik og skoraði 4 mörk fyrir
Gummersbach gegn Hofweier.
Lokatölurnar urðu 16:20 eftir að
HHHIH staðan í hálfleik
Frá hafði verið 9:7 fyrir
Jóhanni Inga Hofweier. Um miðj-
Gunnarssyni an fyrri hálfleik kom
iÞyskalandi upp atvik gem
líklega eftir að draga dilk á eftir
sér. Einn áhorfenda gaf Heine
Brand, þjálfara Gummersbach,
kjaftshögg og var hann smá tíma
að jafan sig á því. Við þetta kom
bakslag í leik Gummersbach eftir
að liðið hafði komist í 3:6. í síðari
hálfleik tóku Kristján og félagar
leikinn í sínar hendur og unnu ör-
ugglega.
Sigurður markahæstur að
venju
Lemgo bjargaði sér endanlega frá
falli með því að gera jafntefli við
Milbertshofen, 22:22. Lemgo leiddi
íhálfleik, 11:9. Sigurður var marka-
hæstur að vanda með 7 mörk þar
af gerði hann tvö úr vítaköstum.
Kristján Arason og félagar hafa
tekið stefnuna á meistaratitlinn.
KNATTSPYRNA
Ragnar Margeirsson
með þrennu
Ragnar Margeirsson skoraði
þijú mörk fyrir Keflvíkinga
þegar þeir unnu Selfyssinga,
3:0, í Litlu-bikarkeppninni á
Selfossi. Hvasst og kalt var
þegar leikurinn fór fram.
Skagamenn skoruðu fimm
mörk, 5:0, þegar þeir fengu
Breiðablik í heimsókn. Haraldur
Hinriksson, Elís Víglundsson,
Sigursteinn Gíslason, Sigurður
Lárusson og Sigurður B. Jóns-
son skoruðu mörkin.
Hafnarfjarðarliðin FH og Hauk-
ar gerðu jafntefli, 2:2.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
HANDKNATTLEIKUR / NM PILTA
Litlir sigurmöguleikar
Norðurlandamót pilta í hand-
knattleik fer fram í Osló í
Noregi um helgina. Að þessu sinni
taka Finnar og Færeyingar ekki
þátt og verða því aðeins fjögur lið
í keppninni. Að sögn Lárusar H.
Lárussonar, aðstoðarþjálfara
íslenska liðsins, er það bæði ungt
og reynslulítið, aðeins ijórir leik-
menn á eldra árinu. „Siguröguleikar
okkar á mótinu eru litlir — allt fyr-
ir ofan neðsta sætið yrði framar
öllum vonum,“ sagði hann.
Eftirtaldir leikmenn skipa íslenska
liðið: Markverðir: Axel Stefánsson,
Þór Akureyri, og Hallgrímur Jóns-
son, ÍR. Aðrir leikmenn: Davíð
Gíslason, Gróttu, Gústaf Bjamason,
Selfossi, Jóhann Ásgeirsson, ÍR,
Róbert Haraldsson, HK, Finnur B.
Jónasson, ÍR, Magnús Eggertsson,
Stjömunni, Sigurður Bjarnason,
Stjömunni, Gunnar Gíslason,
Gróttu, Gunnar Andrésson, Fram,
Einar Guðmundsson, Selfossi, Ró-
bert Rafnsson, ÍR, og Magnús Sig-
urðsson, Selfossi. Magnús Teitsson
er þjálfari og Ingvar Viktorsson
fararstjóri.